Tíminn - 05.05.1994, Qupperneq 10

Tíminn - 05.05.1994, Qupperneq 10
aö berst ýmis póstur inn um dyralúguna þessa daga í Reykjavík og víðar. Guö- mundur Andri Thorsson rithöf- undur sagði í „Rimsíramsi" sínu á Rás eitt þarsíðustu helgi frá sendingu, sem þeim hjónum barst einn daginn inn á heimil- ið, og vakti frásögn hans nokkra athygli. Guðmundur Andri hef- ur gefið Tímanum góðfúslegt leyfi til að birta útvarpsspjall sitt um lyklanámskeið 30-þúsund- klukkustunda-mannsins frá Stjómunarfélaginu. Millifyrir- sagnir og myndir em blaðsins. Ég er lestróhólisti. Mig þjakar taumlaus lestrarfíkn, stjómlaus lestur á efni sem mig varðar ekk- ert um og vekur ekki nokkum á- huga minn, og segir mér ekki neitt. Ég les á sjampóbrúsa, þvottavélabæklinga, kexpakka, Moggann. Ég er að vísu ekki jafn illa haldinn af þessum sjúk- dómi og maöur sem ég veit um og horfir öllum stundum á textavarpið í sjónvarpinu - en ég les allan þann mslpóst sem inn á heimilið berst. Allan. Það rak því heldur betur á fjömrnar hjá mér þegar ég fékk upp í hendurnar feikilega orð- margan bækling frá Stjómunar- félagi íslands, sem hét hvorki meira né minna en „Leiðin til árangurs". Hann er litprentaður á vandaðan gljápappír og fram- an á honum er mynd af manni á fjallstindi. Að vísu var pésinn ekki ætlaður niér heldur kon- unni minni, og mun hafa verið sendur öllum konum hér í vest- urbænum - ef ekki öllum kon- um í Reykjavík - en marga skák- ina við páfann hefur hann létt mér; þarna er eitt og annað sem hægt er að láta sálu sína þenkja um. Hér er til dæmis setning um kosti myndbandaþjálfunar, sem ég hef mölbrotið heilann um án þess að komast að niður- stööu: „Þú lærir og manst í miklu mæli af hraðvirkri, raunhæfri kynningu á gagnlegri hæfni og kraftmikilli stjórnunartækni." Kannski hef ég ekki „lært og munað í nógu miklu mæli af hraðvirkri raunhæfri kynningu á gagnlegri hæfni og kraftmik- illi srjórnunartækni" til að vera fyllilega fær um aö meðtaka þennan boðskap og yrði alveg með á nótunum eftir nokkur námskeið í gagnlegri hæfni, en gagnvart þessu stend ég eins og gagnvart harðsnúnasta algebru- dæmi. Þótt líf mitt lægi við, gæti ég ekki snúið þessu til ís- lenskrar tungu. Hvert er erindi Stjórmmarfé- lagsins til kvenna hér í Reykja- vík? Það er að bjóða þeim á námskeið í fullkomnun, því eins og allar konur vita þá em þær afskaplega misheppnaöar. Námskeiðið er kennt við fugl- inn Fönix eða „Phoenix" upp á móðurmál námskeiðsins, ensku, en fuglinn sá lifði í fimmhundmð ár, fór svo og dó og nýr Fönix reis úr þeirri ösku til að fljúga hærra en aðrir fugl- ar. Hér er sem sé verið að lofa fólki nýju lífi, nýjum ham, og að fljúga svo með himinskaut- um. Þróub hæfni í feitletruðum inngangi er að finna orörétt þessa lýsingu á námskeiöinu: „Hvað aöskilur afreksfólk (peak performers) frá fjöldan- um? Það er ekkert leyndarmál. Afreksfólk hugsar og hegðar sér einfaldlega á árangursríkari hátt. Það streymir frá því metn- aður, persónutöfrar og sjálfs- traust. Það afrekar miklu. Nú býðst þér tækifæri til að tileinka þér þessa þróuðu hæfni, eigin- leika og viðhorf sem allir afreks- menn og konur hafa. Á Phoenix námskeiðinu lærir þú það sem til þarf (the winning edge) til að ná árangri og skara fram úr. Þú lærir hin heillandi mynstur yfir- burða, sem gera venjulegu fólki kleift að ná framúrskarandi ár- angri ... í vinnunni og einkalífi. Taktu ákvörðun núna um að gera þínar æðstu vonir að vem- leika. Phoenix námskeiðið sýnir þér hvernig þú átt að fara að því." Þetta er svolítið eins og samið af Kristjáni heiti ég Ólafssyni, svo mjög þarf íslenskur höfund- ur ab grípa til enskrar tungu til ab koma því frá sér sem hann eða hún vildi raunvemlega sagt hafa - viröist satt að segja eiga nokkub langt í land með að verða „peak performer" á ís- lenska tungu. Enda er þetta ætt- að frá Ameríku, hannab þar og hugsað, og ber þess ærin