Tíminn - 19.04.1994, Qupperneq 4

Tíminn - 19.04.1994, Qupperneq 4
4 SHiRWI Þriöjudagur 19. apríl 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Borgin og lýbræbib Lýðræðislegir stjórnarhættir byggjast á aðhaldi. Þeg- ar stjórnendur hjá sveitarfélögum eða ríkisvaldinu eru öruggir um sig, þá er ekki á góöu von. Þá verður freistingin meiri að beita valdi sínu og hætta að hlusta á rödd fólksins sem kýs þessa sömu stjómend- ur. Reykvíkingar hafa búið við stjórn Sjálfstæðisflokks- ins í borginni svo lengi sem menn muna utan fjögur ár, þegar núverandi minnihlutaflokkar stjómuðu. Sá tími hefur verið útmálaður af sjálfstæðismeirihlutan- um sem tími mikillar óstjómar í Reykjavík, en ein- kenni á þeim áróðri er að engin dæmi em nefnd. Þess hefur orðið mjög vart nú í seinni tíð að stjórn borgarinnar ber einkenni stjórnenda sem em örugg- ir um sig og hirða ekki um að hlýða á fólkið. Vissu- lega hefur mörgum þörfum málum verið til leiðar komið, enda er Reykjavík langfjölmennasta og öflug- asta sveitarfélag landsins, og borgarsjóður hefur mik- inn framkvæmdamátt. Hins vegar hefur forgangs- röðin í framkvæmdum borgarinnar verið einkenni- leg og ofuráhersla lögð á að byggja minnismerki, sem er einkenni stjórnenda sem telja sig trausta í sessi. í kosningunum, sem framundan em, hafa minni- hlutaflokkamir í borginni tekið höndum saman um .framboð. Það fólk, sem þar er í forustu, hefur lagt til hliðar það sem sundrar þeim, en býður fram á þeim forsendum sem sameina það. Það er ekki síst að hafa opnari og lýðræðislegri stjórnarhætti, og leggja áherslu á aukna atvinnu, úrbætur í skólamálum og velferð fjölskyldunnar. í raun 'má draga þessi þrjú síð- astnefndu markmið saman í eitt, svo nátengd em þau. Framboð R-listans kom eins og sprengja inn í borg- armálin. Þrátt fyrir hrakspár gekk vel að koma hon- um á laggirnar og fólkið sýndi samstarfsvilja. Fram- boðið hefur þegar knúö Sjálfstæðisflokkinn til þess að breyta áherslum sínum í kosningabaráttunni og beina kastljósinu að málefnum fjölskyldunnar. Framboðið hefur leitt til mannfórna á skákborði sljórnmálanna í borginni, þar sem Árni Sigfússon þykir hentugri hinni nýju ímynd en fyrirrennari hans. Það þarf áreiðanlega að leita langt aftur í tím- ann, ef nokkur dæmi em þess að framboð hafi svo mikil áhrif áður en búið er að kjósa eins og framboð minnihlutaflokkanna í borgarstjórninni að þessu sinni hefur haft. Það er alveg ljóst af þeim könnunum, sem hafa ver- ið gerðar, að drjúgur meirihluti Reykvíkinga vill breytingar á stjórnarháttum í borginni, og virðist hafa skipt sköpum að andstæðingar meirihlutans komu fram sameinaðir. Ekki er ótrúlegt að kjósendur í borginni líti svo á að áratuga seta meirihluta eins flokks í borgarstjórn sé óholl lýðræðislegum stjómar- háttum til lengdar. Þá skiptir það miklu máli að minnihlutaflokkarnir ganga til leiks með ákveðið borgarstjóraefni. Það embætti hefur ávallt verið þungt á metunum í stjórnmálabaráttunni í Reykjavík. Fólk veit nú að hverju það gengur í þessu efni. Baráttan í Reykjavík verður hörð næsta mánuðinn. Vafalaust verður þeim áróðri beitt gegn R-listanum að glundroði muni ríkja og hreinsanir verði í starfs- mannaliði borgarinnar, ef hann fær meirihluta. Hvort tveggja er tilhæfulaust, og þessi atriði bæði eru einkenni áróðurs þeirra, sem hafa stjómað lengur en þeim er hollt. Viðskiptafræbingur í fýlu Þá er loks or&iö fullskipað í bankastjóm Seðlabankans eft- ir að Birgir ísleifur hefur setið þar einn um hríð. Örlögin hafa hins vegar búið svo um hnútana að við ráðningu bankastjóranna missti Seðla- bankinn bankaráðsformann sinn, Ágúst Einarsson. Banka- ráðsformaðurinn