Tíminn - 12.04.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.04.1994, Blaðsíða 6
6 Wnnstnt j -PMÖj'Jdagur 12uapríl 1994 Fiskræktin í öndvegi í Langá að vatnasvæði íslenskt, sem hefur sérstöðu í hópi vatna hvað varðar fiskrækt í formi fiskvega, er Langá á Mýr- um. Þar hafa verið byggðir hvorki meira né minna en fjórir fiskvegir í ánni. Það er meira en þekkist annars staöar. Auk þess hefur fjöld^ seiða af ýmsum stærðum verið sleppt í ána, eins og á afrétti. Þá voru veiðirétt- indi í ánni í eigu útlendinga um árahigaskeið og óvíða hafa verið fleiri veiðihús viö eina á en við Langá. Tveir fiskvegir í Langá eru í byggö, við Skuggafoss (1964) og Sveðjufoss (1969), en aðrir tveir síðar á afrétti, við svonefndan Tófufoss og Kotafoss, sem voru byggðir á áttunda áratugnum. Þess má einnig geta að sprengt var í Skuggafossi 1911 til að auðvelda laxi för um fossinn, en þaö mun vera fyrsta aðgerð af þessu tagi hér á landi. Auk þess var byggð vatnsmiðlunarstífla (1969) í útrennsli árinnar úr Langavatni, sem er í 36 km fjar- lægö frá ósi árinnar í sjó. Gljúf- urá nýtur einnig stíflunnar þar sem áin er kvísl úr Langá, og fellur í Norðurá og sú á síðan í Hvítá sem lýkur ævi sinni í sjó viö Borgarfjarðarbrú. Þannig varð meginhluti Borgarhrepps og Borgamess að landeyjum, sem tengjast Borgarfjaröarsýslu meö fyrrgreindri stórbrú. Veiöiréttindi í eigu útlendinga Enn eitt er það sem gerir veiði- mál Langár sérstök, en það er að veiðiréttindi í ánni vom sam- fellt í um fjóra áratugi í eigu út- jóhannes Gubmundsson, Ána- brekku (til hægri), og Sigurjón Valdimarsson, Glitstöbum, form. Veibifélags Norburár. (Ljósmynd Einar Hannesson) lendinga. Skotinn Campbell keypti þannig ungann úr veiði- réttindum árinnar árið 1902. Réttindi þessi komust síðar í hendur enskrar konu að nafni Kennard, árið 1926. Ári síðar keypti hún síðan til viðbótar nær öll önnur veiðiréttindi í ánni. Enn kom nýr hlekkur í þessa keðju til sögunnar 1944, þegar Geir H. Zoéga, hinn kunni umboösmaður Cooks hér á landi, tók við veiðiréttindun- um sem Kennard og Campbell höfðu átt í um fjóra áratugi. Þess má geta í þessu sambandi, að með löggjöfinni um lax- og silungsveiöi 1932 komu inn ákvæði sem opnuðu fyrir að unnt væri að leysa til landar- eignar veiðiréttindi, sem hefðu verið skilin frá henni. Árið 1937 var gerður samningur um end- Veibimannshús ab Langárfossi á Mýrum. VEIÐIMAL EINAR HANNESSON stangaveiði var nær eingöngu stxmduö í Langá allan þennan tíma og til em skýrslur um stangaveiðina allar götur frá aldamótum til þessa. Em slíkar skýrslur óvíða til og skapar ánni vissa sérstöðu aö þessu leyti. mörg veiðihús við einstaka lax- veiöiá eins og við Langá. Hið aldargamla hús í túninu á Lang- árfossi er enn í notkun. Hús þetta hefur verið einkar hagan- lega gert, þar sem notagildið hefur verið látið ráða ferðinni, eins og húsið ber með sér, þar sem hver rúmsentimetri er nýtt- ur. Viö húsið var síðar byggð svefnálrpa. Þá byggði frú Kenn- ard veiðihús við Sveðjufoss, sem enn er í notkun sem sumarhús, og einnig bátaskýli við Langa- vatn. Svebjufoss í Langá og fiskvegurinn hœgra megin á myndinni. (Ljósm. Einar Hannesson) urkaup á réttindunum, sem síð- ar leiddi til þess aö þau öll kom- ust að fullu og öllu í hendur bænda eða annarra jarðeigenda árið 1958. Af fyrrgreindu leiddi, að Mörg veiöihús Einnig má geta þess, sem gerir Langársvæðiö enn sérstakt, en það er fjöldi og aldur veiöihúsa við ána. Óvíða hafa verið jafn Félagsmálin Fiskræktarfélag var stofnað við Langá 1960 og veiðifélag leysti það af hólmi 1972 og það félag starfar enn og tekur einnig yfir Urriðaá, sem er þverá Langár. Af framangreindu er ljóst að félags- mál og fiskræktin hefur því skipað veglegan sess í Langá og hefur skilað mjög góðum ár- angri meö vemlegri aukningu á veiðifangi, sem fengist hefur úr ánni á seinni áratugum. Þeir Langármenn hafa verið