Tíminn - 25.05.1994, Blaðsíða 10
10
Wmáwm
Miövikudagur 25. maí 1994
ÚRSLIT
Fram-Stjarnan 0-0
Sanngjarnt jafntefli í fyrsta
leiknum á íslandsmótinu.
Stjömumenn voru meira meb
boltann, en tókst illa aö skapa
sér hættuleg færi. Framarar
fengu hættulegasta færiö, þeg-
ar Kristinn Haflibason skaut
boltanum í stöngina af stuttu
færi þegar lítið var eftir af
leiknum. Baldur Bjamason,
Siguröur Guðmundsson og
Valgeir Baldursson léku best
gestanna, en Birkir Kristinsson
best Framara.
Valur-ÍBK 1-1
Fjarvera Valsmanna úr helstu
mótum vorsins virðist há
þeim, en þeim tókst þó að ná
jafntefli við Suðumesjaliöið.
Marco Tanasic skoraði fyrsta
markið, sem var jafnframt
fyrsta mark íslandsmótsins, og
kom það á 53. mínútu. Jón
Grétar Jónsson jafnaði á 63.
mínútu. Gunnar Oddsson og
Marko Tanasic léku best Kefl-
víkinga, en hjá Val voru Stein-
ar Adolfsson og Eiður Smári
Guðjohnsen bestir.
ÍA-FH 0-0
Mikill rokleikur á Skipaskaga,
sem einkenndist af fáum fær-
um en miklu miðjuþófi. Ólafur
Þóröarson lék ekíd með ÍA og
hefur það líklega veikt liðið
talsvert. Árangur FH-inga er þó
framför hjá þeim í viðureign-
um sínum við ÍA, enda fóru
báðir leikimir 5-0 fyrir ÍA í
fyrra. Stefán Amarson var iang-
bestur FH- inga, en Sigursteinn
Gíslason lék manna best í ÍA.
Þór-ÍBV 0-0
Fátt um fína drætti á lélegum
velli. Sterka menn vantaði í
bæði lið, en jafntefli. voru
sanngjömustu úrslitin í leikn-
um. Bjami Sveinbjörnsson hjá
Þór og Steingrímur Jóhannes-
son hjá ÍBV fengu báðir ákjós-
anleg færi til að gera mark, en
tókst ekki. Láms Orri Sigurðs-
son í Þórsliðinu og Heimir
Hallgrímsson hjá ÍBV stóðu sig
best, hvor með sínu liði.
1. deild kvenna
UBK-KR 3-0
Haukar-Dalvík 1-1
2. deild karla
UMFG-Fylkir 2-2
Þróttur R.-ÍR 3-1
Víkingur-HK 1-0
Þróttur N.-Leiftur 2-1
KA-Selfoss 2-0
3. deild karla
Reynir S.-Höttur 4-3
Fjölnir-UMFS 3-1
Haukar-Dalvík 2-2
BÍ-Tindastóll 2-2
Völsungur-Víðir 2-2
4. deild karla
Leiknir R.-Ökklinn 0-1
UMFA-Snæfell , 8-1
Njarðvík-Víkingur Ól. 2-0
Hamar-Léttir 0-2
Árvakur-Golfkl. Grind. 1-0
Magni-SM 2-0
Hvöt-Kormákur 2-0
KS-Þrymur 5-0
Geislinn-HSÞ.b 2-7
Huginn-KVA 1-2
YNGSTUR FRA UPPHAFI
Valsarinn Eibur Smári Cuöjohnsen, sem sést hér fyrir mibri mynd, lék sinn fyrsta leik í fyrstu deildinni á sunnudag gegn ÍBK og stóö sig vel. Eibur Smári varb
jafnframt yngsti ieikmaburinn til ab leika í 1. deild, en hann er abeins 15 ára og 252 daga gamall. Þorbjörn Atli Sveinsson úr Fram átti gamla metib sem
hann bœtti í fyrra, þegar hann var 15 ára og 270 daga gamall. Meb Eibi Smára á myndinni eru keflvísku leikmennirnir Ragnar Steinarsson og Georg Birg-
ÍSSOn. Tímamynd C.S.