merki. Fönixnámskeiöið mun upp- fundiö af Brian Tracy, sem hefur stafina C.P.A. og E á eftir nafn- inu sínu, en þess er getið að þeir stafir séu „æðsta viðurkenning Þetta er svolítið eins og samið afKrístjáni heiti ég Ólafssyni, svo mjög þarf íslenskur höfundur að grípa til enskrar tungu til að koma því frá sér sem hann eða hún vildi raunverulega sagt hafa - virðist satt að segja eiga nokkuð langt í land með að verða „peak performer" á íslenska tungu. tyriT opinbera ræöumennsku". Á myndum lítur Brjánn þessi út eins og frambjóðandi - við sjá- um mynd af traustvekjandi og myndarlegum jakkalakka á stór- um skjá að veifa höndunum á þennan hátt sem þeir kenna í stjómmálaskólunum og undir er íslenskur texti: „... hvað þér finnst um sjálfan þig." Að öðru leyti minnir hann um sumt á þá gúrúa sem stundum hafa hing- að borist handa fólki í föður- og umsjárleit - lögð er í kynningu gríðarleg áhersla á feikilega víð- feðma menntun hans. Þannig segir orörétt í bæklingnum: „Brian hefur lagt meira en 30.000 klukkustundir í nám í sálarfræði, heimspeki, hagfræði, stjórnmálafræöi, félagsfræði og viðskiptum." Nú veit maður ekki hvort hann leggur fram stimpilklukkukort sem bevís upp á sína menntun, en óneit- anlega er þab frumlegur mæli- kvarði á menntun að skrifa hjá sér tíma - yfirleitt notast fremur menn vib titla á borð við B.A., magister eða jafnvel doktor. Þó veit maður aldrei hvemig þeir fara að þessu þarna í Amer- íkunni. En hinn lúsiðni og gagn- menntaði Brian hefur samt ekki Bceklingur sem kynnir stjórnunarnámskeib. bara legiö yfir bókum sína ótrú- lega vellukkuöu ævi, ef marka má bæklinginn, því þar stendur ennfremur þetta um hann: „Bri- an hefur að baki farsælan starfs- feril í sölu-, markaðs-, fjárfest- inga-, innflutnings- og dreifing- ar-, fasteignaþróunar-, bifvéla-, þjálfunar- og stjórnunarráð- gjöf." Tilvitnun lýkur. Hann hefur þannig veriö milli þess að mennta sig í meira en 30.000 klukkustundir á þönum við að ráða öðmm heilt um bifvélar og hvað þá heldur annað. Og ekki er nóg með það, því auk alls þessa hefur hann gefið sér tíma til að starfa í meira en áttatíu löndum í sex heimsálfum og verið að skipuleggja þetta nám- skeið sem reykvískar konur eiga nú kost á, en það er samkvæmt bæklingnum orðrétt „árangur tuttugu ára rannsóknarstarfs á árangri og velgengi um allan heim". Þetta skil ég þó - þetta merkir að hann hafi verið í tutt- ugu ár aö rannsaka árangur og velgengni - og nú getur hann sumsé deilt með okkur niður- stöðum sínum á myndböndum, en eins og við munum var kost- urinn við þá aöferð að „þú lærir og manst í miklu mæli af hrað- virkri, raunhæfri kynningu á gagnlegri hæfni og kraftmikilli stjómunartækni". Sjö lyklar aö já- kvæöum breyting- um á sérhverju sviöi Það er svolítið erfitt að átta sig á þessu, en mér sýnist aö 27 myndbandsþættir eigi að breyta hinum misheppnuðu íslensku konum í fuglinn Fönix. Og hver þáttur býður upp á nokkur at- riði, sem viðkomandi þarf að leggja á minnið eins og möntm og tauta meb sjálfum/ri sér á erfiðum stundum, geri ég ráð fyrir. Minnisatriðin heita hér að sjálfsögðu yfirleitt „lyklar" upp á ný-ísl-ensku. Þannig þurfum við að læra „sjö lykilatriði að velgengni" ... „sjö huglæg lög- mál til aö ná fram jákvæðum breytingum á sérhverju sviði lífs þíns"... „fjögurra þrepa ferli til að losna undan ótta og áhyggj- um'... „fimm huglæg lögmál til að breyta lífi þínu"... „fimm lykilatriði við að setja sér mark- mib"... „tólf þrep til að ná markmiðum sínum"... „sjö lyk- ilskref í átt aö gagnlegri per- sónulegri tímastjómu" ... „fjög- ur mikilvæg atriði og þrjá lykla að skapandi lausn vanda- mála"... „sjö lykla til að geta aukið orkuþína" ... „sex lykilat- riöi að farsælum samböndum" ... „tvö lykilatriði sem stuðla að því að böm verði afreksfólk" ... og síðast en ekki síst: „fjórar leiðir til að segja bömunum þínum aö þú elskir þau". Gagnlegt. Ætli ég