Tíminn - 10.06.1994, Blaðsíða 21

Tíminn - 10.06.1994, Blaðsíða 21
Föstudagur 10. júní 1994 29 Kjötframleiösla: Framleiösla dregist saman en sala aukist Samkvæmt tölum frá Fram- leiösluráði landbúnaðarins frá því í apríl síðastliðnum hefur kjötframleiösla dregist saman um 1,7% á síðustu tólf mánuð- um þar á undan. Sala á sama tímabili jókst hins vegar um 1,7% og munar þar mestu um 9,4% söluaukningu í svínakjöti. Þá jókst mjólkurframleiðsla um 1,5% og salan um 1,3%. Heildarkjötframleiðsla á tíma- bilinu nam um 17.400 tonnum, en salan um 16.200 tonnum. Mest var framleitt af kindakjöti eða um 8.800 tonn, 3.200 tonn af nautakjöti, 2.900 tonn af svínakjöti, 1.500 tonn af ali- fuglakjöti og 882 tonn af hrossakjöti. Framleiðsla á kindakjöti dróst saman um 3,7% á tímabilinu og sama má segja um framleiðslu nauta- kjöts, en þar varð samdráttur- inn 6,7%. Framleiðsla svína- kjöts jókst hins vegar um 8,6%, hrossakjöts um 4,9% og ali- fuglakjöts um 0,1% Kindakjötiö vegur einnig mest í sölu en alls seldust um 7.800 tonn á þessu tólf mánaða tíma- bili. 3.400 tonn voru seld af nautakjöti, 2.900 tonn af svína- kjöti, 1.500 tonn af alifuglakjöti og 632 tonn af hrossakjöti. Á tólf mánaða tímabilinu jókst sala svínakjöts langmest, eða um 9,4%. Sala á kindakjöti jókst um 0,4% og nautakjöts um 2,4%. Talsvert dró hins vegar úr sölu hrossakjöts, um 3,6% og alifuglakjöts, um 4%. Alls var innvegin mjólk rúm- lega 101 þúsund lítrar og jókst eins og áður sagði um 1,5% á umræddu tímabili. Sala mjólk- urafurða, umreiknuð í lítra, nam hins vegar urn 98 þúsund lítrum og jókst um 1,3%. ■ Petta greiöum viö fyrir mjólkina Þetta greiöum viö Verömyndun Verbmyndun mjólkur 1. júní 1994 Nýmjólk 1 lítri kr./ltr. Afurðastöðvaverð til bóndans 27,81 Vinnslu og dreifingarkostn. 16,59 Sjóðagjöld 1,57 Verðmiðlun og flutningur 0,77 Verðtilfærsla 1,61 Úr uppgjörssjóöi -3,61 Umbúðagjald 5,50 Niðurgr. umbúða og afr. -0,14 Heildsöluverð 44,74 Smásöluálagning 6,92 Smásöluverð 57,02 Virðisaukaskattur 14% 7,89 Verbmyndun kindakjöts 7. jan 1992 (óbreytt 1. júní 1994) Heilir skrokkar, dilkakjöt í 1. fiokki kr./kg. Grundvallarverð til bóndans 435,26 Beingreiðsla -217,63 Slátur- og heildsölukostn. 143,35 Neytendagjöld 2,25% 13,02 Heildsöluverð 374,00 Smásöluálagning 37,40 Virðisaukaskatur 14% 57,60 Smásöluálagning með VSK 469,00 Smásöluverö með VSK 65,00 RMrrrþfoin rautt uos yUMFEFtÐAR RÁÐ L/0S! Heyvinnuvélar KRONE/STOLL a as c3 \sæ. r & Krone stjörnumúgavélar • lyftutengdar. • afkastamiklar og sterkbyggðar. • stillanleg vinnslu- breidd. • Búvélaprófun no. 621. Krone heyþyrlur • lyftutengdar. • vökvaskekking. • vinnslubreidd 5.50 m og 6.40 m. • öflugar og marg reyndar. • Búvélaprófun no. 620. Krone diskasláttuvélar • með eða án knosara. • vönduð og sterkbyggð. • lítil aflþörf. • auðveld tenging. • Búvélaprófun no. 636. Stoll heyþyrlur • lyftutengdar. • vinnslubreidd 5.50 m. • sérlega léttbyggðar og öflugar. • breiðir hjólbarðar. • stuðningsfótur / auðveld tenging. Stoll stjörnumúgavélar • lyftutengdar. • vinnslubreidd 3.35 m eða 4.15 m. • sérlega léttbyggðar og öflugar. • stuðningsfótur / auðveld tenging. C7 D Z7 1& D, HF JÁRNHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK. SÍMI 91- 876500 NÝTT SÍMANÚMER 91-876500 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.