Tíminn - 19.04.1994, Blaðsíða 5
Þri&judagur 19. apríl 1994
■» t iff fM itirY
^IIP8P»
5
Goðsögnin um
Haffj arðará
Stjóm Veibifélags Hlíbarvatns og Ámi Snœbjömsson, hlunnindarábunaut-
u/ Búnabarfélagsins. Talib frá vinstrí: Einar Hallsson, Hallkelsstabahlíb;
Ámi, Sigurbur Helgason, Hraunholtum, og Cubmundur Albertsson,
Heggsstöbum.
(Ljósm. Einar Hannesson)
Oddastabavatn og fjœr sést Hlíbarvatn í Hnappadal. (Ljósm. Einar Hannesson)
Ein af þeim laxám hér á landi,
sem virtist sveipuð sérstök-
um ævintýraljóma fyrr á ár-
um, er Haffjaröará í Hnappadals-
sýslu. Menn töluðu um að hún
væri óvenju öflug laxveiðiá, lík-
legast sú besta á landinu. Hún
væri ávallt sneisafull af laxi og
goösögn um þessa dularfullu lax-
veiöiá varð til með árunum.
Fjölbreytt svæöi
Upptök Haffjarðarár sjálfrar eru í
Oddastaðavatni, sem er í 16 km
fjarlægö frá sjó, en efsti hluti ár-
innar nefnist Höfðaá og er 3 km
að lengd. Áin fellur í sjó í Hafurs-
firöi, sem er inn af Faxaflóa. Efstu
drög vatnakerfisins em upptök
lækja sem falla í Hlíðarvatn, en úr
því fellut Hraunholtaá 19 km frá
sjó, en hún á ós í Oddastaðavatni,
sem fyrr var nefnt. Einnig má
nefna Amá, sem kemur úr Svína-
vatni.er liggur fast við þjóðveginn
um'Heydal og fellur í Oddastaða-
vatn.
Laxveibin öll kemst á
eina hendi
Skýringar á goðsögn um Haf-
fjaröará er að leita í því ab öll lax-
veiöi í ánni var á einni hendi um
langt skeiö. Thor Jensen, hinn
kunni athafnamaöur til lands og
sjávar, keypti skömmu eftir alda-
mótin allan veiðirétt í ánni; ann-
aö hvort var um jaröimar sjálfar
að ræöa eða veiöiréttinn sem skil-
inn var frá viðkomandi jöröum.
Veiöirétturinn í ánni varö síðar
sérstök fasteign, sem er einstakt
hér á landi.
Sögu þessari fylgdi einnig aö áin
hafi veriö laxlaus eöa laxlítil þeg-
ar Thor Jensen keypti veiöirétt-
inn. Fljótlega hefur laxastofninn í
ánni eflst og meö tímanum
komst það orö á, ab áin væri
ávallt full af fiski, sem fyrr segir.
Vafalaust hafa menn tengt þaö
því ab svo vel væri fariö meö ána,
sem víst er. Lengst af þeim tíma,
Veibihúsin vib Haffjarbará.
VEIÐIMÁL
EINAR HANNESSON
sem áin var í höndum Thorsar-
anna, veiddu þeir þar sjálfir og
þeirra gestir.
Ótrúlega mikil eigna-
umsýsla
Thor Jensen keypti á sínum tíma
á einu bretti tæplega 15 jaröir vib
vatnakerfi Haffjaröarár og reynd-
ar víðar á Snæfellsnesi. Og þannig
eignaðist hann stóran hluta af
veiðiréttindum í ánni á fyrsta ára-
tugi aldarinnar. Sá aöili, sem seldi
honum þessar eignir, var einmitt
sá sami og haföi selt Campbell
hinum skoska ungann úr veibi-
réttindum í Langá nokkm fyrr. Á
öðmm tugi aldarinnar keypti
Thor Jensen síðan þaö sem á
vantaöi meö veiðiréttindin í allri
ánni, sem hann haföi reyndar
haft á leigu. Þetta vom eignir sem
Hítardalskirkja haföi átt. Jafn-
framt seldi Thor ábúendum á
nokkmm jaröa hans þær, m.a.
sem land áttu að stöðuvötnum á
svæöinu, en undanskildi veiöirétt
sem snerti laxveiöina. Afkomend-
ur Thors Jensen seldu veiðirétt-
indin, Haffjarbará h.f., fyrir
nokkmm árum tveimur athaftia-
mönnum í Reykjavík, auk nokk-
urra jarða sem land eiga aö ánni.
