Tíminn - 25.05.1994, Blaðsíða 6
6
Mi&vikutiágfo ÍS. rri’áf 1994
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
KEFLAVIK
Borbvibur úr 30
ára gamalli ösp
Árið 1964 gaf Sigurður Blön-
dal skátakrökkum frá Egils-
stöðum sem voru á skátamóti
á Hallormsstað 5 asparplönt-
ur. Plönturnar voru gróður-
settar í garði Vilhjálms Emils-
sonar að Laufási 7 á Egilsstöð-
um og döfnuðu vel. Nú í maí,
30 árum síðar, lét svo Vil-
hjálmur fella þrjár aspir en
þær voru orðnar mjög stórar
og rúmfrekar.
Ein öspin reyndist vera 14
metrar á hæð og 108 cm í um-
mál, önnur var 14,10 metrar
og 120 cm í ummál og þriðja
var 14,50 m á hæð og ummál-
ið 132 cm.
Því næst lét Vilhjálmur flytja
trjábolina imn í Hallormsstað
og fékk starfsmenn skógrækt-
arinnar til að fletta bolnum í
borðvið. Völundur Jóhannes-
son var svo fenginn til að
mæla út það sem aspirnar
gáfu af sér og reyndist það
vera 37 fermetrar af borðviöi
og var hvert borð tomma á
þykkt.
Viðurinn var mjög fallegur
og gefur fyrirheit um að eftir
20-30 ár verði hægt að fá fal-
legan borðvið úr öllu þvi lerki
sem skógarbændur eru að
setja niöur í dag.
Verk Ríkharbs
Jónssonar til
Djúpavogs
Afkomendur Ríkharðs Jóns-
sonar myndhöggvara hafa
ákveðið að gefa Djúpavogs-
hreppi verk hans sem geymd
hafa verið á vinnustofunni áð
Grundarstíg 15 í Reykjavík. Af
þessu tilefni var efnt til sér-
stakrar athafnar á Djúpavogi
20. maí sl., þar sem dóttir
listamannsins, Ólöf Ríkharðs-
dóttir, afhenti gjafaafsal fyrir
verkunum. Ólafur G. Einars-
son menntamálaráðherra var
einnig viðstaddur og undirrit-
aði samning um framlög ríkis-
sjóös til uppbyggingar lista-
safns Ríkharðs Jónssonar.
Ríkharður Jónsson fæddist á
Strýtu í Geithellnahreppi árið
1888. Hann var afkastamikill
myndhöggvari og eftir hann
liggur mikill fjöldi verka. Ólaf-
ur Ragnarsson, sveitarstjóri á
Djúpavogi, segir að listaverka-
gjöfin hafi mikla þýðingu fyrir
sveitarfélagið og reyndar
fjórðunginn í heild. Safn sem
þetta eigi sér enga hliöstæðu á
Austurlandi.
Bókasafnib er stórt og plássmikib.
Vilhjálmur Emilsson sendur vib lerkibút sem hafbi legib á lóbinni í 14 ár
og aspirnar þrjár ábur en þeim var flett nibur í borbvib í nýju söginni á
Hallormsstab.
safni. Einnig er anddyri og stórt
alrými ásamt snyrtingu. Á efri
hæð viöbyggingarinnar, sem nú
er fokheld, er gert ráð fyrir sjö
almennum kennslustofum.
SVFÍ veitir Subur-
nesjamönnum
gullmerki
Landsþing Slysvarnafélags ísl-
ans var haldið um næstsíðsustu
helgi. Þar voru nokkrum Suður-
nesjamönnum veitt gullmerki,
svokölluö þjónustumerki SVFÍ,
fyrir störf og stuðning við slysa-
vamamál í gegnum tíðina.
Þremur Garðmönnum, einum
Grindvíkingi, og ungri stúlku úr
Njarövík vom veitt merkið. Úr
Sigfús Magnússon, Gubrún Pét-
ursdóttir og Ásgeir M. Hjálmars-
son meb gullmerki Slysavarnafé-
iagsins.
