Tíminn - 08.06.1994, Side 3

Tíminn - 08.06.1994, Side 3
Miðvikudagur 8. júní 1994 wníliiJfcMjft 11 lOIil Wf Wr W WW 3 Hugmyndin um öflugan málrœktarsjób er nú oröin ab veru- leika. Baidur Jónsson, stjórnarformabur Málrcektarsjóbs: „Ég er him- inlifandi" Allt bendir nú til þess ab tvær þingsályktunartillögur verbi lagöar fyrir Þingvallafundinn 17. júní. Önnur er sú aö lagðar verbi 50 milljónir á ári á næstu fimm árum til Málræktarsjóös. Hin tillagan er sú ab sömu upp- hæb verbi varib til rannsókna á lífríki hafsins næstu flmm árin. Tíminn hafbi samband vib Baldur Jónsson, stjómarfor- mann Málræktarsjóbs, og spurbi hann hvemig hægt væri ab laga málfar þjóbarinnar meb peningum? „Hugmyndin um Málræktarsjób varb til fyrir ellefu árum, þá var verib ab vinna að nýyrðastörfum á vegum ýmissa oröanefnda. Þær vom aö leggja í tugmilljóna verk- efni, en þá var ekki tU neinn sjób- ur í landinu sem hafbi þab hlut- verk að styrkja starfsemi af þessu tagi. Ab safna orðum, smíða orð og gefa þau út. Þab var þetta sem kveikti hugmyndina um Mál- ræktarsjóð á sínum tíma. Þarna mættí vissulega vinna markviss- ara og betur á skemmri tíma að nýsköpun orðaforða og kynningu á nýjum orðum, ef peningar væm til þess að vinna verkin. En þetta hefur gengið hægt, fyrst og fremst vegna fjárskorts. Svo er ótal margt annað sem varöar málrækt, mál- uppeldi og málrækt í víðustu merkingu sem allt saman gæti notið góðs af fjármagni, því pen- ingarnir em afl þeirra hluta sem gera skal," sagbi Baldur Jónsson. Á hvaða hátt verður almenning- ur var við þetta átak? „Meiri útgáfa nýröasafna eins og vib höfum verið aö gefa út. Miklu meiri útgáfa kennslubóka í ís- lensku í skólum landsins. Þetta verbur til ab örva útgáfu bæði kennslubóka og fræöibóka, fræðslurita og handbóka til fræöslu um málið. Þab er mark- miðið með þessu átaki ab vekja áhuga almennings á málinu, kenna mönnum að nota það sem best og styrkja vilja þeirra sem vilja nota málið. Því ef menn vilja ekki nota máliö þá náttúrulega nota þeir það ekki. Ef þessi tillaga verður samþykkt á Þingvöllum eins og allt bendir nú reyndar til, þá lít ég svo á að það sé stórviðburður og ég er himinlifandi og fagna þessu mjög. Ég hef verib að berjast fyrir því í ellefu ár að koma Málrækta- sjóði upp og nú sýnist mér að honum sé borgið," sagði Baldur Jónsson, stjómarformaöur Mál- ræktarsjóbs. ■ Norrœnir sveitarstjórnarmenn afhenda Jóhönnu Sigurbardóttur féiagsmáiarábherra Reykjavíkuryfirlýsinguna í gcer. Tímamynd CS Norrœna sveitarstjórnarráöstefnan. Reykjavíkuryfirlýsingin: Auka virkni íbúanna meb aðgengilegra stjómkerfi Norrænu sveitarstjómarráð- stefnunni lauk í gær. Hátt í þrjúhundrub þátttakendur og gestir sátu ráöstefnuna. Ab þessari rábstefnu stóbu landssamtök sveitarfélaga á Norburlöndum og sátu hana flestallir forystumenn þeirra. Meðal fyrirlesara á ráðstefn- unni var Davíð Oddsson for- sætisráðherra og sagði hann meðal annars að íslendingar hafi ekki ákveðið að sækja um abild að ESB en hyggist þess í stab leita eftir tvíhliba sam- starfi byggðu á EES-samningn- um. Davíð sagbi ab mikilvæg- asta ástæðan gegn aðild íslands að ESB lyti yfirráðum yfir fiski- mibum umhverfis landið. í lok ráðstefnunnar var Jó- hönnu