Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 26. mars 1994 rlhi+rrfK+r WMWIwlí 15 Skjöldur Eiríksson Fæddur 4. apríl 1917 Dáinn 20. mars 1994 Einhver fyrsta minning mín um Skjöld Eiríksson er úr eld- húsinu á loftinu heima á Kambsvegi 13. Hann var þá að segja fólkinu einhverjar sögur frá stríösárunum í Reykjavík. Þó að ég muni ekki lengur efni frá- sagnarinnar, heyri ég enn óm orðanna og varöveiti hugblæ stundarinnar. Þetta mun hafa verið veturinn 1950-1951, þegar Skjöldur var viö nám í Kennara- skólanum að afla sér réttinda til að gegna skólastjórastöðu sem honum hafði verið veitt við barnaskólann á Skjöldólfsstöð- um á Jökuldal. Skjöldur gekk að eiga frænku mína, Sesselju Níelsdóttur frá Húsey í Hróarstungu, árið 1946 og bjuggu þau fyrstu árin í Hús- ey, en fluttust að Skjöldólfsstöð- um og hófu þar búskap er Skjöldur hlaut skólastjórastöð- una árið 1950. Meðan Skjöldur var í Kennaraskólanum annað- ist Sesselja kennsluna á Skjöld- ólfsstöðum. Hún var þá þegar reyndur kennari, hafði áöur kennt á Skjöldólfsstöðum og víðar á Héraði. Sumarið 1952 dvaldist ég um tíma hjá þeim hjónum í skólan- um á Skjöldólfsstöðum og síðan sumarlangt eftir þaö lengst af 6. t MINNING áratugarins. Skjöldólfsstaðir em um miðjan dal, í þjóðleið þegar farið er milli Norður- og Austur- lands. Þar var snemma gest- kvæmt og húsbændur kunnu vel aö taka á móti gestum, veittu af rausn og ræddu við gesti sína. Þá kynntist ég enn frekar þeim hæfileika Skjaldar ab segja frá mönnum og atburð- um og fræða fólk um leiðir og örnefni í byggð og óbyggb. Hann var afar minnugur og snemma fróður, las landakort eins og bækur og kunni glögg skil á hæö fjalla, vatnasvæðum fallvatna og rennsli þeirra. Hug- stæðust allra vatnsfalla var hon- um Jökulsá á Dal, Jökla, sem rennur um dalinn á leið til sjáv- ar og var unun að hlýða á frá- sagnir hans af sviptingum hennar, foráttu sumarvexti, ísa- brotum og jökulhlaupum. Meðfram skólastörfunum rak Skjöldur dálítið sauðfjárbú og hygg ég að þaö hafi veriö gott bú og gagnsamt á þeim árum. Hann hafði alist upp við slíkan búskap og var vel ljóst hlutverk og þýðing sauðkindarinnar í lífi og afkomu þjóöarinnar um ald- ir. Hann var ákveðinn málsvari sauðfjárbúskapar allt til síðasta dags. Skjöldur var maður í hærra lagi á vöxt, grannvaxinn, dálítið settur í heröum með skarpa andlitsdrætti og sérstætt yfir- bragð, svo að eftir honum var tekið hvax sem hann fór. Hann var vel aö manni og verkmaður góður sem kunni ab búa í hend- urnar á sér og var t.d. afburöa sláttumaður. Hann var léttur í spori og hinn mesti göngumað- ur, ef svo bar undir. Mér er sagt að eitt sinn, er hann bjó í Hús- ey, hafi hann farið fótgangandi inn í Brekku á hreppsnefndar- fund, fram og aftur sama dag- inn; mér telst til ab vegalengdin sé ekki skemmri en tuttugu kíló- metrar hvora leið, þótt farin sé sjónhending. Skjöldur Eiríksson var fæddur á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal í Norður-Múlasýslu 4. apríl 1917, sonur hjónanna Eiríks Sigfús- sonar og Ragnhildar Stefáns- dóttur. Þau vom bæði af gamal- grónum austfirskum ættum, Ei- ríkur var fæddur á Egilsstöðum á Völlum en Ragnhildur var norðan af Langanesströnd. Meðal systkina hennar var Magnús skáld, Örn Arnarson. Skjöldur var yngstur sinna systkina, sem nú eru öll látiri, en eina fóstursystur áttu þau, DAGBOK X 85. dagur ársins - 279 dagar eftir. 