Tíminn - 10.06.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. júní 1994
Wímitm
15
Cunnar Sœmundsson, bóndi í Hrútatungu:
Ekki viss um hvort
til sameiningar kemur
Gunnar Sæmundsson, bóndi í
Hrútatungu og einn fulltrúa
Stéttarsambands bænda í und-
irbúningsnefnd sameiningar
Búnabarfélags íslands og Stétt-
arsambands bænda, segist ekki,
vera viss um að af þessari sam-
einingu veröi. Hann segir þó að
líklegt megi teljast ab samein-
ingin verbi samþykkt í kosn-
ingu meðal bænda, en hann sé
hins vegar í vafa um að hún
verði samþykkt á fundi Stéttar-
sambandsins í lok ágúst næst-
komandi. Erfitt sé þó að segja
til um það, en hann hafi heyrt
raddir sem mæli sameining-
unni bót og muni greiða at-
kvæði gegn henni.
Eins og fram kemur annars
staðar í blabinu er undirbún-
ingsnefndin skipuð sex mönn-
um frá Búnaðarfélaginu
og Stéttarsambandinu. Hann
segir mikinn einhug ríkja
innan nefndarinnar um sam-
eininguna og mikilvægi henn-
ar.
Gunnar segir þab mikilvægt,
ef af sameiningu verbur, verði
að byrja á að skilgreina hlut-
verk búgreinasambandanna og
búgreinafélaganna í landinu
annars vegar og hlutverk heild-
arsamtakanna hins vegar. Til
dæmis hafi það aldrei verið
skilgreint hvert væri hlutverk
búgreinasambandanna og
stéttarsambandsins.
„Að mínu mati á hlutverk bú-
greinasambandanna að vera
sölu- og markaðsmál, en heild-
arsamtökin ættu að sjá um öll
sameiginleg mál bændastéttar-
innar í heild, s.s. innflutnings-
mál, kjaramál og annað gagn-
vart ríkisvaldi. Einnig ættu
heildarsamtökin ab sjá um
fræbslu og rannsóknir." ■
BÞÝSKAR HÁGÆÐA □
HEYVINNUVÉLAR U
Mikil vinnslubreidd, 2,05 til 3 metrar. Aukin afköst. Minni orkuþörf.
Öflugt drif.
Sveigja á sláttuborði hefur ekki
áhrif á rýmd milli tannhjóla í drifi.
Hnífar festir með boltum.
• Léttbyggð.
FELLA stjörnumúgavélar. Vinnslubreidd 3,3 og 4,2 m.
Mikil sporvídd og 4 hjól á veltibúkkum auka stöðugleikat
• Auðveld í flutningi.
• Fáanleg með knosara.
FELLA lyftutengdar heyþyrlur. Vinnslubreidd 5,4 m. Lyft í flutnings-.
stöðu og hjól skekkt með vökvaþrýstingi. Öllu stjórnað úr ekilshúsi.
Hlífar á hjólum til varnar því
að hey fari inn í hjóllegur.
Stór og breið hjól á öll-
um FELLA heyþyrlum
og stjörnumúgavélum.
Globus/
Lágmúla 5, s:681555