Tíminn - 05.05.1994, Page 11
Fiirfi'fttudagufcS^maí 1994
11
Jón V. Hjaltalín
bóndi í Brokey
Fæddur 8. júlí 1895
Dáinn 17. apríl 1994
Laugardaginn 23. apríl s.l. var
gerö frá Stykkishólmskirkju út-
för Jóns Bergs Vigfússonar
Hjaltalín, bónda í Brokey, og
var hann lagöur til hinstu hvílu
meöal ættingja sinna í Narfe-
yrarkirkjugarði.
Jón fæddist í Brokey 8. júlí
1895 og var hann því tæplega
99 ára þegar hann lést. Foreldrar
hans voru óðalshjónin í Brokey,
Kristjana G. Kristjánsdóttir og
Vigfús Jónsson Hjaltalín. Jón
var elstur 8 systkina og eru nú
aðeins á lífi Vilhjálmur, Lilja og
Eygló. Látin eru Laufey, Lára,
Hildur og Kristín.
Jón liföi mestu byltingatíma í
sögu þjóöarinnar, sem taldi
74.508 íbúa við fæöingu hans,
en 264.922 við lát hans. Fyrstu
bamsárin ólst Jón upp í torfbæ,
eins og þjóöin haföi gert um
aldir. Ariö 1902 reisti faðir hans
stórt tvílyft timburhús og þar
var heimili Jóns næstu 50 árin.
Jón byrjaði snemma aö vinna
viö bústörfin, sem voru mjög
margbreytileg við eyjabúskap-
inn. Á þessum tíma vom vélar
ekki komnar til aö létta störfin.
Eyjarnar sem tilheyra Brokey
skipta mörgum tugum og milíi
þeirra var fariö á árabátum, sem
Jón stjómaöi vel og örugglega,
þótt straumar væm varasamir
og mikiö um boöa og sker. Þaö
var því mikil bylting þegar vél-
bátur var smíöaöur árið 1927,
enda var hann nefndur „Léttir".
í Brokey var stundaður sauð-
fjárbúskapur, nautgripir vom
aðeins til aö fullnægja heimilis-
þörfum, 15-20 manns vom í
heimili. Selveiðar og hrogn-
kelsaveiöar vora stundaðar og
önnur hlunnindi nýtt, svo sem
æöardúnn, egg, fugl, mótekja
og fleira. Heyskapur fór fram í
mörgum eyjum, þar var slegið
með orfi og ljá, heyið þurrkaö,
bundið í bagga, borið á bakinu
niður í bát, síöan var tekiö til ár-
anna og róið heim í vör. Þar var
heyið tekiö upp úr bátnum, híft
meö spili upp kletta og dregiö
meö hestum heim að hlööum.
Erfiðið var mikið, enda uröu
viöbrigðin mikil þegar vélar
komu til aö létta störfin. Bátar
vom smíðaðir og gert viö eldri
báta. Brú var byggö yfir á næstu
eyju, Noröurey. Þar sem flæði-
hætta var fyrir kindur, vom
hlaðin upp sker. Víöa vom
hlaðnar vörður á hólum og
hæöum og em þær góð leiða-
merki. Margt var starfaö og
reynt að nýta allt sem til var.
Samvinna og samhjálp var að-
alsmerki þessa fólks sem í eyjun-
um bjó og þannig var sigrast á
öllum vandamálum sem aö
steðjuðu. Stundum vom ísalög
svo mikil á vetmm að ekki varð
komist í kaupstað í tvo til þrjá
mánuði á ári.
Jón var smiður góður, söng-
maður og spilaði á orgel. Hann
tók mikinn þátt í félagsstörfum,
var stjórnarmaður í Kaupfélagi
Stykkishólms um árabil, sýslu-
nefndarmaður fyrir Skógar-
strandarhrepp mjög lengi og
lagði ævinlega gott til mála.
Ennfremur var hann í hrepps-
nefnd, skólanefnd og sóknar-
nefnd og var þannig virkur fé-
lagsmálamaður, þótt hann nyti
ekki nema þriggja mánaða far-
t MINNING
kennslu í æsku. Liðtækur ljós-
myndari var hann og er mynda-
safn hans geymt á Þjóðminja-
safninu. Þjóðin var á hraðri leið
til frelsis og háleitar hugsjónir
fylltu hugi fólksins, ekki síst í
ungmennafélagshreyfingunm,
en þar tók Jón fullan þátt í störf-
um Ungmennafélagsins
Trausta.
Áriö 1941, þegar Jón var orð-
inn hálffimmtugur, fékk hann
stærsta happdrættisvinning lífs-
ins þegar hann giftist eftirlif-
andi eiginkonu, Ingibjörgu Páls-
dóttur. Þeirra böm em:
Vigfús, maki Margrét Ásgeirs-
dóttir.
