Tíminn - 07.04.1994, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 7. apríl 1994
UR HERAÐSFRETTABLOÐUM
Austurland
Neskaupstaöur:
Félagi eldri borg-
ara færb stórgjöf
Á abalfundi Félags eldri borg-
ara sem haldinn var nýlega
færöi Viðar Þorkelsson, banka-
stjóri Landsbankans í Nes-
kaupstaö, félaginu að gjöf
málverk eftir Finn Jónsson frá
Strýtu. Málverkiö er af Bú-
Vibar Þorkelsson bankastjóri af-
hendir Jóhönnu Ármann málverk-
ib góba sem er eftir austfirska
málarann Finn Jónsson.
landstindi viö Djúpavog.
Viöar sagði við afhendingu
gjafarinnar aö með þessari
gjöf vildi Landsbankinn
minnast þess aö um ár væri
liðið frá því að Félag eldri
borgara tók í notkun eigið
húsnæði og 20 ár væru liöin
frá því að Landsbankinn í
Neskaupstað tók til starfa. Þá
sagði Viðar að með þessu vildi
bankinn sýna hlýhug sinn í
garö félagsins og tilkynnti að
bankinn myndi gerast styrkt-
araðili í Félagi eldri borgara á
Noröfirði. Nú þegar eru Spari-
sjóður Norðfjarðar og Síldar-
vinnslan hf. styrktarfélagar.
í skýrlu formanns, Jóhönnu
Ármann, kom fram að starf-
semi félagsins hefur verið
mikil á árinu. Þá hafa veriö
fjölmargar samverustundir í
Sigfúsarhúsinu, kóræfingar,
gönguferðir alla laugardaga
þegar veöur og færð leyfa,
spilakvöld alla föstudaga, íeik-
fimi og súnd að ógleymdum
skemmtiferöum suöur á höfn
og.á Hótel Örk í Hveragerði,
sem Jóhanna Ármann sagði
aö stæði upp úr.
Stjórn Félags eldri borgara
skipa Jóhann Ármann for-
maður, Stefán Þorleifsson
varaformaður, Auöur Bjarna-
dóttir ritari, Magnús Her-
mannsson gjaldkeri og með-
stjómendur eru Lilja Þorleifs-
dóttir og Jón S. Einarsson.
Bónusgreíbslur í
austfirskum
frystihúsum
lækka milli ára
Meðalgreiðslur í hóppremíu í
frystihúsum á Austfjöröum á
síðasta ári voru kr. 153.40 á
tímann sem er 13.75% minna
er áriö 1992.
Þetta er samkvæmt yfirliti frá
Alþýðusambandi Austurlands.
Hæst er hóppremían á Höfn,
181.06 á tímann miðaö við 50
vinnuvikur, en lægst á Breið-
dalsvík, 131.85, miöað við 51
vinnuviku.
Nokkrir toppar eru í hóp-
premíunni, sérstaklega þar
sem mikil vinna fylgir síld og
loðnu:''' > ' ' • i > m.m.
Kínverjarnir skoba framleióslu Skinnaibnabar hf. í fyigd Bjarna Jónas-
sonar framkvæmdastjóra og Ásgeirs Magnússonar, framkvæmdastjóra
Ibnþróunarfélagsins.
Vikurfréttir ®a®iíE“
KEFLAVIK AKUREYRI
- Kínversk sendi-
Njarövík og Vamarliöiö:
Samningum um
milljarba holræsi
ab Ijúka
Samningar milli Njarövíkur-
bæjar og Varnarliðsins um
sameiginlegar skólpveitur eru
á lokastigi. Að sögn Kristjáns
Pálssonar, bæjarstjóra í Njarð-
vík, er hér um aö ræða nýtt
skólpveitukerfi með hreinsi-
og dælubúnaði sem myndi
liggja frá Keflavíkurflugvelli í
gegnum Njarðvík, út í sjó viö
Fitjar, frá Hákotstanga sem er
viö Brynjólfshúsin svoköll-
uðu. Kostnaðaráætlun gerir
ráð fyrir framkvæmdum sem
gætu kostað 1 til 2 milljarða
króna.
