Tíminn - 05.07.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.07.1994, Blaðsíða 6
6 Þribjudagur 5. júlí 1994 ÍÞRÓTTIR i 1 KRISTJÁN GRÍMSSON i i ÍÞRÓTTIR Breiðablik taplaust 1. deild kvenna UBK-ÍA.................... 1-0 Valur-Höttur...............8-0 Haukar-Stjarnan ...........1-9 Dalvík-KR .................1-6 Staöan UBK...........6 600 28-1 18 KR ...........65 0 1 26-8 15 Valur.........6 4 0 2 22-7 12 ÍA ...........6 4 02 15-8 12 Stjarnan .....6 3 0 3 33-8 9 Haukar........ 6 1 1 4 6-29 4 Dalvík........6 0 1 5 5-34 1 Höttur........6 0 0 6 2-42 0 Næstu lcikir: 9. júlí KR-Haukar, Stjarnan-UBK, ÍA-Valur, Höttur- Dalvík. 2. deild Þróttur N.-Þróttur R. ...2-2 (2-0) Leiftur-Víkingur .....3-0 (1-0) UMFG-Selfoss..........3-0 (2-0) Fylkir-KA ............2-0 (1-0) Staban Leiftur.......7 6 0 1 19-7 18 UMFG..........75 1117-5 16 Þróttur R.....7 4 2 1 12-5 14 Fylkir .......7 4 1 2 15-11 13 Víkingur .....723 2 6-9 9 Selfoss.......7 2 23 6-12 8 KA ...........7 20 5 9-10 6 Þróttur N.....7 1 24 7-13 5 ÍR ...........6 1 1 4 5-15 4 HK ...........6 105 1-10 3 Næstu leikir: 7. júlí Víkingur- Fylkir. 8. júlí Selfoss-HK, KA-ÍR, Þróttur R.-Leiftur, UMFG-Þrótt- ur N. 3. deild Völsungur-Dalvík 2-1 4-1 UMFS-Reynir S 3-1 UMFT-Höttur 2-1 Fjölnir-BÍ .. 4-1 Staöan Fjölnir 7 5 20 16-7 17 Víöir 7 4 3 0 19-10 15 UMFS 7 4 1 221-9 13 Völsungur . 7 3 40 12-6 13 BÍ 7 4 1 2 15-13 13 Reynir S. ... 7 3 1 3 10-15 10 UMFT 7 2 3 2 9-14 9 Höttur 7 1 1 5 8-14 4 Haukar 7 0 1 6 6-16 1 Dalvík 7 0 1 6 10-22 1 4. deild A-riöili Ökkli-Grótta 3-1 (Björgvin Barödal, markvöröur Ökkla varöi 2 víti). Smástund-Leiknir 0-7 Staban Leiknir 5 4 0 1 12-3 12 Ægir 5 40 1 14-6 12 UMFA 5 3 02 13-11 9 Ökkli 5 3 02 11-10 9 Grótta 5 1 0 4 9-12 3 Smástund .. 5005 9-26 0 *Snæfell hætti keppni. B-riöill Víkingur Ól.-Árvakur .. 3-1 Hamar-Framherjar 1-4 Staöan Njarövík .... 6 6 00 21-3 18 Víkingur .. 7 5 1 1 21-6 16 Árvakur 74 12 14-9 13 Framherjar 7 3 0 4 13-20 9 Ármann ... 6 1 3 2 9-13 6 Hamar 7 1 2 4 9-16 5 Léttir 6 1 1 4 3-11 4 Gk. Grind. 6 1 0 5 6-18 3 C-riöill Kormákur-Neisti 0-2 KS-Geislinn 16-0 SM-Hvöt .. 3-1 HSÞ-b-Magni.............0-1 Staban Magni .8 7 0 1 27-7 21 KS .8 6 1 1 42-9 19 SM 7 5 1 1 20-9 16 Hvöt .8 5 0 3 19-11 15 Kormákur .8 3 1 4 9-18 10 Neisti .8 3 0 5 11-17 9 HSÞ-b .7 2 0 5 14-21 6 Geislinn .8 1 1 6 9-47 4 Þrymur .8 1 0 7 9-21 3 D- riöill Sindri-KBS 4-0 Neisti D-KVA . 3-5 Huginn-UMFL 6-1 Staban KVA ..........65 0 1 17-7 15 Huginn ........6 4 0 2 17-10 12 KBS ...........6 3 1 2 17-13 10 Sindri ........4 3 0 1 12-3 9 Einherji......5 20 3 15-13 6 Neisti ........6 1 1 4 11-19 4 UMFL..........5 0 0 5 4-28 0 Hörbur Helgason, þjálfari IA, hrœrbi vel í brúsanum þegar hann dró andstœbinga síns libs. Óhœtt er ab segja ab hann hafi valib verbuga keppinauta. Tímamynd GS Skaga- menn fengu KR-inga í gær var dregið í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarkeppni karla. Stór- leikur þessarar umferðar er við- ureign íslands- og bikarmeistara ÍA gegn KR-ingum, en þessi lið mættust með eftirminnilegum hætti í undanúrslitum í fyrra. Þá mætast Reykjavíkurrisarnir Fram og Valur. Liðin, sem drógust saman, eru annars þessi: Þróttur R.