Páll, maki Ásta Jónsdóttir.
Bergur, maki Ásdís Herrý Ás-
mundsdóttir.
Bamabömin em 9 og bama-
bamabörnin 5.
Áriö 1941 hættu foreldrar Jóns,
Kristjana og Vigfús, búskap í
Brokey og við tóku Jón og Ingi-
björg og bróðir hans Vilhjálmur
og eiginkona hans Jóhanna
Guðjónsdóttir, sem er frænka
Ingibjargar konu Jóns. Kristjana
og Vigfús vom í Brokey til
dauðadags og nutu frábærrar
umönnunar tengdadætra sinna.
Vigfús andaðist 90 ára árið 1952
og Kristjana andaðist 94 ára
1968.
Bræðumir í Brokey og konur
þeirra bjuggu þar myndarbúum
um þrjátíu og sex ára skeið.
Byggt var nýtt íbúðarhús,
keyptar dráttarvélar og fleiri
tæki, skuröir grafnir með skurð-
gröfu og tún ræktuð, því nú átti
að hætta að flytja hey milli eyja.
Rafmagnið hélt innreið sína og
síminn kom. Allt varð bjartara
og léttara. Gestagangur var mik-
ill, höfðinglegar veitingar fram
bornar, ferðamönnum liösinnt
og upplýsingar veittar um eyja-
líf og sögu kynslóöanna.
Ingibjörg og Jón fluttu til
Stykkishólms 1977 og keyptu
sér lítið hús að Bókhlöðustíg 10,
til vetrarsetu. Húsið stendur
hátt og úr gluggum þess gat Jón
fylgst meö mannlífinu í Stykkis-
hólmi og bátsferðum milli eyja.
Á sumrin dvöldu þau hjón í
Brokey í nánd við fjölbreytt
dýralíf og gróskumikinn eyja-
gróður. í Stykkishólmi nutu þau
hjón návistar barna sinna,
barnabarna og fjölbreyttrar
starfsemi eldri borgara.
Jón var hress og kátur til síð-
ustu stundar. Að kvöldi 17. þ.m.
bauö hann góða nótt og lagði
síðan upp í hinstu för. Ég votta
Ingibjörgu, börnum og öömm
aðstandendum innilega samúð.
Með Jóni frænda er genginn
góður og réttsýnn maður, mikill
samvinnumaður. Blessuð sé
minning hans.
Vigfús Gunnarsson
DAGBÓK
IFimmtudagur
^ I
mai
125. dagur ársins - 240 dagar eftir.
18. vika
Sólris kl.4.43
sólarlag ki. 22.08
Dagurinn lengist
um 6 mínútur
Féiag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Bridskeppni, tvímenningur, kl.
13 í dag í Risinu.
Tryggvi Ólafsson sýnir í
Listasafni ASÍ
Laugardaginn 7. maí n.k. verður
opnuð sýning á verkum listmál-
arans Tryggva Ólafssonar í Lista-
safni ASÍ aö Grensásvegi 16A.
Sýningin opnar kl. 16 og stendur
til mánudagsins 23. maí.
í sýningarskrá stendur m.a.:
„Tryggvi ðlafsson er úr hópi
þekktustu núlifandi listamanna
íslenskra. Eftir nám viö Handíða-
og myndlistarskólann í Reykja-
vík stundaði hann nám við Lista-
akademíuna í Kaupmannahöfn.
Þar hefur hann búið síöan, í sem
næst þrjá áratugi, unniö aö list
sinni og jafnframt kennt við aka-
demíuna."
Nú er Tryggvi aö koma heim
siglandi yfir hafið með fjölda
mynda í farteskinu og ætlar að
opna stóra og fjölbreytta sýn-
ingu í salarkynnum Listasafns
ASI.
Sýningin verður opin alla daga
frá kl. 14-19. Lokaö á miðviku-
dögum.
Allir velkomnir, ókeypis að-
gangur.
Vorsýning Stóöhesta-
stöövarinnar í Gunnars-
holti
Laugardaginn 7. maí verður hin
árlega vorsýning Stóöhestastööv-
ar ríkisins í Gunnarsholti á Rang-
árvöllum. Hefst sýningin kl. 14
með hópreiö félaga úr hesta-
mannafélaginu Geysi. Síöan
verða sýndir þeir hestar sem
tamdir hafa verið og þjálfaðir í
stöðinni í vetur, auk nokkurra
úrvals stóðhesta af Suðurlandi.
Einnig veröur kynning á ungfol-
um, en nokkmm bráðefnilegum
folum er enn óráðstafað til notk-
unar nú í sumar.
Eftir sýninguna verður kvenfé-
lagiö Unnur með kaffisölu í
Gunnarsholti.
