Tíminn - 14.04.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.04.1994, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. apríl 1994 3 Salvi viö sólaexemi í íslenskum hestum rannsakaö til hlítar í Svíþjóö: Fundið smyrsl á exem hrossaútflutningsins Stefnt ab harbri samkeppni vib Hagkaup í vöruverbi: Fjóröa 10-11 búöin opnuö í dag í Borg- arkringlunni íslenskir hestar á erlendrí grund, á stórbúi í Þýskalandi. Auk íslensku hestanna má sjá hross aföbrum stofnum, sem ekki eiga vib sólarexem ab stríba. Tveir íslendingar eru þessa dagana í samvinnu viö Sænska dýralæknaháskólann í Uppsölum aö undirbúa víb- tæka og endanlega tilraun með sérstakan salva gegn sól- arexemi í íslenskum hrossum á erlendri grund. Miklar vonir eru bundnar viö þennan salva þar sem forathuganir hafa gefib góba raun en sólarexem er útbreitt og mjög alvarlegt vandamál í hrossaútflutrtingi frá íslandi og hefur skabab þennan útflutnng mikib. Sólarexem leggst á u.þ.b. þribja hvert íslenskt hross sem flutt er út og lýsir sér í miklum klába, bólgum og sárum. Hrossin klóra sér ofsalega. í slæmum tilfellum nudda þau fax og tagl af og bólguþrútin sárin standa opin. Þetta hefur leitt til þess aö marg- ir vilja heldur hross sem fædd em erlendis, því sólarexems veröur síbur vart í þeim hross- um. Þab em þeir Gísli Jónsson hrossaútflytjandi og Davíb Ingason lyfjafræbingur sem standa að framleiðslu á þessum sólarexemsalva og dýralæknar vib háskólann í Uppsölum ósk- uðu eftir ab fá aö kanna betur áhrifamátt hans meb sérstakri vísindalegri tilraim sem er aö hefjast um þessar mundir. Alls munu um 150 íslensk hross taka þátt í tilrauninni. Salvinn er unninn samkvæmt uppmnalegri uppskrif frá Gísla en þróuð og útfærb af þeim Davíö í sameiningu. Þetta er náttúrulyf ab stofni til en í sam- tali við Tímann vildi Gísli ekk- ert segja frekar um þau efni sem í salvanum væm. Hann sagbi þá þögn helgast af rábgjöf sem þeir hefðu leitað sér vegna áforma um að fá einkaleyfi á uppskrift- inni. Gísli sagöi þó aö hér væri á ferðinni tiltölulega einfalt lyf sem ekki væri dýrt í framleiöslu. í foraathugun sem gerb var á salvanum í fyrrasumar kom verulegur árangur í ljós, en aö sögn Gísla er brýnt að menn geri sér grein fyrir því aö hér er ekki um lækningu aö ræða, heldur lyf sem slær á einkennin. Af þeim 20-30 hrossum sem tóku þátt í forathuguninni var áberandi hversu fljótt dró úr bólgum og kláði minnkabi. Augljóst þótti jafnframt ab salv- inn virkaði graeðandi og hrossin vom rólegri og nábu eðlilegri matarlyst. Ljóst er að ef fram er komin haldbær vöm við sólarexemi í íslenskum hestum hafa mikil tíöindi gerst í útflutningi ís- lenskra hrossa. Tugþúsundir ís- lenskra hrossa em um alla Evr- ópu og ab sögn Gísla Jónssonar er þetta fyrst og síðast vandamál sem íslendingar þurfa sjálfir ab leysa. -ÁG/BG Marel hf. og dótturfyrírtœki höföu 18,1 m.kr. hagnaö afrúmlega 560 milljóna veltu: Tekjur 27% upp á árinu Fjóröa búb 10-11 verslunar- keöjunnar veröur opnuö í dag á 1. hæb í Borgarkringlunni í Reykjavík. Ab sögn Eiríks Sig- urbssonar, framkvæmda- stjóra Vöruveltunnar hf., sem rekur 10-11 búbimar, er þama um ab ræba nýtísku matvöra- og heimilisvöra- verslun á 500 fermetra gólf- rými. Innangengt veröur í verslunina úr Borgarkringl- unni meban hún er opin jafn- framt því sem inngangur af bílastæbum verbur opinn frá klukkan 10 á morgnana til klukkan 11 á kvöldin alla daga vikunnar. Fyrsta 10-11 verslunin var opnub í Engihjalla í Kópavogi í nóvember 1991. Síðan hafa ver- iö opnaöar 10-11 verslanir í Glæsibæ og við Laugalæk. Fyr- irtækið áformar ab opna fimmtu 10-11 búðina í Hafnar- firði í nóvember næstkomandi. Framkvæmdastjórinn segir ríka áherslu lagða á það að verslan- irnar fylgi ákvebnum markmið- um. Meðal þeirra er að 10-11 búðimar hafi „lágveröstefnu" og eigi því í haröri samkeppni viö stórmarkabi, t.d. Hagkaup, hvab vöruverð varbar. Sé leitast viö að fylgjast nákvæmlega meb verbi keppinautanna dag- lega og jafnvel oft á dag. Versl- animar bjóbi allar vörur til heimilisins; matvörur, hrein- lætisvörur og abrar heimilisvör- ur. Síðast en ekki síst miöist af- greiðslutími 10-11 veslananna við þarfir viðskiptavinanna. -HEI Rekstrartekjur Marels hf. og dótturfyrirtækja þess voru tæp- lega 562 milljónir króna á síð- asta ári. Það var 