-ÍBV, Víkingur-Þór, UBK-ÍBK, Leiftur- Fylkir, en þessi lið mætast fimmtudaginn 14. júlí. KA- Stjarnan, Grindavík-FH. Valur- Fram og ÍA-KR, en þessir leikir fara fram föstudaginn 15. júlí. Wimbledon-mótiö í tennis: Navratilova náöi ekki 10. titlinum — Vicario sigraöi hana í úrslitum Arantxa Sanchez Vicario og Pete Sampras sigr- ubu á Wimbledon-tennismótinu í London um helgina. Wimbledon-mótinu í tennis lauk um helgina í London. í kvennaflokki sigraði Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni, en hjá körlunum stóð Pete Sampr- as frá Bandaríkjunum uppi sem sigurvegari, annaö árið í röð. Bandaríska tenniskonan, Mart- ina Navratilova, lýsti því yfir fyrir keppnina að hún ætlaði aö hætta keppni í lok ársins og hún myndi stefna á sigur á Wimbledon. Hún var nálægt því aö standa viö orð sín, en þröskuldurinn sem hún gat ekki yfirstigiö var Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni. Þær stöllur mættust í úrslitaleiknum og með sigri hefði Navratilova unnið sinn 10. sigur á Wim- bledon og 168. titil í það heila á 22 ára keppnisferli. En þó að Navratilova sýndi gamla takta, var Vicario, sem er númer tvö á heimslistanum, einfaldlega betri og sigraði 6-4, 3-6 og 6-3. Vicario hefur nú unnið til rúmlega einnar mi- ljóna dollara í verð- launafé fyrir sigra á tennismótum á þessu ári, mesta verðlaunafé kvenna, og heldur 2. sætinu á heimslistanum á eftir Steffi Graf frá Þýskalandi. Navra- tilova er númer fjögur á heims- listanum. í karlaflokki sigraði Pete Sampras annað árið í röð í góð- um leik gegn Króatanum Goran Ivanisevic. Þetta er aðeins í ann- að sinnið sem keppanda tekst að verja titil sinn á Wimbledon, en Boris Becker gerði þaö 1986. Sampras sigraði 7-6, 7-6 og 6-0 og heldur sæti númer eitt á heimslistanum. Sampras spilaði mjög vel allt mótiö og tapaði aðeins einni lotu. „Hann var bara allt of góður," endurtók Iv- anisevic í sífellu eftir leikinn, en hann komst í annað sætið á heimslistanum eftir leikinn. Sampras hefur unnið til margra dollara á þessu ári í tenniskeppnum eða alls rúm- lega tveggja miljóna, mest karla og helmingi meira en næsti maður, Bruguera frá Spáni. ■ Shellmót 6. flokks í Eyjum: FH sigraði tvöfalt Shell-pollamótinu í knatt- spyrnu, fyrir 6. flokk, lauk í Vestmannaeyjum á sunnudag. FH-ingar stóbu uppi sem sigur- vegarar í flokki A-liða eftir ab hafa unnið ÍR-inga í úrslitum, 4-2, í vítaspyrnukeppni. ÍR-ing- ar voru óheppnir í leiknum, því þeir fengu tvö dauðafæri undir lokin til að skora, en brást boga- listin. Þetta var í annaö sinn sem ÍR tapar úrslitaleik í flokki A- liða. Fylkir vann KR 3-0 í úr- slitum B-liða. Gubjón Hauksson og Siguröur Stefánsson gerðu mörk Fylkis, en KR-ingar urðu fyrir því óláni að gera eitt sjálfs- mark. Hjá