Sigurðardóttur félags- Ríkisstjórnin viröist cetla aö hunsa samkomulag fyrrverandi iönaöarráöherra og samtaka iönaöarins um stofnun Fjárfestingarbanka iönaöarins: Iðnaðarstefna krata svæfð í ríkisstjórn „Þetta var eins skýrt og samn- ingur getur verib í mínum huga. Þegar mabur er ab semja vib rábherra eba ríkisstjóm þá heldur mabur ekki ab þab þurfi votta og alla rábheiyana til ab skrifa undir í einu. Ég hef talib ab þab nægi undirskrift fagráb- herrans," segir Haraldur Sumar- liðason, formabur Samtaka ibn- aðarins. Forsvarsmenn iðnaðar em væg- ast sagt óhressir meö það að ríkis- stjómin virðist ekki ætla að standa viö þab samkomulag sem gert var á milli iðnaðarins og þá- verandi ibnabarráðherra, Jóns Sigurðssonar, um að stofnaður verði sérstakur fjárfestingarbanki fyrir iðnaðinn með sammna Iðn- lánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. í það minnsta virðist ríkisstjómin enn vera að skoba málið og virð- ist ætla að gefa sér góðan tíma til þess, enda nokkuö um liðið síðan viðkomandi samkomulag var gert. Hinsvegar hefur þeirri hug- mynd verið fleygt að það standi tíl ab færa Iðnþróunarsjóð tíl Landsbankans til að létta á erfiðri eiginfjárstöðu bankans. „Okkur finnst þab vera ansi ein- kennilega að málum staðið, svo ekki sé meira sagt," segir formað- ur Samtaka iðnaðarins. Haraldur segir að til þessa hafi menn staðið í þeirri trú að Iðnþróunarsjóbur og fjármunir hans hafi haft þaö hlutverk að styöja vib bakið á ís- lenskum iðnaöi en ekki tíl aö redda einhverjum bönkum sem hafi farib illa út úr útlánum. Samkvæmt samkomulagi iðnab- arins og iðnaöarráðuneytísins um stofnun fjárfestingarbanka iðnab- arins átti að hætta innheimtu svokallaðs iönlánasjóbsgjalds, sem iðnaðurinn hefur greitt í gegnum árin. Þetta átti að vera hlutí af því að létta sköttum af iðnaöinum tíl að auðvelda hon- um ab skapa sér sóknarfæri, m.a. með öflugu vöruþróunar- og markaðsátaki. Upphaflega átti þetta iðnlánasjóðsgjald ab greið- ast annars vegar af iönaðinum og hins vegar af ríkinu. í gegnum tíbina hefur ríkið aftur á móti ekki staðiö við sitt og ekkert borg- að í áraraðir. ■ málaráðherra færð ályktxm ráð- stefnunnar sem hefur verið kölluð „Reykjavíkuryfirlýsing- in". Þar er meðal annars lögð mikil áhersla á sjálfsforræði sveitarfélaga sem sé undirstaða almennrar velferðar og þess að hið norræna lýðræðisform varðveitist og þróist. Einnig kemur fram að sveitar- félög og samtök sveitarfélaga beiti sér fyrir því að styrkja lýð- ræðið í hverju sveitarfélagi með því að auka virkni íbú- anna í stefnumótun þess, m.a. með aðgengilegra stjórnkerfi, auknum samskiptum við íbú- ana og með ýmsum öðrum leiðum til aö auka áhrif þeirra á mótun mála. í áskorun á þjóðþing og ríkis- stjórnir Noröurlandanna segir að stjómvöld á hverjum tíma eigi að tryggja skýra verkaskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga, sem sé mikilvæg forsenda fyrir skilvirkni sveitarfélaganna. Aö tryggja í lögum að ekki séu lögð á sveitarfélögin aukin verkefni nema þeim séu að sama skapi tryggöar tekjur til þess að standa undir þeim, þ.e. að fjárhagslegar ákvarðanir og ábyrgð á fjármögnun sé á sama ákvörðunarstigi. Að staöið verði vörð um sjálfs- forræöi sveitarfélaga