Tíminn - 12.04.1994, Blaðsíða 9
Þríbjudagur 12. apríl 1994
m**——
9
Rússar gramir út af loftárásum Nató á Serba
Horfur á ab Serbar rábist á
U nprofor
Reuter
Nokkuö bar í gær á þykkju
milli Rússlands og Vesturlanda
út af loftárásum Nató í fyrradag
og gær á stöövar Bosníu-Serba
viö Goradze, borg austanvert í
Bosníu sem er á valdi Bosníu-
múslíma en Serbar sitja um. Eru
þetta fyrstu árásir flughers Nató
á serbneskt herlið á jörðu niöri.
Andrej Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, kallaöi í gær
loftárásir þessar „alvarleg mis-
tök" af hálfu Vesturlanda og
heföu þær í för með sér auknar
horfur á að Bosníustríöiö
breiddist út. Rússneska stjórnin
hefur kvartað yfir því aö hafa
ekki verið höfð meö í ráöum áð-
ur en loftárásirnar voru gerðar
og sagöi Kozyrev þaö bera vott
um mikla ófyrirleitni. Boris Jelt-
sín, Rússlandsforseti, segist
hafa kvartað persónulega yfir
því viö Clinton Bandaríkjafor-
seta í gær að Bandaríkjastjóm
skyldi ekki hafa ráöfært sig viö
rússnesku stjómina áöur en
fyrri loftárásin á umsátursliðiö
við Goradze var gerð á sunnu-
dag.
Slobodan Milosevic, forseti
Serbíu, og forustumenn Bosníu-
Serba fóm í gær höröum orðum
um Sameinuöu þjóðimar í til-
efni loftárásanna, en þær vom
geröar ab beiðni Unprofor, frið-
argæsluliös S.þ. í Bosníu. Sagöi
Milosevic að þar með hefðu S.þ.
ótvírætt tekið þátt í stríðinu
meb múslímum gegn Serbum
og stefnt þar með trúverðug-
leika sínum sem málamiðlara í
hættu. Ummæli eins af fomstu-
mönnum Bosníu-Serba em
túlkuö á þann veg að þeir hygg-
ist svara loftárásunum með
árásum á Unprofor.
S.þ. hafa lýst Goradze „öraggt
svæöi", sem sé undir sinni vemd,
en Serbar saka múslíma um að
hagnýta sér þá vemd til sóknaraö-
gerða á hendur Serbum. Síödegis í
gær héldu Serbar enn áfram stór-
skotahríö á Goradze. Fréttir í gær
bentu ekki til þess að Serbar heíðu
oröið fyrir mjög miklu tjóni í
árásiun Nató.
Manfred Wömer, aðalritari Na-
tó, varaöi í gær Bosníu-Serba við
því ab svara flugárásum Nató með
árásum á Unprofor og sagði að
bandalagiö myndi bregöast viö af
hörku Unprofor til vamar, ef
Serbar stæðu viö hótanir sínar í
garö friöargæsluliðsins. .■
/ Sarajevó ígœr. Ættingjar umsetins fólks í Coradze krefjast þess at> S.þ. gangi fram afaukinni hörku gegn Serbum.
Stríb ANC og Inkatha harönar:
Hraðvaxandi mann-
fall í Kwazulu-Natal
Jóhannesarborg, Reuter
Rúmlega 550 manns vom drepnir
í átökum af stjómmálaástæöum í
Suöur- Afríku í s.l. mánuði, að
sögn mannréttindanefndar nokk-
urrar. Mest var mannfalliö í
KwaZulu, landi Súlúa, og fylkinu
Natal sem er umhverfis KwaZulu.
