Tíminn - 19.04.1994, Qupperneq 18
34
-------------
ffiyi |fgB ;ff|
Þriöjudagur 19. aprfl 1994
Rondey Robinson skorabi sigurstig Njarbvíkinga og tryggbi þeim Islandstit-
ilinn. Rondey var einnig mjög sterkur í fráköstunum og tók 17 fráköst.
Njarövíkingar tryggöu sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í
áttunda skipti eftir magnaöan úrslitaleik gegn Crindavík:
Grænu karlarnir
/
Islandsmeistarar
Úrslitaleikur íslandsmótsins í
körfuknattleik karla í Grindavík
á laugardaginn veröur án efa
lengi í minnum hafður. Þar
mættust Grindvíkingar og
Njarövíkingar í fimmtu úrslita-
Viöureign liöanna um íslands-
meistaratitilinn og eftir geysi-
lega spennu allan leikinn voru
það Njarðvíkingar sem stóöu
uppi meö pálmann í höndún-
um. Þaö var Rondey Robinson
sem tryggði þeim 67-68 sigur
með því aö hitta úr ööru víta-
skotinu af tveimur, sem hann
hafði fengið vegna ásetnings-
brots eins leikmanna Grinda-
víkur þegar örfáar sekúndur
vom eftir af leiknum.
Valur Ingimundarson, þjálfari
og leikmaöur Njarðvíkur, var að
vonum glaöur í bragöi þegar
Tíminn ræddi viö hann. „Það,
sem skóp sigurinn í þessum
leik, var helst sterk vöm hjá
okkur og reyndar vom Grind-
víkingar einnig sterkir á þeim
vettvangi. Sóknin af okkar
hálfu hins vegar var ekki alveg
jafn góð og vömin. Þetta var
mikill stressleikur og því nóg að
þessu sinni að standa sig vel
öðmm megin á vellinum, í
vöminni. Heppnin í restina var
náttúrlega líka hjá okkur, en
hún hefði allt eins getaö lent
hjá Grindavík. En viö emm
bestir í dag og það er enginn
vafi á því. Hvað varðar úrslita-
keppnina, þá held ég aö hún
hafi verið stórsigur fyrir körfu-
boltann hér á landi. Ég hef aldr-
ei kynnst öðm eins hvaö varðar
umgjöröina, hún var frábær.
Fyrir mig er þetta eins og að
koma í annan heim körfubolta-
lega, eins og að áhorfendur
skuli vera mættir þremur tím-
um fyrir leik og allir gulir eða
grænir og með sín lög. Svona á
þetta að vera," sagöi Valur að
lokum, en hann fær ekki mikið
fri, enda landsliðið á leið á
Norðurlandamótið og í keppn-
ina um Promotion Cup.
Geysileg stemning var í
Grindavík þar sem 1500 áhorf-
endur troðfyllm húsið. Grind-
viskir áhorfendur glöddust
fyrst, enda byrjaði lið þeirra
mun betur og náði 14-3 for-
skoti. En grænu kallamir létu
ekki slá sig út af laginu og náðu
að jafna og komast yfir 22-27,
en Wayne Casey skoraði síð-
ustu körfuna í fyrri hálfleik á
ævintýralegan hátt, þegar hann
henti boltanum yfir eftirlangan
völlinn og beint í körfuna. 3ja
stiga karfa og Grindavík yfir í
hálfleik, 28-27.
Fátíð og fumið, sem einkenndi
fyrri hálfleik, hélt áfram í þeim
seinni. Sóknarleikurinn var sem
fyrr slakur hjá báöum aðilum,
en vamarleikurinn þeim mun
betri. Grindavík hafði þó ávallt
fmmkvæðið, en þegar lítiö var
eftir tókst Njarövíkingum loks-
ins að komast yfir 62-65. Grind-
víkingar héldu áfram og jöfn-
uðu 67-67, og vqru með bolt-
ann þegar hálf mínúta var eftir.
Þá hrasaði Nökkvi Már Jónsson
með boltann og missti hann til
Njarðvíkinga. Rondey náði að
fiska ásetningsbrot og tryggja
UMFN sigurinn, eins og áður
sagði.
