Tíminn - 12.04.1994, Blaðsíða 10
10
IfiwH&tnw
Þri&judagur 12. apríl 1994
Frábœr árangur íslendinga á Noröurlandamótinu i júdó:
Vemharð tvöfaldur meistari
íslendingar þurfa greinilega
ekki aö örvænta þó að Bjarni
Friðriksson sé hættur keppni í
júdó. Um helgina fór fram
Norðurlandamótið í júdó í Fær-
eyjum og þar náöist frábær ár-
angur. Vernharð Þorleifsson
varð tvöfaldur Norðurlanda-
meistari og Sigurður Bergmann
náði einnig í gullverölaun, en
hann hafði fram til þessa tapaö
tVeimur úrslitaviðureignum á
Norðurlandamótum.
Vemharö sigraði í -95kg flokki
eftir mikla rimmu við Finnann
Valmu. Þá sigraði Vernharð
einnig í opna flokknum, líka
eftir sigur á Finna sem heitir
Lahtinen. Sigurður Bergmann
sigraði þennan sama Lahtinen I
úrslitum í +95kg flokki, en tap-
aði naumlega fyrir Larsen frá
Danmörku í keppni um brons-
ið í opna flokknum.
islensku keppendurnir náöu
íslendingarnir komu verölaunum prýddir heim af Norburíandamótinu í júdó um helgina og unnu m.a. til flestra
gullverblauna í karíaflokki á mótinu ásamt Svíum. Frá vinstrí: Höskuldur Einarsson, Halldór Hafsteinsson, Haukur
Garbarsson, Sigurbur Bergmann, Vernharb Þorleifsson, Fribrik Blöndal og Vignir Stefánsson. Tímamynd c.s.
alls í 7 verðlaun á mótinu og
hlutu flest gullverðlaun ásamt
Svíum í karlaflokki. Önnur
verðlaun íslendinga á mótinu
vom brons. Þau hlutu: Halldór
Hafsteinsson í -86kg flokki,
Höskuldur Einarsson í -60kg
flokki. Þá náðu þeir Vignir Stef-
ánsson, Haukur Garðarsson og
Friðrik Blöndal bronsinu í sín-
um þyngdarflokkum í keppni
júdómanna 21 árs og yngri. ■
Úrslitakeppnin í körfuknattleik karla:
Njarbvík jafnaði metin
sigraöi Crindavík 96-82 í öörum leik liöanna
Njarövíkingum tókst að jafna
metin gegn Grindvíkingum í
öörum leik liðanna í úrslita-
keppninni í körfuknattleik karla.
I.okatölur urðu 96-82 fyrir Njarð-
vík, en leikurinn fór fram á þeirra
NBA-
úrslit
New Jersey-NewYork .....107-88
Seattle-Phoenix.......111-108
Detroit-Boston.........111-116
Denver-Houston...........92-93
Portland-LA Lakers ....112-104
Utah Jazz-LA Clippers ..128-104
Chicago-Milwaukee.......125-99
Minnes.-Golden State ..105-117
Philadelphia-Charlotte 122-127
Miami-Orlando.........105-125
Atlanta-Washington ....117-103
Houston-San Antonio ...100-93
Staban
(sigrar, töp og vinningshlutfall)
Austurdeild
Atlantshafsri&ill
*New York .52 22 70.3
*Orlando .45 29 60.8
Miami .40 35 53.3
Newjersey .40 35 53.3
Boston .28 46 37.8
Philadelphia .23 52 30.7
Washington .22 53 29.3
Mi&ri&ill
*Atlanta .52 23 69.3
*Chicago .51 24 68.0
‘Cleveland .42 33 56.0
Indiana .39 35 52.7
Charlotte .35 39 47.3
'Detroit , 20 54 27.0
Milwaukee .19 55 25.7
Vesturdeild
Mi&vesturri&ill
*Houston .54 20 73.0
*San Antonio .52 23 69.3
‘Utahjazz '....• .47 28 62.7
Denver .37 37 50.0
Minnesota .20 54 27.0
Dallas ...9 65 12.2
Kyrrahafsrit>ill
‘Seattle.............57 18 76.0
*Phoenix ............49 26 65.3
‘Portland............45 30 60.0
*Golden State.......43 31 58.1
I.A Lakers..........33 41 44.6
LA Clippers .........26 48 35.1
Sacramento ..........25 49 33.8
* Hafa tryggt sér sæti í úrslita-
keppninni.
heimavelli á laugardag. Þriöji
leikurinn fer fram í kvöld í
Grindavík.
