Tíminn - 04.06.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.06.1994, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 4. júní 1994 Honecker meb samstarfsmönnum: þröngur hópur ráögjafa. Múrinn aö falla — og DDR og Honecker fer meö. Honecker vildi aö fólk hans vceri ánœgt, jafnvel þótt hann yröi aö neyöa þaö til þess Hann barðist fyrir frelsi og varb sjálfur kúgari. Þús- undir landa hans urðu flóttamenn af hans völdum og sjálfur varð hann um síðir flóttamabur. í mörg ár kom hann í veg fyrir að sundraðar fjölskyldur sameinuðust, en sjálfum honum auðnaðist að una síðustu ævidagana meb konu sinni og dóttur í Chile. Þannig kemst danskur frétta- mabur, Jorn Ruby vib Politiken, að orði um Erich Honecker, fyrmrn leiðtoga austurþýska rík- isins, sem nýlátinn er, rúmlega áttræbur ab aldri. Vissi hann hvab fólk hugsaöi? Honecker fæddist í sósíaldemó- kratískri verkamannafjölskyldu í Saarlandi, meðan Þýskaland var enn keisaradæmi. Heims- styrjaldirnar tvær og bolsévíka- byltingin heyrðu þá enn til óræðri framtíð. Honecker ólst upp í heimahögum er þeir voru undir frönskum yfirráðum, læröi að þekja hús, gekk í þýska kommúnistaflokkinn á unga aldri, starfabi „neöanjarbar" gegn nasistastjóm lands síns, sat í fangabúðum hennar 1935- 1945, tókst í mars 1945 að flýja úr fangabúðunum, gekk að stríði loknu í þjónustu sovéskra hemámsyfirvalda, varb fljótlega eftir stofnun austurþýska ríkis- ins 1949 einn helstu ráða- manna þess og æðsti leiðtogi þess 1971. Það var hann til ör- lagahausts sovétblakkarinnar 1989. Út frá þessum æviferli verður að vísu ekki sagt ab reynsla Honeckers af þýskum veruleika hafi verið lítil, en halda mætti því fram að hún hafi ekki verið alhliöa. Það gæti e.t.v. komið til greina sem skýring á því, að síð- ustu valdaár Honeckers þótti ýmsum sem hann gerði sér tak- markaða grein fyrir veruleikan- um í ríki sínu. Sumir sem til þekktu hafa sagt að hann hafi ekki getað vitaö mikið um ástandið þar og hugarfar al- mennings, vegna þess að upp- lýsingar sem hann fékk um þetta hafi ekki verið sannleikan- um samkvæmar. Hann hafi gerst tortryggnari með aldrin- um og ekki ráðfært sig við nema þröngan hóp. Skýrslur öryggis- þjónustunnar til hans hafi gefið fegraða mynd af ástandinu og þegar hann heimsótti einhverja borgina hafi hann ekkert séð nema fagnandi andlit, fyrir til- stilli yfirvalda. Þau hafi vitað ab hann vildi að fólk hans væri ánægt, jafnvel þótt hann yröi að neyba það til þess. Á náðir lúthersks prests Aörir athugendur eru frekar á því að leibtogi þessi hafi að vísu ekki verið gmnlaus um hvemig hugarfar Austur-Þjóöverja í rauninni var, en hann hafi ekki viljaö vita þab, kannski vegna þess að hann hafi ekki komið auga á neinn annan valkost í því efni. Aldrei heyTðist á honum ab hann efaðist um kommúnis- mann eða málstað sinn, hvað þá að hann iðraöist nokkurs. Gorbatsjov heimsótti hann 7. október 1989, á 40 ára afmæli austurþýska ríkisins, og lét þá að sögn á sér skiljast við austur- þýsku forustuna, að héban af BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON þyrfti hún ekki aö reikna meb sovéska hemum sem stuðningi í bakiö. Þaö fór varla framhjá neinum þarlendis, enda var Múrinn fallinn litlu