Samningaviðræður hafa
staðið yfir í meira en ár. Þær
fóru af stað eftir straummæl-
ingar utan fjöruborðs og
mengunarmælingar í fjörum
sýndu aö piengun í fjörum í
Njarðvík ér langt fyrir ofan
hættumörk. Hún er meðal
annars rakin til þess aö hol-
ræsi frá Keflavíkurflugvelli
liggur út í sjó frá Fitjum.
Ný holræsaframrás mun
liggja langt út fyrir stór-
straumsfjöru og þar af leið-
andi verður mengun minni
en áður. Ekki er endanlega frá-
gengið hve hlutur varnarliös-
ins verður stór í þessum miklu
framkvæmdum en Kristján
telur aö hann verði verulegur.
Striplingar í
lóninu
Þaö kemur af og til fyrir að
fólk finnur hjá sér þörf til að
striplast örlítiö að næturlagi
og þá verður Bláa lónið í
Svartsengi stundum fyrir val-
inu. Lögreglumenn þurftu ný-
lega að vísa nokkrum nætur-
gestum úr lóninu. Gestirnir
komust inn um hlið sem
gleymdist að læsa.
Þó nokkuð hefur dregiö úr
þessum næturheimsóknum í
Bláa lónið síðustu misseri, en
á fyrstu árum baðaðstöðunnar
sáu mörg pör sér leik á borði
að hlýða kalli náttúrunnar og
viðhalda fjölgun mannkyns á
ströndum lónsins að nætur-
lagi. Sú sjón er sjaldgæf hjá
laganna vörburp núqr.ðið., .
nefnd í heimsókn
Nýlega voru þrír Kínverjar frá
borginni Baodeng ásamt full-
trúa kínverska sendiráðsins á
Akureyri í kynningarferð.
Markmið heimsóknarinnar til
landsins var einkum aö kynn-
ast íslenskum iönaöi og á Ak-
ureyri beindust sjónir þeirra
einkum að skinnaiðnaði.
Rætt hefur verið um að flytja
út íslenska þekkingu í skinna-
iönaði ásamt útflutningi á
skinnum til Kína, þar sem
fullunnar yrbu vörur úr þeim
til sölu á heimsmarkaði.
Til stendur aö opna hönnun-
ar- og verkfræðistofu í Kína og
er vonast til að þab geti oröið
á þessu ári, enda telja menn
að íslendingar eigi mikla
möguleika á þessu svæði. Tal-
að hefur veriö um að íslend-
ingar gætu leiðbeint Kínverj-
um við vegagerð og gætu fleiri
mál fylgt í kjölfarið ef vel
gengur.
„Við komum til aö kynnast
íslandi og leita nýrra leiða í
atvinnusköpun og eiga sam-
starf við íslensk iðnfyrirtæki.
Við viljum einnig koma af
stað einhvers konar vinabæj-
arsambandi," sagði Shi Lu frá
kínverska sendiráöinu.
Nægar heybirgbir
í S-Þingeyjarsýslu
„Þingeyingar eru þokkalega
birgir með hey og betur settir
en á horfðist," segir Ari Teits-
son, rásðunautur á Brún í
Reykjadal. „Einhverjir bændur
em þó langt komnir meö sín-
ar birgöir en aðrir eiga meira
en þeir þurfa miðað við að
vori á eðlilegum tíma. í heild
held ég að þetta bjargist."
Ari sagði að þrátt fyrir erfitt
sumar í fyrra hefði nokkuð
heyjast síösumars og um
haustið og margir bændur
hefðu þannig náð aö bjarga
heyjum. Þá hafi góð tíð um
haustib orðið til þess að fé
hafi ekki farið á gjöf að ráði
fyrr en í desember.
