Tíminn - 05.05.1994, Side 8

Tíminn - 05.05.1994, Side 8
8 mr:—t.--- Fimmtudagur 5. maí 1994 Fyrrverandi KCB-foringi segir Sovétmenn hafa smíöaö sína fyrstu kjarnasprengju á grundvelli upplýsinga og teikninga sem þeir hafi fengiö frá „ fööur bandarísku kjarnasprengjunnar": J. Robert Oppenheimer. Var Oppenheimer KGB-njósnari? Eftir kjarnorkuárásina á Nagasaki. Feita manni, skrifar Súdo- platov. Sporbdrekar í krukku Síöar komst upp aö Fuchs, sem var í starfi hjá Bretum, haföi njósnaö fyrir Sovétmenn. Op- penheimer neitaöi aö smíöa vetnissprengju fyrir bandarísk stjómvöld; þá voru Sovétríkin oröin höfuöóvinur Bandaríkj- anna í staö Þýskalands áöur. Viö þaö komst Oppenheimer í ónáö hjá bandarískum stjóm- völdum og 1954 var honum vikiö úr öllum embættum og stööum hjá því opinbera. A þeim ámm (McCarthytíman- um) var Bandaríkjamönnum gjarnt aö sjá kommúnista í hverju horni, en þarlendar leyniþjónustustofnanir komu samt ekki auga á neitt, sem að þeirra mati benti til þess aö Op- penheimer heföi reynst Banda- ríkjunum ótrúr. Þeir, sem leggja að einhverju marki trúnaö á meintar upp- ljóstranir Súdoplatovs, halda því fram að Oppenheimer hafi átt sér framtíöardraum á þá leiö, aö Bandaríkin og Sovétrík- in yröu vinir áfram eftir að hafa sigrað öxulríkin og stjómuðu heiminum í sameiningu. Til að tryggja þaö bræðralag yrðu einnig Sovétríkin aö eignast kjarnavopn, en engir aörir. Þennan draum um bandarískt- sovéskt bræöralag og heims- stjórn með gereyöingarvopn sem gmndvöll kynni Oppen- heimer að hafa haft frá þeim fræga danska eðlisfræðingi Ni- els Bohr, sem aö sögn var eins- konar föðurímynd Oppen- heimers. Bohr skoraði á Banda- ríkjastjóm að láta Sovétríkjun- um kjamorkuleyndarmál sín í té; „aöeins meö því móti verður hjá því komist aö þjóðirnar deili um þetta hræöilega vopn," skrifaði þessi ærlegi Dani. Eftir að kjarnavopnakapp- hlaup Bandaríkjannna og Sov- étríkjanna var komiö á fullan skriö, lýsti Oppenheimer (hann lést 1967) þeim sem tveimur sporödrekum lokuöum saman niöri í kmkku. „Þeir geta stung- iö hvor annan tii bana, en hvomgur getur boriö af sér stungu hins." Pavel Súdoplatov er maður nefndur, rússneskur að þjóðerni og kominn háttá níræöisaldur. Aö eigin sögn var hann laust fyrir miöja öldina yfirmaður deildar í sovésku leyniþjónustustofnuninni KGB, sem sýslaði meö „sérstök verkefni", þar á meöal „skemmdarverk, mannrán og morðtilræði". Súdoplatov segir svo frá að undir hans stjóm hafi deild þessari tekist að koma sér upp í Bandaríkjunum njósna- neti, sem þarlendar leyniþjón- ustustofnanir hafi aldrei upp- götvaö aö var tdl. Hafi þeim njósnumm heppnast að fá suma helstu kjarnorkuvísinda- menn í þjónustu Bandaríkj- anna, þeirra á meöal J. Robert Oppenheimer, Enrico Fermi og Leo Szilard, til aö láta sovésku njósnumnum í té leyndarmál, sem komið hafi Sovétríkjunum aö svo góðu gagni aö þau uröu kjamorkuveldi aðeins fáeinum árum á eftir Bandaríkjunum. Þessu heldur Súdoplatov fram í endurminningabók, sem hann er höfundur að og komin er út á ensku og kemur innan skamms út á þýsku. Umdeildar endur- minningabækur Ýmsir, þeirra á meöal Priscilla Johnson McMillan, sagnfræð- ingur við Harvardháskóla sem er aö skrifa bók um Oppen- heimer, draga í efa sannleiks- gildi þessara meintu uppljóstr- ana. Endurminningabækur