Tíminn - 07.04.1994, Page 10

Tíminn - 07.04.1994, Page 10
10 Fimmtudagur 7. apríl 1994 Ingvar Gíslason: Evrópukreppa og íslenskur veruleiki s fyrri hluta þessarar greinar var m.a. gagnrýndur sá ákafi, sem uppi er hjá ýmsum ís- lenskum stjórnmálamönnum og viöskiptaforkólfum, að íslend- ingar sæki um aöild aö Evrópu- sambandinu. Af því tilefni var rakiö í greininni hvernig krepp- an hefur heltekiö efnahagslíf Evrópulanda meö atvinnuleysi og svartsýni, sem þjakár hugi vinnandi fólks í öllum starfsstétt- um. Umfjöllunarefni síöari hluta greinarinnar er hiö sama, enda beint framhald fyrri greinar og hluti hennar. „Efnahagsbatinn verbur mjög hægur" í greinaskrifum mínum hef ég síst dregiö úr aö lýsa efnahags- vanda Evrópulanda sem djúp- rættum og viövarandi. Eigi aö síður ber aö geta þess, sem ég raunar geröi í fyrri grein minni, að undanfarna mánuöi hefur gengiö yfir þaö sem kalla má reglubundiö bjartsýniskast, sem þó stafar af tómum mýrarljósum, efnahagslegum tálsýnum. Dínós- ár evrópska efnahagskerfisins er eftir sem áöur býsna rassþungur. Bjartsýniskastiö nú er sem oft áö- ur í því fólgið aö sjá ofsjónir um betri tíö, þótt vísirinn á hagvaxt- armælinum geri ekkj betur en hreyfast ögn frá neösta punkti lægöarbotnsins án þess aö nálg- ast þaö hagvaxtarmark sem munar um. Eins og Þórður Friö- jónsson hefur bent á og ráöa- menn Evrópusambandsins hafa einnig látiö í ljós með svipaðri viömiöun, þarf hagvöxtur aö veröa a.m.k. 3 1/2-4% ef hann á aö hafa viðhlítandi áhrif til aö draga úr atvinnuleysi, koma því á viðráðanlegt stig. Því má spyrja: Er eitthvaö slíkt að gerast í Evrópulöndum? Nei, svo mun ekki vera. A.m.k. ekki í bráö. Enn eru í gildi vamaöarorö Hennings Christophersens, kommisars hjá ESB, sem hann viðhafði í haust: „Efnahagsbat- inn veröur mjög hægur." Þessi orö vom sögö í upphafi bjartsýn- iskastsins síöari hluta árs í fyrra, þegar fjármálaráöherrar Evrópu- bandalagsins létu sem þeir væm vongóöir um aö draga færi úr Evrópukreppunni. Jafnvel fjár- málaráöherrar em vísir til aö gera sólir úr maurildum. Aö undanfömu hefur veriö vís- að á Bretland til dæmis um aö efnahagsástand fari batnandi, m.a. á þann hátt að þar dragi úr atvinnuleysi. Um þetta má nota orö Kraka konungs foröum: „Litlu veröur Vöggur feginn!" Ef einhver heldur aö nú sé rífandi gangur í efnahags- og atvinnulíf- inu í Bretlandi, þá er þab mikill misskilningur. Aö halda slíku fram væri líkt því að menn tryöu því að ríkisstjórnarflokkamir á ís- landi væm í sókn af því aö ein- hver skoðanakönnun benti til þess fyrir skömmu að þeir kæmu skár út en í skobanakönnuninni næst á undan, þótt báöar sýni að fylgi flokkanna er undir því sem kjörfylgi þeirra var í alþingis- kosningunum. Um efnahags- ástandiö í Bretlandi má a.m.k. fullyrba, aö enn er þar víötækt atvinnuleysi, sér varla högg á vatni. í Evrópu er sagt vera 11% atvinnuleysi aö meöaltali. Sam- „ Við verðutn að lifa á okkar eigin auðlindum en ekki annarra. íslenski efnahagsveruleikinn breyt- ist ekkert, þótt Evrópa sé gerð að pólitísku eða efna- hagslegu vonarlandi í hugutn landsmanna. Hvorki erþað til fratn- dráttar sjávaríitvegi né iðnaði. Efendurreisa á iðnað þann sem er í