27% hækkun frá fyrra ári. Sala vöru og þjón- ustu nam rúmlega 530 m.kr. en aðrar tekjur, kringum 31 millj- ón hvort ár, voru að megin- hluta fengin framlög til vöru- þróunar. Rekstrargjöld án fjár- magnstekna hækkuðu einnig um 27% milli ára, í 527 milljón- ir. Fjármagnsgjöld urðu 15 milljónir á árinu, sem var meira en tvöföldun milli ára. Hagnað- ur ársins var 18,1 milljón króna, sem er 3,2% af rekstrartekjum. Árið ábur var hagnaður 20,5 m.kr., eða 4,6% af tekjum. Árið 1993 var í fyrsta sinn gerð- ur samstæöuársreikningur fyrir Marel hf. og dótturfyrirtæki þess og allar framangreindar og eftirfarandi tölur eru úr honum. Bókfærðar eignir Marels hf. voru rúmlega 403 milljónir kr. í árslok, sem er 43% hækkun frá fyrra ári. Skuldir lækkuðu um 74% á árinu, í 246 milljónir. Eigið fé félagsins í árslok var rúmlega 156 milljónir sem var 11% hækkun á árinu. Eiginfjár- hlutfall var tæplega 39% í árs- lok,' veltufjárhlutfall 1,4 og lausafjárhlutfall 0,9. Á miðju síðasta ári keypti Mar- el hf. Vélsmiðju Sigurðar H. Þórðarsonar og flutti reksturinn að Höfðabakka 9., þar sem félag- ið hafði tekiö á leigu 1.600 fer- metra húsnæði til viðbótar þeim 2.000 fermetrum sem þab hafði fyrir. í árslok 1993 var 71 starfsmaö- ur fastráðinn, sem var fjölgun um 22 (45%) á árinu. Fimm menn störfuðu hjá dótturfyrir- tækjum eriendis. Viðskipti með hlutabréf Marels hf. á Verðbréfaþingi voru tæpar 44 milljónir kr. að söluverbi á árinu. Sölugengi hlutabréfa var 2,55 í ársbyrjun en 2,65 í árslok og hafði því hækkað um 10% þegar tekið er tillit til 6% arö- greiðslna á árinu. Markabsverb hlutabréfa var um 288 milljónir í árslok. Hluthafar voru þá 330, stærstir þeirra Burðarás um 40%, Sigurður Egilsson 10% og Þróunarfélagib tæp 10%. - HEI Jafnabarmannafélag íslands stofnab í kvöld: Taugatitringur hjá krötum Jón Þór Sturluson, stjómarmab- ur í Sambandi ungra jafnabar- manna, segir ab Jón Baldvin Hannibalsson, formabur Al- þýbuflokksins, og Gubmundur Oddsson, formabur fram- kvæmdastjómar flokksins, hafi bábir lýst yfir ánægju sinni þeg- ar þeim var kynnt fyrirhugub stofnun Jafnabarmannafélags íslands. Hann segir ab gagnrýni á stofhun félagsins innan flokksins komi á óvart. í kvöld verður haldinn stofn- fundur nýs kratafélags í höfuð- borginni, Jafnabarmannafélags ís- lánds' og fer athöfnin fram á ■ Komhlöðuloftinu vib Banka- stræti. Skiptar skobanir eru meðal krata um stofnun þessa félags og m.a. er líklegt að framkvæmda- stjóm flokksins muni ræða við abstandendur félagsins í dag. Þá hefur þab vakið athygli ab yngsti þingmaður flokksins, Petrína Baldursdóttir í Reykjaneskjör- dæmi hefur gagnrýnt stofnun fé- lagsins. í grein i Mbl. fullyrðir hún m.a. ab félagið sé stofnað í þeim tilgangi að vera bakland fyr- ir félagsmálaráöhena til þess að slást viö Jón Baldvin um for- mennsku í Alþýöuflokknum. Jón Þór segir ab með stofnun Jafnaðarmannafélagsins sé kom- inn vettvangur fyrir umræöu eins og t.d. félagsmál, neytenda- og verkalýösmál og um sjálfa jafnað- arstefnuna svo að nokkuð sé nefnt. Hann segir aö þeir sem standi ab stofnun félagsins telji að flokkurinn hafi tapab miöjunni og því vilji menn skapa kröftuga umræðu um þessi málefni sem til þessa hafa ekki verið nægjanlega skapandi innan flokksins. Hann neitar því að stofnun fé- lagsins sé eitthvert vantraust á þær stofnanir flokksins sem fyrir era. -grh Þorkell Sigurlaugsson og Sigmundur Gubbjarnarson kynna starfsemi Tæknigarbs á fréttamannafundi í gær. Sambýli atvinnu- lífs og Háskóla Tæknigaröur er nýsköpunar- setur vib Háskóla Islands ætl- ab til útleigu til fyrirtækja og einstaklinga sem stunda ab nýsköpunarstarfsemi á svibi hugvits og tækniibnabar. Þar getur myndast hvetjandi sam- býli atvinnulífs og háskóla- starfsemi sem gæti stublab ab aukinni nýsköpun og tiliu'b nýrra atvinnutækifæra. í Tæknigarði geta leigjendur haft aðgang ab faxi, geislaprent- ara og ljósritunarvél, ásamt símavörslu og póstþjónustu á hagstæðu verði. Einnig er mögulegt ab tengjast tölvimeti HÍ og gegnum það erlendum tölvunetum. Fundarsalir og vel búin veitingastofa eru í húsinu, sem gefur kost á að halda fundi eða kynningar með veitingum. Húsnæbi Tæknigarðs er 2500 fermetrar og eru um 1500 fer- metrar ætlaðir til útleigu. -ÓB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.