Hvað útlit fyrir komandi vor
varðar sagði Ari að ef nú hlýn-
aði fyrir alvöru og snjóa og
svellalög leysti, þyrfti ekki að
búast viö verulegu kali en ef
svell lægju fram eftir vori
mætti gera ráb fyrir einhverj-
um gróburskemmdum.
Nýkjömir heiöursfélagar Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Frá vinstrí: Tómas
asson, Páll Císlason og Baldvin Tryggvason.
jón-
Krabbameinsfélag
Reykjavíkur 45 ára
Nú fyrir skemmstu voru libin
45 ár frá stofnun Krabba-
meinsfélags
Reykjavíkur, elsta krabba-
meinsfélagsins á landinu. Fé-
lagiö var stofnað 8. mars 1949
og fyrsti formaður þess var
Níels Dungal prófessor.
Stjórn félagsins minntist af-
mælisins meb hátíðarstund í
húsi Krabbameinsfélagsins á
afmælisdaginn. Þar var rifjuð
upp stofnun félagsins, aðdrag-
andinn að henni og fyrstu
störf félagsins. Var þess sér-
staklega getið að meðal boðs-
gesta væri Ólafur Bjarnason
prófessor, dr. med., en hann
er nú einn á lífi þeirra sem
áttu mestan þátt í stofnun fé-
lagsins og voru í fyrstu stjóm
þess. Ólafur var í stjórn
Krabbameinsfélags Reykjavlk-
ur allt til ársins 1973 og var
kjörinn heiðursfélagi árið
1979. Varaformaður félagsins,
Þórarinn Sveinsson yfirlækn-
ir, flutti prófessor Ólafi þakkir
fyrir veigamikib framlag hans
til baráttunnar gegn krabba-
meini og færði honum og
Margréti Jóhannesdóttur,
konu hans, blóm frá félaginu.
Þá skýröi formaður félagsins,
Sigríður Lister hjúkrunarfræð-
ingur, frá því ab stjórnin
heföi samþykkt aö gera þrjá
fyrrverandi stjórnarmenn að
heiðursfélögum í viðurkenn-
ingarskyni fyrir vel unnin
störf í þágu félagsins og af-
henti þeim heiðursfélagaskír-
teini. Hinir nýju heiðursfélag-
ar eru Baldvin Tryggvason
sparisjóðsstjóri, Páll Gíslason
yfirlæknir og Tómas Á. Jónas-
son yfirlæknir.
Félaginu voru færðar góðar
afmælisgjafir, m.a. vegleg
peningagjöf frá Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis.
Einnig var tilkynnt að
Krabbameinsfélag íslands gæfi
af tilefni afmælisins þrjár
myndir eftir Þórð Hall listmál-
ara (sem fæddur er sama ár og
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
var stofnað!) í íbúðirnar sem
Krabbameinsfélagið og Rauði
krossinn hafa keypt í Reykja-
vík til afnota fyrir krabba-
meinssjúklinga utan af landi.
Aðalfundur Krabbameinsfé-
lags Reykjavikur var svo hald-
inn 28. mars s.l. Auk venju-
legTa aðalfundarstarfa var þar
fjallað um nýja spá um tíðni
krabbameins á Norðurlönd-
um og viðbrögö íslendinga
við henni.
Sveinspróf 7 993.
Sveinsbréf afhent
Árleg afhending sveinsbréfa í
rafvirkjun og rafvélavirkjun
fór fram laugardaginn 5. mars
síðastliðinn. Að þessu sinni
luku 62 nýsveinar prófi, sem
er svipaður fjöldi og undan-
farin ár. Afhendingin fór fram
í hófi, sem samtök Félags ís-
lenskra rafvirkja og Félag lög-
giltra rafverktaka í Reykjavík
héldu í Félagsmiðstöð rafiön-
aðarmanna. í hófinu voru
veitt verðlaun fyrir bestan ár-
angur í prófinu og aöstoðar-
maður iðnaðarráðherra ávarp-
abi nýsveinana. ■
Sýeihsþróf 1994