12. vika Sólris kl. 7.08 sólarlag kl. 20.01 Dagurínn lengist um 6 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, 1 dags tvímenningur, kl. 13 sunnudag í Risinu. Félagsvistin feliur niöur sunnudag, næst spilab föstudaginn 8. aprí! kl. 13. Dansaö í Goöheimum kl. 20 sunnudagskvöld. Mánudagur: Opið hús í Risinu kl. 13-17. Kl. 17 kemur Sturlunguhópur- inn saman í Risinu. Magnús Jónsson lýkur þá viö að lesa og skýra söguna og Matthías Johannessen ritstjóri tal- ar um verkiö og höfund þess, Sturlu Þóröarson. Söngvaka í Risinu kl. 20.30 mánu- dagskvöld undir stjóm Sigrúnar Ein- arsdótlur. Undirleik annast Sigur- björg Hólmgrímsdóttir. Safnaðarfélag Áskirkju Fundur veröur þriðjudaginn 29. mars nk. í safnaðarheimili Áskirkju og hefst hann kl. 20. Spilað verður páskaeggjabingó. Kaffiveitingar. Fríkirkjan í Reykjavík Sunnudag: Guösþjónusta kl. 14. Fermd verða eftirtalin ungmenni: Gunnar Björgvin Ragnarsson, Engi- hjalla 3, Kópavogi; Jóna Svanlaug Þorsteinsdóttir, Brekkubæ 31, Reykja- vík; Matthías Líndal Jónsson, Unu- felli 44, Reykjavík. Organisti Pavel Smid. Prestur Cecil Haraldsson. Karlakórinn Stefnir með tónleika Nú líöur að vetrartónleikum Karla- kórsins Stefnis. í þessari lotu verða haldnir þrennir tónleikar. Þeir fyrstu verða í Arbæjarkirkju í dag, laugar- daginn 26. mars, kl. 16; þeir næstu í nýja Bæjarleikhúsinu við Þverholt í Mosfellsbæ mánudaginn 28. mars kl. 20.30, og síbustu tónleikarnir að þessu sinni verba í Bústaðakirkju mibvikudaginn 30. mars kl. 20.30. Stjómandi kórsins er Lárus Sveinsson trompetleikari, en píanóundirleik annast Sigurbur Marteinsson. Ingi- björg Marteinsdóttir ópemsöngkona syngur einsöng með kómum á þess- um tónleikum. Á efnisskránni eru bæbi íslensk og erlend lög, auk tveggja kóra úr ópemm Wagners. Síð- ast en ekki síst er rétt að nefna að á tónléikunum verbur flutt syrpa af rússneskum þjóðlögum, þar sem harmonikuleikarar úr Félagi harm- onikuunnenda í Reykjavík og slag- verksleikarar úr Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar leika með. Dagur harmonikunnar verður haldinn í Tónabæ v/Skaftahlíð í Reykjavík á morgun, sunnudaginn 27. mars, kl. 15. Á efnisskrá em létt- klassísk verk og dægurlög. Fram koma: Stórsveit Harmonikufé- lags-Reykjavíkur, Léttsveit Harm- onikufélags Reykjavíkur. Einnig koma fram minni hópar og einleikar- ar úr röðum félagsmanna. Útsetningar em flestar eftir Karl Jón- atansson, stjómanda hljómsveitanna. Boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi. Tveir norrænir listamenn sýna í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 15 Verbur opnuð sýning í Norræna húsinu á teikning- um eftir norska listamanninn Olav Christopher Jenssen. Þetta er farand- sýning sem kemur hingað til lands í samvinnu við Norrænu listamibstöö- ina á Sveaborg við Helsingfors, þar sem sýningin hóf göngu sína í apríl 1993, en hingab kemur hún frá Tall- in í Eistlandi. Olav Christopher Jens- sen er fæddur 1954 í Noregi. Hann hlaut myndlistarmenntun sína við Handíða- og listiðnaðarskólann í