síðar og þar með austurþýska ríkið í raun. Þar með varð Honecker flótta- maöur, fyrst hjá lútherskum presti, sem veitti honum skjól á hjúkmnarheimili er kirkjan rak, og síðan á sovésku hersjúkra- húsi. Þaöan komst hann til Moskvu, en hlaut eftir ab Jeltsín var tekinn viö af Gorbatsjov aö snúa aftur til Þýskalands. Þar var honum stefnt fyrir rétt vegna ábyrgðar á dauða hundraöa landa hans, sem skotnir vom til bana viö að reyna að flýja ríki hans yfir Múrinn eba járntjald- ið, sem í áratugi skipti Þýska- landi í tvennt. Réttarhöldunum var um síöir hætt vegna sjúk- dóms, sem Honecker þjáðist af og hefur nú dregið hann til dauba. Hann fékk landvistarleyfi í Chile, þar sem ýmsir áhrifa- menn vom honum vinveittir sökum þess ab þarlendir flótta- menn undan Pinochet höfðu margir fengið athvarf í Austur- Þýskalandi. „Hann gera þeir ab heiöursborgara ..." Fyrir réttinum í Berlín játaði Honecker á sig pólitíska ábyrgð á manndrápunum við Múr og jámtjald, en neitaði í því sam- bandi allri lagalegri og sibrænni ábyrgð. Eitt meginatriða í vörn hans var að sovéska stjómin, en ekki sú austurþýska, hefði tekið ákvöröunina um að hlaða Berl- ínarmúrinn 1961. Þar að auki var hann þá ekki æðsti maður Þýska lýðræðislýðveldisins (Deutsche Demokratische Repu- blik, DDR, eins og austurþýska ríkið hét opinberlega), heldur Walter Ulbricht. Um Gorbatsjov sagði Honecker fyrir réttinum að hann hefði engu síður en fyrirrennarar hans haldið fast við það ab þeir, sem reyndu að flýja vestur yfir landamæri þýsku ríkjanna, skyldu skotnir. Við kunningja sinn einn á Honecker að hafa sagt: „Hann [Gorbatsjovj gera þeir að heibursborgara Berlínar, mér stefna þeir fyrir rétt." Hætt er vib að margir fyrrver- andi DDR-borgarar taki undir það með Honecker aö þeir hafi óverðskuldað orðið leiksoppar sögunnar, hver sem afstaða þeirra til þessa fyrrverandi vald- hafa síns annars er. DDR var stofnað að fyrirskipun Rússa; um hagsmuni Þjóðverja var ekki spurt í því sambandi, ekki held- ur þýslaa kommúnista. Austur- Þjóðverjar þeir, sem ekki gátu flúið vestur eöa vildu það ekki, áttu vart annars kost en að reyna að gera eins gott og unnt var úr kringumstæðunum sem lok heimsstyrjaldar og kalda stríðið komu þeim í. Þeim tókst það ekki verr en svo að DDR varð það ríki sovétblakkarinnar þar sem lífskjör vom best og efnahagslífi best stjómað. En DDR-stjómin var harðstjóm, sem hafði á bak vib sig auk sov- éska hersins fjölmennustu ör- yggisþjónustu heims að tiltölu viö fólksfjölda. Aðalhlutverk hennar manna var að njósna um samborgara sína og halda þeim „hæfilega" hræddum. Umhverfismál sátu á hakanum með þeim afleiðingum að taliö er að taka muni 40 ár að bæta eybileggingu þá á umhverfinu, sem DDR lét eftir sig. Fyrrverandi DDR-borgarar em margir í döpmm hug eftir þessa fortíð og ekki síður af vonbrigð- um meb umskiptin eftir tíð Honeckers og Múrsins. Fögnuö- urinn, sem fylgdi þeim um- skiptum, varö endasleppur hjá mörgum Austur-Þjóðverjum. Fæðingartala hefur síöustu árin hrapað svo á því svæði, ab lýð- fræöingar segjast varla vita dæmi annars eins. Það er sett í samband við vonbrigðin með síðustu ár og svartsýni á fram- tíðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.