fýTrverandi var eins og allir bankaráðs- menn fulltrúi ákveðins stjóm- málaflokks í bankaráðinu og starfaði þar sem pólitískur full- trúi. Þegar viðskiptaráðherra tók þá ákvörðun að ráða tvo af þeim mönnum sem hlutu at- kvæði í bankaráðinu, þá Stein- grím Hermannsson og Eirík Guðnason, virðist Ágúst ekki hafa getað sætt sig við að ráð- herrann hafi valið Steingrím og því sagt af sér bankaráðsfor- mennsku. Ástæðuna segir Ág- úst vera þá að sannfæring hans vegi þyngra en setan í bankaráði og augljós trúnaðar- brestur hafi orðið milli hans og ráðherra bankamála, sem er samflokksmaður Ágústar. Rökrétt aö hætta Ákvörðun Ágústar er fullkom- lega rökrétt út frá þeim for- sendum sem hann gefur sér sjálfur, þ.e. að ríkja þurfi sér- stakur trúnaður milli hans, sem pólitískt kjörins fulltrúa Alþýðuflokksins og banka- málaráðherra sama flokks. Ág- úst er greinilega á annarri pól- itískri línu en fomsta flokks- ins. Hún vill halda uppi ákveðnum fjölbreytileika í hinni fjölskipuðu bankastjóm Seðlabankans á meðan Ágúst er talsmaður þess að ein- sleitur hópur vina og kunn- ingja hans úr viðskiptadeild- inni úr Há- skólanum raði sér í banka- - , stjórastólana. A9u5t Ágreiningur getur að sjálf- sögðu komið upp í öllum flokkum milli einstakra manna annars vegar og svo flokksstefnunnar hins vegar. Undantekningarlaust hefur þá verið talið eðlilegt að trúnað- armenn flokksins víki ef þeir treysti sér ekki til að lifa við ákvarðanir flokks síns. Ágúst Einarsson vék úr sinni trúnað- GARRI arstööu og mun væntanlega taka sín baráttumál upp á rétt- um vettvangi í stofnunum Al- þýðuflokksins og reyna að vinna þeim fylgi þar. Óge&felldar yfirlýsingar Það er hins vegar alltaf ógeð- fellt þegar menn sem orðið hafa undir í pólitískum átök- um beita fyrir sig rógi eða reyna að upphefja sjálfa sig á kostnab einhverra annarra. Þab er einmitt það sem Ágúst Einarsson reynir í þessu bankastjóramáli. í DV í gær segir hann að „með því að skipa Steingrím Hermannsson seðlabankastjóra gekk ráð- herra framhjá mörgum hæfi- leikamönnum sem hafa menntun og starfsreynslu til að taka að sér þetta sérhæfða starf." Með þessu er Ágúst auð- vitað með afar ósmekklegum hætti að gera sjálfan sig breið- an með því að gera lítið úr Steingrími Hermannssyni, verkfræðimenntun hans og stjómunarreynslu í áratugi er hann var ráðherra og alþingis- maður. Hroki Ágústar kemur raunar ótrúlega vel fram í þess- ari stuttu tilvitnun, því hann er ekki aðeins að lýsa frati á Steingrím, heldur á samstarfs- menn sína í bankaráðinu, samflokksmenn sína og bankamálaráðherra, alla stjómarreynslu stjómmála- manna fyrr og síðar og síðast en ekki síst á verkfræðimennt- un. Bankaráðsmaðurinn opin- berar í leiðinni hver hún er þessi mikla sannfæring hans sem hann er tilbúinn að „fóma" bankaráðssetu fyrir. Hún er einfaldlega sú að eng- inn nema viðskiptafræðingar eða hagfræðingar eigi rétt á að setjast í seðlabankastjóra- stöðu. Ágúst Einarsson og vinaklúbbur hans í viðskipta- deildinni uppi í Háskóla em sem betur fer einir í flokki þeg- ar kemur að mati á þeirra eigin verðleikum. Ágúst gerði rétt í því að segja af sér fyrst hann getur ekki unað því að verða í minnihluta með skoðanir sín- ar. Smekkleysi hans og hroki í tengslum við afsögnina hins vegar bendir eindregið til að hann hafi aldrei átt erindi í jafn þýðingarmikið starf og formaður bankaráðs Seðla- bankans er. Garri Suburnesjabæjarflugvöllur!!! „Góðir farþegar! Þetta er K. H. Njarðvík, flugstjórinn ykkar. Eftir fimm mínútur lendum við á Suðurnesjabæjarflugvelli. Veðrið er rysjótt, skyggni ekk- ert...." Eitthvað á þessa leið munu tilkynningamar hljóma þegar