Tíminn - 25.05.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.05.1994, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 25. maí 1994 WtSÍfllll STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Atvinnuuppbygging eba atvinnubótavinna Kosningabaráttan í sveitarstjórnarkosningun- um er nú að komast á lokastig. Kastljósið beinist að kosningunum í Reykjavík, og ef marka má skoðanakannanir réttir Sjálfstæðisflokkurinn hlut sinn í borginni og ljóst er að barist verður um hvert atkvæði á lokasprettinum. Það er einkennandi fyrir stefnuskrár allra flokka í stjórnmálabaráttunni fyrir sveitarstjórn- arkosningar að atvinnumál og aðgerðir í þeim em efst á málefnalistanum. Það sýnir í hnotsk- urn ástandið sem hefur skapast á síðustu ámm á þeim vettvangi. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar virðist ekki hafa neina framtíðarsýn í atvinnu- málum, né sýn um neina varanlega uppbygg- ingu á þeim vettvangi. Þær hugmyndir, sem á dagskrá em, lúta að því að gefa deyfilyf með átaksverkefnum, hvort sem það heldur er í vega- gerð eða með öðmm hætti. Fjárfestingar á íslandi hafa í tíð núverandi rík- isstjórnar minnkað ofan í það að vera liðlega 15% af landsframleiðslu, sem em þær minnstu frá stríðslokum. Þetta skeður meðal annars vegna þess að rekstrargmndvöllur fyrirtækja hefur verið þannig að eiginfjárstaða þeirra hefur stöbugt rýrnab. Það er því dálítið broslegt að nú, nokkmm dögum fyrir sveitarstjórnarkosningar, skuli fomstumenn Sjálfstæðisflokksins fá hug- ljómun um flýtifyrningar til þess að greiða fyrir fjárfestingum. Hugmyndin er auðvitað ekki ný, og það hefði verið í lófa lagið að kynna þessar ákvaröanir áður en Alþingi var slitið, því að þetta snertir fjárhag ríkissjóðs og löggjafarmál- efni. Sama er að segja um fjárfestingar í sam- göngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Allar þessar ráðstafanir bera keim af því að þab er verið ab nota aðstöðu í ríkisstjórn til þess að hjálpa til í sveitarstjórnarkosningunum. Slíkar skyndiákvarbanir em ekki gób stjórnsýsla og flokkast undir áróðursbrögð. Flýtifyrningar og framkvæmdir í vegagerb em góbra gjalda verðar, en hér er um skammtímaaðgerðir að ræða án framtíðarsýnar í atvinnumálum. Framtíðarsýnin á að felast í því að arðbær fyrir- tæki taki við fólki í vinnu í stað þess að vaxtar- broddur atvinnulífsins séu átaksverkefni á veg- um ríkis eða sveitarfélaga. Svo er nú komiö eftir þriggja ára stjórnarfomstu Sjálfstæðisflokksins. Minnkandi atvinnuleysi nú á vordögum er vegna þessara átaksverkefna, sem em nauðsyn eins og ástandið er. Hins vegar er atvinnuleysis- vandinn jafn óleystur til frambúðar, og sveitar- félögin ein megna aldrei að leysa hann nema ríkisvaldið vinni með þeim að því verkefni að skapa atvinnulífinu starfsskilyrbi. Sé sú leið ekki farin, verður framtíbin sú í at- vinnumálum að ungt fólk verður ab vera komið upp á náð ríkis og sveitarfélaga í atvinnumálum. Það viröist vera stefna og framtíðarsýn Sjálf- stæðisflokksins um þessar mundir. Flokkshollusta á flokksblaði Morgunblaöið hefur þann ósið, þegar það fjallar um stjómmál- in í Reykjavík, að gleyma raun- vemleikanum og missa gjör- samlega stjórn á sér í flokksholl- ustunni. Þetta sést t.d. vel á blaðinu um helgina en í Reykja- víkurbréfi mælir blaðið því bót að auglýsingastofur brjóti höf- undaréttarlög, enda séu lög- fræðileg álitamál í auglýsinga- gerð eitthvað sem hægt er að láta liggja milli