Garöinum voru það Guðrún
Pétursdóttir, Ásgeir M. Hjálm-
arsson og Sigfús Magnússon
sem fengu gullmerkið. Sigmar
Eövarðsson úr Grindavík fékk
einnig gullmerki SVFÍ og Gróa
Axelsdóttir úr Sandgerði. Gróa
tók við merkinu fyrir hönd fjöl-
skyldu hennar en allt frá stofn-
un Sigurvonar í Sandgerði árið
1928, hafa náskyldir ættliðir
Gróu veriö í sveitinni.
Sandgerði:
Nýbygging vlb
skólann tekin í
notkun
Hluti nýrrar glæsilegrar við-
byggingar við gmnnskóla Sand-
gerðis var formlega tekin í notk-
un á Degi fjölskyldunnar. Um
er að ræöa svokallaöan B-áfanga
sem samanstendur af stórum
sal, tónmenntastofu, mynd- og
handmenntastofu ásamt bóka-
Víkurfréttir
BT dagblað
AKUREYRI
Hundur beit póst-
burbarkonu
Hundur beit póstburðarkonu í
Glerárhverfi á Akureyri í síðustu
viku. Konan hlaut lítilsháttar
meiðsl á fæti og fékk sprautu
gegn stífkrampa á slysadeild. At-
burðurinn hefur veriö kærður
til lögreglu.
Aö sögn lögreglunnar var póst-
burðarkonan, sem er á átjánda
ári, aö bera út póst þegar lítill
hundur af greifingjakyni glefs-
aði í fót hennar með þeim af-
leiðingum aö hún hlaut nokkrar
skrámur. Hundurinn var tjóðr-
aður á lóð viðkomandi húss en
gat hlaupið nokkuð um og
komist að útidymm hússins án
þess aö vera leystur úr tjóður-
bandinu. Leyfi er fyrir hundin-
um og mun hann ekki þekktur
að þvi að áreita fólk.
Sauðburöur stendur sem hæst:
Frjósemi fjár alltaf
ab aukast
Sauðburður stendur nú sem
hæst. Hjá mörgum bændum er
um helmingur borinn en ann-
arsstaðar er sauðburður kominn
lengra á veg. Frjósemi hefur ver-
ið óvenju mikil, flestar ær eru
tvílembdar og nokkuö er um
mað ær eigi þrjú lömb.
Sauðburöur hefur gengiö frem-
ur vel á þessu vori á Noröur-
landi en þó hafa nokkur brögö
verið aö því að ær eigi erfitt
meö burð. Elfa Ágústsdóttir
dýralæknir segir að hún geti þó
ekki merkt aö um fleiri útköll
en venjulega væri að ræða
vegna sauðburöar. „Það þarf æt-
íð að hjálpa til í einstökum til-
fellum en þetta er ekki meira í
ár en venjulega," segir Elfa.
Frjósemi sauðfjár hefur veriö
að aukast á undanfömum ámm
og nú virðist heyra til undan-
tekninga að ær fæði eitt lamb.
Guðmundur Víkingsson, bóndi
í Garðshorni á Þelamörk, sagði
að þaö sem af sauöburði væri
hjá sér væru flestar ær tví-
lembdar og tvær hefðu borið
þremur lömbum. Svipaða sögu
væri að segja frá þeim bæjum
þar sem hann þekkti til. Frjó-
semin væri aö aukast. „Menn
hafa veriö aö rækta þessa eigin-
leika fjárins á undanfömum ár-
um og farangurinn er kominn í
ljós," sagði Guömundur. Svip-
aðan tón var að heyra hjá öðr-
um sauðfjárbændum er rætt var
viö.
Gámastöbvar Sorpu auka þjónustu vib fyrirtœki meb
lítinn úrgang:
Sorpu-menn
læra af reynsl-
unni
„Reynslan hefur kennt okkur
margt, þau 3 ár sem Sorpa
gefur starfað," segir í tilkynn-
ingu frá sorpeyöingarfyrir-
tækinu Sorpu. Eitt af því, sem
Sorpumenn hafa lært, er að
mörg minni fyrirtæki vilja
frekar sjá sjálf um sín sorp-
mál en láta þau í hendur sér-
hæfðs flutningsaöila. Til að
koma til móts við þessi fyrir-
tæki bjóða gámastöövar
Sorpu nú upp á aukna þjón-
ustu viö fyrirtæki meö lítinn
úrgang, sem fellur undir lág-
marksgjald móttökunnar í
Gufunesi (1.386 kr.).
