Tíminn - 14.04.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.04.1994, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. apríl 1994 '>11 Albert Guðmundsson Ekki er þaö ætlun mín að rekja æviferil Alberts Guðmundsson- ar. Það gera aðrir. Ég hyggst að- eins kveðja góöan vin og sam- starfsmann með fáeinum orö- um. Við Albert áttum náið sanistarf í ríkisstjóm minni 1983-87, einkum þau ár sem hann gegndi störfum fjármálaráð- ■ herra. Var þaö samstarf með ágætum og leiddi til góörar vin- áttu. Albert lagöi mikinn metnað í starf sitt sem fjármálaráðherra. Þab starf er ætíb eitt hið erfið- asta í hverri ríkisstjóm og aldrei verður gert svo öllum líki. Al- bert lagði sig þó fram við að skoða hverja tillögu af sann- gimi. Hann leitaði til mín sem forsætisráðherra og óskaði eftir þvi að ég settist með sér yfir at- hugasemdir og óskir annarra ráöherra, sem ég gerði. Hef ég ekki átt svo náiö samstarf viö annan fjármálaráðhena. Líkaöi mér það samstarf vel. Ekki verða hér raktir þeir mörgu fundir sem við áttum um hin fjölmörgu vandamál sem upp komu eins og ætíð í ríkisstjórn. Aðalatriðið er að slík mál vom rædd og yfirleitt leyst. Er ég Albert þakklátur fyrir hans góða vilja. Mættu ýmsir taka sér Albert til fyrirmyndar að þessu leyti. Albert var einlægur vinur þeirra sem minni máttar em og í erfiðleikum áttu. Hann lagði sig fram við að leysa slík mál, jafnvel þau smæstu. Hann gladdist þegar slíkt tókst. Eins og kunnugt er var Albert í Samvinnuskólanum og varð á milli hans og Jónasar Jónssonar góð vinátta, sem Albert lagði rækt við. Albert beitti sér fyrir t MINNING því að brjóstmynd af Jónasi var reist við Arnarhvol. Ég hygg að mikið af samvinnu- og félags- hyggjuhugsjón Jónasar hafi lif- að í huga og hjarta Alberts. Albert Guðmundsson var, eins og alþjóð veit, mikill afreksmab- ur í íþróttum. Af þeim krafti og einurð gekk hann fram í hverju máli. Mikilvægast er þó að Al- bert var drengskaparmaður. Það var að mínu mati hans aðals- merki, fyrst og fremst. Með samstarfi okkar Alberts hófst einlæg vinátta sem hélst. Þannig mun ég geyma minn- inguna um Albert. Við hjónin vottum eftirlifandi eiginkonu Alberts, Brynhildi Jó- hannsdóttur, og bömum þeirra einlæga samúð okkar. Við biðj- um þeim Guðs blessimar. Steingrímur Hermannsson Þab verður trauðla sagt um Al- bert Gubmundsson, að hann hafi verið maður lítilla sanda og lítilla sæva. Þvert á móti var hann hinn mikli senuþjófur, sem alltaf kom jafn mikið á óvart í hvaða hlutverki sem var. Og einnig þegar hann kvaddi, svo snöggt og svo óvænt féll tjaldið. Ósjálfrátt leitar hugurinn til baka, aftur til unglingsáranna. Með stolti fylgdist ég eins og jafnaldrar mínir meö heim- komu knattspymuhetjunnar, sem gert hafbi garðinn frægan bæði í Skotlandi og Englandi svo og á meginlandi F.vrópu. Frægð og frami Alberts fyllti okkur strákana eldmóði og hvatti okkur til dáða. í bláma þessara ára var hann stjaman, sem vísaði veginn. Hlutverki Alberts í íslenskri knattspyrnu var engan veginn lokið, þegar hann lagöi sjálfur skóna á hilluna. Nokkur lægð hafði verib í knattspyrnu hér- lendis á sjöunda áratugnum og virtist sem íslenskir knatt- spymumenn væm haldnir minnimáttarkennd gagnvart er- lendum þjóöum. Það var þá, sem leitaö var til Alberts um að hann tæki að sér forystu í Knatt- spyrnusambandi íslands. Með því urðu alger straumhvörf, því að hann taldi kjark í íslenska knattspymumenn og sannfærði þá