þyrfti ekki hátt í þúsund klukkustundir til að geta munað og haldið að- greindum öllum þessum lykl- um, og þó er aldrei að vita hvab maður er fær um þegar maður hefur „lært og munað í miklu mæli af hraðvirkri raunhæfri „sjö lykla til að geta aukið orku þína" ... „sex lykilatríði að farsœlum samböndum" ... „tvö lykilatríði sem stuðla að því að böm verði afreks- fólk" ... ogsíðasten ekki síst: „fjórar leiðir til að segja bömunum þínum að þú elskir þau". kynningu á gagnlegri hæfni og kraftmikilli stjórnunartækni". Og vissulega er eftir nokkm ab slægjast. Þú lærir af Brian Tracy CPAE, svo fátt eitt sé talið, „hvernig hugur þinn starfar" ... „hvernig þú getur haft stjórn á gæðum lífs þíns með hugsunum þínum" ... „hvernig opna má fyrir orkuna í undirmeðvitund þinni og hvernig þú getur frels- að sjálfan þig frá skoðunum sem hefta þig og fengiö vald á huga þínum með því að nota reyndar aðferðir". Einhvern veginn virkar þetta síðasta eins og skrautpakkningar utan um annað og ljótara orð, sem er heilaþvottur - en við skulum Fimmtudagur 5>maí 1994^ G ubmundur Andrí Thorsson. ekki fást um þab, því þú lærir „hvemig og hvers vegna ytri veröld þín er einungis endur- speglun af innri veröld hugsana og tilfinninga" ... „hvemig þú getur breytt grunngerð þinni" ... „hvemig nota má sjónmynd- un (visualization) til ab marka ímynd hins fullkomna sjálfs í undirmeðvitund þinni". Ég endurtek: „... marka ímynd hins fullkomna sjálfs í undir- meðvitund þinni". Vib skulum muna að hér talar maður með 30.000 klukkustunda nám aö baki og vib verðum að treysta því að þetta merki eitthvað, komumst kannski ab því þegar við höfum lært „að tvöfalda hæfileika heilans", eins og okk- ur er lofað, og lært megmn, bætt mataræði, þolfimiæfingar, ab hætta að reykja og ekki síst „... hvernig ýta má létt vib nátt- úrulegum tilhneigingum lík- ama þíns í átt ab betri heilsu og meiri orku". Við læmm að „takast á við hina sex stóm streituþætti (the Big six stress- ors)" og læmm að „nota stað- gengnislögmálið (the law of substitution)" og „Lögmál óbeins átaks" læmm vib líka „(the Law of indirect Effort)" og „hvemig vera má vinsæl og metin að verðleikum". Brian telur ekki eftir sér að kenna okk- ur ástina, kenna okkur að verða foreldrar, afhenda okkur lykil- inn að hamingjusömu fjöl- skyldulífi og loks er það þáttur númer tuttugu og sjö sem heitir „að finna tilganginn með líf- inu". Rétt nýting á staö- gengnislögmálinu Og allt í einu er þetta fariö að hljóma svolítiö kunnuglega. Bíðum nú aöeins við, var ekki einhvern tímann einhver annar sem átti afl til að veita okkur hjálpræði í allri okkar neyð? Það er greinilegt að stjómendur Stjórnunarfélags íslands telja sig hafa fundið sjálfan Messías, hafa aö minnsta kosti beitt „staðgengnislögmálinu" gagn- vart þeim sem hingað til hefur verið talinn verðskulda þá nafn- gift. Það er þeirra mál. Og eigin- lega er ég að vona að það sé líka þeirra mál, ef þau halda að þau geti enn einn ganginn verið að reyna að telja konum trú um að þær séu ómögulegar og mis- heppnaöar og glataðar og verði að bæta sig, og geti breyst í ofur- konur með því að horfa á nokkrar myndbandsspólur þar sem einhver Kani malar um að „marka ímynd hins fullkomna sjálfs í undirmeövitundinni". Við hin, sem vitum að fólk er stundum latt og stundum kátt og stundum klárt og stundum heimskt, stundum fúlt og stundum fyndið, stundum svangt og stundum satt, stund- um fallegt og stundum ljótt og stundum flott, stundum í svona skapi, svona skapi, eða í svona skapi - við sem vitum að fólk er stundum svona og stundum hinsegin, en yfirleitt „alveg lygi- lega gott", vib verðum bara ab beita „staðgengnislögmálinu" gagnvart svona sendingum frá Stjórnunarfélaginu. Því enginn, ekki einu sinni maður sem seg- ist hafa lært heima í 30.000 klukkustundir, getur fært okkur óskasteininn. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.