Síðari hálfleikur
eign KR-inga
— skoruöu þá 5 mörk á móti lánlausum nýliöum Breiöabliks
— Tómas Ingi Tómasson geröi 3 mörk
Einkunnagjöf Tímans
1= mjög lélegur 2= slakur
3= í meoallagi 4= qóbur
5= mjög góbur 6= frábær
KR-ingar byrja íslandsmótið í
knattspymu á glæsilegan hátt.
Þeim er spáö íslandsmeistaratitl-
inum og stigu fyrsta skrefiö í átt-
ina aö því að hampa honum meb
því aö sigra Breiðablik á Kópavog-
svelli, 0-5, þar sem 2015 áhorf-
endur horfbu á leikinn í blíðskap-
arveðri. KR-ingar vom eina liöiö
sem sigraöi í sinni viöureign í
fyrstu umferb mótsins, og tróna
því á toppi fyrstu deildar í fyrsta
skipti í mörg ár. Byrjun KR-inga í
ár minnir óneitanlega á byrjun ÍA
í fyrra, sem malaöi þá andstæö-
inga sína í fyrstu umferð.
Rúnar Kristinsson, fyrirliöi KR,
var ab vonum ánægöur eftir leik-
inn. „Þaö var engin spuming
hver færi með sigur af hólmi eftir
að við komumst í 0-1. Þetta var
svolítil barátta um hvort liöiö
skoraði á undan og það heföu allt
eins getaö oröið Blikamir, en vib
nýttum færin. Þaö er erfitt aö
meta KR- liðið eftir þennan leik,
enda spennan svo mikil, alltjent í
fyrri hálfleik, en nú er fyrsti leik-
urinn búinn og spennan farin, og
næstu leikir okkar segja mikiö um
framhaldið," sagöi Rúnar.
Ekki var knattspyman, sem liöin
sýndu í fyrri hálfleik, upp á marga
fiska. Upphafsmínútumar bám
þess merki að leikmenn vom
mjög spenntir, enda gekk lítiö
upp hjá þeim og t.d. var lítið um
samspil. Hvort. liö fékk eina víta-
spymu í fyrri hálfleik, en Amar
Grétarsson hjá UBK og Óskar
Hrafn Þorvaldsson hjá KR létu
markverðina verja frá sér. Þaö var
því ekki mikinn mun aö sjá á liö-
unum tveimur, en hann átti eftir
aö sjást í seinni hálfleik.
Þaö var eins og leikmenn Blika
hefðu verib í andlegri slökun í
leikhléi og ekki komist úr henni
áður en leikurinn hófst á ný. KR-
ingar áttu hvert marktækifærið á
fætur ööm og vöm Blika var sof-
andi á verbinum hvaö eftir ann-
ab. Hilmar Bjömsson tók horn-
spymu fyrir KR á 67. mínútu,
Cardaklija markvörður stökk upp
í miðjum vítateignum, en missti
boltann fyrir fætur Tómasar Inga
Tómassonar, sem þakkaöi fyrir sig
meö því aö þmma boltanum í
netið. Þar meö slokknaði alveg á
Blikum. James Bett bætti viö öðm
marki á 74. mínútu meö skoti af
stuttu færi eftir laglegt spil viö
Rúnar Kristinsson. Tómas Ingi
stal boltanum af Einari Páli Tóm-
assyni á 81. mínútu og skoraði ör-
ugglega. Heimir Porca stal boltan-
um af Vilhjálmi Haraldssyni á 85.
mínúm, Cardaklija þurfti því ab
fella hann til að koma í veg fyrir
mark og fékk að líta rauða spjald-
ib fyrir. Tómas Ingi skoraöi ömgg-
lega úr vítinu, framhjá Jóni Þóri
Jónssyni sem fór í markið. Þaö var
síöan James Bett sem bætti
fimmta markinu viö, eftir frábær-
an undirbúning Hilmars Bjöms-
sonar og Tómasar Inga.