um, að þeir gætu staöið jafn- fætis stórþjóðunum, ef viljinn væri fyrir hendi. Það hreif og síöan hafa knattspymumenn okkar staðið í báða fætur. Meðal merkra málefna, sem AI- bert Guðmundsson beitti sér fyrir sem formaður KSÍ, var að endurvekja getraunastarfsem- ina hérlendis og þar meö að styrkja fjárhagslegan gmndvöll íþróttafélaganna. Eftir farsælt samstarf á sviði íþróttamála, lágu leiðir okkar Alberts aftur saman í borgar- stjóm Reykjavíkur. Á þeim vett- vangi beitti hann sér fyrir marg- víslegum málefnum, og þá ekki síst fyrir eldri borgara. I þeim málaflokki tókst Albert að sam- eina krafta meirihluta og minnihluta, þannig ab borgar- stjómin starfaði eins og einn maður. Síðar sneri Albert sér aö lands- málunum, eins og kunnugt er, þar sem hann vann stóra sigra, en mátti einnig lúta í lægra haldi um hríð vegna óvæginna árása. Er óhætt að fullyröa, aö þrátt fyrir glæsilegt „comeback" hafi sárin aldrei fyllilega gróið, er hann fékk í þeim átökum. Það hefur réttilega veriö sagt, að Albert hafi verið greiðvikinn. S.l. sumar leitaði ég til hans um smávægilega aðstoð. Þá var hann sendiherra íslands í París. Ég bab hann um aðstoð við að útvega dóttur minni hótelgist- ingu eina nótt í París á leiö hennar til Austurlanda fjær. Svörin, sem ég fékk, vom ein- föld og skýr: „Ég tek á móti henni á flugvellinum og hún gistir hjá okkur hjónunum." Allt gekk þetta eftir. Og ekki nóg með það. Sendihenann fór í sérstaka skoðunarferð meö ungu dömuna og sýndi henni merkustu staðina, áður en hann skilaði henni aftur út á flugvöll daginn eftir. Gestrisni þeina hjóna Brynhildar og Alberts var henni ógleymanleg. Ég kveð góðan vin og sam- ferðamann meb söknuði um leið og ég sendi Brynhildi og fjölskyldu þeirra dýpstu samúð- arkveðjur. Alfreð Þorsteinsson DAGBÓK 104. daqur ársins - 261 daqur eftir. 15. vika Sólris kl. 6.00 sólarlag kl. 20.58 Dagurinn lengist um 7 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni) tvímenningur, í dag kl. 13 í Risinu. Félag kennara á eftirlaunum Félag kennara á eftirlaunum held- ur skemmtifund laugardaginn 16. apríl kl. 14 í Kennarahúsinu viö Laufásveg. Samsýning í listhúsinu vib Tryggvagötu Laugardaginn 16. maí opna þær Kristín Blöndal og Ingibjörg Hauksdóttir sýningu í listhúsinu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Þær luku námi úr Myndlista- og handíöaskóla íslands voriö 1992. Báöar hafa þær einnig stundaö myndlistamám erlendis. Ingi- björg mun sýna bróderuð ungböm, en Kristín olíumálverk á striga. Krístín Blöndal (t.v.) og Ingibjörq Hauksdóttir. Sýningin veröur opin alla daga frá kl. 14-18 og stendur til 1. maí. Hafnarborg: Þrjár sýningar opnaöar um helgina Laugardaginn 16. apríl veröa opnaöar þrjár myndlistarsýningar í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjaröar. Kl. 14 opnar fóri Thor Gíslason málverkasýningu í aðalsal (á efri hæö). Ber hún yfirskriftina „Mál- verk" og eins og nafniö bendir til, mun Jón Thor aö þessu sinni ein- göngu sýna málverk unnin með olíulitum á striga. Jón Thor er fæddur í Hafnarfiröi árið 1957. Hann stundaöi nám við Myndlista- og handíöaskóla ís- lands 1977-1982 og hélt sína fyrstu einkasýningu í Djúpinu við Hafnarstræti. Síöan hefur hann sýnt í Hafnarborg, Gallerí Gang- skör og Gallerí Borg. Viö opnun sýningarinnar á laug- ardaginn munu Bjöm Thorodd- sen og félagar leika djass. Sýningin veröur opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriöjudaga