Tíminn - 04.06.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.06.1994, Blaðsíða 7
t Laugardagur 4. júní 1994 7 Dóra Stefánsdóttir: Hinn stóri fabmur kirkjunnar „Se Deus quiser" e&a „ef Guð lofar" er setning sem oft heyrist á Grænhöfðaeyjum. Hér er fólk mjög trúab og einstaklega kirkjurækiö. Jafnvel svo aö út- lendingar smitast. Kirkjan hér á Grænhöfðaeyjum hefur afar sterk tök á lífi almenn- ings. Eru hér margir söfnubir: mormónar, vottar Jehóva, Nasar- enar, aðventistar og ugglaust fleiri, sem ég kann ekki að nefna. Yfirgnæfandi hluti landsmanna er þó af kaþólskri trú. Ég er ekki fróð um hinar mismunandi stefnur þeirrar trúar, en mér sýn- ist þó á öllu að kirkjan sé fremur frjálsþmd og nálæg fólkinu sjálfu. Eg hef farið nokkrum sinnum til messu. Ég lét lokkast af undur- fögrum sálmasöng og mikilli þátttöku safnaðarins í því sem fram fór. Prestur safnaðarins bauð mig velkomna og þegar ég tjáði honum að ég væri mótmæl- endatrúar, en ekki kaþólsk, tjáði hann mér að í kirkju hans væri sannarlega pláss fyrir mig þrátt fyrir þaö. Síðan hefur mér aldrei fundist fólk láta sér bregða við að sjá mig, þó ég sé yfirleitt eina hvíta mannveran í kirkjunni og skilji greinilega minnst af því sem fram fer. í kirkjunni „minni" er mikið lagt upp úr söng. Tvær imgar nunnur og ungur karlkyns með- hjálpari leiöa sönginn og hafa öll rödd sem myndi sóma sér í hvaba óperuhúsi sem er í heiminum. Sérstaklega þykir mér gaman að söng meðhjálparans; hann hefur óvenju bjarta og hreina tenór- rödd, en um leiö afskaplega sterka. Önnur nunnanna hefur bjarta rödd og hreina, hin dimma og pínulítið óhreina á köflum. Þyrfti að komast til söngkennara, ef hún ætlaði að leggja fyrir sig söng. Presturinn hefur sömuleiðis fallega rödd og sterka, þó hann falli í skugga samstarfsfólks síns. Orgelib er rafknúið með trumbu- heila og organistinn sæmilega fær á það. Auðvitað getur það hvergi borið sig saman við fína pípuorgeliö í Hallgrímskirkju, en hér er ekki verið að hafa áhyggjur af því. Fæstar kirkjur eiga nokkurt orgel, þó samt sé þar meira sung- ið en í kirkjum íslands. Kirkjubyggingar hér eru yfírleitt mjög einfaldar og látlausar, eins og eðlilegt er hjá jafn fátækri þjóð. Dýrlingamyndir em fáar og skraut allt í lágmarki. Eins og önnur hús hér láta þær fljótt á sjá í miklum loftraka, stöðugum vindi og bakandi sólinni. Víða má sjá kirkjur sem virðast komn- ar að falli, þrátt fyrir stíft viðhald. Það vekur þó meiri imdmn mína að sjá hversu margar stæðilegar kirkjur em í plássum þar sem ekk- ert annað er að sjá nema hrörlega kofa fátæks fólks. Tengslin við Róm em sterk. Páf- inn á sér dygga fylgismenn. Vegna þess aö á portúgölsku er hann einfaldlega kallaður „o papa" eða „faðirinn", er stundum erfitt fyrir útlendinga ab gera sér grein fyrir hvort fólk er heldur aö tala um virtan líffræðilegan föbur sinn eba þennan andlega föður norður í Róm. Þegar ég kom hing- að í snögga ferð 1988, vom ekki aðrar erlendar fréttir í blöðum en ef páfinn brá undir sig betri