Tíminn - 29.03.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.03.1994, Blaðsíða 1
SÍMI 631600 78. árgangur W8Mw STOFNAÐUR 1917 Þriðjudagur 29. mars 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 61. tölublað 1994 Samband íslenskra sveitarfélaga: Atvinnu- leysið er óasættan- Þetta er bilun Tímamynd CS // Þab hefur verib mikib ab gera hjá Sigurbirni Bárbarsyni tamningamanni eftir ab hann var kjörinn íþróttamabur ársins og var þó í mörg horn ab líta fyrir. „Þetta er bilun," sagbi hann þegar blabamabur og Ijósmyndarí litu vib íhesthúsinu hjá honum ígcer. En þab kemst í aefingu ab svara íþráblausa símann án þess ab sleppa fœti vib járningamar og stóbhesturínn Segull og lcerísveinninn Sigurbur Matthíasson taka annríkinu meb jafnabargebi. -ÁG U-16 ára fótboltalandslibib á leib til Möltu. KSÍ: Matseðlar sendir út „Viö höfum mjög góöa reynslu af Möltu. Engin vandamál og allur abbúnabur hinn besti og góbur matur," segir Eggert Magnússon, formaöur KSI, en 16 ára landslib íslands í knatt- spymu, U-16, keppir á alþjób- legu móti á Möltu í næstu viku. Þá hafa íslensk fótbolta- landslib tekib nokkrum sinn- um þátt í mótum á eynni. Eins og kunnugt er veiktust ís- lenskir íþróttamenn mjög illa af salmonellu-sýkingu á síbustu smáþjóöaleikum sem haldnir vom á Möltu í fyrra og m.a. em dæmi um sundfólk sem hefur oröib aö hætta frékari keppni vegna veikindanna. Formabur ,KSÍ segir ab eftir aö hafa lesiö skýrslu um abbúnab- inn og hóteliö þar sem sund- fólkiö dvaldi, sé engin launung á því ab menn muni ömgglega passa sig meira en þeir hefbu ella gert. „En ef maöur les þessa skýrslu þá sér maöur ab abbúnaburinn og hótelib hefur verib fyrir neb- an allar hellur," segir formaöur KSÍ. Hann segir ab landslibiö muni gista á allt öbm hóteli, auk þess sem læknir veröur meö liöinu. Sömuleiöis hefur KSÍ sent út matseöla þar sem tílgreint er hvaba mat strákamir eigi aö boröa. -grh Miöbœr Hafnarfjaröar hf: Vínbúð var auglýst án vitundar ÁTVR I nýjasta heftí Fréttablabsins Húsib em birtar teikningar af útsöluverslun ÁTVR á annarri hæb í hinu nýja húsnæbi Mib- bæjar Hafnarfjarbar án þess ab samráb hefbi verib haft vib fyr- irtækib. Spumingar hafa vakn- ab um þab hvort verib sé aö nota ÁTVR sem tálbeitu fyrir hugsanlega kaupendur í hinum nýja mibbæ og gera meb þessu móti þetta nýja þjónustusvæbi sölulegra fyrir vikib. ÁTVR í Hafnarfiröi er staösett í eigin húsnæbi sem var sérstaklega tíl þess hannaö fyrir sex árum og þar á bæ hafa engin áform verib uppi um þaö ab flytja. Höskuldur Jónsson forstjóri sagöi í samtali viö Timann aö ekki væm uppi áform um aö flytja úr Lækjargötu 22. Húsnæöib var keypt áriö 1989 undir starfsemi ÁTVR og var þab gert í nánu sam- ráöi vib bæjaryfirvöld, lögregluyf- irvöld og öíl þau yfirvöld sem tal- in em skipta máli vib staösetn- ingu vínbúöa. „Þaö var fyrir um þaö bil ári sem ÁTVR var tilkynnt um fyrirhug- aöar framkvæmdir og svörubum viö því aö vib hefbum engin áform uppi um breytingu. Þetta em fyrst og fremst hug- myndir söluaöila þessa nýja hús- næbis aö staösetja ÁTVR í þessu skipulagi en mér sýnist, ab minnsta kosti fyrst um sinn, ekki vera áhugi á því innan ÁTVR. Því er samt ekki aö neita aö berist okkur tilbob sem sannfærir okkur um þab ab rekstur áfengisverslun- arinnar væri miklu hagkvæmari þama, myndum vib aö sjálfsögbu skoöa málib." í fjárhagsáætlun ÁTVR