nist, verður að gera það á okk- ar eigin forsendum." kvæmt Reutersfrétt í Tímanum nýlega mældist atvinnuleysi i Bretlandi í febrúarmánuði 9,8%, haföi þá lækkað úr 9,9% sem það var í janúar. Víst er þetta nokkur talnamunur, en hver er raun- munurinn? Hann er lítill sem enginn, aöeins fyrirsögn í blaöi. Atvinnuleysi á Norbur- löndum Hvaö er þá aö segja um efna- hagsástand og efnahagshorfur á Noröurlöndum? Lítum á þaö. Morgunblaöiö greindi frá því fyrir skömmu, aö vísu ekki meö stórri fyrirsögn, aö „efnahags- lega" hafi áriö 1993 verið „erfitt" á flestum Noröurlandanna, eða svo beint sé haft eftir blaöinu: „... samanlögö þjóðarframleiösla dróst saman um 0,7%." Um horfur á líöandi ári (1994) segir Mbl.: „Nú horfir hins vegar betur og útlit er fyrir að til sam- ans verði hagvöxtur í löndunum fimm 2,5%." Þetta kallar Morg- unblaðiö meö réttu góðar fréttir, en bætir viö: „Þær slæmu eru, að litlar líkur eru á að úr atvinnuleysi dragi." Og hvert er þá atvinnuleysisstig- iö á Noröurlöndum? Aö sögn Morgunblaösins var þaö 10,5% aö meðaltali í fyrra (1993) og veröur svo áfram í ár (1994). M.ö.o.: Á Norðurlöndum er víð- tcekt atvinnuleysi og flyst frá einu ári til annars. Hins vegar breytast atvinnuleysistölur í einstökum löndum. Á íslandi vex þaö úr 4,3% í 5,5% (þar er þó um aö ræöa minnst skráð atvinnuleysi á Noröurlöndum). í Finnlandi eykst atvinnuleysi úr 17,9% í 19,0%. í Noregi er spáð sama at- vinnuleysi, 6,0%. í Svíþjób minnkar atvinnuleysi örlítiö, úr 8,2% í 8,0%. Um Danmörku er því spáö að þar minnki atvinnu- leýsi úr 12,1% í 11,4%, sem er eftir sem áöur næst mesta at- vinnuleysi á Noröurlöndum. En hvaö er þá um hagvöxt á Noröurlöndum aö segja? Um þaö styöst ég enn viö upplýsingar Morgunblabsins. Á liönu ári (1993) var hagvöxtur á Noröurlöndum að meðaltali undir núlli. í Finnlandi -2,5%. í Svíþjóð -2,0%. í Danmörku +0,2%. Á íslandi +0,7%. í Noregi +2,5%. Á líöandi ári (1994) líta þessar tölur skár út fyrir öll lönd- in nema ísland, þar er hagvöxtur áætlaöur neðan við núllið eða - 1,1%. í Danmörku er nú spáð 3,0% hagvexti (þótt atvinnuleys- ið haldi áfram aö vera mikið), í Noregi 2,8%, í Svíþjóö 2,4% og i Finnlandi 2,0%. — Vissulega sýna þessar tölur batnandi efna- hagshorfur í umræddum fjórum löndum. Vonandi er hér um aö ræöa upphaf varanlegs bata. Því veröur langtímareynslan aö svara. Hitt er þó augljóst að hag- vöxtur á Norðurlöndum er langt undirþví marki sem þarfað vera til þess að ráða fram úr atvinnuleys- inu. Þar er Danmörk gleggsta dæmiö. Kreþþan á Norðurlöndum heldur áfram í fonni atvinnuleysis. íslenskur veruleiki og framtíbin Síst er ástæöa til aö draga úr því ab horfur í íslenskum efnahags- málum séu dökkar. ísland er enn í alvarlegri efnahagslægö. Hins vegar er óþarfi að gera sér upp einhverja undrun á því aö þessi efnahagslægö okkar íslendinga er svo langvinn. Menn þurfa ekki aö setja upp neinn spurnarsvip í því sambandi. íslenski samdrátt- arvandinn er ekki síst afleiöing minnkandi þorskkvóta, þó fleira ÍSLAND og EVRÓPA SÍÐARI GREIN komi til. Afrakstur meginauö- lindar landsmanna hefur rýrnaö mjög undanfarin 6-7 ár og segir til sín ár eftir ár. íslenskar hag- sveiflur eru yfirleitt