Tíminn - 19.04.1994, Side 10

Tíminn - 19.04.1994, Side 10
10 9n*tmf Þriöjudagur 19. apríl 1994 Þjóbleikhúsil>: GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman. Byggt á skáldsögu Ken Kesey, „One Flew Over the Cuckoo's Nest". Þýbing: Karl Ágúst Úlfsson. Tón- llst: Lárus Halldór Grímsson. Lýsing: Bjöm Bergsteinn Gubmundsson. Mynd og búningar Þórunn Sigríbur Þorgríms- dóttir. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Frumsýnt á Stóra sviblnu 14. apríl. Vel lýkur góöu og fjölbreyttu leikári hjá Þjóðleikhúsinu, sem í vetur hefur í verkefnavali haft mikla yfirburði yfir Borgarleik- húsið. Gaukshreiörið er sýning sem tekst vel, — furðulega vel, — og hélt áhorfandanum föngnum frá upphafi til enda á fmmsýningarkvöldi. Kvikmynd byggð á sömu skáldsögu og leikritið er alkunn af stjörnu- leik Jacks Nicholson. Sú mynd er ein af þeim sem loöa fast í minni manns. Fyrirfram hefði mátt halda að til lítils kæmi fyrir íslenska leikhúsmenn aö bjóöa upp á leiksýningu um jafnþekkt efni. En sýningin má vera hugvekja fyrir þá sem vilja skoða mismun kvikmjmdar og leikrits — og þá hlýtur niður- staöan sem fyrr að veröa sú að ekkert jafnast á við líf leikhúss- ins. Þess gerist varla þörf að rekja efni verksins nákvæmlega. En í sem skemmstu máli gerist það á geödeild þar sem ríkjum ræð- ur harövítug yfirhjúkrunar- kona, Ratched að nafni, sem hefur læknislurðu deildarinnar í vasanum. Inn á deildina kem- ur maöur, sem er ekki aðeins allsóbrjálaður, heldur líka upp- reisnarseggur. Hann setur per- sónulegt frelsi manna og fmm- stæða lífsnautn ofar kröfum dauörar stofnunar og regluveld- is sem miöar að því að kúga vistmenn, berja eða skera úr þeim allan sjálfstæðan vilja. Honum tekst um sinn að koma hreyfingu á, virkja samsjúkling- ana og ögra valdinu, en hann skortir afl á við kerfið og bíður endanlegan ósigur. En meö dauða- sínum losar hann hinn fyrmm þögla höfðingja Brom- den og hann flýgur að lokum yfir gauksins hreiöur. LEIKLIST GUNNAR STEFÁNSSON Ég man aö til vom þeir sem töluöu um það af nokkurri vandlætingu á sínum tíma að Gaukshreiðriö væri alltof svört og öfgafull mynd af meðferð geðsjúkra. Nema hvað: Maður vonast að minnsta kosti til að ekki leynist víöa samviskulausir mannhatarar og kúgarar á bak við slétta líknarengilsásýnd eins og hér er hjá Ratched! Það er líklega til að forða mönnum frá því að fá af Gaukshreiðrinu rangar hugmyndir um geð- læknismeðferð sem geölæknir er fenginn til aö skrifa í leik- skrána, raunar ágæt grein hjá Magnúsi Skúlasyni. En ég hygg aö fyrsta skilyrðiö til að átta sig á Gaukshreiðrinu sé að skilja að verkið fjallar ekki um geð- sjúkrahús. Þær aðstæöur sem þar ríkja eru aðeins notaðar með markvissri stílfærslu í anda listrænnar framsetningar til að draga fyrir odd þá þjóðfélags- gagnrýni sem áöur var nefnd. Gaukshreiðriö er verk sem „leggur sig" vel á sviði. Það er svo klárt í hugsun, einfalt í framsetningu, — í einu orði svo vel skrifað, að það er-bæði ögr- andi og skemmtilegt viðfangs- efni fyrir leikhúsmenn. Þetta má merkilegt heita af því að það er auðvitað eitt af ótal leik- ritum sem samin eru upp úr skáldsögu. Þá sögu hef ég að vísu ekki lesið, en ég ímynda mér að í hana sé sótt stefið sem öðru hverju hljómar, eintal Bromdens höfðingja. Þetta gaf verkinu martraðarkenndan blæ, án þess að rjúfa til skaða framvinduna, sem umfram allt snýst um viðureign McMurp- hys og Ratched yfirhjúkrunar- konu. Hávar Sigurjónsson hefur val- ið nokkuð stríða, hvella og jafnvel gróteska leið í ýmsum áhrifabrögðum. Hér eru til að mynda snögg bylmingshögg, svo áhorfandinn hrekkur illi- lega við, og atriöið þar sem þeim McMurphy og Bromden var gefið rafmagnslost varð nokkuð afkáralegt, með ljós- leiftrum út um allan sal. Ég held að í svona fyrirgangi komi fram eitthvert vantraust á getu verksins og sýningarinnar til að fanga áhorfandann, alveg ástæðulaust vantraust. Leik- myndin var aftur góð, sýndi vel hið gelda andrúmsloft hælisins og undirstrikaö hvert búr það er. Búr og hreiður. Loksins brýst Höföinginn úr hreiðrinu, sprengir af sér rammann og flýgur burt. Það var eðlilega ekki eins áhrifamikið í endi leiksins eins og myndarinnar. Viö seljum fleira en bíla og búvélar Við höfum umboð fyrir mörg þekktustu merkin í þungavinnuvélum: Fjölþjóðafyrirtæki á sviði þungavinnuvéla Frá 7 tonnum upp í 40 tonn Katmagns - og dísel- lyftarar. Lyftigeta frá 1 tonni upp í 42 tonn MF-^FERMEC 700-800-900 línan 800 og 900 línan með Servo-útbúnaði 900 línan með 4 hjóla stýringu (sjá mynd) . = = :Ingvar i i = = Helgason hf. vélasala ~ Sævarhöfða 2, SÍMI 91-674000. Frá FURUKAWA Hjóla og beltagröfur ásamt ámoksturs- vélum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.