Rondey lék best Njarövíkinga
og hirti m.a. 17 fráköst. Miklar
líkur em á að hann verði áfram
hjá liðinu næsta vemr. Þá stóð
Rúnar Ámason sig mjög vel og
ekki vantaði baráttuna í Teit
Örlygsson. Wayne Casey,
Nökkvi Már og Marel Guðlaugs-
son vom besm menn Grindvík-
inga, sem þurfa ekki að kvíða
framtíðinni með þennan
mannskap. Guðmundur Braga-
son þjálfar liðið ekki næsta vet-
ur, heldur ætlar að einbeita sér
að því að leika með liðinu. Axel
Nikulásson hefur verið sterk-
lega orðaður sem þjálfari liðs-
ins.
Ekki er hægt aö komast hjá því
að nefna frábæra frammistöðu
dómara leiksins, þeirra Kristins
Albertssonar og Leifs G. Garð-
arssonar, sem stóðu sig eins og
hetjur.
Stig UMFG: Nökkvi Már 17,
Casey 17, Marel 16, Hjörtur
Harðarson 8, Guðmundur
Bragason 4, Pétur Guðmunds-
son 3, Unndór Sigurðsson 2.
Stig UMFN: Rondey 20, Teit-
ur 15, Rúnar 13, Valur 8, Jó-
hannes Kristbjömsson 6, Friö-
rik Ragnarsson 4, ísak Tómas-
son 2. ■
Víkingur, Valur, Haukar og Selfyssingar í undanúrslitin:
„Kann ekki að tapa fyrir Haukum"
— sagöi Cunnar Cunnarsson eftir aö Víkingar höföu tryggt sér sœti í undanúrslitum íslandsmótsins þar sem þeir mœta Haukum
Víkingur-FH 25-24 (13-13)
Víkingar léku afarvel í þessum
leik, en enginn bemr en Bjarki
Sigurösson, sem hreinlega
blómstraði. Það, sem gerði
gæfumuninn í þessum leik, var
að Víkingum tókst að koma í
veg fyrir skæðasta vopn FH-
inga, hraðaupphlaupin. Þá
hafði þaö einnig mikiö að segja
að Bergsveinn í marki FH komst
eiginlega aldrei í takt viö leik-
inn. Gunnar Gunnarsson, þjálf-
ari og leikmaður Víkinga, var aö
vonum hæstánægður með ár-
angurinn: „Ég er mjög ánægður
með hversu agaðan leik við lék-
um, en það er einmitt það sem
gildir á móti FH-ingum, ef ár-
angur á að nást. Mér líst vel á
Haukana í undanúrslimnurn og
viö erum engan veginn sáttir
við aö hætta þar. Við höfum
gert jafntefli í tvígang við
Hauka í vemr og ég kann því
ekki aö tapa fyrir þeim." Um at-
vikið í lokin, þegar Ingi Guð-
mundsson keyrði niður FH-ing-
inn Hans Guömundsson þegar
þrjár sekúndur vom eftir, sagði
Gunnar: „Þetta atvik var nú ekki
fagurt á að horfa, en málið er nú
bara þannig að í svona stööu
bregðast öll félög svipað við. Ég
tel þó að refsingin fyrir svona
brot sé heldur lítil. Menn hafa
svo sem ekki neinu að tapa. Ingi
er líka óheppinn, þegar hann
Ægir náði jöfnu
gegnFH Litla-bikarkeppnin hófst á laug- ardaginn með átta leikjum. Grindavík-Haukar C-riöill 2-1
Leikiö er í fjómm fjögurra liða ÍBV-UMFA 3-1
riölum og komast tvö efstu liðin áfram. Úrslitin urðu þessi: Stjaman-Víðir D-ribill 3-1
A-riöill ÍBK-Reynir S 4-0
Akranes-Grótta 2-0 UBK-Skallagrímur 3-0
Selfoss-HK 0-2 Næsta umferö fer fram á
B-ribill fimmtudaginn og sú síðasta á
FH-Ægir 1-1 sunnudaginn kemur. ■
brýst að Hansa og rekur hend-
umar í höfuðið á honum. Þetta
var alls ekki viljaverk," sagöi
Gunnar að lokum.