Þessi fyrirtæki geta nú keypt
klippikort, sem gilda sem
greiðsla fyrir allt aö 10 losanir á
gámastöðvum. Um er að ræða
5 gerðir af kortum, sem kosta
frá 1.875 kr. og upp í 8.750 kr.
Á dýrasta kortinu gildir hver
klipping fyrir 1 m3 af óendur-
vinnanlegu soipi, en kortið alls
fyrir 10 m3. Odýrasta kortið
dugar til að greiða fyrir mót-
töku samtals 5 m3 af endur-
vinnanlegum bylgjupappa.
Hvert klipp gildir fyrir 0,5 m3.
Þannig að lágmarksgjaldið er
tæpar 188 kr. fyrir að losna við
kassa á gámastöð. Sorpa ætlast
til að úrgangur sé flokkaöur áð-
ur en komið er með hann á
gámastöð. Sá, sem kemur meö
úrgang, skal sjálfur koma hon-
um í þar til gerðan gám. Starfs-
menn Sorpu leiðbeina mönn-
um og hjálpa þeim með þyngri
hluti. Fyrirtækin mega koma
með allt að 4 rúmmetra í einu,
gegn framvísun klippikorts fyr-
ir viðkomandi sorpflokk. Bílar
með rauð vsk-númer teljast fyr-
irtækjabílar og sömuleiðis bílar
merktir fyrirtækjum.
Á gámastöðvunum eru gámar
fyrir fjölmarga úrgangsflokka:
málma, timbur, bylgjupappa,
dagblöö/tímarit, garöa/gróöur-
úrgang, grjót/gler, bagganlegt
sorp, óbagganlegt sorp, spilli-
efni og umbúðir undan drykkj-
arvörum. í Garðabæ og Ána-
naustum eru auk þess sérstakir
gámar fyrir net og hjólbarða.
Sérstakir gámar fyrir sláturúr-
gang í Garöabæ og á Sævar-
höfða. En asbest er einungis
hægt að losna við á Sævar-
höfða.
Gámastöðvakort fást á skrif-
stofu Sorpu, sendibílastöðvum,
7 bensínstöðvum og Nesti við
Bíldshöfða.
Almenningur má koma með
allt að 2 m3 af flokkuðum úr-
gangi í einu án greiðslu. ■
Karl Eiríksson, forstjóri Brœbranna Ormsson hf. (t.h.), afhendir Valgarbi
Egiissyni, framkvœmdastjóra Listahátíbar í Reykjavík, ávísun upp á 2
milljónir.
Niflungahring-
urinn rær tvær
milljónir
Þýsku fyrirtækin AEG, Beck's
Lift Material og Robert Bosch
ásamt Bræörunum Ormsson
hf., hafa ákveöiö að styrka
sérstaka uppfærslu Listahátíð-
ar í Reykjavík á óperunni
Niflungahringnum eftir Ri-
chard Wagner meö rúmlega
50 þúsund mörkum, eða
tveimur milljónum íslenskra
króna.
Niflungahringurinn er stærsta
og vibamesta tónverk vest-
rænna tónbókmennta og sækir
efniviö að mestu leyti í íslensk-
ar fornbókmenntir, einkum
Völsungasögu. Uppfærslan er
samvinnuverkefni Listahátíðar,
Þjóðleikhússins, íslensku Óper-
imnar, Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands og Wagnerhátíðarinnar í
Bayreuth.
Saga samskipta íslendinga og
Þjóðverja er löng og má a.m.k.
rekja til viðskipta Hansakaup-
manna og íslendinga á 14. öld.
Þýska þjóðin hefur lengi sýnt
íslenskri sögu, menningu og
landinu sjálfu mikinn áhuga,
eins og sést t.d. á því hvert Ri-
chard Wagner sækir efniviö í
óperu sína. Auk þess má nefna
að Þjóðverjar eru fjölmennasti
hópur ferðamanna ár hvert hér
á landi. Þýsku fyrirtækin, sem
nú hafa ákveðið ab kosta að
hluta til uppsetningu Niflunga-
hringsins, hafa átt viðskipti við
íslendinga í áratugi og hafa
mikinn áhuga á því ab styrkja
þann menningarviðburð sem
uppsetning óperunnar vissu-
lega er í tilefni af 50 ára afmæli
íslenska lýbveldisins. ■