Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 26. mars 1994 fiMraw STOFNAÐUR 1 7. MARS 191 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Lýðskrum og óskhyggja Varla getur mýkri mál í stjórnmálabaráttunni en aðhlynningu fæðandi kvenna og umönnun hvít- voðunga fyrstu ævidagana. Árni Sigfússon, nýupp- dubbaður borgarstjóri, er auglýstur upp sem maður hinna mjúku mála og sérstakur verndari kvenna, fjölskyldna og bama. Hans fyrsta kraftaverk í stóli borgarstjóra er af mjúku sortinni. Hann enduropn- ar Fæðingarheimili Reykjavíkur í skæru ljósi fjöl- miðlanna. Ekki þarf að r,ekja hvernig heimilinu var lokað og að yfirvöld hafa daufheyrst við öllum bænum um að opna þaö á ný, en á því er mikill áhugi meðal barnshafandi kvenna og margra annarra. Borgar- stjórinn var því blessaður í bak og fyrir þegar hann lofaði að opna Fæðingarheimilið í byrjun næsta mánaðar. Því til staðfestingar skrifaði hann upp á leigusamning um fasteignir þær sem heimiliö var rekið í á sínum tíma. En enginn varð eins hissa á fréttaflóðinu af krafta- verki mjúka borgarstjórans en yfirlæknir kvenna- deildar Landspítalans, eins og Tíminn upplýsti í gær. Hann fékk fyrst vitneskju um enduropnunina úr blöðunum. En Fæðingarheimilið var rekið í nánu samstarfi við Landspítalann og verður væntanlega í framtíðinni, ef það verður opnað og starfrækt á ný. Það er nefnilega ekki í verkahring borgarstjórans að ákveða einhliða hvernig sjúkrastofnanir eru reknar. Ráðuneyti fjármála og heilbrigðismála hafa með þessi mál að gera og verður að virða Árna Sig- fússyni það til vorkunnar að hann er einstaklega illa að sér í verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, enda ekki búinn að vera borgarstjóri nema í vikutíma. Yfirlækni kvennadeildar Landspítalans kom mjög á óvart hvernig reka á Fæðingarheimilið án fjárveit- inga eða starfsfólks, en hvorugt er fyrir hendi. Og ekki er vitað til að fé verði veitt sérstaklega til Fæð- ingarheimilisins, enda er verið að draga verulega úr öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu, en ekki auka hana. Ekki er ljóst hvort Árni Sigfússon ætlar að reka Fæðingarheimilið með framlagi úr eigin vasa eða hvort hann heldur að það sé hlutverk borgarsjóðs að standa straum af kosningaloforðum hans. Nema að hann haldi að fjárveitingavaldið og heilbrigðis- þjónustan heyri undir borgarstjórann í Reykjavik. Hver veit nema eftir eigi á það að reyna? Hvernig sem á það er litið er ljóst að enduropnun borgarstjórans á Fæöingarheimilinu í miðri kosn- ingabaráttu er lýöskrum í sinni tærustu og óábyrg- ustu mynd. Ef óskhyggja er farin að ráða athöfnum borgar- stjórans, er hann efni í skýjaborgaklambrara fremur en framkvæmdamann. Ef hann heldur að einfaldur leigusamningur dugi til að endurreisa Fæðingar- heimilið, er hann glópur sem á lítið erindi í stjórn- sýsluna. Ef dæmið gengur upp og fjárveitingavaldið og heilbrigðisgeirinn verða knúin til að láta undan og opna heimilið, er mjúkmennið verðugur arftaki Davíðs Oddssonar og Margrétar Thatcher, sem láta sér ekki smámuni fyrir brjósti brenna þegar ryðja skal hugðarefnunum braut. Margir fagna því vafalaust ef tekst að opna títt- nefnt fæðingarheimili á ný. En að knýja mjúku málin fram með offorsi og án lagastoðar er varla það sem verðandi mæður og fjölskyldur þeirra óska eftir. Og mjúku málunum verður heldur ekki náð fram með lýðskrumi og mai;klitlum kosningaloforð- um. 