Tíminn - 05.07.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.07.1994, Blaðsíða 2
2 Wímtwn Þri&judagur 5. júlí 1994 Tíminn spyr... Finnst þér trúlegt, eins og fram kemur í Gallup-könnun, ab meir en helmingur 15-24ra ára ís- lenskra karla telji réttlætanlegt a& karlar lumbri á konum sín- um? Helga Þórarinsdóttir, hópstjóri í Sambandi dýrarverndarfélaga „Auövitaö kysi ég helst aö trúa ekki þessum niöurstööum en þótt tölum kunni eitthvað aö skeika þá er ég hrædd um að þetta sé vísbending um að of- beldi sé mun algengara í þjóðfé- laginu en mann óraði fyrir. Þá er ekki síður ógnvekjandi aö þaö virðist fara vaxandi meðal yngri kynslóöarinnar sem raunar upp- lýsingar frá Kvennaathvarfinu staöfesta. Eitthvaö hlýtur að hafa brugöist illa í umhverfi og upp- eldi þessa unga fólks. Ofbeldi af öllum toga er óþolandi, sérdeilis þó inni á heimilum sem verða þá gróðrarstía fyrir mun víðtækara ofbeldi." Kjartan Magnússon, fulltrúi í stjórn Jafnréttisnefndar Reykjavíkur „Nei! Ég á bágt meö aö trúa því aö meirihluti ungra karlmanna sé á þessari skoöun. Gæti ekki verið aö einhverjir svarendur hafi ekki tekið spurninguna al- varlega og svarað henni í hálf- kæringi? Eins veit ég ekki hvern- ig spurningin var nákvæmlega oröub sem gæti einnig skipt máli. Hvaö sem því líöur er þó ljóst aö umtalsverbur hluti karl- manna á þessum aldri telur of- beldi gagnvart mökum sínum réttlætanlegt. Þaö kemur óþægi- lega á óvart og þaö er erfitt að finna skýringu á slíku viðhorfi." Jenný Anna Baldursdóttir, Samtökum um kvennaathvarf „Ég tel þessa niöurstööu nærri lagi miöab vib þá reynslu sem viö hjá Kvennaathvarfinu höfum af þessum málum." Nýtt 12 rúma hjúkrunarheimili tekiö í notkun á Kirkjubœjarklaustri: Um 20% íbúanna á ellilifeyrisaldri „Þaö er ohætt aö segja aö opnun þessara hjúkrunar- heimilis hafi bætt hér úr brýnni þörf, en þetta er líka verulegur áfangi í þá átt aö koma umönnun aldraðra hér í sæmilega gott horf. Þess má þó geta aö 20% íbú- anna eru 67 ára og eldri, sem er um tvöfalt hærra hlutfall en landsmebaltalið," sagöi Bjarni Matthíasson, oddviti Skaftárhrepps, sem formlega tók í notkun nýja hjúkrunar- deild í Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu á Kirkjubæjar- klaustri um síbustu helgi. Rúmin, 12 aö tölu, fylltust Iíka öll um leið og deildin var opnuö. Enda segir Bjarni aö sjúklingar hafi beðiö eftir þessum rúmum, ýmist á dvalarheimilinu eöa á heim- ilum sínum. Byggingarframkvæmdir við nýja húsiö hófust árið 1989. Dvalarheimili aldraöra hefur verið rekið á Klaustri í bráða- birgðahúsnæði í áratug. Rekst- ur þessara tveggja deilda hefur verib sameinaður í eina stofn- un, Dvalar- og hjúkrunar- heimili. Nýja húsið sem nú er tekið í notkun er um 520 fer- metrar að gólffleti og hýsir þjónustudeild (eldhús, þvotta o.fl.) og hjúkrunardeild fyrir 12 hjúkrunarsjúklinga. Fram- kvæmdir eru þegar hafnar við 2. áfanga, um 320 fermetra dvalarheimilisdeild fyrir 8 ein- staklinga. „Við vonumst til að ná henni í notkun að ári liðnu eða svo. Og þá verðum vib komin með alla starfsemina í varanlegt húsnæbi. En dvalarheimilis- deildin er enn sem komið er í bráðabirgðahúsnæðinu," sagði Bjarni. Hjúkrunarheimili er sam- Rannsóknir sýna aö peningum til kaupa á prótíndrykkjum til vööva- uppbyggingar er kastaö á giœ: Kjöt, fiskur, egg og ostur ódýrari og árangursríkari Nýlegar bandarískar rannsóknir benda til þess að þeim miklu fjár- munum sem kraftþjálfunar- og íþróttafólk ver til kaupa á ýmis konar prótínefnum og prótín- drykkjum, sé ab verulegu leyti kastab á glæ. Rannsóknin, sem sagt er frá í blabinu Heilsuvernd, nábi til margskonar prótínvara og drykkjarfanga sem haldib er ab íþróttafólki og þab kaupir í þeirri von ab neysla þeirra verbi til þess ab auka því þrótt og bæta vöbvauppbygginguna. Meginniðurstaðan var sú, að vissu- lega innihéldu þessar vörur prótfn í ríkum mæli — en hins vegar ekki þab prótín sem vöbvarnir þarfnast. Meö öörum orðum, að prótínefnin sem auglýst voru á pökkunum eða flöskunum höföu nákvæmlega eng- in áhrif á neytendurna. Það varö því niburstaöa þessarar rannsóknar aö fólk, sem vildi ná sér í ríkulegt magn prótína, skyldi sleppa pakkavörunni og prótín- drykkjunum en þess í stab