fram til 2. maí. Á sama tíma, kl. 14, opnar Freydís Kristjánsdóttir sýningu á mynda- sögum og myndskreytingum í Kaffistofu Hafnarborgar. Freydís er fædd árið 1965 og upp- alin í Hafnarfiröi. Hún nam viö fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1984-1989. Verk eftir hana hafa birst m.a. í myndasögublaðinu Gisp!, en einnig hefur hún myndskreytt kennsluefni, tímaritsgreinar og bæklinga. Sýning Freydísar verður opin frá kl. 11-18 virka daga og kl. 12-18 um helgar. Henni lýkur 2. maí. Þriöja sýningin er í Sverrissal. Þar sýnir Annette Ackermann málverk, m.a. litlar temperamyndir sem voru afrakstur fyrstu dválar An- nette á íslandi sumarið 1991. Annette Ackermann er fædd 1969 í Stuttgart í Þýskalandi. Hún hóf myndlistamám við Frjálsa listaskólann í Stuttgart áriö 1986. Árið 1988 nam hún við Listahá- skólann í Karlsruhe, en ári síöar lá leiðin aftur til Stuttgart þar sem hún naut leiðsagnar þeirra Dieters Gross og Erichs Mansen viö Ríkis- akademíuna. Sýning hennar stendur frá 16. apríl til 2. maí og veröur opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðju- daga. Sumarsýning Norræna hússins á verkum Ragn- heibar Jónsdóttur Ream Norræna húsið ráögerir að halda sýningu á verkum Ragnheiöar Jónsdóttur Ream í sýningarsölum Norræna hússins 9. júlí til 7. ágúst n.k. Þaö hefur veriö hefö í Norræna húsinu að efna til sýningar á verk- um íslenskra listamanna um há- sumariö, til aö kynna þeim fjölda erlendra gesta, sem koma í Nor- ræna húsiö aö sumarlagi, íslenska myndiist frá ýmsum tímum. Að þessu sinni hefur veriö ákveö- iö aö sýna verk Ragnheiöar Jóns- dóttur Ream, en hún lést 1977. Norræna húsiö óskar í því tilefni eftir aö komast í samband viö eig- endur verka eftir Ragnheiði Jóns- dótlur Ream, sem væru fúsir til aö lána verk á sýninguna. Vinsamlegast hafið samband viö Norræna húsiö, Ingibjörgu Bjömsdóttur, í síma 17030 milli kl. 10 og 16 alla virka daga. Blanda raunveruleika og ímyndunar í bíósal MÍR „Strákuririn Sidorov" nefnist kvikmynd, sem sýnd veröur í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnu- dag 17. apríl kl. 16. Mynd þessi var gerö í Hvítarússlandi af Bela- rús-film á níunda áratugnum, leikstjóri Valentin Gorlov. f myndinni segir frá atburöum sem gerast í sumarbúðum imglinga, en þær em til húsa í byggingum þjóö- fræðasafns borgar einnar. Allir í búöunum bíöa meö skelfingu komu Sidorovs, sem er alræmdur pörupiltur, og þegar nafni hans, Aljosa Sidorov, kemur á stabinn er hann umsvifalaust talinn vera skúrkurinn. Ýmislegt óvenjulegt og ævintýralegt á eftir aö gerast í þessu sérstæba umhverfi safna- húsanna: kyrrmyndir lifna viö, dýr tala — blanda raunveruleika og ímyndunar í léttum tón. Skýr- ingatal á ensku. Abgangur ókeypis og öllum heimill. ■ APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavík frá 8. til 14. apríl er í Háaleitis apóteki og Vesturbæjar apóteki. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast ertt vörsluna frá Id. 22.00 aö kvöldi til kl. 9.00 aö morgni virtia daga en Id. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar i síma 18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrEBkt um helgar og á stórtiátíöum. Símsvari 681041. Hafnarfjöröur: Hafnarfjaröar apótek og Noröurbæjar apó- tek eru op'm á virkum dögum frá Id. 9.00-18.30 og tl skiptis annan hvem laugardag M. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-12.00. Upplýsingar i simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek em opin virka daga á opnunartima búöa. