Tíminn - 19.04.1994, Page 7

Tíminn - 19.04.1994, Page 7
Þriöjudagur 19. aprfl 1994 ffifwfiwm 7 Viöskiptaráöherra skipaöi Steingrím Hermannsson og Eirík Guönason í embœtti seölabankastjóra til nœstu sex ára frá og meö 1. maí n.k. Ágúst segir sig úr bankaráði Seðlabanka Ágúst Einarsson, prófessor og fráfarandi formabur banka- rábs Seðlabanka íslands, af- henti í gærmorgun Salóme Þorkelsdóttur, forseta Alþing- is, skriflega afsögn sína úr bankarábi Seblabanka ís- lands, vegna þess ab vib- skiptarábherra skipabi Stein- grím Hermannsson alþingis- mann í stöbu seblabanka- stjóra. Varamabur Ágústar, Margrét Heinreksdóttir lög- fræbingur, mun taka sæti hans þangab til Alþingi kýs formlega nýjan mann í stab Ágústar. Jafnframt mim vara- mabur bankarábs, Ólafur B. Thors, taka vib embætti for- manns í bankarábinu. Eins og kunnugt er skipabi Sig- hvatur Björgvinsson vibskipta- ráðherra þá Steingrím Her- mannsson, alþingismann og formann Framsóknarflokksins, og Eirík Guðnason aðstobar- bankastjóra í stöbur. sebla- bankastjóra sl. laugardag. Skip- xmin er til sex ára frá 1. maí 1994 ab telja. Að imdanfömu hefur Birgir ísleifur Gunnars- son, fyrrverandi menntamála- ráðherra og fyrrv. borgarstjóri sjálfstæbismanna, verið eini starfandi seðlabankastjórinn eftir að Jón Sigurbsson lét af störftim. „Ég tel ab þama hafi verið gengið framhjá fjölmörgum hæfileikamönnum. Þetta er fyrst og fremst pólitísk skipun en ekki fagleg og það er það sem ég get ekki sætt mig við í þessu," segir Ágúst, sem á sínum tíma var pólitískt kjörinn af Alþingi í bankaráð Seðlabanka sem full- trúi Alþýðuflokksins. Hann segir að skipan við- skiptaráðherra hafi valdið trún- abarbresti milli sín og ráðherra. Hann segir vinnubrögð Sighvats ab skipa í stöðu seðlabanka- stjóra á pólitískum forsendum en ekki faglegum séu óeölileg og hefðu átt ab tilheyra liðinni tíð. „Ég hef fengið mikil viðbrögð og þau hafa öll verið á einn veg. Menn fagna þessari afstöbu minni." Ágúst segir að skipan Stein- gríms í stöðu seðlabankastjóra megi að hluta til skoða sem samtryggingu stjómmála- manna. Hann segist hinsvegar ekkert hafa á móti því, nema síður sé, að menn úr stjóm- málalífinu komi inn í opinber störf á öðmm vettvangi svo framarlega sem þeir hafi þekk- ingu eba hæfni til viökomandi starfa. „En ég tel svo ekki vera í þessu tilfelli. Bankastjórastaða í Seöla- bankanum er á mjög afmörk- uðu sviði í peningamálum og ég tel ab þama hafi veriö fullt af mönnum sem vom miklu hæf- ari en Steingrímur á þeim vett- vangi," segir Ágúst Einarsson. -grh Slapp úr sjávarháska Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði skipstjóranum af Trausta KE-79, úr gúmmíbjörg- unarbáti um 40 sjómílur suð- vestur af Reykjanesi, í fyrrinótt. Skipstjórinn, Guðni Rúnar Páls- son, var einn um borö í Trausta. Hann var sofandi þegar leki kom að bátnum, sem er 11 tonna trilla, en vaknaði í tæka tíð til að koma gúmmíbjörgun- arbátnum út. Skeyti barst til stjómstöðvar Landhelgisgæsl- unnar klukkan rúmlega fimm í gærmorgun, þess efnis að neyð- arsendir væri í gangi á þessu svæði. Skömmu síðar tilkynntu tvær Flugleiðavélar í aðflugi til Keflavíkur að þær heyrðu í neyðarsendi. Þyrlan TF-Sif var þá strax kölluð út og fór hún frá Reykjavík klukkan rúmlega sex. Guðni fannst rétt fyrir klukkan sjö og var honum bjargað um borð í þyrluna. Hann var kaldur en ómeiddur. Hann gekkst und- ir læknisskobun á Borgarspítal- anum en fékk að fara heim að henni lokinni. -GBK Opiö hús fyrir unga fólkio Davíö Þór Jónsson Radíus- bróbir veröur kynnir á opnu húsi fyrir ungt fólk hjá Reykj- avíkurlistanum í kosninga- mibstöbinni á Laugavegi 31 á laugardag. Dagskráin hefst klukkan tíu ár- degis og lýkur um klukkan sex síðdegis. Um kvöldið kemur imgt R- listafólk saman á veit- ingahúsinu Sólon íslandus, en þar verbur haldið uppi kvöld- dagskrá til klukkan tíu. Hljóm- sveitin Skárren ekkert leikur fram eftir kvöldi og gítarleikar- inn Einar Kristján Einarsson spilar klassíska tónlist. Á Laugaveginum korría fram Heiða trúbador, Texas Jesús, söngkonumar Margrét og Krist- björg, Keltamir, Kolrassa krók- ríðandi, Súkkat og fleiri. Ungir frambjóbendur Reykjavíkurlist- ans flytja stutt ávörp klukkan eitt, tvö, fjögur og fimm, en klukkan þrjú flytur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræðu. Fyrir bömin verður sérstakt sögu- hom og pylsur á grillinu fyrir böm á öllum aldri. -ÁG Þegar gæði og gott verð fara saman veistu að þar er Nissan Sunny á ferð SUNNY með 16 ventla vél Verð frá krónum: 1.139.000.- Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 síml 91-674000

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.