og efla það með því að flytja til þeirra æ fleiri verkefni og taka tillit til sjónarmiða þeirra við lagasetn- ingu. Sambandinu heimilaö aö leita nauöasamninga viö kröfuhafa sína sem eru 26 aö sögn Siguröar Markússonar: „Hef góðar vonir um að þetta muni takast" Með úrskuröi Héraðsdóms hef- ur Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga veriö heimilað að leita nauðarsamninga við lán- ardrottna sína. Að sögn Sigurö- ar Markússonar stjómarfor- manns er um tæplega 340 milljóna kr. heildarskuldir að ræöa. Þar af em tæplega 20 millj. kr. veðskuldir, sem greiöast að fullu, en 320 millj- óna kr. almennar kröfur. Sambandið býbur kröfuhöfum að borga fjórðung (25%) af al- mennu kröfunum. Sigurbur reiknar með ab samningar náist. „Sérstaklega fyrir það að við vor- um með mjög sterk meðmæli meb þessu frumvarpi okkar". Lágmarkið er 25% í fjölda og fjárhæðum en Sambandið hafi verib með rúmlega 50% í fjölda og fyllilega 2/3 í fjárhæöum. „Þetta gefur mér góðar vonir um að þetta muni takast". Siguröur bendir á, að þetta sé nokkuð sérstakt mál að því leyti að skuldir Sambandsins hafi ver- ið kringum 14 milljarða fyrir um fjórum árum (á árslokaverölagi 1993). Þær 340 milljónir sem nú sé eftír að semja um sé því aðeins 2,4% heildarskulda Sambands- ins í lok síðasta áratugar. En 97,5% þeirra hafa verið borgað- ar. Þessar skuldir segir Sigurður að unnt hafi verið að greiða með því ab feiknalega mikil eignasala hafi átt sér stað á þessum fjórum árum. Bókfært verð þeirra eigna sem eftir eru segir Sigurður tæplega 150 milljónir, en hins vegar sé vitað að þær seljist því miöur ekki á því veröi. Enda sé stefnt aö því að allt sem fáist út úr þeim eignum sem eftir séu, gangi til lánardrottna. Kröfuhafar eru alls 26. Fimm þeir stærstu em með 75% krafnanna og næstu 5 með 20%. Þannig aö 10 af þessum 26 kröfuhöfum em með samtals 95% af öllum kröfunum. Eins og algengt er í svona málum, segir Sigurður að 50 þús. kr. kröfur og minni verði borgaðar aö fullu. - En þýðir þetta að Samband ts- lenskra samvinnufélaga verður ekki til lengur að þessu máli loknu? „Nei, alls ekki. Þá verður Sam- band íslenskra samvinnufélaga — eins og það hefur alla tíð ver- ið — félagslegt kaupfélag í land- inu. En þab vérður ekki meb neinar eignir og væntanlega heldur ekki neinar skuldir." Hvert starfssviö þess verður þá, segir Sigurður mál sem kaupfé- lögin eigi eftir að ákveða. Og þau séu að byrja ab hugsa um það mál. í framangreindum tölum em lífeyrisskuldbindingar fyrrum yfirmanna Sambandsins hvergi meðtaldar. Að sögn Sigurðar var gert samkomulag vib þá hvem og einn um það að þeir féllu frá því að lýsa þeim kröfum, ef Sam- bandið næði fram nauðarsamn- ingum. Færi þab hins vegar í gjaldþrot væri öllum þab í sjálfs- vald sett hvað þeir gerðu. Þessar lífeyrisskuldbindingar em taldar í kringum 220 milljónir. Þama er um aö ræða viðbótar lífeyrisrétt- indi sem samið hefur verið um við 12 tíl 16 af fyrmm yfirmönn- um Sambandsins. Allt þetta fólk á hins vegar lífeyrisréttindi í Samvinnulífeyrissjóðnum, ná- kvæmlega eins og allir starfs- menn Sambandsins, þ.e. í beinu samræmi við iðgjaldagreiðslur af launum sínum til sjóbsins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.