Tíminn - 14.04.1994, Page 6

Tíminn - 14.04.1994, Page 6
6 fimmtudagar 14. apríl 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Dagana 29. apríl til 1. maí veröur haldin vorhátíð viö Mývatn meö djasstónlist, dorgveiðikeppni, tónleikum og málverkasýningu Ragnars Jónssonar, sem stendur yfir á Hótel Reynihlíö vorhátíöar- dagana. Hátíðin tengist feröa- átakinu íslandsferð fjölskyld- unnar og er samstarfsverkefni félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Hátíðin hefst meö djassfagnaöi meö Viðari Alfreössyni og fleiri djass- geggjurum í Hótel Reynihlíð. Daginn eftir efna Veiðifélag Mývatns, Dorgveiðifélag ís- lands og Feröamálafélag Mý- vatnssveitar til dorgveiði- keppni og þá um kvöldið veröur menningardagskrá í minningu skáldkonunnar Jak- obínu Sigurðardóttur í umsjá félaga í ITC-Flugu. Lesiö verö- ur úr verkum Jakobínu og flutt píanóverk eftir sóknar- prest Mývetninga, sr. Örn Friöriksson. Um kvöldið verö- ur lifandi tónlist á hótelinu. Á verkalýösdeginum 1. maí, verður hugvekja og tónlistar- flutningur í Reykjahlíðar- kirkju og vortónleikar Tónlist- arskóla Skútustaðahrepps. Kaupfélag Þingeyinga mun síöan kynna framleiðsluvörur á veitingastaönum Hvernum og þennan dag veröur einnig 1. maí ganga á Hlíðarfjall og verður lagt af staö frá skíða- lyftunni í Reykjahlíö, en frá- bært útsýni er af Hlíöarfjalli yfir Mývatnssveit og ná- grannahéruð. Dægurlagakeppni í Skagafiröi: 10 lög valin fyrir úrslitakvöldiö í kvöld í tengslum viö fyrirhugaöa Sumarsæluviku, sem haldin veröur í júlímánuði næstkom- andi, gekkst undirbúnings- nefnd fyrir dægurlagakeppni. Yfir 20 lög bárust og valdi dómnefnd 10 lög sem keppa til verðlauna. Sigurlagið verð- ur notað sem kynningarlag fyrir Sumarsæluvikuna og gert viö það myndband. Úrslita- kvöldið er í kvöld og veröur mikið um dýrðir, skemmtiat- riði, danssýning, tískusýning og fleira. Sérstök hljómsveit flytur lögin og var hún stofn- uð sérstaklega af þessu tilefni. Fjöllistamaðurinn Örn Ingi Gíslason hefur verið ráöinn til að hafa yfirumsjón meö Sum- arsæluvikunni, en hann hefur áöur skipulagt hátíðir, m.a. á Hvammstanga og Hólmavík. Bygging heilsu- gæslustöövar gengur vel Bygging heilsugæslustöðvar á Eskifirði hefur gengið vel. Bygging húss fyrir heilsugæslu gengur vel. Veðurfar hefur þó tafið fyrir útivinnu við bygginguna í vetur. Það er Byggðaholt sf. sem stendur fyrir fram- kvæmdunum og var bygging hússins boðin út í heild. Framkvæmdir hófust á sl. sumri, en verktakar eiga að skila af sér byggingunni um miðjan apríl aö ári. Að sögn Geirs Hólm, eftir- litsmanns Framkvæmdasýslu ríkisins, hefur undanfarið verið unnið innandyra og gengur verkiö eftir áætlun. Húsið er 510 fermetrar að stærð að grunnfleti meö 150 fermetra rishæð. Áætlaður kostnaður er 47 milljónir króna. Treg grásleppu- veiöi Nýlega höfðu verið saltaöar á milli 60 og 70 tunnur af grásleppuhrognum hjá Tanga hf. á Vopnafirði. Það sem af er vertíð hafa gæftir verið lé- legar, auk þess sem veiði hef- ur verið treg á heimamiðum Vopnfirðinga, en