Fimm listamenn frá
Þrándheimi sýna í Hafn-
arborg
Laugardaginn 7. maí kl. 14 verb-
ur opnuö í Hafnarborg í Hafnar-
firði sýning á verkum fimm lista-
manna frá Þrándheimi í Noregi,
sem kalla sig Gmppe 5. Hér er
um ab ræða þá Hákon Bleken,
Ramon Isem, sem nú er látinn,
Halvdan Ljosne, Lars Tiller og
Roar Wold. Þessir listamenn
sýndu fyrst saman undir nafninu
Gmppe 5 í Þrándheimi fyrir um
þrjátíu ámm og vakti hópurinn
strax mikla athygli í norsku lista-
lífi, enda þótt listamennimir
hefðu þegar skapað sér nafn hver
í sínu lagi. Þetta var í fyrsta sinn
að bær utan Óslóar varð mið-
punktur í framsækinni listsköp-
un og hópurinn — Gmppe 5 —
varðaði veginn fram á við í
norskri listasögu.
Sýningin í Hafnarborg er haldin
í samvinnu sendiráös Noregs á
íslandi og Hafnarborgar. Þrír
listamannanna, þeir Bleken,
Ljosne og Wold, em komnir til
landsins í tilefni sýningarinnar
ásamt Sigve Gramstad frá norska
menntamálaráöuneytinu og
fleiri gestum. Þess má geta aö
sunnudaginn 8. maí verður opn-
ub sýning í Norræna húsinu á
myndskreytingum Hákons Blek-
en vib skáldsögu Knuts Hamsun,
Leyndardóma.
Sendiherra Noregs á íslandi, hr.
Nils Dietz, opnar sýninguna, en
hún verður opin frá kl. 12-18 alla
daga nema þriðjudaga.
Listasafnib á Akureyri:
3 nýjar sýningar opn-
aöar um helgina
Laugardaginn 7. maí kl. 16 verða
opnaðar 3 sýningar í Listasafn-
inu á Akureyri.
Listasafnið er opiö alla daga vik-
unnar, nema mánudaga, frá 14-
18. Sýningamar standa til 1.
júní.
í austursal sýnir Klaus Dieter
Francke ljósmyndir frá íslandi.
Klaus Francke fæddist í Hamborg
1935 og býr enn í fæöingarborg
sinni. Hann nam arkitektúr og
vann sem arkitekt um níu ára
skeið. Á þessum ámm ferðaöist
hann mikið. Eftir ab Francke
sagði skilib viö arkitektúrinn hef-
ur hann unniö sem „free-lance"
ljósmyndari og unnið fyrir mörg
þekkt feröatímarit, þeirra á með-
al MERIAN og GEO. Síðan 1975
hefur hann einkum unniö að
gerð ljósmyndabóka.
í miðsal em sýnd verk úr eigu
Akureyrarbæjar. Sýndar verða
nokkrar nýlegar myndir sem
Menningarsjóður Akureyrarbæj-
ar hefur fest kaup á. Höfundar
em m.a. Eyjólfur Einarsson, Birg-
ir S. Birgisson, Kristín Gunn-
laugsdóttir, Gubmundur Á. Sig-
urjónsson og Tryggvi Ólafsson.
í vestursal verður sýning sem
hlotið hefur nafnið „Hin mann-
lega mósaikmynd". Hér er um aö
ræða sameiginlegt verkefni allra
grunnskóla á Eyjafjarbarsvæð-
inu, sem lagt var fyrir nemendur
af myndmennta- eða bekkjar-
kennumm. Nemendur gátu gert
eina eba fleiri myndir og flestir
geröu fleiri en eina. Þetta em
sjálfsmyndir, myndir af vinum
og félögum eða, eins og krakk-
amir segja sjálf, „bara myndir af
einhverjum krökkum". Mynd-
irnar em teiknaðar með svörtum
penna og litaðar með tússlitum.
Myndlistasýning nem-
enda Myndlistaskólans í
Hafnarfiröi
Laugardaginn 7. og sunnudag-
inn 8. maí gengst Myndlistaskól-
inn í Hafnarfirði fýrir sýningu á
myndverkum nemenda, sem
unnin hafa veriö á vorönn. Sýn-
ing nemenda yngri en 16 ára
veröur haldin í húsnæði skólans
að Strandgötu 50, 2. hæð. Sýning
nemenda í framhaldsdeild skól-
ans veröur haldin í Listamibstöö-
inni í Straumi við Reykjanes-
braut. Hún er haldin í tengslum
við opnun nýrra gestavinnu-
stofa, sem formlega verða teknar
í notkun í Listamiöstöðinni laug-
ardaginn 7. maí. Sýningamar
verða opnar frá kl. 14-18 báöa
dagana og em allir velkomnir.