auöskildar. Þær eiga undantekningalítiö rót sína aö rekja til sveiflna í fiskafla eöa standa meb öðrum hætti í sambandi við magn og verðmæti sjávarafla. Þetta er ekkert undar- legt, þetta er ekkert skrýtiö. Þetta er okkar íslenski veruleiki. Hann veröur ekki umflúinn, ef viö ætl- um aö byggja þetta land. Vib veröum aö lifa á okkar eigin auð- lindum en ekki annarra. íslenski efnahagsveruleikinn breytist ekkert, þótt Evrópa sé gerö aö pólitísku eöa efnahagslegu von- arlandi í hugum landsmanna. Hvorki er þaö til framdráttar sjávarútvegi né iönaöi. Ef endur- reisa á iönað þann sem er í rúst, verður aö gera það á okkar eigin forsendum. Þingsályktunartil- laga Finns Ingólfssonar o.fl. um könnun á notkun opinberra stofnana og fyrirtækja á íslenskri iönaöarvöru er því tímabær. Sú fullyrðing ýmissa ráöamanna í stjómmálum og viðskiptamál- um, að fiskmarkaöir Evrópu lok- ist okkur, ef við erum ekki tilbún- ir að gangast undir stjórnskipun Evrópusambandsins, fær ekki staðist. Voru þessir sömu menn þá aö blekkja þjóðina, þegar þeir hvöttu til inngöngu í Evrópskt efnahagssvæði, meöan þaö mál var á döfinni, á þeirri forsendu aö þá byðust víötækar tollalækkanir á fiskafurðum? Það var ekki lítið lagt undir í gylliboöum, þegar EES var til umræbu. Þaö var nán- ast ákvöröunarástæba forsvars- manna sjávarútvegsgreina til fylgis vib EES-samninginn, aö þeir þóttust vissir um að þar meb kæmist á langþráö „fríverslun meö fisk", sem átti aö réttlæta þau pólitísku valdaafsöl, sem innganga í ríkjabandalagib EES haföi í för meö sér. Var þá eng- inn samningur geröur um frí- verslun meö fisk? Jú, svo veröur að teljast, jafnvel þótt hann væri dýru veröi keyptur. Auövitaö veröa íslenskir ráöamenn aö halda því til streitu aö samnings- ákvæöiö um fríverslun með fisk standi án tillits til þess, aö Evr- ópska efnahagssvæðið er aö veröa úr sögunni sem ríkja- bandalag og stofnun. Verndum fullveldi íslands Engin ástæða er til þess fyrir ís- lendinga aö sakna þess, þótt Evr- ópska efnahagssvæðið verbi lagt niöur. Farið hefur fé betra. Aftur á móti veröa íslensk stjórnvöld aö bregöast viö þessari breytingu á viöeigandi hátt. Viöbrögöin mega ekki veröa þau sem Al- þýöuflokkurinn og Verslunarráð Islands boba sameiginlega, að sækja skuli um aðild aö Evrópu- sambandinu. Sú hugmynd er í senn óskammfeilin og hámark nauöhyggju. Þaö hlýtur aö teljast pólitísk óskammfeilni að leggja þaö til á hálfrar aldar afmæli ís- lenska lýöveldisins með þjóöhá- tíö á Þingvöllum í sjónmáli, að þá skuli lýðveldið svipt inntaki sínu, fullveldinu og sjálfstæðinu; aö landiö gerist fylki í væntan- legum Bandaríkjum Evrópu. Þaö er auk þess hámark nauöhyggju og einangrunarhræöslu, þegar viðskiptaforkólfar hafa tekiö þá trú aö þjóöin einangrist í viö- skiptum og samgöngum, efna- hagslega og menningarlega, ef hún gefur ekki fullveldi sitt upp á bátinn. Evrópusambandiö er jafnóaögengilegt eftir norska samninginn sem áöur. Hann breytir engu fyrir íslendinga, enda afsláttarsamningur og eng- in fyrirmynd. Þaö er líka eins og hvert annaö órábshjal aö ætla aö lækna Evrópuæbiö meb þvi að taka upp meiri eða minni stjóm- skipuleg tengsl viö Bandaríkin, ef einhverjum dettur slíkt í