Tíminn - 29.03.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.03.1994, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. mars 1994 flwlww 3 Fermingarböm stela áfengi af lögreglu Nemendur í 8. bekk grunn- skólans í Ólafsfirbi tóku ófrjálsri hendi fiösku af sterku víni þegar þau voru í kynnis- ferö á lögreglustöö bæjarins fyrir skömmu. Atvikiö átti sér stað þegar lög- reglumaður sem kennir böm- unum jafnframt umferðar- fræðslu í skólanum, fór meö þau í skoðunarferð á lögreglu- stöðina. Eftir að skoðunarferð- inni lauk, var athugað hvort all- ir hlutir væm á sínum stað og kom þá í ljós að vantaði vín sem gert hafði verið upptækt og var í geymslu á staðnum. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að tveir af 27 nemendum sem vom í heimsókn höfðu tekið flösk- una og laupiað henni út bak- dyramegin og falið hana þar í snjóskafli. Bömin fermast á þessu vori og séra Svavar Jónsson, prestur í Ólafsfirði, segir það orðið tíma- bært að hreinskilin umræba fari fram innan kirkjunnar og í þjóöfélaginu almennt um ferm- inguna og gildi hennar. „Mér finnst líka tímabært ab menn fjalli í hreinskilni um æsku landsins," sagði Svavar í gær. „Þetta em síst verri einstakling- ar nú en áður, en mér finnst að það þurfi ab fara fram víbtæk umræba um siðferöi unglinga. Þessi gömlu sjálfsögöu gildi em farin að láta á sjá og þar er ég ekki að taka unglingana neitt út úr. Það læra bömin sem fyrir þeim er haft. Ég er viss um að þeir einstaklingar sem þama áttu í hlut muni læra af þessum mistökum." -ÁG Sameiginlegt vinstra frambob í Eyjum Alþýðubandalag, Alþýbuflokkur og Framsóknarflokkur í Vest- mannaeyjum bjóða fram sam- eiginlegan lista fyrir bæjar- stjórnarkosningamar í vor og ber hann heitið Vestmanna- eyjalistinn og verður hann með listabókstafinn V. Listann skipa eftirtaldir aöilar: 1. Guðmundur Þ. B. Ólafsson, tóm- stunda- og íþróttafulltrúi 2. Ragnar Óskarsson, kennari 3. Svanhildur Guðlaugsdóttir, ræst- ingastjóri 4. Guðný Bjamadóttir, ljósmóðir 5. Guðmunda Steingrímsdóttir, for- stööumaður 6. Skæringur Georgsson, fram- kvæmdastjóri 7. Láms Gunnólfsson, stýrimaður 8. Hörður Þóröarson, leigubílstjóri 9. Stefán Jónasson, verkstjóri 10. Guðrún Erlingsdóttir, formaður Verslunarmannafélags Vestmanna- eyja 11. Katrín Freysdóttir, leiðbeinandi 12. Þuríður Bemódusdóttir, fisk- verkandi 13. Vilhjálmur Vilhálmsson, vakt- maður 14. Róbert Marshall, nemi ÓB Nokkrir frambjóbendur Neslistans. F.v. Högni Oskarsson, Katrín Pálsdóttir, Eggert Eggertsson, Siv Fribieifsdóttir og Sverrir Ólafsson. Tímamynd cs Bobib fram undir nafni Neslistans .Bæjarmálafélag Seltjamarness hefur gengib frá framboði Nes- listans fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar á Seltjamar- nesi. Bæjarmálafélagib hefur átt tvo bæjarfulltrúa af sjö á þessu kjörtímabili. Siv Friöleifsdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Neslist- ans, sagði í samtali við blaða- mann Tímans að Bæjarmálafé- lagib væri einstaklingsfélag en ekki flokksfélag og í félaginu væri bæði starfandi flokksbund- ið og óflokksbundið fólk. Mjög góð samstaöa hefði ríkt mebal félagsmanna og frambjóðenda á því kjörtímabili sem nú er að líða og þrátt fyrir mikinn minnihluta í bæjarstjóminni hefði félaginu tekist að hafa áhrif á mörg mikilvæg málefni, eins og t.d. að stöðva fyrirhug- aöar byggingaframkvæmdir á svæðinu í kringum Nestjörn og Nesstofu. Bæjarmálafélagiö gekkst fyrir borgarafundi um málið og í framhaldi af honum var gerö skoðanakönnun meðal íbúanna sem leiddi í ljós mikla óánægju mebal bæjarbúa meb fyrirhugaðar framkvæmdir. Þetta varð til þess að bæjaryfir- völd breyttu skipulaginu og er nú gert ráö fyrir 24 húsum i staðinn fyrir 94 hús ábm, þrátt fyrir að meirihluti bæjarbúa vilji engar byggingar á svæðinu. Sjálfstæðisflokkurinn gengur þama þvert á vilja meirihluta bæjarbúa. Neslistinn finnur fyr- ir miklum meðbyr og stuðningi frá íbúunum og er það meðal annars ein ástæðan fyrir því að ákveðib hefur verið að bjóða fram sameiginlegan lista óháb- an venjulegri flokkapólitík. Það er markmib Neslistans að ná þriðja manninum inn og skerpa þannig betur skilin í bæj- arpólitíkinni. Neslistinn: 1. Siv Friðleifsdóttir, sjúkraþjálfari 2. Eggert Eggertsson, lyfjafræðingur 3. Katrín Pálsdóttir, hjúkrunarfr. 