fæt- inum. Og þeir, sem upplifðu komu hans hingað 1990, segja að þjóðfélaginu hafi bókstaflega ver- ið snúið á haus. Víða vom reistir margra mannhæöa háir krossar og fólk flykktist að langar leiðir fótgangandi til að hlýba á páf- ann. Hér í Mindelo opnaöist him- Þýskir lögregluþjón- ar sýknaoir Berlín, Reuter Þýskur dómstóll í borginni Frankfurt við Oder vísabi í gær frá kæm á hendur þremur lög- regluþjónum, sem létu hjá líða að koma manni frá Angóla til hjálpar þegar hópur nýnasista réðst að honum. Dómurinn úrskurðaði að lög- regluþjónamir hefbu ekki getað komið í veg fyrir dauða Antoni- os Kiowa, sem nýnasistar börðu fólskulega í nóvember 1990. Dómararnir byggðu niður- stöðu sína á þvi aö Angólamað- urinn hefði meiðst lífshættulega við upphaf árásarinnar, sem dró hann til dauða viku síðar. Engu hefði breytt þó að lögregluþjón- amir hefðu stöðvab leikinn þeg- ar þeir áttu þess kost. Kiowa var fyrsta fórnarlamb nýnasista eftir að þýsku ríkin sameinuðust haustið 1990. Fimm þeirra, sem tóku þátt í barsmíðinni, vom dæmdir í tveggja til fjögurra ára fang- elsi. ■ Nikótínplástrar hjálpa þeim sem vilja hætta Lundúnir, Reuter Breskir vísindamenn hafa greint frá því að 11 af hundraði þeirra, sem nota nikótínplástra til að reyna að hætta að reykja, takist það. Rannsókn vísindamannanna sem stóð í ár, þar sem fylgst var með 1600 manns sem hafa reykt um lengri tíma, sýndi að 11 pró- sent þeirra, sem notuðu plástra fyrstu tvo mánuðina eftir ab þeir hættu, vom ekki byrjaðir aftur þegar árib var liðið. Hlutfall þeirra, sem náðu að hætta eftir aö hafa fengib plástra inninn og þab rigndi stutta stund á þær þústmdir manna, sem flykkst höfðu á íþróttaleikvang- inn til ab hlýða á boðskap páfans. Hér þykir rigning kraftaverk, sem ekki má bölva, en við þetta eina tækifæri held ég að mörgum hafí þótt hún mega bíða aðeins. í ár rigndi líka á páfann, þegar hann messabi á Péturstorginu í Róm á páskadag. Þetta sáum við héma, vegna þess aö messunni var sjónvarpaö hér sama kvöld; hún hafði komið í gegnum gervi- hnött frá Portúgal. Þegar páfinn er annars vegar, er ekki hægt að spara í nútíma tækni. Kirkjan gegnir hér mikilvægu fé- lagslegu hlutverki. Á vegum hennar fer fram hvers konar góð- gerðarstarfsemi og hjálp til fá- tækra. Fatnaði, mat, teppum og lyfjum er dreift af kirkjunni til þeirra sem ekki eiga í önnur hús að venda. Kirkjan skiptir sér líka mikið af þjóðmálum. Hér á Grænhöfða- eyjum hefur hún reyndar haft óvenju hljótt um sig, ef miðaö er viö aðrar kaþólskar kirkjur, hvað varöar getnaðarvamir. En hún hefur ekki reynt ab fela andúb sína á fóstureyðingum. Núver- andi ríkisstjóm lofaði fyrir kosn- ingar ab hætt skyldi fóstureyb- ingum og fékk fyrir bragðiö dygg- an stuðning kirkjunnar. Þegar stjórnin var komin til valda og menn famir að gera sér grein fyr- ir hversu alvarlegar afleiðingar slík ákvörðun hefði, var henni hins vegar frestað um ótiltekinn tíma. Því þó trú manna hér á eyjunum sé heit, nægir hún ekki til þess að koma í veg fýrir óæskilegar