Tíminn - 19.04.1994, Side 9

Tíminn - 19.04.1994, Side 9
Þri&judagur 19. apríl 1994 næ&i til þess að nýta tækin eins og æskilegt væri. Grímur segir að hús SíF að Keilugranda 1 væri hentugt undir matvæla- garðinn. Þar horfi menn til staðsetningar hússins sem er bæbi í nágrenni Háskólans og R.F. og stærð þess sé líka hent- ug. Gert er ráð fyrir því að í húsinu verði m.a. hægt ab vinna eða rheöhöndla flest þau matvæli sem tengjast fiski eba fiskafurðum allt frá frum- vinnslu til fullvinnslu. Grímur segir að einnig sé áhugi fyrir því að fá landbún- aðinn inn í myndina, þarna væri t.d. hægt að vinna að vöruþróun í framleiðslu vist- hæfs kjöts eða grænmetis. Há- skóli íslands hefði einnig að- stöðu í húsinu, bæði væru þar fyrirlestrarsalir og rannsóknar- stofur fyrir nemendur og kenh- ara. „í húsinu geta menn leigt vinnslueiningu sem þeir einir hafá lykil að á meðan og geta því unnið leynilega að afurð sinni. Þeir geta keypt sér að- stoð sérfræðinga ef þeir þurfa og vib getum gert prófanir á vörunni fyrir þá. Þar verður einnig aðstaða og tæki til þess aö pakka vörunni og merkja umbúðirnar. Þeir hafa aðgang að síma og faxtæki og auðvitað kaffiaðstöðu sem verður jafn- framt opin almenningi. Þar getur fólk fengið að smakka nýjungar sem eru þróaðar í húsinu." Einnig er gert ráð fyrir því að stoðiðnaöur matvælaibnaðar, s.s. hugbúnaðarframleiðendur og vélahönnuöir, hafi aðstöbu í húsinu og þar verði hægt að sýna vélar, tæki, búnað og ekki síst afurðimar sjálfar allan árs- ins hring. „Stoðiðnaður mat- vælaiönaðar er mjög vaxandi grein og eins þab sem ég kalla iðnaðartúrismi. Menn eru að framleiða allt frá toghlemm til rafeindavoga og umbúða svo að eitthvað sé nefnt. Á hverju ári koma hingað til lands tugir sendinefnda frá erlendum fyr- irtækjum til að skoða fyrirtæki og stofnanir. Þarna væri hægt aö sýna á einum stað flest sem tengist matvælageiranum hér á landi." Bæði borg og ríki Talið er að heildarkostnaður við að koma garðinum á lagg- irnar sé 200-250 milljónir króna. „Vegna þess hversu dýrt þetta er tel ég að opinberir aðil- ar verði að fjármagna stofn- kostnaðinn og líta á hann sem hluta af innri uppbyggingu matvælaiðnaðar í landinu. í þessu sambandi lít ég bæði til borgarinnar og ríkisins. Það er ekki nóg að tala um að efla matvælaiðnaðirm hér á landi," segir Grímur. „Ég er sannfærö- ur um ab hægt er að standa straum af rekstrarkostnaði ann- ars vegar meb leigutekjum frá fyrirtækjum og hins vegar er- um við í margskonar verkefn- um sem eru fjármögnuð af Evr- ópusambandinu og krefjast í raun svona aðstöðu." Grímur segir hugmyndina hafa fengið jákvæbar viðtökur bæöi hjá fyrirtækjum í mat- vælaibnaði og stjórnmála- mönnum en engin ákvörðun liggi fyrir um fjármögnun verk- efnisins. „Menn sýna þessu mikinn áhuga og það má segja að málið hafi fengiö hægan og þungan skrið undanfarin ár. Of hægan ab mínu mati. Ef við framkvæmum þetta ekki er fullvíst að ýmis fyrirtæki muni koma sér upp svona aðstöðu hingað og þangað um landið. Þá værum viö komin með of- fjárfestingu í þróunarstarfi eins og svo mörgu öðru." -GBK Málefnahópar R-listans skila afsér endanlegum tillögum um mánabamót: Almennir borgarar virkjabir til starfa R-listinn hefur beitt nokk- ub nýstárlegum aðferö- um við undirbúning mál- efnavinnu framboðsins. Þær byggjast á því að nýta þá þekk- ingu og vinnu sem stjómmála- samtök er að listanum standa höfðu fyrir úr borgarmálum, en gefa almennum borgurum jafnframt kost á aö taka þátt í að móta stefnuna án pólitískra skuldbindinga. Málefnavinna var hafin hjá öllum flokkunum og samtök- unum sem að R-listanum standa áður en ákveðið var að fara út í sameiginlegt framboð. Innan allra þessara stjómmála- samtaka var myndaður hópur um ákveðin mál og unnin for- vinna. Myndaðir voru höpar meb einum fulltrúa frá hverj- um flokki og lagður gmndvöll- ur að