Leikurinn þróaðist á líkan hátt
og fyrsta viöureign liöanna, sem
Grindavík vann 110-107. Grinda-
vík náði forystunni, var með
mjög góða skotnýtingu og var
þar fremstur í flokki Marel Guð-
laugsson. Njarðvíkingum tókst
hins vegar aö halda Hirti Harðar-
syni og Wayne Casey að mestu
leyti niðri í leiknum. Staöan í
hálfleik var 44-52 fyrir gestina.
En Njarðvíkingar löguöu vamar-
leikinn svo um munaði í seinni
hálfleik, náðu smátt og smátt að
minnka muninn og tókst það
loksins þegar seinni hálfleikur
var tæplega hálfnaöur. Eftir það
var engin spuming hvar sigurinn
myndi lenda, þar sem Njarðvík-
ingar sýndu meistaratakta og
tryggðu sér ömggan sigur. Teitur
Örlygsson stóö sig langbest í
Njarðvíkurliðinu og baráttulega
væri liðið ekki svipur hjá sjón, ef
hans nyti ekki við. Rondey Ro-
binson og Jóhannes Kristbjörns-
son stóöu sig líka vel. Nökkvi
Már Jónsson og Marel Guðlaugs-
son stóðu sig best leikmanna
Grindavíkur.
Gangur leiksins: 4-3, 15-14, 19-
25, 30-41, 38-50, 44-52— 55-61,
62-62, 70-66, 79-74, 96-79, 96-
82.
Stigahæstir hjá Njarðvík: Teitur
Örlygsson 35, Rondey Robinson
26, Jóhannes Kristbjörnsson 8.
Hjá Grindavík: Nökkvi Már Jóns-
son 21, Wayne Casey 17, Marel
Guölaugsson og Guðmundur
Bragason gerðu 14 stig hvor.
Keflavík yfir í
kvennaflokki
íslandsmeistarar Keflavíkur sigr-
uðu KR í kvennaflokki í þriðja
leiknum um íslandsmeistaratitil-
inn á sunnudagskvöld og em 2-1
yfir um þessar mundir. Lokatölur
urðu 71-61, en í hálfleik var ÍBK
yfir 37-25.
Mikil taugaspenna einkenndi
þennan leik og tapaðist boltinn
t.a.m. margoft hjá báðum liðum.
KR náöi aö minnka muninn í sex
stig í miðjum seinni hálfleik, en
allt kom fyrir ekki og Keflavík
vann. Olga Færseth geröi 21 stig
fyrir ÍBK og var stigahæst, en
Helga Þorvaldsdóttir gerði flest
stig KR, eða 18 talsins. Þriðji
leikur liðanna fer fram annað
kvöld.
Rondey Robinson í Njarbvík var mjög
góbur íöbmm leik Njarbvíkur og
Grindavíkur á laugardag, skorabi 26
stig og tók 7 6 fráköst. Libin standa nú
jöfn ab vígi fyrír þríbja leikinn, sem fer
fram í Grindavík í kvöld.
Cantona bestur
Franski landsliösmaðurinn hjá
Manchester Utd, Eric Cantona,
var kjörinn leikmaður ársins í
enskú knattspyrnunni. Aö kjör-
inu standa atvinnuknattspymu-
menn þar í landi. Cantona, sem
lék ekki með Man. Utd í 1-1
jafntefli gegn Oldham á sunnu-
daginn vegna leikbanns, er fyrsti
erlendi leikmaðurinn í ensku
knattspyrnunni sem hlýtur
þennan heiöur. Peter Beardsley,
sem leikur meö Newcastle, lenti
í öðm sæti, en Alan Shearer hjá
Blackbum hreppti þriöja sætiö í
kjörinu. Andy Cole hjá New-
castle var valinn efnilegasti leik-
Eric Cantona var um helgina kos-
inn leikmabur ársins í Englandi.
maðurinn, en á eftir honum
kom annar sóknarmaður, Chris
Sutton í Norwich. Ryan Giggs
hjá Man. Utd lenti í þriðja sæti,
en hann hafði fengið þessi sömu
verðlaun tvö síðustu ár. ■
Molar. ..