óragir að gera ýmsar tilraunir með sleppingu á gönguseiöum af laxi til að auka laxgengd í ána. Formaður í fiskræktarfélaginu og síðar veiðifélaginu er Jó- hannes Guðmundsson, Ána- brekku, sem hefur þannig verið fomstumaður veiðimála við Langá í 34 ár, en það er óvenju langur og farsæll ferill formanns í veiðifélagi. juliette Binoche. Blár Trois Couleurs: Bleu ★★ 1/2 Handrlt: Genevieve Dufour. Framleibandi: Marin Karmitz. Leikstjóri: Krzysztof Kieslowski. Abalhlutverk: Juliette Binoche, Benoit Régent, Héléne Vincent, Florence Pernel, Chariotte Very og Emmanuelle Riva. Háskólabíó. Ollum leyfb. Pólverjinn Krzysztof Kieslow- ski (Tvöfalt líf Veróniku) er hér með fyrstu myndina í t- rílógíu um frelsi (blátt), jafn- rétti (hvítt) og bræöralag (- rautt), sem gerð var krafa um fyrir frönsku byltinguna 1789. Hún er frönsk hvað varðar tal- mál og flesta leikara, en Kieslowski nýtur einnig lið- sinnis margra landa sinna við gerð hennar. Julie (Binoche) missir í upp- hafi sögunnar tónskáldiö eig- inmann sinn og dóttur í bílslysi. í sorg sinni ákveður hún að selja allar sínar eigur og hverfa í fjöldann. Hún vill ekki að neinn finni sig, er stað- ráðin í að einangra sig frá um- heiminum og láta ekki taka neitt frá sér aftur. Við þetta öölast Julie algert frelsi, er óháð öllum, en þetta frelsi er dým verði keypt. Smátt og smátt fer henni að skiljast að frelsinu fylgja bæði kostir og KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON gallar. Hún er einmana og ást- in víös fjarri í lífi hennar. Þeg- ar Olivier (Régent), aðstoöar- maður eiginmanns hennar, finnur hana eftir mikla leit, enda ástfanginn af henni, þarf hún að gera upp við sig hvort hún vill lifa áfram með sorg- inni og frelsinu eöa takast á við lífið á ný. Það er ljóst strax í upphafi að hér er um nokkuð sérstæða mynd að ræða. Listrænn metnaður er í fyrirrúmi í hví- vetna og framvinda sögunnar og þemaö (frelsið) mjög oft tengd saman með myndræn- um áherslum. Mikið mæöir því á tökustjóranum, Slawom- ir Idziak, sem vinnur verk sitt af stakri snilld. Tónlist kemur einnig mikið við sögu í mynd- inni og tengist atburöarásinni nokkuð. Hiröskáld Kieslow-' skis, Zbigniew Preisner, semur hana og gerir það vel að vanda. Það, sem helst má finna að myndinni, er að framvindan er stundum helst til of hæg og' sum myndskeið virðast aðeins til skrauts og koma framvindunni ekkert við. Einnig virðist það vera nokkuö landlægt hjá kvik- myndagerðarmönnum frá Austur-Evrópu að þeir virðast oft gersneyddir öllum húmor. Juliette Binoche er ein besta leikkona Frakka um þessar mundir og sýnir það og sannar í þessari mynd. Hún kemur flóknum tilfinningum og kenndum Julie frábærlega til skila í erfiðu hlutverki þar sem hún er í mynd meira og minna allan tímann. Blár er eins og áöur sagði fyrsta myndin í trílógíu og lof- ar nokkuð góöu um framhald- ið. Þeir, sem gaman hafa af listrænum og aðeins „öðru- vísi" myndum, ættu ekki að láta hana framhjá sér fara og að sama skapi ber að geta þess að hún er vissulega ekki allra. Fréttir af bókum Myndlist- arsagan skobub Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Aö skoða málverk — 100 meistaraverk myndlistarsög- unnai eftir Jean-Christophe Ba- illy. Þar er boðið í ferö gegnum sögu málaralistarinnar með eitt hundrað áningarstöðum allt frá myndunum í Lascauxhellum til strangflatarlistar Mondrians. Þab er sem sagt byrjaö á þeirri myndlist sem fjærst okkur er í tíma og endaö á morgni nú- tímalistar, skömmu fyrir okkar samtíð. Andspænis hverri mynd er athugagrein, sem ætl- að er ab varpa fram spuming- um og benda á ýmis atriði sem staösetja viökomandi mynd í myndlistarsögunni. Sigurður Pálsson þýddi bók- ina, sem er rúmar 200 blaðsíð- ur, litprentuö í stóru broti. Bók- in er bók mánaðarins í apríl og kostar þá 3980 kr., en eftir þab 5640 kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.