Hin seinni ár hefur þessi þekkta
og vinsæla laxveiöiá veriö leigö
út, á sama hátt og aörar ár. Opin-
berar skýrslur sýna aö laxveiöin í
ánni er meö svipuðum hætti og í
öðrum hliöstæðum ám, eins og
eölilegt er: tæplega 700 laxa árleg
meðalveiöi á árunum 1974-1993.
Á sínum tíma byggöi Thor Jensen
veiðihús, rauöu húsin, við ána,
sem enn em í notkun og sjást
skammt ofan viö þjóðveginn viö
Haffjaröará.
Ágreiningur og málaferli
Tvo seinustu áratugi hefur veriö
uppi ágreiningur milli eigenda
veiðiréttarins og jaröa viö Haf-
fjaröará og hinsvegar heima-
manna og málaferli hafa risiö út
af ýmsu, eins og stærö félags-
svæöis veiðifélags og heimamenn
hafa verið áhugasamir um. Einnig
varöandi sölu jaröa og veiöirétt-
inda, sem sveitarstjómir á svæð-
inu hafa taliö að þær ættu for-
kaupsrétt á. Ekki em enn komnar
lyktir í málaferlin. Nokkrir jarðar-
eigendur ætluðu aö nýta sér
heimild um innlausn á veiöirétt-
indum sem höföu veriö skilin frá
jörðum þeirra á sínum tíma, en
tvær jaröir náöu réttindunum
þegar fyrrgreind sala fór fram
laust fyrir 1990, en annaö náöist
ekki fram vegna formgalla á inn-
lausninni.
Tvö veiöifélög em þegar starf-
andi á vatnasvæði Haffjarðarár:
Veiöifélag Hlíöarvatns, en for-
maöur þess er Siguröur Helgason,
Hraunholtum, og Veiöifélag Núp-
ár, en formaöur þess er Svanur
Guömimdsson, Dalsmynni.
Nefnd veiöifélög munu væntan-
lega veröa deildir innan heildarfé-
lags um vatnasvæöi Haffjaröarár,
sem lög gera ráð fyrir aö stofnað
verði.
Misrétti út yfir gröf og dauöa
Ég ætla að nota tækifærið og
byrja þetta spjall á játningu.
Þaö er nefnilega þannig, aö
þótt fomsta Alþýöuflokksins sé
nú um stundir ýmist í höndum
kjána, sem fá mig til aö leggja
trúnað á Hafnarfjarðarbrandara
sem bláköld sannindi, eöa
ójafnaðarmanna, þá er ég
flokksbundinn krati. Ástæða
þess, aö ég lufsast enn í flokkn-
um, heitir Jóhanna Siguröar-
dóttir.
Svo mim um fleiri. Því rak mig
í rogastans um daginn, þegar
mér barst í hendur frumvarp
hennar til laga um húsaleigu-
bætur. Haldiö þiö ekki aö Jó-
hanna Siguröardóttir, vonar-
stjama jafnaðarstefnunnar inn-
an Alþýðuflokksins, hafi með
vægast sagt afgerandi hætti snú-
ist til liös viö ójafnaöarmennina
í flokksforustunni. Og ekki nóg
meb þaö, heldur beinir hún
spjótum sínum aö þeim, sem
síst geta bmgðist til vamar.
Hvab ég sé eiginlega að fara?
Jú, þriöja málsgTein sextándu
greinar þessa frumvarps hljóöar
svo: „Við andlát leigjanda fellur
réttur til húsaleigubóta niður.