... ísland tapabi fyrir Finnum 2-3 í
2. deild Evrópukeppni landsliba í
badminton í gærmorgun. Árni
Þór og Broddi sigrubu í tvílibaleik
karla og Gu&rún Júlíusdóttir og
Bima Pedersen í tvili&aleik kvenna.
Á sunnudag bei& landsli&i& lægri
hlut fyrir Pólverjum 1-4 og þá
ná&u Árni Þór Hallgrímsson og
Broddi Kristjánsson einnig í vinn-
ing. í dag ver&ur leikib gegn
Nor&mönnum og ver&ur þa& án
efa tvísýnn leikur. Þess má geta a&
þa& vantar íslandsmeistarana í
einli&aleik í liðib, þau Elsu Nielsen
og Þorstein Pál Hængsson, sem
bæbi eru í prófum þessa dagana.
... Eyjólfur Sverrisson var í byrj-
unarlibi Stuttgart um helgina og
þakkabi fyrir meb því ab skora eitt
af þremur mörkum li&sins í 3-0
sigri á Karisruhe.
... Gubmundur Torfason gerði
sigurmark St. Johnstone í skosku
úrvalsdeildinni f leik gegn
Dundee.
... Hlynur Birgisson, landsli&s-
mabur úr Þór Akureyri, fótbrotn-
a&i í æfingaleik gegn KR á gervi-
grasvelli Hauka í Hafnarfir&i á
laugardag. Hlynur ver&ur í gifsi í
fjórar vikur, en reiknab er meb a&
hann ver&i kominn af sta& aftur
um mitt sumarib.
... Lárus Sigvaldason, hornamab-
ur í Aftureldingu í handknattleik,
handarbrotna&i í æfingaleik gegn
Selfossi um helgina og leikur þar-
aflei&andi ekkert me& sínum
mönnum í úrslitakeppninni sem
hefst í kvöld.
... ívar Ásgrímsson var endurráö-
inn þjálfari úrvalsdeildarli&s ÍA í
körfuknattleik og kemur þab eng-
um á óvart, enda nábi hann frá-
bærum árangri meb libib í vetur.
Líklegt er a& Einar Einarsson og
Haraldur Leifsson ver&i áfram og
þá hefur Elvar Þórólfsson verib
sterklega orba&ur vib ÍA.
... Borgnesingar gengu líka frá
sínum þjálfaramálum um helgina
og ré&u fyrrum Valsmanninn
Tómas Holton til libsins. Tómas
mun einnig leika me& li&inu. Lík-
legt þykir ab Alexander Ermon-
linski og Birgir Mikaelsson leiki
áfram f Borgarnesi.
... ÍH tryggbi sér sæti, ásamt HK, í
1. deild karia í handknattleik um
helgina, eftir ab hafa sigrab
Gróttu í hreinum úrslitaleik, 23-
24. Þetta er í fyrsta skipti sem ÍH
leikur í deild þeirra bestu og nú er
Ijóst ab þrjú lib úr Hafnarfirði leika
þar á næsta tímabili: ÍH, FH og
Haukar.
... íslenska drengjalandslibib í
körfubolta tapabi öllum leikjunum
í forkeppni Evrópumótsins, sem
fór fram um helgina. Fyrir Tékkum
tapa&ist leikurinn 54-71, fyrir
Þýskalandi 56-69, fyrir Úkraínu
79- 90, og fyrir Lúxemborg 70-
75.
... Sigurjón Amarsson lenti í 46.
sæti af 140 keppendum í keppni
atvinnumanna í Florída fyrir helg-
ina. Sigurjón stób sig langbest 12
áhugamanna á mótinu. Par vallar-
ins var 72, en Sigurjón lék á 74-72
og 75 höggum, eba samtals á
221 höggi.
IÞROTTIR
KRISTJÁN GRÍMSSON
UTIVISTAR- 0G
SPORTFATNAÐUR
Heildsala — Smása/a
ók
dubin
SPORTBUD KOPAVOGS
Hamraborg 20A • Sími 91-641000