Tíminn - 19.04.1994, Page 11
Þri&judagur 19. apríl 1994
ISftRfUWI
11
Þýðing Karls Ágústs var einkar
munntöm.
Pálmi Gestsson leikur
McMurphy. Hann vex tvímæla-
laust af þessu hlutverki, leikur á
strengi þess af öryggi. H.ér er
frjálsmannlegt hispursleysiö,
ögrunin og uppreisnargirnin,
hinn góöi uppörvandi félagi, sá
sem með skarpri egg sker sund-
ur þvælu Ratched til dæmis í
hinum fárániegu umræðufund-
um sjúklinganna, en vefur
lækninum um fingur sér. Og
ræðst loks af stjómlausri heift á
Ratched, þegar hún hefur meb
köldu blóöi hrundið Billy út í
dauðann, til þess eins að ná
undir sig aftur því valdi, sem
McMurphy er í þann veginn að
taka af henni. Allar þessar hlið-
ar sýnir Pálmi áreynslulaust og
hófsamiega.
Ragnheiður Steindórsdóttir
leikur Ratched. Hún hefur
kannski ekki þann demóníska
kraft sem þyrfti til, en allt um
það sýnir hún lifandi mynd af
þessari konu, hörku hennar
undir blíðu yfirbragði. Mótleik-
ur þeirra Pálma var góöur. —
Vistmennirnir, sem fyrir eru á
hælinu þegar McMurphy kem-
ur, eru skemmtilegir karakterar.
Billy, þann sem stamar af ofsa-
hræðslu vib móðurina, leikur
Hilmar Jónsson. Hann skilar
hlutverkinu vel, en er of líkur
hlutverkinu í Seið skugganna.
Siguröur Sigurjónsson er Mart-
ini, sem þjáist af ofskynjunum
og varð úr því margt spaugilegt
atriði, til dæmis við spUaborö-
iö. Scanlon sem óttast sprengj-
una, Erlingur Gíslason fór létti-
lega með það. Ruckly leikur
Stefán Jónsson. Hann er $ú
vofa sem McMurphy losnar við
aö verba. Harding (Sigurður
Skúlason) er menntamaburinn,
skilmerkileg persónumótun
eins og jafnan hjá Sigurði. Loks
er Bromden höfðingi, lengi
þögull, sem Jóhann Sigurðar-
son leikur og nær vel að sýna
þungann sem á honum hvílir
og þá líka því hvemig honum
tekst fyrir tilstilli McMurphys
að varpa þunganum af sér að
lokum.
Af öðrum hlutverkum nefni
ég sérstaklega Flinn hjúkrunar-
konu sem Halldóra Bjömsdóttir
leikur af útmefinni skopvísi.
Með Halldóm höfum við eign-
ast leikkonu sem stefnir ömgg-
um skrefum upp í þungavigtar-
flokk í leikhúsinu. Enn er að
nefna skemmtilega mynd
Tinnu Gunnlaugsdóttur af
gleðikonunni Candy Starr. Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir £r
Sandra, stallsystir hennar, góð-
ur skopleikur. Bjöm Ingi Hilm-
arsson og Kristján Franklín
Magnús leika sjúkraliða og
verður þaö úr sem efni standa
til. Þeir em I senn skríðandi fyr-
ir Ratched og fullir kvalalosta
gagnvart sjúklingunum. Loks er
það svo gauðið Spivey læknir;
Randver Þorláksson fór léttilega
með hlutverkið.
Það er ljóst af viðtali við Háv-
ar Sigurjónsson leikstjóra að
hann hefur skilið rétt hvemig
ber að nálgast þetta verk til að
lyfta því yfir klínískar umræður
og draga fram hinn sammann-
lega kjarna þess. Fyrir vikið hef-
ur honum með liði sínu tekist
að búa til skemmtilega sýn-
ingu, sem full ástæða er til að
mæla meö við leikhúsgesti á
þessum vordögum.
B-listinn
á Dalvík
Helga Eiríksdóttir
Framsóknarfélag Dalvíkur hef-
ur lagt fram framboðslista sinn
og skipa hann eftirtaldir aðilar:
1. Kristján Ólafsson fulltrúi.
2. Katrín Sigurjónsdóttir skóla-
fulltrúi.
3. Stefán Gunnarsson bakara-
meistari.
4. Helga Eiríksdóttir banka-
starfsmaður.
5. Sigurlaug Stefánsdóttir bók-
ari.
6. Brynjar Aðalsteinsson bif-
vélavirki.
7. Ragnheiður Valdimarsdóttir
afgreiðslukona.
8. Daníel Hilmarsson fram-
kvæmdastjóri.
9. Valgerður Guðmundsdóttir
húsmóöir.
10. Einar Arngrímsson málara-
meistari.
11. Guðný Bjarnadóttir af-
greiöslukona.
12. Björg Ragúels bankastarfs-
maður.
13. Jóhannes Hafsteinsson vél-
virki.
14. Guðlaug Björnsdóttir
bankastarfsmaöur.
Verslunarstjóri
Óskum eftir að ráða verslunarstjóra. Skriflegar
umsóknir með upplýsingum um menntun og fýrri
störf ásamt kaupkröfu óskast fyrir 30. apríl nk.
Upplýsingar um starfið gefur kaupfélagsstjóri.
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga
530 Hvammstanga, sími 95-12370
heimilistæki
vKO nú á Islandi...
Á alveg frábæru veröií
Dæmi um verð:
Vifta, grillofn með teini
og helluborð m/4 hellum aðeins kr. 43.250 stgr.
Tvöfaldar gashellur og tvöföld
keramikhelluborð til afgreiðslu í lok maí.
Uppþvottavélar.
Verð frá kr. 46.700 stgr.
4ra hellna
keramik-
helluborö
- margar
geröir.
Verö frá kr.
29.900
stgr.
1—
Kæliskápar.
Verö frá kr.
25.800
stgr.
vcrði!
Faxafeni 9
sími 677332
Ofnar frá kr. 22.600 stgr.
Þvottavélar.
Verö frá kr.
43.700 stgr.