fyrir 1994 em einu fyrirhugubu bygginga- framkvæmdimar á Blönduósi og á Stykkishólmi, en fram kemur í auglýsingimni frá Mibbæ Hafnar- fjaröar ab verslanimar opni í nóv- ember á þessu ári. Ingvar Gubmundsson hjá fast- eignasölunni Ás í Hafnarfiröi, sem er söluabili Miöbæjar Hafnar- fjaröar, sagbi aö þaö hefbu veriö mistök ab auglýsa aö vínbúb ÁTVR yröi staösett þar, því ekki hefbi veriö gengib frá neinum samningum viö ÁTVR. Ekki náöist í Viöar Halldórsson hjá Miöbæ Hafnarfjaröar vegna málsins. ÓB Fulltrúaráö Sambands ís- lenskra sveitarfélaga telur hiö stórfellda atvinnuleysi í landinu meö öllu óásættan- legt. Slæmar afleiöingar þess bitni á einstaklingum og fjölskyldum og leiöi til al- varlegra félagslegra og fjár- hagslegra vandamála meö stórauknum kostnaöi í fé- lagsþjónustu sveitarfélaga og slæmra áhrifa í öllu þjóö- lífinu. Fulltrúaráösfundurinn telur að ekki komi ttl greina áfram- haldandi greiðsluþátttaka sveitarfélaga í Atvinnuleysis- tryggingasjóö. í því sambandi er vísað tíl yfirlýsingar félags- og fjármálaráðherra og full- trúa sambandsins frá 10. des. 1993 þar sem segir: „Ekki er gert ráð fyrir að framhald verði á greiðslu sveitarfélaga í sjóðinn á árinu 1995." Fulltrúaráðið leggur til að efnt veröi til sérstaks átaks til að auka atvinnu, skapa ný störf og viðhalda núverandi störfum í landinu. Fulltrúa- ráðið skorar á ríkisstjórn og Alþingi að snúa sér að þessu verkefni með markvissari hætti en hingað tíl. Fulltrúaráðið telur brýnt að jafnóðum og reynsla fáist af samstarfi sveitarfélaga og At- vinnuleysistryggingasjóös á þessu ári, veröi reglur um styrkveitíngar úr sjóðnum endurskoðaðar, til að þær 600 milljónir sem sveitarfélögin leggja til sjóðsins og þær 600 milljónir sem ætlað er aö nota af öðm ráðstöfunarfé hans á þessu ári, nýtíst sem best til að draga úr atvinnuleysinu. Fulltrúaráðiö telur að í ljósi hins mikla atvinnuleysis þurfi að endurskoða frá gmnni trygginga- og bótakerfið í landinu og alla þjónustu við atvinnulausa og ekki síst þá sem engan rétt hafa til at- vinnuleysisbóta. ÓB Mabur lést í vélsleöaslysi Rúmlega sextugur maöur, Gunnar Leósson, pípulagn- ingameistari í Bolungarvík, lést í fyrradag þegar vélslebi sem hann ók fór fram af hengju í Skálavík um 7 km vestan Bolungarvíkur og féll sex metra niöur í árfarveg. Eiginkona mannsins sem var meö honum á sleöanum slapp lifandi og beiö hjálpar í snjón- um í um 10 klukkustundir. Þau hjónin höfðu fariö frá Bol- ungarvík á vélsleða aö sumarbú- staö sem þau áttu í Minni Bakka og ætluðu að koma tíl baka á sunnudaginn, en lentu í dimm- viðri og virðast hafa villst af leið í Breiðabólsdal. Um dalinn rennur Breiðabólsá sem er að mestu ísilögð og fóm hjónin fram af hengju við ána og féllu sex metra niður í árfarveginn, en vegna jarðvarma, einmitt á þessum staö, var áin þar ekki lögð. Taliö er að maöurinn hafi látist samstundis en eiginkonu hans tókst að krafla sig upp úr ánni og búa um sig í skjóli og bíða hjálpar. Á sunnudag fóm menn að sakna hjónanna og fór maður vestur aö gá að þeim en fann ekki og taldi sig hafa farið á mis viö þau, en um kvöldið fóm hjálparsveitir að leita og fundu slysstaðinn um tíuleytið. Var konan þá oröin mjög köld eftir um tíu tíma bið og var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Gunnar lætur eftir sig fimm böm. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.