hug. Ef einhverju þarf aö breyta í sam- skiptum vib Bandaríkin, væri þaö helst í þá átt aö endurskoða vamarsamninginn á réttum for- sendum í samræmi viö breytta tíma. Slík endurskoöun hefur ekki fariö fram. Skynsamlegast væri aö sú endurskoöun leiddi til þess aö íslendingar önnuöust sjálfir framkvæmd vamarsamn- ingsins á þeim friöartímum sem nú em, allur herafli Bandaríkja- manna færi úr landi, en mikil- vægast þó aö íslendingar geti sagt sig úr NATO, sem ekki er lengur varnarbandalag á Noröur- Atlantshafi heldur einhvers kon- ar óskilgreind alheimslögregla í herklæöum. íslendingar eiga ekkert erindi í þess háttar hem- aðarbandalög. Þeim nægir aö tryggja sitt eigið öryggi meö sér- stökum vamarsamningi. Þar er enn viö Bandaríkin aö eiga sem veriö hefur síöan 1941. Svo aftur sé vikiö aö aöalefni þessarar greinar, þá geta íslend- ingar ekki bmgöist viö afnámi Evrópska efnahagssvæöisins meö ööm en sérstökum samningi viö Evrópusambandiö. En hvers kon- ar samningi? Þaö eiga stjórn- málamenn aö ræöa í sinn hóp og yfir flokkslínur. Ég legg áherslu á þá skoöun mína, nú sem fyrr, aö slíkur samningur við Evrópusam- bandið veröi viðskiptasamning- ur, en ekki eitthvert sambland af viöskiptasamningi og samningi um stjómmálakvaöir og valdaaf- söl. Færi vel á því aö stjómmála- menn nomðu tækifæriö á 50 ára lýöveldisafmælinu aö rétta við þá slagsíöu, sem fullveldi lands- ins hefur oröiö fyrir, stööva allar fyrirætlanir um aö ganga lengra á braut fullveldisafsala með beinni aöild aö Evrópusambandinu. íslendingum er nauösynlegt aö efla sjálfstraust sitt, finna aö nýju þann metnaö, ef hann hefur glat- ast, aö vera sjálfstæð og fullvalda þjóö í þeirri merkingu orösins sem í þaö var lögö á stofndegi lýöveldisins 17. júní 1944. Þótt slíkur metnaður gagnvart hug- sjón lýðveldisins hljóti aö eiga sér fræöilega stob, er hér aðeins aö litlu leyti um „fræöilegt" viö- fangsefni aö ræöa í sjálfu sér. Máliö er pólitískt og menningar- legt, spuming um lífsviöhorf og söguskilning. Þetta er viöfangs- efni fyrir stjórnmálamenn, sem hafa sannfæringu fyrir hagnýtu gildi fullveldis og sjálfstæöis, hugsjónaríka listamenn, skáld og rithöfunda. Og hvar em kirkj- unnar menn? íslendingar þurfa á andlegri leiösögn aö halda og pólitískri fomstu, sem viröir þau gildi sem stjómarskrá og önnur löggjöf em til merkis um, þjóö- frelsi og mannréttindi. Sérstak- lega veröur aö vara viö þeirri áhættusömu hugsun, aö þaö sé mannréttindum og einstaklings- frelsi til framdráttar að gangast undir stjórnskipulag fjölþjóöa- ríkis. Lokaorð Meö oröum mínum hef ég viljab leiöa athygli lesenda aö því aö efnahagsástand Evrópusam- bandsins er ekki eftirsóknarvert. Þar ríkir efnahagslægö og at- vinnukreppa. íslendingar hafa ekkert aö sækja til Evrópu aö þvi er varðar almenn mannréttindi og réttláta félagsmálaskipan. Um þaö á þjóöin allt undir sjálfri sér. Hins vegar veröa íslendingar aö tryggja alþjóöleg samskipti sín og verslunarviöskipti, raunar örygg- ismál sín, meö gagnkvæmum, frjálsum samningum. Það hefur þjóöin gert allan lýðveldis- og fullveldistímann og gefist vel. Höfundur er fyrrv. ritstjóri Tímans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.