málefnavinnu á viðkom- adi sviði. Eftir að framboðið var formlega orbið til voru þessir listar settir saman í einn og almenningi gefinn kostur á að skrá sig í málefnahópa. Um er að ræða átta málefna- hópa sem hafa starfað í tæpan mánuð. í hverjum fyrir sig starfa á bilinu 30-60 manns. Þeir hafa fundað vikulega en einn frambjóöandi í einu af tíu efstu sætum listans hefur verið ábyrgur fyrir hverjum hóp. Upplýsingar um það sem verið hefúr að gerast í hverjum hóp fyrir sig berast inn í svokallab kosningaráð, sem eru vikulegir fundir með kosningastjóm og tíu efstu frambjóðendum ásamt kosningastjóra. Hug- myndin er að útfæra nánar þá stefnuskrá sem fyrst var gefin út og safna efni í hugmynda- banka. í þann banka geta frambjóbendur sótt og hann nýtist sömuleiðis ef R-listinn nær völdum í borginni. Skráningu í málefnahópana er hætt, en þátttakendur voru að bætast við framá síöustu stundu. Að sögn forsvars- manna R-listans kom fólk til þessara starfa á mjög mismun- andi forsendum, allt frá venju- legum borgurum, sem vilja hafa áhrif á það sem gerist í kringum þá, upp í sérfræðinga á tilteknum sviöum. Gert er ráð fyrir ab málefnahóparnir skili vinnu sinni endanlega um mánaðamót, eða um svip- að leyti og hin eiginlega kosn- ingabarátta hefst. -ÁG Hólmfríbur Garöarsdóttir. Hér leggjast allir á eitt Erillinn hefur verið mjög mikill héma undanfarnar tvær vikur. Borgarbúar koma inn af götunni, spjalla og fá sér kaffi og síminn þagnar ekki," segir Hólmfríður Garð- arsdóttir, hússtýra kosninga- mibstöðvar Reykjavíkurlistans. „Allir hafa lagst á eitt. Við sem stöndum ab listanum, einstak- lingar og samtök, höfum safn- að saman öllu sem þarf til þess að reka kosningamiðstöð, hús- gögnum, kaffikönnum, pappír og pennum, tólum og tækjum. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja hefur einnig lagt til það sem upp á vantaði til að skapa hlý- legt umhverfi. Fjölmargir lista- menn hafa til dæmis lánað okkur málverk og blómaversl- anir hafa gefið okkur blóm. Hér er alltaf fullt út úr dyrum, og fólk ab vinna fram eftir öllu. Þaö er ótrúlegt hvað margir em tilbúnir til að gefa vinnu sína." — Hvers konar starfsemi fer fram hér daglega? „Hér fer vissulega fram frjó hugmyndavinna, en auk þess sinnum við auðvitað öllum praktískum hliðum kosninga- baráttunnar. Við hittumst á hverjum morgni klukkan tíu og ræðum hvab er á döfinni, för- um yfir dagskrá dagsins I smá- atriöum og skiptum með okkur verkum. Mikilvægustu verkefn- in núna eru meöal annars að skipuleggja fundi á vinnustöð- um og í skólum, auglýsinga- gerð, undirbúningur utankjör- staðaratkvæðagreiðslu og fleira." — Auk flokksbundins fólks eru margir óháðir á listanum. Þetta er því breiður hópur með mismun- andi bakgrunn, en hvemig hefur þessu fólki gengið að vinna sam- an? „Ótrúlega vel," segir Hólm- fríbur. „Fólk er auðvitað vant mismunandi vinnubrögbum þegar það kemur svona hvert úr sinni áttinni og það tók tíma að samræma kraftana. En eins og á öðrum vinnustöðum hefur skapast hér ákveðin verkaskipt- ing milli fólks sem byggist á hæfileikum og sérstöðu hvers og eins." — Er fólk ekkert að rífast um pólitík? „Nei, það hefur ekkert verið til þess að rífast um. Hér innan- húss hefur ekki komið upp ágreiningur um áherslur í kosn- ingabaráttunni eða framkvæmd hennar. Munurinn felst frekar í vinnuaöferöum en hugmynda- fræðilegum ágreiningi." — Hvaða skilaboð fáið þið frá alþingi götunnar? „Fólk er ófeimiö við ab hringja og kemur oft með mjög ákveðin fyrirmæli og skemmti- legar ábendingar. Ég lít á þetta sem yfirlýsingu um að viö sé- um traustsins verð. Reykja- víkurlistinn er nógu stór til þess að hægt sé að taka mark á honum, en samt ekki of stór til þess að erindi venjulegs fólks týnist. Fólki finnst þab geta komið erindum sínum á fram- færi. -ÁG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.