Manndráp þessi munu aö mestu
hafa oröið í átökum milli Afríska
þjóöarráösins )ANC), fylgismestu
samtaka suburafrískra blökku-
manna, og Inkatha-frelsisflokks-
ins sem hefur allmikið fylgi með-
al Súlúa. Mannréttindanefnd sú
er hér um ræöir segir aukningu
pólitíska ofbeldisins í mars
áhyggjuefni, því að fram aö þeim
mánubi hafi manndrápum af
þeim ástæðum þarlendis fariö
fækkandi sjö mánuði í röð. Segir
nefndin aö KwaZulu-Natal sé nú
eina svæðið í Suður-Afríku þar
sem ofbeldiö sé enn á „háu stigi".
Mun þar vera átt við ofbeldi sem
skilgreint er sem pólitískt.
Stjómvöld hafa lýst yfir neyöar-'
ástandi í Natal með það fyrir aug-
Þúsundir drepnar í Rúanda á tœpri viku:
Uppreisnarmenn í sókn
Mulindi í Rúanda, Reuter
Uppreisnarmenn í miðafríska
smárikinu Rúanda segja skæm-
her sinn að því kominn að taka
Kigali, höfuðborg landsins.
Franskur herforingi í borginni
ráölagði fréttamönnum í gær að
forða sér þaban og kvað upp-
reisnarmenn ekki eiga nema 10
km ófarna þangab.
Talsmenn uppreisnarmanna
segja að baráttuvilji stjómar-
hersirís sé oröinn lítill.
Uppreisnarmenn þeir er hér
um ræðir heita opinberléga Föð-
urlandsfylking Rúanda (skamm-
stöfun heitis á ensku RPF) og er
formaður þeirra samtaka Alexis
Kanyarengwe, rúmlega hálfsex-
tugur að aldri og fyrram innan-
ríkisráðherra landsins. Flestir
þar í flokki em Tútsar, en í
stjómarhemum munu einkum
vera Hútúar. Þorri íbúa í Rúanda
og grannríki þess Búrúndi er af
þessum tveimur þjóðum og em
Hútúar í miklum meirihluta.
Hroðaleg óöld hefur geisað í
Rúanda, einkum höfuöborg-
inni, síðan á miðvikudag s.l. er
Juvenal Habyarimana, forseti
landsins, fórst ásamt starfsbróð-
ur sínum í Búrúndi er flugvél
sem þeir vom meb var skotin
nibur með eldflaug. Habyari-
mana var Hútúi og er dauði
hans fréttist hófu Hútúar í Rú-
anda ofboðslegar ofsóknir á
hendur Tútsum. Hefur fólk ab
sögn fréttamanna verib drepib í
þúsundatali.
Stríð hófst í Rúanda milli túts-
ískra uppreisnarmanna og
stjómar Habyarimana fyrir um
þremur ámm, en fyrir níu mán-
uðum tókst að stöðva þaö með
friöarsamkomulagi.
Fréttir í gær frá Rúanda bentu
til þess að hryöjuverkaaldan
væri farin að breiðast frá höfub-
borginni út um land. Verið er að
flytja vesturlandamenn, búsetta
í Rúanda, úr landi undir vemd
belgískra og franskra hermanna,
sem þangað hafa verið sendir í
þeim erindagerðum. Meöal
drepinna síðustu daga em tíu
belgískir friðargæsluliðar. Hafa
Hútúar þungan hug á Belgum
og kenna þeim um dauða Haby-
arimana.
Fréttir benda til þess að RPF-
liöar, sem hingað til hafa hafst
við nyrst í landinu, séu nú í
sókn í suöurhluta þess. Kanyar-
engwe segir ab RPF muni ab
unnum sigri koma á reglu,
stofna til réttarhalda yfir þeim
sem bæm ábyrgð á hrannmorö-
unum undanfama daga og
mynda stjóm í félagi við aðra
flokka. Hann hafnar öllu sam-
starfi viö bráöabirgðastjóm sem
þegar hefur veriö mynduð í Ki-
gali, segir hana ekki vera annað
en „skálkaskjól fyrir manndráp-
arana." ■
um aö tryggja að þingkosningam-
ar sem ákveönar hafa verið tmdir
lok mánaöarins fari fram snurðu-
laust. Inkatha neitar enn sem fyrr
aö taka þátt í kosningunum, þar
sem allir kynþættir landsins njóta
jafnréttis. Veröa þetta fyrstu
kosningarnar af slíkum í sögu
suðurafríska ríkisins.
