Tíminn - 05.05.1994, Side 7
Fitnnptudagur 5, maí 1994
y ipp
7„
Aöalfundur KS fyrir áriö 1993:
Viðunandi afkoma
Frá Guttormi Óskarssynl, fréttaritara
Tímans á Saubárkróki
Laugardaginn 23. apríl s.l. var
abalfundur Kaupfélags Skag-
firöinga haldinn í Selinu á
Sau&árkróki. Á fundinum áttu
rétt til fundarsetu rúmlega 60
kjömir fulltrúar deilda, auk
deildarstjóra 12 félagsdeilda.
Einnig sátu fundinn stjóm fé-
lagsins, kaupfélagsstjóri og
framkvæmdastjóri Fiskiöj-
unnar- Skagfir&ings h.f.
A& venju voru allmargir gestir
á fundinum og sérstakur gestur
hans var Steingrímur Her-
mannsson, f.v. forsætisráöherra
og nýráöinn seðlabankastjóri.
Stjómarformaöur, Stefán
Gestsson á Amarstööum,
minntist í upphafi fundar þeirra
félagsmanna er látist höfðu frá
síöasta aöalfundi. Vottuöu
fundarmenn minningu þeirra
viröingu sína með því að rísa úr
sætum.
Fundarstjórar vom kjörin þau
María Björk Ásbjarnardóttir og
Þórarinn Magnússon.
Stjórnarformaöur geröi í
skýrslu sinni til fundarins grein
fyrir störfum stjómarinnar frá
síöasta aðalfundi, helstu málum
sem hún heföi tekið til meö-
ferðar og afgreiðslu þeirra. For-
maöurinn fór einnig nokkmm
oröiun um hræringar í þjóðlíf-
inu og áhrif þeirra á stööu og
rekstur kaupfélagsins.
Kaupfélagsstjóri, Þórólfur
Gíslason, flutti aö vanda fróö-
lega skýrslu um rekstur og stööu
KS. Þar kom m.a. fram, að rekst-
ur félagsins sjálfs hefði veriö
nokkuð viðunandi á síðasta ári.
Rekstrarafgangur næmi rúmum
20 milljónum króna, en þegar
tekið heföi verið tillit til afkomu
Fiskiöjunnar-Skagfiröings h.f.,
væri hinsvegar um halla aö
ræöa, sem næmi um 28 millj.
króna. Ástæöur fyrir lakari af-
komu sjávarútvegsfyrirtækj-
anna á s.l. ári kvað hann liggja
einkum í þrennu. í fyTsta lagi
heföu gengisfellingar valdið
þeim vemlegu óhagræöi, birgðir
hefðu verið talsvert miklar
framan af ári, en verðþróun á
erlendum mörkuðum óhagstæð
og síöast en ekki síst væm afla-
heimildir afskrifaöar. Kaupfé-
lagsstjóri kvaö fjármunamynd-
un í rekstri kaupfélagsins hafa
verið rúmar 140 millj. króna
miöaö viö um 120 m.kr. 1992.
Lausafjárstaöa væri nokkuð góö
og veltufjárhlutfall í árslok væri
1,82 á móti 1,77 í árslok 1992.
Eiginfjárhlutfall félagsins væri
nánast óbreytt, eöa rúm 50%.
Afskriftir eigna námu á árinu
81,2 millj. króna, en vom 73,6
milljónir árið áður. Fjárfestingar
vom um 100 millj. króna á ár-
inu. Föstum starfsmönnum
heföi fjölgað lítillega á árinu og
heföu verið 188 í árslok, eöa 4
fleiri en áriö áður. Heildar
launagreiöslur hækkuöu þrátt
fyrir það ekki milli ára. Heildar-
velta KS og fyrirtækja þess væri
rúml. 4,3 milljarðar króna.
Kaupfélagsstjóri geröi aö svo
búnu grein fyrir afkomu hinna
ýmsu rekstrarsviöa fyrirtækis-
ins, en þar var ekki um miklar
breytingar að ræöa frá fyrra ári.
