Tíminn - 04.06.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.06.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. júní 1994 Sfrmiiw 9 Stœrsta landkynningarátak, sem ráöist hefur veriö í erlendis, stendur nú yfír: Hundraö milljónir að skila milljaröi í vor hófst mesta auglýsinga- herferö fyrir ísland erlendis, sem framkvæmd hefur verið. Um 100 milljónum króna verhur varið í heildina til ab auglýsa ísland fyrir ferða- menn í Bandaríkjunum, Skandinaviu og á meginlandi Evrópu. Markmibið er ab þessi upphæö tífaldi sig og skili ein- um milljarði í vibbótartekjur fyrir íslendinga. „Þab var ákveðið vandamál hvað við íslendingar höfum dreift kröftunum mikib," segir Pétur J. Eiríksson, markaðsstjóri hjá Flugleiðum. „Flest fyrirtæki í feröaþjónustu em lítil og hafa ekki sérlega mikla burði. Það á við um alla aðra en Ferðamála- ráb, sem þó hefur úr of litlu að spila. Flugleiöir em nánast eini aðilinn sem hefur auglýst ísland erlendis. Þab þarf að spenna fleiri hesta fyrir kerruna. Ríkið hefur verulegum skyldum að gegna á þessu sviði. Ekki síst vegna þess að 25-30% af öllum tekjum af erlendum feröa- mönnum renna beint í ríkis- sjóð." Forsvarsmenn Flugleiða viðr- uðu þá hugmynd við sam- gönguráðherra, að ráðist yrði í sameiginlegt landkynningar- átak og varið til þess 100 millj- ónum króna. Gert var ráb fyrir að helmingur kæmi frá Flugleið- um og helmingur frá sam- gönguráðuneytinu. „Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra tók þessu mjög vel. Hann fann leiðir til þess ab fjár- magna hluta ríkisins og við urö- um sammála um að láta til skar- ar skríöa," segir Pétur. í framhaldinu var skipuð nokkurs konar framkvæmda- nefnd tveggja manna. í henni eiga sæti Magnús Oddsson, fyrir hönd ráðuneytisins, og Pétur J. Eíríksson, fyrir hönd Flugleiða. „Það var ákvebið í upphafi ab allir þessir peningar skyldu renna til beinna auglýsinga á ís- landi í erlendum blöðum meb mikla útbreiðslu," segir hann. „Þannig teljum við okkur ná betur til almennings. Við erum að auglýsa í blöðum eins og Stem og Der Spiegel í Þýska- landi og öðrum neytendablöð- um, þar sem ísland hefur ekki sést nema í minni auglýsing- um." — Hvað kosta þessar auglýsing- ar? „Sem dæmi má nefna heilsíðu- auglýsingu í Stem, sem kostar 99 þúsund mörk hver birting, eða um fjórar milljónir íslenskra króna. í Der Spiegel kostar heils- íða í lit 87 þúsund mörk. Reynd- ar fáum við 3-5% afslátt. í Þýskalandi emm við ab tala um 14 birtingar, sem kosta samtals 716 þúsund mörk, eba rúmlega 30 milljónir króna. Þetta era geysilega háar upphæðir, en á móti kemur að við náum til milljóna manna." Tveimur þriðju eytt í sumar „Það er auðvelt að eyða miklum peningum í auglýsingar, þess vegna skiptir miklu máli að vejia réttu fjölmiblana og þab teljum vib okkur hafa gert. Auglýsingaféð skiptist þannig að ákveðið var ab eyða 30 m.kr. til auglýsinga í Þýskalandi, 30 m.kr. í Bandaríkjunum, 20 m.kr. í Bretlandi, 10 m.kr. í Skandinavíu og 10 m.kr. í Frakklandi, Hollandi og á Spáni. Tveimur þribju af þessum 100 milljónum er varið til þess að auglýsa sumarið. Það var ákveöið að leggja mesta áherslu á þá staði, sem við fljúgum til allt árið, og þá markaði sem við teljum ab gefi besta svöran á skömmum tíma. Ég tel að vib höfum ekki dreift