Tíminn - 29.03.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.03.1994, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 29. mars 1994 (iWtiU ■ ■ ITB auTfll 13 ^RARIK RAFMAGNSVEmjR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK-94005 132 kV útibúnaður RARIK-94006 40 MVA, 132/66 kV aflspennir Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 29. mars 1994 og kosta kr. 2.000,- hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 17. maí 1994. Verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 REYKJAVÍK. Verkakvennafélagið Framsókn Orlofshús sumarið 1994 Byijað verður þriðjudaginn 5. april að taka á móti umsókn- um félaggmanna varðaridi dvöl í orlofshúsum félagsins. Þeir, sem ekki hafa áður dvalið í húsunum, hafa forgang til umsókna til 11. apríl. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins að Skipholti 50A frá kl. 9.00-17.00 alla daga. Ath: Ekki er tekiö á móti umsóknum i síma. Félagið á 3 hús í Ölfusborgum, 1 í Flókalundi, 2 i Húsafelli, 1 í Svignaskarði, 1 á Kirkjubæjarklaustri og íbúð á Akureyri. Einnig er boðiö upp á dvöl á Einarsstöðum og lllugastöð- um. Stjórnin. Útboð Hafnaríjarðarbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir á nokkrum stöðum í Hafnarfirði. Helstu magntölur: Uppúrtekt Fyllingar .21.100 fm .26.600 fm Ræsaskurðir 984 m Skurðir fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar og símstöðina Holræsi ....1.284 m Vatnslagnir 530 m Skurðir og lagnir fyrir Hitaveitu Reykjavíkur 340 m Gögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Tilboðum ber að skila á sama stað í síðasta lagi þriðju- daginn 12. apríl kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði. Nastassja Kinski ’og Michael Douglas eru góbir vinir. Michael Douglas og Nastassja njóta lífsins Nýlega sást til leikaranna Mi- chaels Douglas og Nastössju Kinski er þau nutu Iífsins á báti í Karabíska hafinu. Virtist sem vel færi á meb þeim, en þau hafa bæbi átt um sárt aö binda í einkalífinu síbustu árin. Bæbi em þau böm heimsfrægra leikara og vom snemma undir þeirri pressu að verba ekki síbri en pabbar þeirra, leikaramir Klaus Kinsky og Kirk Douglas. Michael sló brátt í gegn, en síban hefur ýmislegt miður heppilegt drifið á daga hans. Hann hefur viður- kennt kókaínneyslu og áfengis- vandamál, en steininn tók þó úr þegar Diandra konan hans kom að honum í bólinu með bestu vinkonu sinni fyrir tveimur ár- um. Upp úr því fór Michael í meðferð fyrir kynlífsfíkla, en nú segja sögur að hjónaband hans og Díönu rambi endanlega á barmi gjaldþrots. Nastassja Kinski var sjálf gift í átta ár, kvikmyndaframleiðand- anum Ibrahim Moussa, en þau lentu í forræöisdeilu vegna tveggja bama þeirra og hafði það vond áhrif á heilsufar leikkon- unnar. Hálfar sættir tókust í því máli þegar forræðinu var skipt, Nastassja fékk annað en Moussa hitt, en ekki munu sárin enn vera að fullu gróin. Nastassja er nú í tygjum viö hinn þekkta tónlistar- mann Quincy Jones og vonandi em bjartari tímar framundan. TIMLAIMS Michael Douglas á stuttbuxunum. Miklar vangaveltur um hvort trúlofun sé í vœndum í bresku konungsfjölskyldunni: Festir Eðvarb prins ráb sitt? Margir höfðu spáð aö þegar Eð- varð prins varb þrítugur nýlega yrði tvöfalt tilefni til hátíðar- halda. Nefnilega aö prinsinn myndi nota tækifæriö og opin- bera trúlofun sína meö vinkonu sinni, Sophie Rhys-Jones. Það varð hins vegar ekki og breskur almenningur heldur enn niöri í sér andanum um framhaldið. Ebvarð prins var í Ástralíu er afmælisdagurinn rann upp, en kærastan var víös fjarri heima í Bretlandi. Þaö var hins vegar tryggt að þau gætu talast viö í síma, og sá sérstök „skotheld" símalína í Buckinghamhöll um ab tjáskiptin fæm fram. Enda hefur breska konungsfjölskyld- an lært það af napurri reynslu að aögát skal höfö í nærvem símtóls. Enn heldur Ebvarb príns breskum almenningi íefa um samband hans vib Sophie Rhys-Jones.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.