Nýbreytni í hinum hefðbundna
rekstri væri fyrst og fremst fersk-
graspökkunin í graskögglaverk-
smiðjunni og gasskynjarafram-
leiösla rafmagnsverkstæöis.
Dálítil aukning varö í slátmn
sauðfjár og mikil aukning í
slátmn nautgripa. Einnig varö
aukning í móttekinni mjólk hjá
mjólkursamlaginu. Hann las
síöan og skýrði reikninga félags-
ins.
Aö lokum þakkaöi kaupfélags-
stjóri félagsfólki, stjóm og
starfsmönnum samstarf á liðnu
ári og óskaöi fundarmönnum
góðs og gleðilegs sumars.
Einar Svansson, framkvæmda-
stjóri Fiskiöju Sauöárkróks og
Skagfirðings h.f., flutti síðan yf-
irgripsmikla og fróölega skýrslu
um rekstur fyrirtáekjanna á s.l.
ári. Fram kom m.a. í skýrslu
hans, aö Fiskiðjan hafði tekið
viö rúmum 9.700 smálestum af
bolfiski til vinnslu í verksmiöj-
um sínum og væri það metár.
Hann geröi grein fyrir aö frá ár-
inu 1987 heföi þetta magn nú
þrefaldast. Einar geröi grein fyr-
ir þróun fiskvinnslu og útgeröar
og útflutningsmálum sjávaraf-
urða almennt og fjallaði síöan
um hvernig þessi mál horfðu
við Fiskiöjunni-Skagfiröingi h.f.
Tekist heföi að halda uppi mik-
illi vinnu á s.l. ári í verksmiöj-
um fyrirtækisins og vinna alla
virka daga frá kl. 6 aö morgni til
22 aö kvöldi á tveimur vöktum.
Ef hinsvegar svo færi fram sem
horföi meö breytingar á lögum
Þórey og Dem-
irev kjörin
best í blakinu
Lokahóf Blaksambands Islands
var haldið síðastliöinn laugar-
dag. Stúdentarnir Þórey Har-
aldsdóttir og Zdravko Demirev
vom kjörin best í kvenna- og
karlaflokki. Efnilegust kvenna
var valin Dagbjört Víglunds-
dóttir, Þrótti Nes., en efnilegast-
ur karlanna var kjörinn Ólafur
H. Guðmundsson, Þrótti R. Þor-
valdur Sigurðsson var útnefnd-
ur besti dómarinn.
Þá voru nokkrar tölulegar stað-
reyndir íslandsmótsins upplýst-
ar. Jón Árnason, Þrótti R., átti
flestar uppgjafimar sem gáfu
stig (31) og Metta Helgadóttir,
um stjóm fiskveiða, samfara
auknum niðurskurði aflaheim-
ilda og vaxandi erfiðleikum viö
aö fá fluttan inn óunninn fisk,
yrði slíkt til muna erfiöara í
næstu framtíð.
Einar gerði grein fyrir vaxandi
hlutdeild fullvinnslu sjávar-
fangs hjá fyrirtækinu, en það
sem af er þessu ári hefur lang-
mestur hluti vinnslunnar veriö
vara, sem væri nánast tilbúin
fyrir neytendur. Stefnt væri aö
því aö taka í notkun vélasam-
stæöu á árinu til þess að fram-
leiða tilbúna fiskrétti.
Aö lokinni skýrslu Einars flutti
Steingrímur Hermannsson er-
indi og verður greint nánar frá
efni þess síðar. Aö svo búnu
tóku viö umræður um skýrsl-
urnar. Vom þær hinar gagnleg-
ustu og kom fram hjá ræöu-
mönnum almenn ánægja meö
þær aðgerðir, sem kaupfélagið
og fyrirtæki þess hafa staöið fyr-
ir til þess að halda uppi atvinnu
í byggðarlaginu og hversu fjár-
hagur þess væri í raun traustur
þrátt fyrir abstæður í þjóðfélag-
inu.
