Tíminn - 05.05.1994, Side 1

Tíminn - 05.05.1994, Side 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Fimmtudagur 5. maí 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 84. tölublað 1994 Islenskir íslenskir fánar Frá vinstri sjást þau Baldur Valgeirsson, framkvœmdastjóri Ibnþróunarfélags Norburlands vestra, Ingólfur Margeirsson, fulltrúi í þjóbhátíbarnefnd, og Svanhildur Gubjónsdóttir, framkvæmdastjóri Saumastofunnar á Hofsósi, vib alíslenskan fána íDillonshúsi í Árbœ ígær. Tímamynd cs Búist viö oð línur fari oð skýrast um framtíö helstu fyrirtœkja í skipaiönaöi í þessum mánuöi: Loönuskip utan til viðgeröa Á sama tíma og íslensk stjómvöld, sjóðir og hags- munaaöilar í skipaiðnaöi leita leiða til aö örva verk- efnastöðu iðnaöarins, sigla útgeröarmenn með skip sín utan til viðgerða og endur- bóta. Loðnuskipiö Júpiter er á leið til Póllands og Súlan EA er í Færeyjum. Samkvæmt upplýsingum hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. sem gerir út Júpiter ásamt öðr- um, var verkefnið boðið út og niðurstöður þess vom þær að mun ódýrara þótti að sigla skipinu til Póllands en láta vinna verkið hér heima. Þótt verkefnastaða málm- og skipaiðnaðar sé mun betri um þessar mundir en oft áöur, þá em engin langtímaverkefni í augsýn og það hræðir menn. Auk þess er 40 milljóna fram- lag ríkissjóðs, sem veitt var fyrr í vetur til að bæta sam- keppnisstööu atvinnugreinar- innar, uppurið og óvíst hvort frekari smðnings sé að vænta úr ríkissjóði. Hinsvegar er það mat manna í greininni að breyttar lánareglur Fiskveiöa- sjóðs og Iðnlánasjóðs til að örva verkefnastöðu málm- og skipaiðnaðar sé skref í áttina. Þá er búist við að línur fari að skýrast í málefnum Slipp- stöðvarinnar Odda hf. á Akur- eyri en aðalfundur fyrirtækis- ins verður væntanlega á morg- un, fösmdag. Nauðasamning- ar fyrirtæksins em að renna út og ef að líkum læmr munu ný- ir eigendur taka við fyrirtæk- inu innan skamms. Að fmm- kvæði Iðnlánasjóös og iðnað- arráðuneytisins munu í gær hafa átt sér stað viðræður á milli forráðamanna fyrirtækj- anna Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi, Stálsmiðjunnar hf. í Reykjavík og Skipasmíða- stöðvar Njarðvíkur um aukna samvinnu þeirra. Öll þessi þrjú fyrirtæki að við- bættri skipasmíðastöð Marsell- íusar á ísafirði em í greiðslu- stöðvun. Fastlega er búist við að það muni skýrast til muna í þessum mánuði hver framtíb þessara þriggja fyrirtækja á Faxaflóasvæðinu verður og jafnvel fleiri fyrirtækja í skipa- iðnaði. Eins og kunnugt er hemr starfsfólki í atvinnugreininni fækkað um helming frá árinu 1987 vegna þess að hlutur iðn- aðarins í skipasmíðum, endur- bótum og viðgerðum hemr minnkað vemlega. Á sama tíma hafa útgerðarmenn í vax- andi mæli farið meb þessi verkefni til útlanda vegna þess að þar nýtur skipaiönaður rík- isstyrkja og annarrar opinberr- ar fyrirgreiðslu. ■ Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, og þjóðhátíðar- nefnd fengu í gær afhent sýn- ishom af íslenskum fánum sem saumaöir em á Sauma- stom Hofsóss, en hún er eini íslenski framleiðandinn á ís- lenska fánanum. Fánamir sem afhentir vom í gær eiga að beina athygli við- takendanna að þessari fram- leiðslu og minna á að á 50 ára lýðveldisafmæli sé vib hæfi að nota íslenskan íslenskan fána. Búast má vib að fáninn muni blakta óvenju víða í ár og að margir telji sig þurfa að endur- nýja fánann sinn. Saumastofan á Hofsósi og Iðnþróunarfélagið í kjördæminu hafa lagt áherslu á að starfsemi lítilla iðnfyrirtkja sem þessa á Hofsósi