og óvelkomnar bameignir. Konur em hér í miklum meirihluta ungs og efnilegs fólks og falla þær margar í þá gildru að eignast bam með manni í þeirri von ab hann muni giftast þeim eöa að minnsta Götumynd frá Mindelo, þar sem verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnun- ar íslands býr. kosti búa með þeim í einhvem tíma. Það er sorglegt aö sjá stúlk- ur, sem varla em komnar af barnsaldri, sjálfar með magann út í loftið, vitandi að þær hafa enga möguleika á að sjá baminu, eða sjálfri sér, farboröa. Þrátt fyrir áróbur um getnaðarvarnir em „slysin" sjáanlega mörg. Kannski vegna þess að áróbur- inn er fremur máttlaus í skugga hinnar sterku kirkju, kannski vegna þess að hann nær ekki eyrum fólks fyrr en um seinan. Þá er fóstureybing oft neyðar- lausn og hana verður kirkjan að samþykkja, þó ekki sé með öðm en þögninni. ■ Höfimdur er við þróunarstörf á Grœnhöfðaeyjum. .............. jl ▼ 'jljt: ar_■ V, . .......—--------i---- Z-269 Rúllubindivél .kr. 695.000 Z-270 Rúllubindivél .kr. 795.000 Baggapökkunarvél ..kr. 249.000 Rúllubaggavagn.....kr. 379.000 Öll verðin em án vsk. vandaðar, einfaldar og áreiðanlegar. G. Skaptason - Sími 91-682880, fax 91-682881 án nikótíns, var töluvert lægra eba um sjö af hundraði. Bandarískar rannsóknir benda til þess að á milli 9 og 25 af hundraði þeirra, sem nota nik- ótínplástra til að hætta ab reykja, nái árangri. Formælandi Samveldissjóðs krabbameinsrannsókna, sem birti grein um rannsókn bresku vís- indamannanna í British Medical Joumal, segir ab niðurstöbur rannsóknarinnar bendi til þess að ein milljón Breta gæti hætt ab reykja á ári með og án hjálpar nikótínplástra. ■ HÚSNÆÐISSAMVINNUFÉLAG Húsnæðissamvinnufélagið Búseti auglýsir íbúðir til úthlutunar í júní 1994 FÉLAGSLEGAR iBÚÐIR: (Félagsmenn innan eigna- og tekjumarka geta sótt um (íessar íbúðir) HAFNARFJÖRÐUR: REYKJAVÍK: KÓPAVOGUR: Staður: Stærð m2 Staður: Stærð: 2 m Staður Stærð: 2 m Suðurhvammur 13 Frostafold 20 3ja 78 Amarsmári 4 3ja 79 4ra 102 Frostafold 20 4ra 88 Arnarsmári 4 2ja 54 Bæjarholt 7 (raðh.) Garðhús 4-6 4ra 115 4ra 129 Beriarimi 1 4ra 87 Birkihlíð 2a 4ra 96 Tindasel 1 (raðh.) 5 115 ALMENN ÍBÚÐ: (Félagsmenn sem eru yfir eigna- og/eða tekjumörkum geta sótt um þessa íbúð.) Staður: Stærð: mnn Áætl. afhend.: Skólatún 1, Bessast.hreppi 2ja 68,7 maí‘95 Hvemig sótt er um íbúð: Umsóknir um íbúðimar verða að hafa borist skrifstofu Búseta fyrir kl. 15:00 þann 15. þessa mánaðar á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fýrir sig og falla síðan úr gildi. Félagsmaður sem sækir um nú og fær ekki íbúð, verður að sækja um á ný. Til að umsókn sé gild er áríðandi að skattayfiriit (staðfest frá skattstjóra) síðustu þriggja ára fylgi henni. ATH! UMSÓKNUM ÞARF AÐ SKILA FYRIR KL. 15 MIÐVIKUDAGINN 15. JÚNÍ. ÍBÚÐIR VERÐA NÆST AUGLÝSTAR I SEPTEMBER 1994. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf., Hávallagötu 24, s: 25788. Skrifstofan er opin 10-12 & 13-15 virka daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.