Tíminn - 04.06.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1994, Blaðsíða 4
4 Wmmm Laugardagur 4. júní 1994 iteltm STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 105 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Sjómanna- dagurinn 1994 íslenska sjómannastéttin heldur hátíð á morgun. Sjómannadagurinn er lögbundinn hátíðisdagur, og hefur víða í sjávarbyggðum landsins þann sess sem honum ber sem einn af mestu hátíðisdögum ársins. íslenskir sjómenn muna tímana tvenna, eins og fleiri starfsstéttir. Miklar breytingar hafa orðið í þeirra starfsumhverfi á sjónum. Þó hefur sjó- mannsstarfið hættur í för með sér og verður það löngum svo. Þær hættur eru af ýmsum toga. Það er sótt hart í nær hvaða veðri sem er. Það krefst hæfni og kunnáttu, og ekki er síður nauðsyn á því að kunna réttu handtökin við þann flókna búnað sem er um borð í nútíma veiðiskipum. Veiðiskipin í íslenska flotanum eru mörg glæsileg og aðbúnaður áhafnar hefur verið stórbættur. Byggt hefur verið yfir skip, sem þýðir betri aðbún- aður sjómanna við vinnu um borð. Þetta er já- kvæð þróun og þýðingarmikil fyrir sjómannastétt- ina. Jafnframt því sem þessi þróun verður, þarf að huga enn betur að öryggismálum sjómanna en gert hefur verið. Það er fagnaðarefni að nú hefur verið tekin ákvörðun um kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna og gerðir samningar þar um. Það hefur sýnt sig að þyrla er sjúkrabíll sjó- mannastéttarinnar og langþýðingarmesta björg- unartæki sem notað er á hafinu, þótt ekki sé dreg- ið úr þýðingu björgunarskipa og samhjálpinni í flotanum þegar slys ber að höndum. Tíð óhöpp á smábátum valda áhyggjum og þarf sérstaklega að huga að úrbótum í öryggismálum þeirra sem stunda sjó á þeim. Starfsvettvangur sjómannsins er á hafinu fjarri fjölskyldu og vinum. Þess ber að minnast sérstak- lega nú á ári fjölskyldunnar. Sjómannsfjölskyldan býr við það að hafa þá fjarri heimili langtímum saman, og með breyttum háttum í veiðum og vax- andi sókn á úthafið er útivistin að lengjast. Það er því ekki óeðlilegt að sjómenn beri eitthvað úr být- um. Hins vegar væri þaö vel við hæfi á ári fjölskyld- unnar að sérstakt átak sé gert í öryggismálum sjó- manna. Þau eru af eðlilegum ástæðum forgangs- mál, og er skemmst að minnast baráttu sjómanna- stéttarinnar og fjölskyldna þeirra í þyrlukaupamál- inu. Breytingar í sjávarútveginum hafa komið við kjör sjómanna. Hins vegar er éðlilegt að þeir beri nokk- uð úr býtum, miðað við eðli starfs síns. Hagræðing í atvinnugreininni þarf að verða til þess að sjó- mannsstarfið geti áfram verið vel launað. Hins vegar getur sú hagræðing þýtt það að færri verða í sjómannastéttinni. Sjómannadagurinn er haldinn í skugga frétta um aflasamdrátt í mikilvægustu fisktegundinni, þorskinum, en sem betur fer eru ekki öll sund lok- uð í veiðunum. Til þess að sjómannastéttin verði áfram öflug og sæmilega launuð, þarf atvinnu- greinin sem heild að bera sig. Það hefst ekki nema hún lagi sig að breyttum aðstæðum og það hefur verið gert í ríkum mæli á liðnum árum. Tíminn óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn á morgun. Megi hann efla samstöðu stéttarinnar, til heilla fyrir sjómenn þessa lands. Oddur Ólafsson skrifar