hluta. Skyndileg viðhorfsbreyting Morgunblaðs- ins gagnvart fjölföldun á efni úr fjölmiölum í leyfisleysi er nán- ast brjóstumkennanleg ekki síst í ljósi þess að blaðið er nýstaðið upp úr málarekstri við Miðlun hf., þar sem það krafðist bóta og umbunar fyrir ólöglega fjölföld- un á efni! Allur samanburður á kosningaauglýsingaiðnaði sjálf- stæöismanna við einstakar til- vitnanir fréttamanna í frétta- tíma annarra fjölmiðla er vita- skuld svo fráleitur að þaö er undarlegt að menn skuli reyna að bera slíkt á borð. Mogginn er sem sagt orðinn boðberi þess að auglýsingastofur geti í heimild- arleysi fjölfaldað efni úr fjöl- miðlum, rifið ummæli fólks úr samhengi og klæmst á þeim aö eigin geðþótta, eins og gert er í auglýsingu Sjálfstæðiflokksins sem hér um ræðir. Maður sem lætur verkin tala? En flokkshollusta Morgun- blaðsins endar ekki með þessari lofgjörð um lögbrot. Nú ríður á að gera borgarstjóra- efni sjálfstæöismanna sem merkilegastan í augum kjós- enda og sýna og sanna að Ami sé maður sem geti látiö verkin tala. En það er ekki sama hvemig verkin tala og Mogginn velur þess vegna úr hluti sem henta Áma Sigfússyni best og fá stjörnu hans til að skína sem skærast. Mogginn þegir þess vegna hátt um staðreyndir eins og þær aö Árni hefur stabið heill og óskiptur að baki misheppn- uðum einkavæbingaráformum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og ber á þeim fulla ábyrgð. Það er ekki orð um þaö að atvinnu- ástandib hefur versnab og ekki er talað um aö það var í stjórn Árna og félaga, sem ástandið GARRI varð eins og það er. Samkvæmt skilgreiningu Moggans sjálfs þá ber Ámi þó ábyrgð á stjórn borgarinnar síöustu ár, saman- ber rök ritsjóranna þegar þeir höfnuðu beiðni Ingibjargar Sól- rúnar um að fá að svara spurn- ingum lesenda um borgarmál- efni eins og Árni. Endurskinsmerki Einu verkin hins vegar sem Mogginn vill láta tala um, em verk sem miða ab því að laga það ástand sem skapast hefur í valdatíö Sjálfstæðisflokksins. Því er kastljósinu beint að nú- inu og jafnvel framtíðinni og dregiö fram hvaðeina sem bmgðið getur birtu á nýju flokksstjömuna. Og eins og tungl sem þiggur ljós sitt að ut- an skín nú stjarna Áma Sigfús- sonar í Morgunblaðinu fyrir til- verknað annarra. Borgarstjór- inn verður eins konar pólitískt endurskinsmerki. Endurmat kjarasamninga er orðið lausnar- orðið sem á að sýna hvemig nýi borgarstjórinn lætur verkin tala - þó svo að hann hafi hvergi komið nærri. í leiðara Moggans á laugardag og í fréttum blaðs- ins um helgina og í Reykjavíkur- bréfi á sunnudag er því í raun haldið fram, ab Árni Sigfússon sé að bjarga efnahag landsins og gjörbreyta starfsumhverfi fyrir- tækja, auk þess sem hann sé að færa stórfelldar vegafram- kvæmdir til borgarinnar. Allar þessar hugmyndir hafa að vísu komiö fram áður í ýmsu formi, sérstaklega frá aðilum utan Sjálfstæðisflokksins en ekki náð fram að ganga vegna þess að sjálfstæðismenn í ríkisstjórn- inni hafa setiö á þeim. En ráð- herrar flokksins láta sig ekki muna um að beita ráðuneytum sínum til að bregða birtu á nýju flokksstjörnuna þegar mikið liggur viö, enda vita þeir að Mogginn mun í krafti stærðar sinnar sjá um að útleggja að- gerðirnar með réttum hætti. Enda greinilegt að blað, sem segir að lög séu bara eitthvað sem getur legið á milli hluta, kallar ekki allt ömmu sína. Garri Skuggi af skáldi Orðstír skálda lifir í verkum þeirra eða deyr með þeim eftir atvikum. Mörg veröa þó einnig