APÓTEK
Kvöld-, nætur- og holgidagavarsla apóteka I
Reykjavik frá 29. april tll 5. mal er i Garös apóteki
og Lyfjabúðinni löunni. Þaö apótek sem fyrr er
nefnt annast eitt vörsluna frí kl. 22.00 að kvöldi til
kl. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnu-
dögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu
eni gefnar i slma 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands
erstarfræktumhelgarogá stórhátiöum. Simsvari 681041.
Hafnarfjöröur Hafnarfjaröar apólek og Noröuibæjar
tek era opin á virkum dögum frá M. 9.00-18.30 og til skiptis
annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek era opin
virka daga á opnunartima búöa. Apótekin skiptast á sina
vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. A
kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, tl Id.
19.00. A helgidögum er opiö frá Id. 11.00-12.00 og 20.00-
21.00. A ööram tlmum er lyfjafræöingur á bakvakl Upplýs-
ingar era gefnar I slma 22445.
Apótek Keflavíkun Op'rö virka daga frá Id. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opió virka daga frá Id. 8.00-
18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 10.00-1200.
Akranes: Apötek bæjarins er opið virka daga tl Id. 18.30.
A laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. W. 13.00-14.00.
Garöabær Apótekið er opiö rámhelga daga Id. 9.00-
18.30, en laugandaga Id. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
HELSTU BÓTAFLOKKAR:
1.maí1994. ^
Mánaðargreióslur
Elli/örorkulifeyrir (gmnnlífeyrir).......... 12.329
1/2 hjónalifeyrir............................11.096
Full tekjutrygging ellilifeyrisþega........ 22.684
Full tekjutrygging örorkulffeyrisþega........23.320
Heimilisuppbót................................7.711
Sérstök heimilisuppbót........................5.304
Bamalifeyrir v/1 bams...................... 10.300
Meölagv/1 bams .....................:.......10.300
Mæðralaun/feóralaun v/1 bams..................1.000
Mæöralaun/feðralaun v/2ja bama................5.000
Mæöralaun/feðralaun v/3ja bama eöa fleiri...10.800
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaöa .............15.448
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaöa ...........11.583
Fullur ekkjulifeyrir....................... 12.329
Dánarbætur i 8 ár (v/slysa)..................15.448
Fæöingarstyrkur..............................25.090
Vasapeningar vistmanna.......................10.170
Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170
Daggreiöslur
Fullir fasöingardagpeningar................1.052.00
Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20
Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80
Slysadagpeningar einstaklings................665.70
Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80
GENGISSKRÁNING
04. mai 1994 kl. 10.54
Opinb. vtðragengl Gengl
Kaup Sala skr.fundar
Bandaríkjadollar 70,43 70,61 70,52
Steriingspund 106,13 106,41 106,27
Kanadadollar 50,78 50,94 58,86
Dönsk króna ....10,916 10,948 10,932
Norsk króna 9,841 9,871 9,856
Sænsk króna 9,245 9,273 9,259
Finnskt mark ....13,173 13,213 13,193
Franskur franki ....12,468 12,506 12,487
Belgiskur franki ....2,0746 2,0812 2,0779
Svissneskur franki. 50,16 50,32 50,24
Hollenskt gyilini 38,04 38,16 38,10
Þýskt mark 42,72 42,84 42,78
Itölsk lira ..0,04428 0,04442 0,04435
Austurriskur sch 6,071 6,091 6,081
Portúg. escudo 0,4149 0,4163 0,4156
Spánskur peseti ....0,5201 0,5219 0,5210
Japansktyen 0,6944 0,6964 0,6954
103,36 103,70 103,53
SérsL dráttarr 100,30 100Í60 100,45
ECU-EvrópumynL... 82,26 82,52 82,39
Grísk drakma 0,2899 0,2909 0,2904
KROSSGÁTA
1 2 3 1 4 5 6
7 8
9 10
11
12 13 14 15
16 1 17
18 J 19
70. Lárétt
1 tímabil 4 eindagi 7 stilltur 8
traust 9 japlabi 11 kaun 12
knettina 16 klampa 17 nægilegt
18 mjúk 19 lækkun
Lóðrétt
1 fátæk 2 smálúða 3 tuskan 4
fuglsins 5 hagnað 6 þreyta 10
hlé 12 skrokk 13 þjaki 14 ílát 15
þræta
Lausn á síðustu krossgátu
Lárétt
I vot 4 sjá 7 æki 8 kór 9 langaði
II dáö 12 hirðing 16 æða 17 sói
18 far 19 tal
Lóðrétt
1 væl 2 oka 3 tindrar 4 skaðist 5
jóð 6 ári 10 gáb 12 hæf 13 iða 14
nóa 15 gil