4. Högni Óskarsson, læknir 5. Amþór Helgason, deildarstjóri 6. Sunneva Hafsteinsdóttir, kennari 7. Sverrir Ólafsson, rafmagnsverk- fræðingur Tillögur Sjálfstœöisflokksins í Reykjavík í atvinnumálum kynntar: Skapa þarf 6000 störf fyrir aldamót Markmið Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík í atvinniunálum er ab sköpub verbi sex þúsund ný störf fyrir árib 2000. Gert er ráb fyrir því ab átaksverkefni verbi áfram notub til ab draga úr afleibingum atvinnuleysis á sama tíma og auk- in áhcrsla verbur lögb á langtíma- abgerbir til ab stubla ab þrótt- meira atvinnulífi í framtibinni. Þetta er liöur í tillögum Sjálfstæb- isflokksins í atvinnumálum fyrir borgarstjómarkosningamar í vor. Ámi Sigfússon borgarstjóri kynnti tillögur Sjálfstæðisflokksins í gær en þær kallar hann „tíu lykla að nýjum tímum". í tillögunum kem- ur fram að Sjálfstæðismenn ætla ekki að einkavæða þjónustufyrir- tæki í eigu Reykjavíkurborgar en leitaö verði leiöa til að ná fram auk- inni skilyirkni í rekstri. Þá er stefnt að því að koma á samstarfsvett- vangi aðila úr atvinnulífi til að móta atvinnustefnu til aldamóta. Af tíu lyklum Sjálfstæöisflokksins má néfna hugmynd um aö treysta ímynd Reykjavíkur sem heilsuborg- ar sem gefi aukna möguleika í ferða- mannaþjónustu. Áhersla er lögð á smáfyrirtæki sem vaxtabrodd í at- vinnulífinu og nauðsyn þess að innkaup borgarinnar taki miö af efl- ingu innlends iðnaöar. Sjálfstæðis- menn hvetja til breytinga á skatt- kerfinu til að efla atvinnulífið. Þeir vilja að sérstakur skattur á verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði verði lagð- ur niður og fýrirtækjum og einstak- lingum verði gert kleift með skatt- kerfisbreytingum að leggja fé í þró- unarverkefni og atvinnuuppbyggingu. Þá telja þeú grundvallaratriði að fjárfestingar í atvinnulífinu hafi forgang og leyfð- ar verði flýtifymingar til aö hvetja fyrirtæki til ab hraba fjárfestingum sínum. Borgarstjóri hefur óskað eft- ir viðræðum vib ríkisvaldið um þessar breytingar en vibræður eru þegar hafnar um skattfrelsi þróun- arverkefna. í tillögunum er einnig hvatt til frekara samstarfs borgar- innar, atvinnulífsins og Háskólans í •' ÍX-J Iiirmí '• • Wm! i frimlir i ImmMS '^■K ■ a Borgarstjórínn ímibrí svibsmynd Atvinnumálakynningar sinnar ígœr. Blaba- mannafundur Arna var haldinn í Kaffivagninum á Cranda. Tímamynd cs og ab fyrirtæki í borginni fái stuðn- ing við verkefnaútflutning. Jafnhliða langtímaverkefnunum hyggjast sjálfstæðismenn setja af stað átaksverkefni til að draga úr af- leiðingum atvinnuleysis. Stefnt er að því ab tólf hundruð atvinnu- lausra fái vinnu á næstu vikum í framhaldi af samþykkt borgar- stjómar frá 3. mars síðastliðnum. Verið er að vinna ab hugmyndum um fjármögnun verkefna í því sam- bandi. -GBK 8. Omar Siggeirsson, verslunarstjóri 9. Laufey Steingrímsdóttir, næring- arfræðingur 10. Guðmundur Sigurbsson, læknir 11. Anna Guðmundsdóttir, há- skólanemi 12. Valgerður Janusdóttir, kennari 13. Jóhann Pétur Sveinsson, lög- fræðingur 14. Guðrún Þorbergsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÓB Neytendasamtökin: Vara vi& smá- hlutum inni í páskaeggjum Neytendasamtökin hafa sent frá sér áminningu til foreldra og selj- enda lítilla pákaeggja með smá- hlutum í, þar sem varað er við hættu sem skapast getur ef smá- böm komast í þessi egg. Á það er bent ab lítil böm geti gleypt smá- hlutina í eggjunum og jafnvel kafnað. Það er einkum bent á er- lend páskaegg af þessari gerð sem verib hafa hér á markaði um nokk- urt skeib en á þeim eggjum em engin vamaðarorð á íslensku held- ur einungis á eriendum málum, en þar kemur fram að eggin em ekki ætluö bömum yngri en þriggja ára. Eins em í umferð vinsæl egg frá Mónu, svokölluð Lukkuegg, en á þeim er viðvörun á íslensku þar sem varað er við smáhlutunum og bent á að eggin séu ekki ætlub bömum yngri en 3-4 ára. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.