FH-ingar komust í tveggja
marka forystu, 17-19, þegar 12
rnínúmr vom eftir, en seiglan
og gímrieg barátta hjá Víking-
um færði þeim sigurinn í lokin.
Bjarki Sigurðsson skoraði 9/5
mörk fyrir Víking og Birgir Sig-
urðsson 6. Reynir Reynisson
varði 14 skot. Hjá FH var Hans
Guðmimdsson markahæstur og
gerði 7/4 mörk, en Sigurður
Sveinsson skoraði 5 mörk og
Guðjón Ámason einnig. Berg-
sveinn Bergsveinsson varði 11
skot í marki FH.
Valur-Stjarnan 24-22 (11-11)
Stjarnan skoraði fyrsm þrjú
mörkin, en Valur náði loks að
svara fyrir sig þegar 10 mínútur
vom liönar af leiknum. Jafnt var
á með liðunum í Ieikhléi, en
Stjarnan sýndi hörkuleik um
miðbik seinni hálfleiks og náði
tveggja marka forystu þegar lít-
ið var eftir, 17-19. En Valsmenn
setm þá í meistaragírinn og
sýndu agaöan og reynslumik-
inn leik í lokin, þar sem Ólafur
Stefánsson tryggði þeim sigur-
inn. Rúnar Sigtryggsson var
mikilvægur í Valsliðinu og gerði
10/5 mörk, og Ólafur Stefáns-
son gerði 6 mörk. Markveröir
Vals vörðu aðeins 9 skot sam-
tals. Hjá Stjörnunni skoraði Pat-
rekur Jóhannesson 9 mörk.
Gunnar Erlingsson varbi 16/2
skot.
Selfoss-KA 27-24 (12-9)
Sunnanmenn vora miklu sterk-
ari í þessum þriðja leik liðanna.
Alfreð Gíslason lék meiddur
nánast allan leikinn og gat lítið
gefib sig að sóknarleiknum þess
vegna. KA komst aldrei yfir í
leiknum, en Selfyssingar nábu
mest átta marka forystu í seinni
hálfleik og höfðu efni á að slaka
á það sem eftir lifði leiksins. Sig-
urður Sveinsson og Einar Gunn-
ar Sigurösson léku manna best í
Selfossliðinu, geröu 8 mörk
hvor, og Hallgrímur Jónasson í
markinu lék hörkuvel og varbi
18 skot. Hjá KA var Valdimar
Grímsson markahæstur með
8/5 mörk, en Alfreð Gíslason
gerði sex mörk. Markverðir KA
vörbu aöeins samtals átta skot í
leiknum. ■
Framfaraspor Jóns Amars
Jón Amar Magnússon, UMSS,
náöi mjög góbum árangri á tug-
þrautarmóti í Virginíu í Banda-
ríkjunum um helgina. Jón Am-
ar hafnaði í öðm sæti með
7.805 stig, en sigurvegari varð
Bandaríkjamaðurinn Brian Bro-
by sem fékk 7.910. Árangur Jóns
Amars er góbur fyrir þær sakir
að hann er rúmum 200 stigum
betri en núgildandi íslandsmet
Þráins Hafsteinssonar, sem er
7.592. En þar sem of mikill
meðvindur var í lOOm hlaupi
og langstökki, fæst metið ekki
staðfest. Það er þó varla langt að
bíba íslandsmetsins frá Jóni
Amari. Stigin 7.805 nægja hon-
um til aö komast á Evrópumót-
ið í Helsinki í sumar. Jón Amar
náði þessum árangri í einstök-
um greinum á mótinu:
100 m hlaup:
400 m hlaup:
110 m hlaup:
1500 m hlaup:
Langstökk:
Kúluvarp:
Hástökk:
Kringlukast:
Stangarstökk:
Spjótkast:
10.77 sek.
49.54 sek.
14.82 sek.
4:56.75 mín.
7.63 m.
13.33 m.
1.99 m.
42.56 m.
4.45 m.
56.86 m.