borða kjöt, egg, ost og önnur prótínauðug matvæli (t.d. haröfisk sem er einn prótínaubugasti matur sem fyrir- finnst). Slíkt væri bæði miklu ár- angursríkara og um leib langtum ódýrara, segir í Heilsuvernd. ■ Þessi brauösneiö er trúlega betri til vöövauppbyggingar en sérhannaöir próteindrykkir. vinnuverkefni ríkis og sveitar. Hlutdeild ríkissjóðs í stofn- kostnaði hjúkrunarheimila er 85% á móti 15% frá sveitarfé- lagi. Fullbúið meö öllum bún- aði segir Bjarni hjúkrunar- heimilið kosta kringum 95- 96 milljónir. „Það er allnokkur biti, m.a. vegna þess að enn vantar töluvert upp á að ríkis- sjóbur standi við sinn hluta. Við höfum því veriö að fjár- magna þetta umfram okkar skyldur. Ætli ríkið eigi ekki ógreiddar um 20 milljónir," sagði Bjarni. Starfslið Dvalar- og hjúkrun- arheimilisins segir hann í 13,5 stöðugildum. Og vonir séu bundnar við að reksturinn geti staðið undir sér á þeim dag- gjaldagreiðslum sem fáist til rekstrar slíkra heimila. ■ Fagna lög- um um um- boðsmann barna Þrítugasta landsþing Kvenfé- lagasambands íslands hvetur stjórnvöld til að kynna al- menningi Mannréttindasátt- mála Sameinuöu þjóöanna og samþykktir Mannrétt- indaráöstefnu S.Þ. sem hald- in var í Vín í Austurríki sl. ár. Þingið fagnar því að lög um umboðsmann barna hafi verið samþykkt á Alþingi og hvetur stjórnvöld til frekari kynning- ar á Barnasátjmála S.þ. og til að sjá til þess að sáttmálanum verði framfylgt. Þá hvetur þingib dómsmálaráðherra til að beita sér fyrir því ab Alþingi setji lög sem kveði á um ab hverjum þeim sem fundinn er sekur um líkamlegt eða and- legt ofbeldi verbi skylt að sæta endurhæfingu og meðferö á viðeigandi stofnun. Skora a íslensk stjórnvöld aö hætta þátttöku í nóprefsingum Hópur manna hefur sent eftir- farandi áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna þátttöku ís- lands í refsingum án dóms og laga, eins og segir í eftirfar- andi fréttatilkynningu: „Vib undirrituð skorum á ís- lensk stjórnvöld að binda tafar- laust enda á þátttöku íslands í hvers kyns hóprefsingum sem beitt er án dóms og laga, gegn íbúum íraks, Líbýu og Serbíu. Hóprefsingar, þ.e. refsingar fjölskyldna, ættbálka, íbúa heilla bæjarfélaga eða þjóba vegna meintra brota eins af þegnum samfélagsins, eru í andstöðu viö réttarvitund og réttarvenjur siðabra þjóöa. Hiö sama á viö um refsingar sem beitt er án dóms og laga. ís- lensk lög kveöa á um að abeins megi sakfella einstakling, aldr- ei hópa. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur ákveöið án dóms og laga að refsa heilum þjóðum vegna meintra brota leiötoga þeirra, þar á meðal íbúum Ir- aks, Serbíu og Líbýu. Þessar þjóðir búa ekki við lýöréttindi og leiötogar þeirra eru taldir ábyrgir fyrir hinum herfileg- ustu mannréttindabrotum. Með refsiaðgeröum sínum hef- ur Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna skert enn frekar mann- réttindi þessara þjóða. Afleið- ingar refsiaðgerðanna fyrir al- menning þessara ríkja em hrikalegar. í írak, sem hefur verið á mebal þróuðustu ríkja í Austurlöndum nær, er farið að gæta hungursneyöar, barna- dauði hefur margfaldast af völdum refsiaðgerðanna og heilbrigðiskerfib er í rúst. Svip- ab á við um Serbíu. Þeir sem mega sín minnst, börn, gamal- menni og sjúklingar, þjást mest. Við minnum á ákvæði Genf- arsáttmálans, sem ísland hefur undirritað, einkum bann við stríðsaögerðum sem bitna helst á óbreyttum borgumm. Refsi- abgeröir Öryggisráðsins má skoða sem stríðsaðgerðir. Þar sem ísland er formlegur aðili að þessum siðlausu að- gerðum errum við öll samsek í því ab valda saklausu fólki óbætanlegum skaða. Fórnar- lömbin hafa aldrei gefið okkur tilefni til að ráðast á líf þeirra og heilsu. Reykjavík 2. júlí 1994, Arnþór Helgason deildarsérfrœö- ingur, Arthúr Morrthens sér- kennslufulltrúi, Ágúst Þór Ámason blaðamaður, Bríet Héðinsdóttir leikstjóri, Einar Valur Ingimundar- son umhverfisverkfrceðingur, Elías Davíðsson tónskáld, Garðar Mýr- dal eðlisfrœðingur, Guðmundur Steinsson rithöfundur, dr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur, Pétur Knútsson lektor, Sigurður A. Magn- ússon rithöfundur, Steinunn Jó- hannesdóttir rithöfundur."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.