reytingsafli fengist við Langanes. í allt leggja 12 bátar upp afla sinn hjá Tanga, en tveir þeirra landa á Bakkafirði og er aflinn keyrður til Vopna- fjarðar. Um 40 manns hafa vinnu af grásleppuveiðum. Tveir vinna við söltun í landi og að meðaltali eru tveir til þrír í áhöfn á hverjum bát. Útlit er fyrir góðan markað með grá- sleppuhrogn. Samgöngutækja- safniö eignast Douglas DC 3 Landgræðslan afhenti nýlega til varðveislu Samgöngu- tækjasafni íslands á Egils- stöðum, flugvélina Gunn- faxa. Vélin er ef gerðinni Douglas DC 3 og var lengi í vöru- og farþegaflutningum á vegum Flugfélags íslands. Fyrirhugað er að flytja grip- inn sjóleiðis til Reyðarfjarðar í þessum mánuði. Þaðan verður vélin dregin til Egils- staöa þar sem hún verður gerð upp sem sýningargrip- ur. íawaiiÉlliliyj VESTMANNAEYJUM Skemmtidagskrá um Ása í Bæ í kvöld verður frumsýning á skemmtuninni „Gefi nú góð- an byr", sem Sigurgeir Sche- virig hefur umsjón með til minningar um Ása í Bæ, sem hefði orðið 80 ára á þessu ári. Sýnt verður á Höfðanum og er önnur sýning annað kvöld. Asi í Bœ hefbi orbib 80 ára á þessu árí. Aö sögn Sigurgeirs er skemmtunin unnin upp úr verkum Ása í Bæ, auk Eyja- skinnu, Fylgdu mér í Eyjar út og punktum frá Gísla Helga- syni o.fl. „Skemmtunin bygg- ist á tónlist og lesnum og fluttum atriðum úr ýmsum verkum Ása, léttum og kátum, og þannig fáum við að njóta arfleifðar hans," segir Sigur- geir. Það eru Tvö og Hálft í hvoru sem sjá um að flytja dag- skrána. Betra atvinnu- ástand Atvinnuleysisdagar urðu alls 825 í marsmánuði sl., 322 hjá körlum og 503 hjá konum. Alls voru 66,25 karlar á skrá og 41 kona. í lok mánaðarins voru 34 á atvinnuleysisskrá, 17 konur og 17 karlar, sem er það minnsta sem verið hefur um nokkurt skeið. Mest var atvinnuleysið hjá verkafólki, en 17 voru án at- vinnu, þar af 11 karlmenn. Fimm sjómenn og fjórir skrif- stofumenn voru án atvinnu, en í öðrum greinum voru einn og tveir á skrá. Vorhátíö viö Mývatn Mjólkurbú Flóamanna: Hagnaður á síöasta ári 72,1 milljónir Hagnaður af reglulegri starf- semi Mjólkurbús Flóamanna á síöasta ári varð 72,1 milljón kr. og eftir skatta varð hann 16,3 milljónir kr. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins, sem hald- inn var sl. föstudag. Mjólkurbúið er stöndugt fyrir- tæki, eins og fram kom á aðal- fundinum. Eigið fé þess er tæp- lega 1,4 milljarður, en skuldim- ar em 285,2 milljónir. Innleggjendur á samlagssvæði MBF eru samtals 496 talsins, flestir í Ámessýslu og innvegiö mjólkurmagn á hvem bónda er sömuleiðis mest þar. Heildar- magn innveginnar mjólkur á síðasta ári var 36,9 millj. lítra, en greiðslumark á svæöi MBF er um 35,8 millj. lítra. -SBS, Selfossi Almannavarnir ríkisins: Jarðskjálftaæfing á Suðurlandi Almannavarnir ríkisins og al- mannavamanefndir á Suðurlandi munu gangast fyrir jarðskjálfta- æfingu í héraöinu dagana 20. til 23. apríl næstkomandi. Æfð veröa viðbrögö við jaröskjálfta á Suðurlandi sem er 7,0 stig á Richter og í Vestmannaeyjum verða æfð viðbrögð við eldgosi. Það