Úr stjóm áttu aö ganga ab
þessu sinni þeir Ámi Sigurðsson
og Stefán Guðmundsson, en
þeir vom báðir endurkjömir.
Evrópukeppni unglingalandsliba:
Ísland-Portúgal
á Valbjarnarvelli
íslenska unglingalandsliöiö,
skipaö leikmönnum 18 ára og
yngri, leikur gegn landsli&i
Portúgala á Valbjamarvelli
n.k. sunnudag, 8. maí, og
hefst leikurinn klukkan 17.
Þetta er fyrri viðureign liöanna
í 16 liða úrslitum í Evrópu-
keppni landsliða, en seinni leik-
urinn fer fram ytra þann 15.
maí n.k. Fjómm dögum áöur
mun íslenska libið spila æfinga-
leik viö U-18 landslib Spánverja
á Spáni, þar sem heimilt verður
að nota allt aö sjö varamenn.
Eins og kunnugt er, þá vann ís-
lenska unglingalandsliðið liö
Wales og Eistlands í riðlakeppn-
inni sl. haust, en Portúgal vann
liö Pólverja og Tékka.
Meðal leikmanna íslenska liðs-
ins em leikmenn eins og Eiður
Smári Guðjohnsen Val, Sigur-
vin Ólafsson Stuttgart, Guðni
Rúnar Helgason Sunderland og
Björgvin Magnússon Werder
Bremen. Þjálfari liðsins er
Guðni Kjartansson. ■
Noröurland:
Mokveiði af
vænum þorski
„Það er bullandi fiskur héma.
Netabátamir, sem enn eiga ein-
hvem kvóta, em að fá hérna
mokafla af góbum og algengum
norðlendingi, þorski um fjögur
kíló að þyngd," segir Gunnlaugur
Konráðsson, kvótalaus smábáta-
sjómaður á Árskógsströnd.
Hann segir aö bátar frá Kópa-
skeri og Hauganesi hafi verið að
landa allt að 20 tonnum eftir
nóttina. Þá segir hann að það séu
einnig mjög góð aflabrögð inni á
Akureyrarpolli og dæmi um að
tveir menn hafi fengið þar alit aö
6-7 tonn yfir daginn. Auk þess séu
grásleppukarlarnir ab koma með
„helling" af fiski sem þeir fá í grá-
sleppunetin.
ÍS (51), í kvennaflokki. í smass-
inu skoraði Bjarni Þórhallsson,
KA, flest stigin (97) og í kvenna-
flokki var það Oddný Erlends-
dóttir í Víkingi (109). Áki Thor-
oddsen, KA, varði flest skot and-
stæöinganna í hávörninni (49),
en Ragnhildur Einarsdóttir,
Sindra (33), og Jóna Harpa Vig-
gósdóttir, Þrótti Nes. (33), hjá
konunum. Gottskálk Gizurar-
son, Stjömunni, var með bestan
heildarárangur (151) úr þessum
þremur flokkum hjá körlunum,
en hjá konunum var Oddný Er-
lendsdóttir best, þegar allt var
lagt saman (161). ■
P>MVIFTUR OQ HITA
Staölaöar einingar hítablásara frá Novenco til loftræsingar
og lofthitunar í íbúöarhús, skemmur, bílskúra,
veitingahús og verkstæöi. Höfum einnig
þakblásara og þakhettur fyrir skemmur,
skrifstofubyggingar, verkstæöi o.fl.
Novenco er dönsk gæðavara.
Veitum tæknilega ráögjöf viö val
á loftræsibúnaði og hitablásurum.
RAFVÉLAVERK-
STÆÐI FÁLKANS
Mótorvindingar,
dæluviögerðir
og allar almennar
rafvélaviðgerðir.
Þekking Reynsla Þjónusta®
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8-108 reykjavIk
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84