Ósló 1973-76 og var síban við Norsku listaakademíuna 1980-81. Olav Christopher hefur verið búsettur í Berlín ásamt konu sinni og þremur börnum. Hann er mjög fjölhæfur listamaður, sem er jafnvígur á mál- verk, grafík og teikningu. í anddyri verbur hins vegar sýning á myndum sem danska listakonan Bodil Kaalund gerði vib biblíuna, sem kom út í nýrri þýðingu á vegum Hins danska biblíufélags 1992. Bodil Kaa- lund vann í tæp sjö ár vib þetta mikla verkefni og gerði nokkur hundrub mynda, en 160 þeirra prýba þessa einstæöu útgáfu af biblíunni. Bodil heldur fyrirlestur með litskyggnum um þessar myndir í fundarsal Nor- ræna hússins í dag kl. 16, eba eftir að sýning hennar verður formlega opn- uö í anddyrinu. Nokkrar litógrafíur og vatnslitamyndir listakonunnar verða einnig til sýnis í anddyri Hall- grímskirkju á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og Hins íslenska bibl- íufélags. Hún heldur fyrirlestur í sam- komusal kirkjunnar á morgun, pálm- asunnudag, Id. 10 og eru allir hjart- anlega velkomnir á sýningarnar og fyrirlestrana. Tónleikar á Kjarvalsstö&um Næstu tónleikar CAPUT-hópsins verða í kvöld, laugardaginn 26. mars, kl. 20.30 á Kjarvalsstöðum. Nefnast þeir „Fallega tónlistin" og verba þar flutt verk eftir Aldo Clementi, John Cage og Atla Heimi Sveinsson. Dagskrá Norræna hússins um helgina Á morgun, sunnudaginn 27. mars, kl. 14 verður kvikmyndin Per Pyssling sýnd í Norræna húsinu. Þetta ævin- týri er byggt á sögu eftir Astrid Lind- gren. Það segir frá Bertil, litlum strák sem á ekki marga vini. En einn dag kynnist hann öbmm dreng sem leyn- ist undir rúminu hans. Þessi strákur er alveg eðlilegur í útliti, nema hvab hann er ekki stærri en þumalputti. Þeir félagarnir bralla svo ýmislegt saman og lenda í mörgum ævintýr- um. Kvikmyndin er rúm klst. ab lengd og er meb norsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Sama dag kl. 16 flytur sr. Heimir Steinsson, útvarpsstjóri og fyrrver- andi skólastjóri lýðháskólans í Skál- holti, erindi sem nefnist „Mun lýðhá- skólahugsjónin lifa af á íslandi?". Hann mun koma inn á sögu lýbhá- skólans á fslandi og framtíðarhorfur. Að erindi loknu verba umræður. Allir eru velkomnir og abgangur er ókeyp- is. SKÁKÞRAUT Kortsnoj-Andruet, Royan 1988. Hvítur vinnur. a b c d e f g h 1. Dxd7+, gefiö (1....., Hxd7. 2. Hxd7+, Kb8. 3. Rxb6 og tapaö). Huldu Jónsdóttur sem býr á Akranesi. Skjöldur hlaut venjubundna barnauppfræöslu í æsku, en gekk síöar í Menntaskólann á Akureyri og lauk þar stúdents- prófi áriö 1940. Hann hugöi á sagnfræöinám erlendis, en heimsstyrjöldin síöari kom í veg fyrir aö úr því gæti orðið. Hóf hann þá nám í íslenskum fræö- um viö Háskóla íslands, en sneri sér síöar aö lögfræöinámi og lauk fyrrahlutaprófi í þeirri grein árið 1944. Hann tók kenn- arapróf 1951 og B.A.