em almannavamanefndim- ar á Selfossi, Hvolsvelli, í Hmna- manna- og Gnúpverjahreppum sem taka þátt í jaröskjálftaæfing- unni. Jafnframt taka lögreglan, björgunarsveitir, slökkviliö, hjúkmnarfólk, þyrlusveitir, orku- fyrirtæki og vegagerð þátt í jarð- skjálftaæfingunni. í Vestmanna- eyjum verða æfð viöbrögð við eldgosi, eins og fyrr segir. í grein Guðjóns Petersen, for- stöðumanns Álmannavama, um æfinguna, sem birtist í Sunn- lenska fréttablaðinu á dögunum, segir aö búast megi viö að allt að 2.000 manns taki beinan þátt í æfingunni. Sé tilgangur æfingar- innar sá aö hægt sé aö bregðast við vá með skipulögðum og markvissum hætti. -SBS, Selfossi Ur hlekkjum frjálshyggjunnar: Stjómmála- alyktun Eftirfarandi stjórnmálaályktun var samþykkt á þingi Sambands ungra framsóknarmanna um síð- ustu helgi: „25. þing SUF, haldið að Nesja- völlum 8.-10. apríl 1994, for- dæmir harðlega atvinnuleysis- stefnu ríkisstjómarinnar. Atvinnuleysi er böl, sem SUF getur ekki viðurkennt sem óhjá- kvæmilegan hlut. Það er hrein og bein sóun á hæfileikum og mannkosturta aö fjöldi fólks sé án atvinnu í þjóðfélaginu. Kostnaður vegna þessa þjóðfé- lagsmeins er gífurlegur. Gríöar- legum fjármunum er varið ár hvert í atvinnuleysisbætur. Tekj- ur ríkis og sveitarfélaga minnka vegna minni launatekna og kaupgetu. Þá er ótalið aö fyrir hvert starf, sem tapast í frum- framleibslugreinum, tapast þrjú í þjónustu. Þess vegna er brýn þörf SUF á sérstöku átaki til eflingar ís- lenskum iðnaði. Það er hlutverk stjórnvalda á tímum sem þessum ab grípa til sérstakra aögerba til ab treysta grunn atvinnulífsins og draga úr atvinnuleysi. Stjórnvöldum er skylt að ýta undir bjartsýni í þjóöfélaginu og styðja markvisst viö bakiö á nýsköpun og þróun nýrra atvinnutækifæra. Núverandi ríkisstjórn hægri flokkanna trúir blint á lausnir markaðarins og frjálshyggjunnar. Komandi sveitarstjómakosning- ar snúast um hvort þjóðin vill óbreytta stefnu afskiptaleysis eða stefnu samvinnu og jafnaöar, sem setur manngildi ofar auð- gildi. íslenska þjóðin mun aldrei losna við atvinnuleysi, nema allir leggist á eitt og brjótist úr hlekkj- um frjálshyggjunnar." Alþýðubandalagiö á Egilsstöbum Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins á Egilsstöbum fyrir komandi bæjarstjómarkosning- ar liggur fyrir og skipa hann eftirfarandi: 1. Þuríbur Backman hjúkrunarfræð- ingur. 2. Sveinn Jónsson verkfræðingur. 3. Bjöm Vigfússon kennari. 4. Erlendur Steinþórsson skrifstofu- mabur. 5. Anna Björk Guöjónsdóttir nemi. 6. Óli Grétar Metúsalemsson verk- fræðingur. 7. Þorsteinn Bergsson héraðsráðu- nautur. 8. Oddný Vestmann, fulltrúi og hús- móbir. 9. Sigurður Ragnarsson starfsmanna- stjóri. 10. Gublaug Ólafsdóttir, skrifstofu- mabur og húsmóbir. 11. Friðjón Jóhannsson mjólkurfræð- ingur. 12. Amdís Þorvaldsdóttir blaðamað- ur. 13. Bjöm Ágústsson fuiltrúi. 14. Sigurjón Bjamason bókari. Alþýöubandalagið hefur nú tvo bæjarfulltrúa af sjö í bæjar- stjóm Egilsstaða. -ÓB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.