þessu um of. Rúmlega helming- ur fer á tvö markaðssvæbi og af- gangur dreifist á fimm önnur svæöi. Við lítum á Skandinavíu sem einn markað. Tveir þribju af því, sem rennur til auglýsinga í Frakklandi, Hollandi og á Spáni, fara til Frakklands. Dreif- ingin er ekki mikil og í Þýska- landi náum við t.d. umfangs- mikilli birtingu í skamman tíma." — Eruð þið famir að sjá hverju þetta skilar? „Nei, vib sjáum þab ekki enn- þá. Við finnum það, bæði á skrifstofum Flugleiða og Ferða- málaráðs, að viðbrögðin era mikil og jákvæð. Við sögðum í upphafi ab 100 milljónir króna í auglýsingar ættu að skilá einum milljarði í viöbótartekjur í feröa- mannaiðnaði á íslandi. Þetta er mjög raunhæft markmib. Það þarf ekki svo mikið til þess ab vekja áhuga ferbamanna á ís- landi." Ekki rétt ab beina öllum til fjalia „Við leggjum meiri áherslu á afþreyingu og hvab hægt er ab gera á íslandi, heldur en nátt- úrafegurðina, þó hún spili auð- vitað stórt hlutverk í landkynn- ingxmni," segir Pétur. „Einstak- lingar og pör hafa verið ein- kennandi fyrir ferbamenn á Islandi, en við viljum ná meira til fjölskyldna en áður. Við leggjum meiri áherslu á sveit- imar og þann hluta íslands sem mati fegurri hluti landsins. Þab er ekki rétt stefna að beina öllum feröamönnum upp á há- lendið, sem bæði er opið skamman tíma á ári og ekki hægt að veita þar nema mjög takmarkaða þjónustu. Við höf- um m.a. fengið bændur til liðs vib okkur, en þeir leggja fram 10 milljónir króna í þessa land- kynningu." Verblagið er vandamál — En nú er talsvert dýrara að ferðast til íslands heldur en til hefðbundinna ferðamannalanda? „Þaö er vandamál hvað ísland er dýrt. Vib eram í mjög harðri samkeppni, bæði við Suður- lönd, sem era ódýrari en Norð- urlöndin, og nágrannalönd eins og írland, Finnland og Svíþjóð, sem era orðin talsvert ódýrari en ísland. Okkar staða er lakari vegna þess hve verðlag hér er hátt. Ferðaskrifstofur og aðilar í feröaþjónustu hafa reynt að halda verðinu niðri og meb samstilltu átaki hefur þab tekist. Hér hafa ekki orðib verðhækk- anir síðustu 2-3 árin. Okkur hef- ur tekist að lækka verb á bíla- Pétur j. Eiríksson: „Abdáendur íslenska hestsins eru stór markhópur." ennþá lengra í þeim efnum. Verðlag á mat er of hátt. Það verður að lækka veralega. Þetta vandamál vinnur veralega gegn okkur." — Er það ekki röng stefha að markaðssetja ísland erlendis með glansmyndum, í stað þess að benda á að þetta er land þar sem allra veðra er von og að hér er hcegt að lenda í ýmsu? „Við eram að selja vöra og þurfum náttúrlega að hafa hana í fallegum umbúöum. Ég tel ekki rétt ab auglýsa ísland sem stað þar sem er eilíft rok og rign- ing. Island er fallegast í sól, og það er mikilvægt að markabs- setja þaö eins og þaö er falleg- ast. Hins vegar er ekki síbur áríb- andi að upplýsa fólk um það, hvemig raunveralegar aðstæður era, og það gera bæbi Flugleiðir og aðrir sem selja ferðir til ís- lands." — Nú er fjöldi ferðamanna yfir sumarmánuðina viðunandi, en er ekki möguleiki á að lengja ferða- mannatímabilið? „Það hefur sýnt sig aö það er vel hægt að gera þaö. Þetta er ekki auðvelt og kostar bæði peninga og tíma að gera þaö. Hér hefur átt sér stab ákveðin uppbygging í afþreyingu fyrir ferðamenn aö vetrarlagi. Hún hefur verið markaðssett