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö i þvi apótekj sem sér um þessa vörslu, ti Id. 19.00. Á helgidögum er opiö frá Id. 11.00- 1Z00 og 20.00- 21.00. Á öömm timum er lyfjafræóingur á bakvakl Upplýs- ingar em gefnar i sima 22445. Apótek Keflavíkur Opiö virka daga frá Id. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga Id. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá Id. 6.00- 18.00. Lokaó i hádeginu mlli Id. 1Z30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö ti Id. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum Id. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjaríns er opiö virka daga tl kl. 18.30. Álaugard. Id. 10.00-13.00 og sunnud. Id. 13.00-14.00. Garöabær Apótekiö er opiö nimheiga daga Id. 9.00- 18.30, en laugardaga Id. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. apríl 1994. Mánaöargreiöslur Elli/örorkulifeyrir (gmnnlífeyrir).......... 12.329 1/2 hjónalifeyrir............................11.096 Full tekjutrygging eflilífeyrísþega..........22.684 Full tekjutrygging örorkulifeyrisþega........23.320 Heimilisuppbót.............................. 7.711 Sérstök heimilisuppbót........................5.304 Bamalifeyrir v/1 bams........................10.300 Meölagv/1 bams ..............................10.300 Mæöralaun/feöralaun v/1 bams..................1.000 Mæöralaun/feöralaun v/2ja bama................5.000 Mæöralaun/feöralaun v/3ja bama eöa fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaöa .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaöa ............11.583 Fullur ekkjulifeyrir.........................12.329 Dánarbætur i 8 ár (v/slysa)..................15.448 Fasöingarstyrkur........................... 25.090 Vasapeningar vistmanna .........1...........10.170 Vasapeningar v/sjúkrabygginga................10.170 Daggreiöslur Fullir fæöingardagpeningar.................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 13. april 1994 kl. 10.52 Oplnb. vlAragengl Gengl Kaup Sala skr.fundar Bandaríkjadollar 72,52 72,72 72,62 Sterllngspund ....106,94 107,24 107,09 Kanadadollar 52,71 53,89 52,80 Dönsk króna ....10,790 10,822 10,806 Norsk króna ..... 9,754 9,784 9,769 Sænsk króna 9,172 9,200 9,186 Flnnskt mark ....13,145 13,185 13,165 Franskur frankl ....12,353 12,391 12,372 Belgískur franki ....2,0519 2,0585 2,0552 Svlssneskur franki. 50,19 50,35 50,27 Hollenskt gyllini...... 37,62 37,74 37,68 42,23 42,35 42,29 hölsk lira ..0,04425 0,04439 0,04432 Austurriskur sch 6,003 6,021 6,012 Portúg. escudo ....0,4139 0,4153 0,4146 Spánskur peseti ....0,5213 0,5231 0,5222 Japansktyen ....0,6997 0,7017 0,7007 ....103,40 103,74 103,57 Sérst dráttarr ....10142 10172 10l'57 ECU-Evrópumynt... 81,76 82,02 81,89 Grísk drakma ....0,2883 0,2893 0,2888 KROSSGÁTA 1 2 3 1 4 5 6 7 9 10 11 12 13 14 15 16 ' 1 " 18 * 19 56. Lárétt 1 veisla 4 fugl 7 heimakoma 8 brún 9 uppsprettuna 11 ljúf 12 ótaminn 16 land 17 mjöll 18 saurgi 19 skrá Ló&rétt 1 útsmogin 2 hljómi 3 veiddi 4 sorgmæddast 5 hræösla 6 bleytu 10 droll 12 fæða 13 varúö 14 konunafn 15 ánægö Lausn á síöustu krossgátu Lárétt I þóf 4 hró 7 ari 8 róm 9 kastali II kóf 12 ótignum 16 rás 17 ana 18 art 19 rak Lóörétt 1 þak 2 óra 3 fiskist 4 hrafnar 5 ról 6 ómi 10 tóg 12 óra 13 tár 14 una 15 mak

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.