'Vtkfitr (tr~ WftlWWIT Birgir Guömundsson skrifar: Smekkleysan ræður för Það mun að mestu aflagt að myndir af allsbemm konum hangi uppi á veggjum á dekkja- verkstæðum. Dekkjaverkstæði vom af einhverjum ástæðum orðin að tákni fyrir karlavinnu- staði þar sem karlremba grasser- aöi og litiö var á konur einvörö- ungu sem kynvemr. Kannski var algengara aö sjá myndir af allsbemm konum á þessum vinnustöðum en annars staðar, af því að hjólbarðaframleiðend- ur virðast hafa talið þar til ný- lega aö myndir af bemm kon- um eða hálfbemm myndu selja hjólbárða. Hitt er þó ljóst að það má heita alger undantekn- ing ef myndir af bemm konum hanga uppi á veggjum vinnu- staða núorðið. Um nokkurt skeið hefur það meira að segja þótt órækt merki um plebeja- hátt, að hafa slíkar myndir uppi og fáir karlmenn myndu vilja láta bendla sig við smekkleysu af því tagi. Það er ekki síst fyrir tilstuðlan kvenréttindabaráttu, þar sem áhersla hefur verið lögð á að samskipti kynjanna geti byggst á öðm óg meiru en dýrslegri kynhvötinni, sem viöhorf í þessum efnum hafa verið aö breytast. Rök kvennahreyfing- arinnar hafa iðulega byggst á því að verið sé að gera lítið úr konunni með því aö stilla henni upp sem kynveru eöa jafnvel kynhlut eða leikfangi, sem karl- inn geti farið með nánast að eig- in vild. Þróabur smekkur Þessi sjónarmið kvennahreyf- ingarinnar hafa náð svo al- mennri útbreiöslu að þjóðfélag- iö hefur tamið sér aðrar viðmið- anir í þessum efnum og þróað með sér ákveöinn smekk. Ólíkt því sem áður kann að hafa veriö þykir það hallærislegt á okkar dögum af karlmönnum að verða mjög uppteknir af mynd- um af bemm konum og enginn karlmaður með sjálfsvirðingu sækir sýningar hjá fatafellum hvað svo sem kann að hafa ver- ið fyrir einhverjum ámm eða áratugum. Þar með er ekki verið aö segja að nektin sjálf sé oröin að ein- hverri bannvöm og strangtrúar- leg siðvendni hafi tekið völdin. Þvert á móti er tíöarandinn ein- faldlega svo frjálslyndur og upp- lýstur aö hráar og groddalegar uppstillingar eða nektarsýning- ar virka illa á allt venjulegt fólk. Sorgleg sjón Þess vegna er svo sorglegt að fylgjast með því hvemig bæöi fjölmiðlar og almenningur, einkum þó konur, hafa hegðað sér undanfama daga vegna komu nokkura karlkyns fata- fellna til landsins. í kjölfar komu þeirra hefur farið einhver bylgja um fjölmiðla, þar sem gert er út á karlmenn sem ber- hátta sig. Ef marka má myndir og frásagnir af skemmtunum þessara manna, em það fyrst og fremst konur, sem láta sig þessi atriöi varða og óhætt er að segja að ef karlmenn hegðuðu sér meö þeim hætti sem konumar gera yröu þeir a.m.k. álitnir minni menn fyrir vikið ef ekki illa haldnir af einhverju óeðli. En aðalatriðið er þó hvem lág- kúmlegar þessar athafnir em í rauninni og niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt í þeim, jafnt fyrir karlmennina sem konum- ar sem standa æpandi, skrækj- andi og þreifandi aö reyna aö koma 100 kr. ofan í sundbuxur stripparanna! Viðbrögð kvenn- anna, þótt