og það er ab skila árangri. Dæmi um þetta era jöklaferðir á snjósleð- um, jeppaferðir í snjó á láglendi og ýmsar styttri ferðir." Stór rábstefnumiöstöb? „Við höfum kynnt ísland sem rábstefnuland allt árið og það hefur skilað mjög góðum ár- angri. Hótelin hafa verið að bæta aðstöbu sína til þess ab taka við ráöstefnum, en það þarf meira til. íslendingar þurfa að horfa til byggingar ráb- stefnumiðstöðvar. Til þess ab geta markaðssett ísland yfir vet- urinn þarf ab vera til hér að- staba og afþreying sem hentar fójjd., jýlenn koxna ýkkUhiogaj!^. er. Þxggöur, smt&xSÞ leiijubffluip> en4n*%ani«ftLgáiiga;i t til að ganga um götumar í snjó- bleytu eða sitja inni á hótelher- bergjum." Með ráðstefnumiðstöð segist Pétur eiga við byggingu eða safn bygginga, þar sem hægt er ab halda stórar ráðstefnur. Reynsl- an af ráðstefnumiðstöðvum er- lendis hefur sýnt að þær standa sjaldnast undir sér sem slíkar, en skila aftur á móti drjúgum skerfi til samfélagsins. „Ráðstefnumiðstöb, þar sem ríkið kæmi inn með grannvib- skipti, t.d. meb því að leggja niður rábstefnusalina í Borgar- túninu, gæti orðið mikil lyfti- stöng fyrir ferbamannaiðnaö- inn," segir Pétur. „Sú aðstaða, sem við höfum í dag, er ágæt svo langt sem hún nær, sérstak- lega á Hótel Loftleiðum, Holi- day Inn og Hótel Sögu, en hún er of lítil. Það er mikill fjöldi af ráðstefnum sem við eigum möguleika á aö halda, en koma ekki til íslands vegna þess að þær era of stórar til þess ab við getum tekib við þeim. Ég get nefnt þar alþjóðlegar stofnanir sem við eigum aðild að, s.s. Rauða krossinn, NATO, UN- ESCO o.fl. Þessar ráðstefnur standa oft yfir í 2-4 vikur og krefjast öryggisgæslu, skrifstofu- aðstöðu o.fl. sem er erfitt ab veita á litlum hótelum." Ónýttir möguleikar í hestamennsku — íslenski hesturinn hefur kynnt landið mikið erlendis. Verðið þið vör við aukningu ferðamanna sem koma hingað út afhestinum? „Já. Ef við tökum bara Þýska- land, þá skilst mér að þar séu yf- ir 40 þúsund íslenskir hestar. Að baki hverjum hesti er kannski 2- 3 manna fjölskylda og allir þess- ir Þjóbverjar era mögulegir ís- landsfarar. Það sama hefur verið að gerast í öbram löndum. ís- lenska hestinum hefur t.d. fjölg- að mikið í Svíþjóð og nú er unn- ið að kynningu á honum í Bret- landi og Bandaríkjunum. íslenski hesturinn hefur skapað mjög mikla umferð. Við eram meö hestaferbir yfir hálendið og styttri ferbir í byggð. Hér kemur fólk til þess að skoða hesta og kaupa. A landsmót hestamanna á Hellu um mánaðamótin júní/júlí koma a.m.k. 3000- 3500 erlendir gestir. Vib höfum viljab styðja kröft- uglega við bakið á þeim sem bjóða upp á hestaferðimar. Það hefur einnig verið bent á að á þessu sviði séu fyrir hendi ónot- aðir möguleikar, s.s. námskeiöa- hald yfir veturinn. Á íslandi era a.m.k. tvær reiðhallir, sem hægt væri ab nýta allan veturinn. Meb allan þennan stóra mark- hóp í Evrópu teljum við vera- lega möguleika á að fá hingab fólk yfir veturinn til þess að kynnast hestinum nánar, bæði fjölskyldur og imglinga í skóla- fríum. Ég held ab það sé mikill möguleiki fyrir hestamannafé- lög og samtök hestamanna að ná inn aukatekjum meb því ab bjóba upp á námskeið af þessu tagi." ■ > '1 I-iSJ . Lsii*6jjJri ííIC'^ííADl'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.