Eftirmáli Ölkofra þáttar Erlendu tignarfólki, innlendu hefðarfólki og áttatíu þúsund múgamönnum er stefnt til Þingvalla á þjóðhátíðardaginn. Þar verður haldin glæsilegri há- tíö en dæmi eru um í íslands- sögunni. Drottningar margar og kóngar munu fagna því með mörlandanum að hálf öld er lið- in síðan hann fór að ráöa sjálf- um sér. Þjóðhátíðarnefnd biður guð sinn um gott veður þann 17. og Jörmundur Ingi blótar að sjálf- sögðu Frey, goð árgæsku og veð- urlags á útihátíðum, og heitir á hann að stilla vindum í hóf og passa upp á ofankomuna. Rétt að gauka því líka að Þór aö halda sig víðs fjarri með þrumu- reiö sína og tilbehör. Á sínum tíma varð lýðveldið til í slagviðri, sem lamdi þingheim og áhorfendur og bleytti ræki- lega í mannskapnum. Allt fór þó settlega fram og er 17. júní fyrir hálfri öld minnisstæðasti gleðidagur í sögu þjóðarinnar. Iðnaður á Þingvöllum En nú ríður enn meira á góðu veðri en þá. Þaö á nefnilega að skemmta fólki svo mikið og kynna atvinnuvegina. í fyrsta sinn í sögunni á að setja upp síldarplan á Þingvöil- um, salta síld og þenja nikku. Svo á að verka saltfisk og vaska inni í miðju landi. Eitthvaö veröur um tóvinnu og fleiri þjóðlega atvinnuvegi. En eina þjóðlega atvinnugrein- in, sem sannanlega var stimduð á Þingvöllum við Öxará, er sniö- gengin. Það var bmgg og sala á mungáti. Hér fer á eftir upphaf Ölkofra þáttar: „Þórhallur hét maður. Hann bjó í Bláskógum á Þórhallsstöð- um. Hann var vel fjáreigandi og heldur við aldur er saga sjá gerð- ist. Lítill var hann og ljótur. Enginn var hann íþróttamaður, en þó var hann hagur við jám og tré. Hann hafði þá iöju að gera öl á þingum til fjár sér, en af þessari iðn varð hann brátt málkunnugur öllu stórmenni, því aö þeir keyptu mest mun- gát. Var þá sem oft kann veröa, að mungátin era misjafnt vin- sæl og svo þeir, er seldu. Enginn var Þórhallur veifiskati kallaður og heldur sínkur. Honum vora augu þung. Oftlega var það siö- ur hans að hafa kofra á höfði og jafnan á þingum, en af því hann var maður ekki nafnfrægur, þá gáfu þingmenn honum það nafn, er við hann festist, að þeir kölluðu hann Ölkofra." Hér fer ekki milli mála að braggað var á Þingvöllum til forna, en í framhaldi sögunnar sannast að Ölkofri var samtíma- maður Snorra goða Þorgríms- sonar og Skafta Þóroddssonar lögsögumanns, svo einhverjir séu taldir af þeim sem áttu við hann skipti. Ekki væri síður tilvaliö að taka upp foma iðju og hefðbundna á Þingvöllum yfir þingtímann, en fara að færa sjávarsíðuna upp undir Ármannsfell og Hrafna- björg. Ætti framkvæmdanefnd- in að taka til athugunar að setja upp vandað bragghús í Bláskóg- um til heiðurs Alþingi hinu forna. Nóg er til af góðum bragguram, sem mundu sóma sér vel í hlutverki Ölkofra og bragga og selja á staðnum, eins og gert var þegar þing stóðu yf- ir. Trúöleikar Upp úr gömlum skræðum kem- ur einnig í ljós að margs kyns trúöleikar vora hafðir í frammi á þingum, og kaupslagað um margt fleira en ölið hans Þór- halls í Bláskógum. Og margt verður sér til gamans gert á lýö- veldishátíðinni, svo sem að grátkonur syngja við Drekking- arhyl og púkar taka þátt í álfa- reiö, ef trúa má frásögnum sem hafðar era eftir framkvæmda- mönnum hátíðar. Fjallkonur verða ekki