lýðræðið á Útnesjum nær fram að ganga og meirihluta- vilji tæplega níu af hundraði atkvæðisbærra manna í nýja hreppnum ákvebur að hann skuli heita Suðumesjabær. Góður meirihlutavilji var fyrir því að sameina Keflavík, Njarb- vík, Ytri sem Innri, og Hafnir þegar kosið var um sameiningu sveitarfélaga í vetur. Aldrei hafa nema nákvæmustu landmæl- ingamenn getað fundið skil á milli Keflavíkur og Njarðvíkur og hvorki mannfræðingar né ættfræðingar ráða yfir neinum þeim vísindaaðferðum sem skilið geta Njarðvíking frá Kefl- víkingi. En þegar ab því kemur ab velja nýja sveitarfélaginu nafn stíga sannir Njarðvíkingar á stokk og strengja heit. -Keflvíkingar skulum vér aldr- ei verða. Og þeir gera betur. Þeir heita því aö Keflvíkingar skuli ekki heldur fá að vera Keflvíkingar hér eftir. Þeir eiga að vera Suð- umesjabæingar samkvæmt lýö- ræðisíegum úrskurbi. Kosningabær? Þegar sameining sveitarfélag- anna þriggja suður með sjó var samþykkt fylgdi með að síðar yrbi ákveðib hvað bamið skyldi heita. Um nafngiftina var kosið s.l. laugardag og var bannað ab velja neitt þeirra nafna sem eðlileg mega teljast en boðið upp á nokkur frábær ónefni sem öll enda á -bær. Engum datt þó í hug nafnið kosningabær, sem hefði verið vel við hæfi vegna þess hvab þeir em duglegir að kjósa í nýja kaupstaðnum og lagt var til aö allir sem náð hefðu fimm ára aldri væm kosningabærir. Af þriðjungi kosningabærra sem þátt tóku í í nafnavalinu með bær- endingunni setti rúmur helmingur Keflavíkur- bær í línu sem átti að setja eig- in ósk um nafn, auk einhverra ef þeim fimm bær-nöfnum sem fyrirskipað var að krossa við. Þar sem Keflavík, jafnvel meb bær-endingunni er bannorð Á víbavangi vom þau atkvæði ógild, því þetta var vönduð atkvæða- greiðsla, sem miðar að því einu að Njarövíkingar verði ekki Keflvíidngar, þótt þeir búi í Keflavík. Ekki einkamál Nú er Keflavík sem sagt úr sög- unni því hún er hvergi til sem ömefni hvab þá annaö. Gamla verstöðin stendur við Stakks- fjörð, og verður Njarðvík raun- ar að sætta sig við það líka. Því hlýtur Keflavíkurflugvöllur að hverfa út af landakortinu, en hann er á Miðnesheiði. Því mun hann nefnast Suðumesja- bæjarflugvöllur, eins og vikib er að hér að framan. Njarðvíkingur mun hverfa úr sögunni eins og Keflvíkingur og úr verbur Suðumesjabæingur. Menntastofnanir, íþróttafé- lög, fyrirtæki og slíkt mimu kennd við bæ og liöleg verða heitin á bæjarstjóm og bæjar- stjóra Suðumesjabæjar. Alþjóðaheitið á flugvellinum verbur einkar þjált í munni út- lendinga „Sudumesjabaer Air- port". Lengi má teygja lopann um þær fínu aðferðir sem Njarðvíkingar beita til að losna vib að verða Keflvíkingar og af- leiðingar þeirra. En mál er að linni. En ein spuming í fúlustu al- vöm: Nær þab yfirleitt nokk- urri átt að íbúar einhvers land- svæðis búi sér til eigin kosn- ingareglur um að breyta fom- um nafngiftum, þótt þeir séu þar í sveit settir tun stundarsak- ir? Það er varla einkamál sveitar- félaganna suður með sjó að ráðskast með málvenju kyn- slóðanna og skrifa landakortið upp á nýtt. Til er Ömefnastofnun sem starfar samkvæmt lögum og ber skylda til að vera til ráðu- neytis um allt er varðar ömefni og nafngiftir á bæjum, fyrir- tækjum, götum og mörgu öðm. Til ab mynda hefur stofn- unin gefið nýjum götum og öðrum mannvirkjum í Reykja- vík nöfn. Ef útnesjamenn leituöu þang- að til að þiggja ráð í sínum vanda gætu þeir kannski Iosn- ab út úr því klúðri sem þeir em búnir að koma sér í, og varðar svo miklu fleiri en þá Njarðvík- inga eina sem aldrei vilja verða Keflvíkingar þótt munurinn á þeim sé nákvæmlega enginn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.