fyrrverandi háttsettra Sovét- manna em raunar fyrir löngu farnar aö mæta vissri tortryggni á Vesturlöndum. Er ekki laust viö aö þar á bak við sé gmnur um aö höfundar ýki ýmislegt eöa jafnvel skáldi það alveg upp, í von um mikla sölu bók- anna á Vesturlöndum og harö- an vestrænan gjaldeyri í ríkum mæli í aöra hönd. Aörir em ekki frá því aö Súdo- platov segi aö mestu satt frá um Oppenheimer, sem ekki aö ástæöulausu hefur veriö kallaö- ur „faðir bandarísku kjama- sprengjunnar". Oppenheimer var af þýskum gyöingaættum, faöir hans haföi flust til Bandaríkjanna frá Hes- sen. Hann varö á unga aldri haröur andfasisti, eins og eöli- legt má kalla, og sagt er aö aöal- ástæöan til þess aö hann tók aö sér aö stjórna smíði fyrstu at- ómsprengjunnar hafi veriö ótti viö að Þýskaland Hitlers yröi fyrst ríkja til aö koma sér upp slíku vopni. Andnasismi Op- penheimers mun og hafa leitt til þess aö hann umgekkst lengi vel einkum fólk, sem hallaöist að marxisma og kommúnisma, eins og algengt var um evr- ópska og noröurameríska menntamenn á árunum milli heimsstyrjalda. Ein ástkona Oppenheimers var þannig fé- lagi í Kommúnistaflokki Banda- ríkjanna, sem og bróöir hans og fyrri maður Katherine konu hans, sem sjálf var allróttækur vinstrisinni. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Þetta fólk hafði flest minni eða meiri samúö meö Sovétríkjun- um eöa var jafnvel gagntekið aðdáun á þeim. „Hjörð óútreiknan- íegra afglapa" Aö mati háttsettra manna í leyniþjónustustofnunum og her Bandaríkjanna var þetta slæmur félagsskapur og á þeim forsendum treystu þeir Oppen- heimer illa. En Leslie Groves hershöfðingi, yfirmaður kjam- orkumála af hálfu Bandaríkja- hers, fékk því til leiðar komiö að Oppenheimer var skipaöur framkvæmdastjóri vísinda- manna þeirra, sem falið var að smíöa kjamorkusprengjuna og höfðu til þess aðstööu í Los Al- amos. Oppenheimer var gædd- ur persónutöfmm talsverðUm og stjómsamur, og Groves, sem leit á vísindamennina sem „hjörö óútreiknanlegra af- glapa" treysti Oppenheimer til aö halda þeim aö verki. Groves toítryggöi Oppenheimer aö vísu vegna meintrar vinstri- mennsku hans, en taldi aö með strangri öryggisgæslu væri hægt aö tryggja að enginn leki leynd- armála frá rannsóknastofunum í Los Alamos ætti sér staö. Að sögn Súdoplatovs komst einn njósnara hans, Elizabeth Zarubin, í kunningsskap við Oppenheimerhjónin gegnum vinstrihópa í Kalifomíu og fékk vísindamanninn á sitt band. Oppenheimer hafi síðan ráöið KGB- njósnara á rannsóknastof- ur vísindamannahóps síns sem aðstoðarmenn. Þar hafi þeir getaö kynnt sér allt sem fram fór og ljósmyndað þaö. Vitn- eskjunni, sem þeir öfluöu sér þar, hafi veriö smyglaö frá rannsóknastofunum til apóteks í Santa Fe, sem í raun hafi verið rekiö af KGB, og þaðan suöur til Mexíkó. Einn vísindamann- anna undir stjóm Oppenheim- ers, þýskur prestssonur og kommúnisti að nafni Klaus Fuchs, var að sögn Súdoplatovs í vitoröi meö Oppenheimer og kom í hendur KGB nákvæmri lýsingu á atómsprengju þeirri, sem varpaö var á Nagasaki og Bandaríkjamenn skírðu Feita mann' (Fat Man) eftir banda- manni sínum, Churchill. Fyrsta sovéska kjamorkusprengjan, sem sprengd var 1949, var ein- faldlega nákvæm eftirlíking af Fyrsta árásin meb kjarnorkuvopnum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.