C-liðunum vann FH lið Fylkis, 3-2, eftir vítaspyrnu- keppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og gerði Eggert Ellertsson mark Fylkis, en mark FH var sjálfsmark. Vigfús Ad- olfsson, markvörður FH, var hetja libsins í vítaspyrnukeppn- inni og varði m.a. tvö víti. Samtals voru gerb 952 mörk í öllum flokkum á mótinu, fleiri en nokkru sinni fyrr. Jón Emil Guð- mundsson úr Val var markahæst- ur allra á mótinu, gerði 17 mörk. Besti leikmaður mótsins var kjör- inn Gunnar H. Kristinsson, ÍR. ■ Evrópubikarkeppnin í fjölþrautum: Slakt hjá íslendingum Evrópubikarkeppni landsliða í fjölþrautum fór fram í Kaup- mannahöfn nú um síðustu helgi. íslendingar voru meðal þátttakenda bæði í karla- og kvennaflokki, en árangurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Kvennaliðið keppti í sjö- þraut og hafnaði í fimmta og næstsíðasta sæti; karlaliðið, sem keppti í tugþraut, nábi ekki að klára liðskeppnina vegna mikilla meiðsla liðs- manna. Jón Arnar Magnússon meiddist í langstökkskeppn- inni á fyrri keppnisdeginum og Magnús Aron Hallgrímsson meiddist í grindahlaupi, sem var í fyrstu greininni á síöari deginum. Ólafur Guðmunds- son var sá eini sem kláraði af körlunum, hlaut 6929 stig og náði 6. sæti í einstaklings- keppninni, af 26 keppendum, en sigurvegarinn hlaut 7269 stig. Kvennaliðið hlaut samtals 13.775 stig í sjöþrautarkeppn- inni, en Ungverjar sigrubu meb 17.154 stig. Þuríður Ing- varsdóttir náði 13. sæti af 24 í einstaklingskeppninni með 4753 stig, en sigurvegarinn hlaut 6250 stig. Vala R. Flosa- dóttir náði ab setja íslandsmet í meyjaflokki (16 ára og yngri) þegar hún fékk 4377 stig, en gamla metið átti Gubrún Sunna Gestsdóttir sem var 4144 stig og sett fyrir tveimur árum. Vala hafnaði í 19. sæti í keppninni með þennan árang- ur. ■ Colfmót í S.-Afríku: Pricevarði titilinn Nick Price, Suður-Afríku, stóð uppi sem sigurvegari annaö árið í röð á opna Motorola-golfmót- inu, sem fór fram í ættlandi hans um helgina. Sigur Price var tæp- ur, því hann var þremur höggum á eftir Bandaríkjamanninum Greg Kraft þegar sex holur voru eftir, en fór í heildina höggi bét- ur en Kraft í lokin. Price fór hol- urnar 72 á 277 höggum, ellefu undir pari. ■ Esso-mót 5. flokks á Akureyri: Valur vann í A-flokki Esso-fótboltamótinu fyrir drengi í 5. flokki lauk á Akureyri um helg- ina. Mótið fór í alla staði vel fram og hafa aldrei eins margir þátttak- endur verið, en þeir voru 750 tals- ins frá 21 félagi. Valsmenn tryggöu sér Esso-titil- inn í knattspyrnu eftir sigur á.ÍBK í flokki A-liða, 5-3 í vítakeppni. Eftir venjulegan leiktíma var stað- an 2-2 og gerðu Sigurður Eggerts- son og Bjarni Ó. Eiríksson mörk Vals, en Magnús Þorsteinsson og Grétar Gíslason mörk ÍBK. Fram vann Þór frá Vestmannaeyjum 3- 0 í úrslitum B-liba, en ÍBK sigraöi í flokki C-liba eftir ab hafa lagt KR í úrslitum, 5-0. Þá vann Þróttur Reykjavík sigur á KA í úrslitum D-liða, 4-1. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.