-próf í ís- lensku og sögu viö Háskóla ís- lands 1981. Skjöldur var kennari í Hróars- tungu 1949-1950 og skólastjóri á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal frá 1950-1976. Hann var bóndi á Skjöldólfsstööum 1944-1945 og í Húsey frá 1946-1950, síöan aftur á Skjöldólfsstööum til 1974. Frá 1975 vann Skjöldur á Landsbókasafni og Þjóðskjala- safni, uns hann lét af störfum sakir aldurs og heilsubrests áriö 1990. Skjöldur var kvaddur til ým- issa trúnaðarstarfa eystra. Hann var í hreppsnefnd Timguhrepps í nokkur ár og síðan hrepps- nefndarmaður í Jökuldalshreppi um tveggja áratuga skeib. Hann var skipaöur af ríkisstjóminni á- samt Benedikt Guttormssyni, bankastjóra á Eskifiröi, til aö rannsaka hag bænda á Norð- austurlandi og í Strandasýslu eftir harðærin 1949-1951 og gera tillögur til úrbóta og annast lánveitingar. Hann var í stjórn Lestrarfélags Jökuldalshrepps og Héraðsbókasafns Fljótsdalshér- aðs og formaður Menningar- samtaka Héraösbúa um skeið. Skjöldur haföi áhuga á stjóm- málum alla tíð. Hann þokaðist til vinstri er á ævina leið og tók á tímabili þátt í stjórnmálabar- áttunni. Hann var í framboöi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og starfaði síðar í Alþýðubandalaginu. A hinum síöari háskólaárum Skjaldar hafði Sesselja þegar tek- ið sjúkraliöapróf og fluttu þáu þá heimili sitt til Reykjavíkur og bjuggu hér síöan. Hún starfaði um hríö á Landspítalanum, en hefur unniö viö Kleppsspítala frá 1976. Skjöldur og Sesselja eignuöust fjögur böm. Elst er Ragnhildur, yfirkennari á Akureyri, og á hún tvo syni. Næstur er Níels, kerfis- forritari viö Reiknistofu bank- anna, kvæntur Elínu Ágústu Ingimundardóttur, og eiga þau tvo syni. Þá kemur Eiríkur Skjöldur, bóndi á Skjöldólfsstöð- um, kvæntur Huldu Hrafnkels- dóttur, og eiga þau tvö börn. Yngstur er Stefán, starfsmaður í utanríkisráöuneytinu, kvæntur Birgit Nyborg, og eiga þau tvo syni. Lengst af ævinnar naut Skjöldur góðrar heilsu, þar til fyrir nokkrum árum aö hann varð aö gangast undir mikla skuröaögerö, Hún tókst vonum framar, en upp frá því tók hann að kenna sér meins þess er aö lokum dró hann til dauða. Skjöldur lést á Vífilsstööum að- faranótt 20. mars. Sesselja og synimir tveir, sem hér búa, Ní- els og Stefán, sýndu honum ein- staka nami og umhygg'ju á erf- iöum stundum í veikindunum og öll fjölskyldan, fjær og nær, lét sér mjög annt um hag hans og alla líðan. Ég hef átt margar ánægju- stundir meö Skildi bæöi heima og heiman og hann miðlaði mér margs konar fróöleik um ævina. Aö leiöarlokum er mér þó efst í huga frásagnarmaöur- inn sem hreif mig í eldhúsinu heima foröum; þau áhrif hafa enst alla tíð síðan. Um leiö og ég kveð góöan dreng og fornan vin sendi ég Sesselju frænku minni og fjöl- skyldu hennar innilegustu sam- úöarkveðjur mínar. Gunnlaugur Ingólfsson -----------------------------------------Á í Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu Hrefnu Ólafsdóttur Akurgerði, Hrunamannahreppi Guðmundur Sigurdórsson Tryggvi Guðmundsson Anna Brynjólfsdóttir Ármann Guðmundsson Hrefna Hannesdóttir Hlynur Tryggvason Hannes Ármannsson Bergný Ármannsdóttir ---------------------------------------------------------. í Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Ingibjargar Ólafsdóttur Skaftahlíð 13 Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar, lækna og hjúkrunarfólks, sem sinnti henni í veikindum hennar. Ágúst Loftsson Ólafur Ágústsson Siguröur Ágústsson Erla Eyjólfsdóttir Loftur Ágústsson Petrina Jensdóttir Ingibjörg Ágústsdóttir Ámi Sigunónsson Svanhildur Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.