fræg af lífs- stíl sínum eða einstökum atvik- um sem em fyrir utan hversdags- leikann. Sjálfsagt muna flestir út- lit Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds af ljósmynd sem tekin var af hon- um dauðadrukkunum úti undir vegg með hattkúf á ská á höfði og brennivínsflösku í hendi. Mynd- in er tekin á Vopnafirði skömmu fyrir dauða skáldsins 1869. Það var athafnamaburinn og síð- ar bankastjórinn Tryggvi Gunn- arsson sem dröslabist með þunga- lamalega myndavél þeirra tíma að drykkjustað skáldsins sem ljóðlínan ...,nú á ég hvergi heima, er eftir og hver einasti íslendingur lærir með móðurmálinu. Tryggvi lærði ljósmyndun og rammagyll- ingu í Kaupmannahöfn og var staddur á verslunarstaðnum með tæki sín og tól þegar svo vel bar í veiði að Fjallaskáldib hallabist að vegg í öllu sínu lánleysi fyrir hunda og manna fótum. Síbasta æviskeibib Ríkissjónvarpið sýndi minningu annars skálds svipaða umhyggju annan í hvítasunnu. Dagsverk er heiti á einhvers konar sundur- lausri samantekt sem á að lýsa degi í lífi Dags Sigurðarsonar. Við liggur að þama hafi ekki ver- ið kynnt annaö en fjörbrot manns sem kominn var að fótum fram vegna áfengissýki og lífemis sem enginn mannslíkami þolir. Læknir kvað upp sinn úrskurð í myndinni og ábur en endanlegri gerð hennar lauk var Dagur allur. Til sanns vegar má færa að drykkjufýsn hafi ráðið síbasta Á víbavangi æviskeiði Dags Siguröarsonar og að hann hafi sjálfur dæmt sig til útlegðar utangarðsmannsins sem lætur drykkju ganga fyrir öðrum þörfum. Hitt er fals að gera upp lista- mann eins og Dag Sigurðarson meb þeim hætti sem einhverju kvikmyndafólki þóknaðist að gera og selja ríkisfjölmiðlinum, sem raunar er ekki vandur ab virbingu sinni. Maður er svo vanur dillitantism- anum í svokallaðri íslenskri kvik- myndagerð ab ekki tekur því ab setja út á mynd og hljóð og alla þá tæknilegu vankunnáttu sem bobið er upp á alltof oft, eins og í Dagsverki. Einhliba mynd Þau vinnubrögb að sýna Dag ein- hliða sem alkóhólista sem var að fíflast til að leika skáld fyrir fram- an myndavél em minningu hans ekki sambobin. Aubvitað var þama verib að reyna að draga upp mynd af degi í lífi langdmlddns og sjúks manns, en ekki veriö að lýsa ævi- skeiði skálds. Ekki hefði samt sak- aö að einhver hefði farib sæmi- lega með kvæði eftir Dag og að bmgöið hefði veriö upp einhverj- um neista af uppreisnarmannin- um orðhaga sem rassskellti sam- tíðina með háði og skarpri sýn og óvæntum sannleikskomum. Ekkert af þessu vakti fyrir kvik- myndafólki, aöeins ab velta sér upp úr niðurlægingu alkóhólist- ans og sýna skuggann af skáldi sem var að ljúka sínum ævikvóta. Samt var enn töggur í Degi og fmmlegum hugleiöingum hans um hvor væri hann og hver speg- ilmyndin sem þættist vera hann. Hugdetta um hvernig drasl er bú- ið til úr drasli er honum lík. Nóg er um þab ab fólk sem kynnt er í fjölmiðlum sé fegrað óhóflega, hlaðið á það oflofi og afrekin margfölduð. Til foma var oflof talið háð og var vígt um. En ekki er skárra að draga upp mynd af listamanni á þann hátt sem hér er gert að umtalsefni. Dagur Siguröarson var brokk- gengur í borgaralega samfélaginu sem hann hrærðist í og ekki ávallt samstíga samferðamönnunum. En hann var hvass, hann var sjá- andi og hann var skáld. Hlaupastrákar með myndavélar og vond hljóbtæki sem sáu hann ekki nema sem drykkjuræfil ættu að láta minningu hans í friði. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.