færri en I tímans rás tólf, sem hoppa upp á steina hér og hvar og fara með kvæði. Það vekur upp minningar um þá sælutíð, þegar Æskulýðsfylking- in hélt sínar útihátíðir á Þing- völlum um Jónsmessuskeið og dægramunur var enginn og ljóðelskar fjallkonur valhopp- uðu um gjár og grandir og rót- tækar álfkonur hurfu inn í kletta. Sagt er að ekkert sé nýtt undir sólinni og fá verða ný- mælin á þeim merka sögustað Þingvöllum. Eitthvað hefur gengiö böslu- lega að koma saman dagskrá há- tíðarfundar Alþingis, því þar virðast flest mál útrædd. En þar sem hátíðanefndinni datt það snjallræði í hug að salta síld og verka saltfisk á hinum forna og nýja þingstað hundrað kíló- metra frá sjó, kveikti það á pera forsjárfólks þingsins aö láta rannsaka heimkynni síldar og þorsks og þau skilyrði, sem þau kykvendi hrærast í áður en þau era veidd og söltuð. Annað dagskrármál er það aö borga einhverjum fimmtíu milljónir til að vemda tungu Snorra, Jónasar og Thors. Hvemig fimmtíumilljónkall á að verða íslensku máli til fram- dráttar er flestum hulin ráðgáta. Þó skal gerö tillaga sem kann að koma aö gagni. Dagskrár- geröarfólk útvarpa og sjón- varpa, sérstaklega sá mikli meirihluti þess sem heldur sig höfða til unga fólksins, verði sett á föst laun hjá Alþingi á meðan milljónimar endast. Tekin verði loforð af liðinu um að segja ekki orð opinberlega og síst að blaðra í hljóðnema á meðan það nýtur opinbera styrksins. Hvemig koma á í veg fyrir að jafnokar styrkþega eða enn lak- ari bögubósar gengi í störf þeirra er vandamál sem erfitt verður að leysa. Það er annars furðuleg árátta hjá þeim, sem með völdin fara, að hafa sífelldar áhyggjur af ís- lenskri tungu og afdrifum hennar, en láta sig engu varða hvemig þjóðinni reiðir af. Þingsályktunartillaga þar um bíður aldarafmælis lýðveldisins. Eitthvað fleira hefur þing- mönnum dottið í hug að taka fyrir á þingfundi á Þingvöllum, svo sem að bera upp vantrausts- tillögu á ríkisstjómina eða eitt- hvað annað sem til heilla horfir fyrir fólkiö í landinu. En af því að þetta verður ekki annaö en eins og hver annar montfundur, er ekki annað við hæfi en að samþykkja einhverjar meining- arleysur eins og að kaupa ís- lenskunni vernd peninga. Margt á ferli En hvemig sem viðrar austan Mosfellsheiðar á fimmtíu ára af- mælinu, er næsta víst að þar verður gaman. Kóngar og drottningar og göfugt fyrirfólk verður þar í fylkingum og ómar nikkunnar á síldarplaninu munu óma yfir söng kvenn- anna viö Drekkingarhyl, og púkar og fjallkonur verða á ferli um söguslóöirnar, þegar Alþingi samþykkir að passa upp á móð- urmáíið fyrir fimmtíu milljónir, eina milljón fyrir hvert ár lýð- veldisins, sem tæpast telst mik- ið. En enn er tími til stefnu að bæta úr þeirri gleymsku að end- urvekja ekki þá hefðbundnu iðju á þingtíma, að bragga öl á Þingvöllum og selja höfðingjum mungát. Ölkofri var nýtur at- hafnamaður á sinni tíð, sem hafði markaðshyggjuna í háveg- um. Það yrði verðugur eftirmáli Ölkofra þáttar. Bragghús á ekki síður við á þingstaðnum en síld- arplan og saltfiskreitur, en kannski er mest um vert að Al- þingi ætlar að bjarga tungunni, þótt allt sé á huldu um hvemig á að standa að því. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.