Illindin í KwaZulu-Natal virbast
enn magnast, þrátt fyrir aö stjóm-
in hafi sent þangaö hermenn í
þúsimdatali til að gæta friðar eftir
að neyöarástandstilskipunin gekk
í gildi 31. mars. Frá þeim degi
hafa tæplega 150 manneskjur
falliö þar í pólitískum vígaferlum.
Að sögn nefndarinnar hafa yfir
4100 manns veriö drepnir í Suð-
ur- Afríku af stjómmálaástæöum
frá því í júlí í fyrra, er ákveðið var
hvenær fyrstu allra kynþátta
þingkosningar landsins færa
fram. Dánartalan af þeim ástæð-
um á þeim fjóram árum, sem liö-
in era frá því að Frederik Willem
de Klerk, Suður- Afríkuforseti,
hófst handa við aö afnema apart-
heid, er komin upp í um 15.000.
Zhírínovskíj
hrækir á
mótmælafólk
Nigería
Afríku-
meistari
Nígería varð á sunnudaginn
Afrikumeistari í knattspymu
eftir að hafa boriö sigurorð af
Zambíu í úrslitaleik, 2-1, og
staðfesti þar með yfirburöi sína
í Afríku. Emmanuel Amunike,
sem ekki hafði fengið náð fyrir
augum þjálfarans í síðustu fjór-
um leikjum, skoraöi bæði mörk
Nígeríu í leiknum eftir að
Zambía hafði náb forystunni
strax á upphafsmínútunum
þegar vamarmaburinn Elijah
Litana skallaði í markiö eftir
homspymu. Nígeríumenn
vöknuðu upp vib vondan
draum og liðið, sem skipaö var
m.a. 8 leikmönnum sem leika
víðsvegar í Evrópu, tók völdin á
vellinum. Þetta var annar sigur
Nígeríu í þessari keppni en síð-
ast vann landið árib 1980. Hins
vegar hafa Zambíumenn aldrei
sigrab í keppninni en þetta var í
annab sinnið sem þeir tapa í úr-
slitum. Zambíumenn geta þó
vel við unað, því eins og knatt-
spymumönnum er eflaust í
fersku minni þá fómst 18 leik-
menn og forráðamenn liðsins í
flugslysi í apríl á síðasta ári. -KG
Strassburg, Reuter
Um 100 manns úr samtökum
franskra stúdenta af gyöingaætt-
um söfnuöust í gær saman vib
ræðismannsskrifstofu Rússlands í
Strassburg, þar sem Vladímír
Zhírínovskíj, þekköir þjóöemis-
sinnaður stjómmálamaður rúss-
neskur, var þá staddur. Gerðu
stúdentar þessir hróp að Zhír-
ínovskíj og kölluöu hann nýnas-
ista. Brást Zhírínovskíj illa við,
hrækti á mótmælafólkið, kastaði í
það möl og mold úr garðinum vib
konsúlatib, kvabst ætla að brjóta
höfubkúpur þess og drepa það
með „kjamorkuskammbyssunni
minni."
Zhírínovskíj er í Strassburg sem
fulltrúi í rússneskri sendinefnd er
þangað kom á fund hjá þing-
mannarábi Evrópuráðsins. ■
Vlnning laugarx (21
9. apríl 1994
(T)
VINNINGAR fjOldi VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5a!5 K 0 5.366.790
2. 4S1í 92.423
3. 4 af 5 127 7.532
4. 3a!5 4.776 467
Heildarvinningsupphæd þessa viku: 9.108.284 kr.
BIRGIR
UPPIÝSINGAR: SlMSVARI 91-681511 lukkul(na991002