Spilamennska KR-inga var sem
svart og hvítt í leiknum. Fyrri
hálfleikur var ekki sannfærandi,
en í þeim síðari sýndu þeir sitt
rétta andlit. James Bett spilaði
sinn fyrsta leik fyrir KR og þaö var
ekki annað aö sjá en hann væri
búinn aö aölagast leik liösins vel,
þrátt fyrir lítinn undirbúning.
Hann var sem kóngur á miðjunni
og mjög yfirvegaöur átti hann
hverja góöa sendinguna eftir aðra
út á kantana. Byrjunin hjá Tóm-
asi Inga er frábær og mikilvægt
fyrir hann aö skora þessi þrjú
mörk, en hann skoraði 8 mörk á
öllu mótinu í fyrra. Hilmar
Bjömsson átti margar góöar send-
ingar í leiknum. Hjá UBK stóð
Amar Grétarsson sig langbest og
erfitt aö sjá liöiö án hans. ■
UBK-KR 0-5 (0-0)
Einkunn leiksins: 3
UBK: Cardaklija 3, Vilhjálmur
Haraldsson 2, Sigurjón Kristjáns-
son 1, Úlfar Óttarsson 3 (Rastisl-
av Lazorik 77. mín. 2), Einar Páll
Tómasson 2, Guðmundur Guð-
mundsson 4, Hákon Sverrisson
2, Arnar Grétarsson 5, Grétar
Steindórsson 2, Valur Valsson 1
(Jón Þórir Jónsson 2. mín., 4),
Kristófer Sigurgeirsson 3.
KR: Kristján Finnbogason 4,
Óskar Hrafn Þorvaldsson 3, Izud-
in Daöi Dervic 3, Þormóður Eg-
ilsson 2, Sigurður B. Jónsson 3,
Rúnar Kristinsson 3 (Sigurður R.
Eyjólfsson 80. mín. 1), Hilmar
Björnsson 4, James Bett 6, Salih
Heimir Porca 2 (Magnús Orri
Schram 89. mín. 1), Heimir Guð-
jónsson 2, Tómas Ingi Tómasson
6.
Dómari: Gylfi Orrason 5.
Gul spjöld: Vilhjálmur Har-
aldsson UBK, Grétar Stein-
dórsson UBK, Jón Þórir Jóns-
son UBK.
Rautt spjald: Cardaklija
UBK.
Áhorfendur: 2015
Kvennaknattspyrnan fór afstaö meö stórleik ífyrstu umferö:
UBK lagði erkifjenduma
Islandsmeistarar KR-inga í
knattspymu kvenna mættu
ofjörlum sínum á sunnudag-
inn, þegar þær heimsóttu
Blikastúlkur á Kópavogsvelli.
Leikar fóru 3-0 fyrir UBK eftir
ab staöan haföi veriö 1-0 í
hálfleik.
Sigrún Óttarsdóttir lék mjög
vel meö Breibablik í þessum leik
og skoraöi draumamark á 22.
mínútu, þegar hún þmmaði
boltanum efst í markhornið eft-
ir sendingu frá Olgu Færseth.
Sigrún bætti ööm marki viö á
54. mínútu og kom þaö beint úr
homspymu. Eftir það var allur
vindur úr KR-stúlkum og Blikar
náöu að bæta viö marki undir
fokin, þegat Ásta B. Gypnl^ugs-
dóttir komst ein í gegnum vöm
KR og skoraði framhjá Sigríði
Sophusdóttur, markveröi KR.
Baráttuna höfðu Blikar fram yf-
ir KR í þessum leik, auk þess að
hafa nokkra yfirburði á miðj-
unni. Sigrún Óttarsdóttir og
Vanda Sigurgeirsdóttir léku best
í UBK, en Guðlaug Jónsdóttir
hjá KR, ■