Brottfall réttinda miðast við lok
andlátsmánaöar." Svo mörg
vom þau orð.
Hér er ekki aðeins vegið aö
vamarlausu fólki, heldur er yfir-
gnæfandi meirihluta þjóðarinn-
ar stjakað út fyrir lög og rétt.
Eöa skyldi Jóhanna Sigmðar-
dóttir ekki gera sér ljóst, aö frá
landnámstíð hefur um ein
milljón manna búið á íslandi?
Af þeim em sjöhundmö og
fimmtíu þúsundir lámar,
þ.e.a.s. þrír fjórðu hlutar allra ís-
lendinga fyrr og síðar. Og hinu
má heldur ekki gleyma, aö hver
einasti kjaftur, sem lífsanda
dregur nú um stundir, mun fyrr
eöa síöar hætta því og leggjast í
djúpa gröf meö tæmar kristilega
vísandi í átt til æðri heima. Þeir
leigjendur, sem á annaö borö fá
rétt til þessara húsaleigubóta,
njóta hans því aöeins skamma
SPJALL
Pjetur
Hafstein
Lárusson
hríð og það mun skemmri en
margur hyggur.
Þau hafa verið æöi þung, sum
höggin sem Hafnarfjaröar-
brandarinn í heilbrigðis- og
tryggingarábuneytinu hefur
veitt sjúkum og farlama íbúum
þessa lands, og ekki hef ég orðið
þess var, aö láglaunafólk telji sig
standa í sérstakri þakkarskuld
viö formann Alþýðuflokksins.
En það mega þeir þó eiga,
kumpánamir Guðmundur Ámi
Stefánsson og Jón Baldvin
Hannibalsson, sem og allir
þeirra nótar innan flokksins, að
látnum hafa þeir leyft aö hvOa í
friði. Með því að svipta látið
fólk rétti til húsaleigubóta er Jó-
hanna Siguröardóttir félags-
málaráðherra því að neyða Al-
þýöuflokkinn til að stíga enn
eitt skrefiö á helgöngu hans
áleiðis að napri gröf auðhyggj-
unnar. Þab, ab þeir dauðu eigi
samkvæmt fmmvarpi þessu að
halda bótarétti út andlátsmán-
uð sinn, breytir hér engu um,
nema síður sé. Með því ákvæði
frumvarpsins er höfuðið raunar
bitiö af skömminni, því þar er
meira að segja dauðum mis-
munað.
Eða hvers eiga þeir að gjalda,
sem deyja í mánaðarlok og telj-
ast því bótalausir þegar frá
fyrsta degi í öðrum heimi, með-
an þeir, sem geispa golunni rétt
eftir mánabamót, fá húsaleigu-
bætur nær allan fyrsta mánuð-
inn í nýrri vist, hvort heldur
hún Jóhanna þarf aö senda
þeim bætumar upp eða niöur?
í stuttu máli sagt, þá stuðla orð
þessa frumvarps og andi þess
bæði að misrétti milli lifandi og
dauðra og eins milli dauðra inn-
byröis. Orðuniun má vissulega
breyta í meðförum Alþingis, en
eftir er ab sjá hvort andinn
reynist ódauðlegur.
En svona eftir á að hyggja, þá
hafa fróðir menn tjáð mér, ab
ráðherrar semji lagafrumvörp
ekki prívat og persónulega, aö
minnsta kosti ekki frá oröi til
orðs, heldur láti þeir undirsáta
sína í ráöuneytunum um þaö.
Því má vera, að Jóhanna Sigurb-
ardóttir hafi, þrátt fyrir allt, ekki
snúið baki við jafnabarstefn-
unni, hvorki hér megin grafar
né á æðri stöðum tilverunnar.
En þá er það klárt mál, ab í fé-
lagsmálaráðuneytinu starfa
menn, samkvæmt þeirri reglu
sem ég orðaði eitt sinn svo í
heldur kaldhæðnislegri ljóða-
hendingu:
„Orð eru til allrar markleysu fyrst."