brosleg séu og yfir- drifin og bendi sterklega til aö þær telji þrátt fyrir allt að jafn- réttismál snúist um kynvemr, em þó ein og sér ekki þaö versta í þessu máli. Konurnar, sem náðu klámmyndunum niður af veggjum dekkjaverkstæðanna, tóku nefnilega svo vel í karla- strippið, að „dekkjaverkstæðis- menn" fjölmiölanna rönkuðu við sér og töldu einsýnt að hægt væri að ná sér í miklar vinsældir með því aö sýna bera karla. Þess vegna hafa landsmenn fengið yfir sig hálfgerða lágkúmveislu, þar sem hver fölmibillinn á fæt- ur öbmm ber fram bera karla eða karla sem hátta sig. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að minnast á „skemmti- atriöið" í fjölskylduþætti Hemma Gunn í vikunni þegar hann fékk skólapilta til að hátta sig í saumaklúbbi úti í bæ. Viku- blaðib Pressan var á sömu nót- um daginn eftir og fann ein- hvem pilt sem vildi láta taka af sér nektarmyndir. Raunar hafði Pressan áður mtt brautina í nektarmyndabirtingum með myndum af alheimsfegurbar- drottningunni Lindu Péturs- dóttur, myndum sem trúlega marka upphafib ab endalokum frægðarferils þeirrar stúlku. Misskilningur En sannleikurinn er sá að þess- ar stripp-sýningar í fjölmiðlum em sem betur fer byggðar á mis- skilningi. Þær eiga aö selja og vera snibugar, en em hvomgt. Hvort sem um er að ræða að skólastrákar afklæðist í þætti hjá Hemma Gunn eða hvort ein- hver piltur lætur birta af sér myndir buxnalausum í Press- unni, þá em fjölmiðlarnir komnir út á hálan ís, því þeir em ab leika sér að smekldeysinu og smekkleysi er einfaldlega ekki snibugt í miklu magni. Nektarsýningar á karlmönnum (eða kvenmönnum) í fjölmiðl- um em í sjálfu sér ekki svo óskyldar myndunum á dekkja- verkstæbunum. í báðum tilfell- um er með fmmstæðum hætti verið að búa til kynferðislegar skírskotanir í alveg fráleitu um- hverfi og þessum skírskotunum er beint að fólki, sem í flestum tilfellum hefur engan áhuga á þeim og finnst þær því algjör- lega óviðeigandí. En eftir að menn em á annað borð búnir að tapa áttum í þessu fjölmiðl- astrippi er eins og engin tak- mörk séu fyrir því hvem langt er hægt að ganga. Það sannar Hemmi með því ab bjóða upp á fatafelluatriöi í blönduðum fjöl- skylduþætti í sjónvarpi á besta áhorfstíma. Fullkomið smekkleysi En Pressan bætir þó enn í á for- síöu sinni í vikunni. Þar er geng- ib svo langt að birta hátíðarlit- mynd af forseta lýðveldisins I tilefni af einhveri útttekt sem blaðib telur sig vera aö gera, en klessir síöan buxnalausum strípaling sínum með hönd í klofinu ofan í höfuðib á forset- anum. Þaö kann að vera ab til- vísanakerfi það sem Pressan byggir forsíbur sínar upp á gefi ekki tilefni til mikillar aögrein- ingar efnisatriða, sem þar em. En uppstilling af þessu tagi er al- ger óþarfi og uppröðunin ef- laust engin tilviljun því Pressan hefur viljað undirstrika ab henni er ekkert heilagt. Þetta er hins vegar eins groddalegt og það getur verið og sýnir hvemig lágkúra elur af sér lágkúm og smekkleysa smekkleysu. Þab er búið að taka niður myndimar á dekkjaverkstæðun- um, en plebejahátmrinn birtist nú með öðrum formerkjum. Er ekki mál að linni? Því fyrr sem stripp-veislan endar þvl betra. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.