styrki þar atvinnulíf en atvinnuleysi er nokkuö. Fánamir frá Hofsósi em mjög vandaðir og em í umbúðum sem ætlast er til að notaðar séu til að geyma hann í á milli þess sem hann er dreginn að húni. Með fánanum fylgja ítarlegar leiðbeiningar um alla notkun, fánastærð, fánatíma, hvernig eigi að draga fána að húni, af húni og í hálfa stöng, hvernig eigi ab leggja hann á líkkistu o.s.frv. Saumastofan á Hofsósi fram- leiöir að jafnaöi um 500 fána á ári en þar starfa auk Svanhildar Guðjónsdóttur þrjár konur í hlutastarfi. Svanhildur hefur saumað íslenska fánann frá 1973, fyrst hjá Kaupfélagi Skag- firöinga en síban tók hún rekst- urinn á leigu þegar fyrirhugab var að leggja starfsemina nibur fyrir nokkrum ámm vegna harðnandi samkeppni við inn- flutta fána. ■ Heföbundin 1. maí-hátíö á vegum borgarstjórnar stefndi í aö veröa „tveir meö öllum": Árni og Davíö einir með eldri borgurum Forsœtisnefnd Alþingis hefur enn ekki ákveöiö hvaöa mál veröa tekin fyrir á hátíöar- fundi Alþingis á Þingvöllum 17. júní: Stefnir í óefni hjá forsætisnefnd Ekkert liggur fyrir og engar upplýsingar er aö fá frá for- sætisnefnd Alþingis um hvaða þingmál á að taka fyr- ir á Þingvallafundinum 17. júní. Samkvæmt heimildum Tím- ans hefur verið rætt í forsætis- nefnd ab leggja fram þings- álykmnartillögu um mann- réttindakafla stjómarskrárinn- ar en engar ákvarðanir liggja fýrir. Þingmenn sem Tíminn ræddi vib í gær sögðu það vera skyldu háttvirts Alþingis að leggja fram á fimmtíu ára af- mæli lýðveldisins mál, sem breið samstaba væri um í þing- inu. Nú væri tíminn að renna út og engin umræða hefði far- ið fram um þetta mál. Þab væri hneyksli og fyrir neðan virð- ingu Alþingis aö láta mál eins og þetta reka á reiðanum og „ætla svo að ákveða það með einhverjum flumbrugangi á síðusm klukkutímum þings- ins," eins og einn þeirra orbaði það. „Það verður horft til þess ut- an úr heimi hvað Alþingi ís- lendinga gerir ab tillögu sinni á þessum mikla hátíðarmndi en á þessari smndu virðist allt stefna í það að málið komi fram illa undirbúið og verði bæði þingi og þjóð til hneisu," sagði heimildarmaður Tímans innan Alþingis sem fylgist grannt með störfum forsætis- nefndar. ■ Á árunum 1978-1982 tók borg- arstjóm Reykjavíkur upp þann sið að bjóða öllum þeim sem sjötugir yrðu á árinu í 1. maí- kaffi. Þessi góði siður hemr haldist síðan og hafa borgar- miltrúar verið ásamt borgar- stjóra í hlutverki gestgjafa. Þess- ar samkomur hafa jaman þótt vel heppnaðar. Á sunnudaginn bar hinsvegar svo við að Ámi Sigfússon sendi ekki út boðskort til borgarfulltrúa eins og venjan er heldur sendi hann persónulegt bréf til allra þeirra sem sjötugir veröa á árinu og bauð þeim í Ráðhúsið 1. maí þar sem hann ásamt Davíð Odds- syni tók á móti gestunum. Ekki var gert ráb fyrir að aðrir borgar- miltrúar yrðu þar í hlutverki gest- gjafa eins og venja hefur verið. Þessi nýbreymi hefur ekki mælst vel fyrir hjá öömm í borgarstjóm- inni. Timinn hemr upplýsingar um að mörgum finninst óviðeig- andi að tveir borgarmiltrúar, Ámi og Davíö, skáki öðram fulltrúum til hliðar og taki einir á móti 300 gestum. Samkvæmt heimildum Tímans er mikil óánægja með þessa uppá- komu innan Sjálfstæðisflokksins og finnst borgarfulltrúum meiri- hlutans að gróflega hafi verið gengið fram hjá þeim í þessu máli. Þrír borgarmiltrúar mættu þó í kaffið án þess að hafa fengib boösbréf. „Boöflennurnar vora Katrín Fjeldsted, Guðrún Ög- mundsdóttir og Sigrún Magnús- dóttir. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.