Tíminn - 05.07.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.07.1994, Blaðsíða 4
4 fHÉtt!§9$9l Þri&judagur 5. júlí 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautárholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk. Framsókn, ekki fátækt Sá lærdómur sem dreginn verður af um- ræðu undanfarinna vikna um veiðar í Smugu og á Svalbarðasvæði er sá að ekki er verjandi að byggja alla afkomu íslendinga á fiskveiðum. Fiskur er vitanlega aðalútflutn- ingsvara okkar og verður enn um sinn. En þær sveiflur sem eru á afla og áhrif þeirra á hag allra landsmanna valda því að ekki verður við það unað að láta þær ráða mestu um kjör fólks í landinu. Þetta eru margendurtekin sannindi, en engu er líkara en sterk öfl í þjóðfélaginu telji að allt annað verði að þoka fyrir mikilvægi fiskveiðanna, jafnvel svo að barist hefur ver- ið á móti uppbyggingu annarra atvinnu- greina. Landið geymir gífurlega orku í vatnsföllum og iðrum jarðar. Þessi orka er ekki nema að litlu leyti nýtt. Þar kemur til ótti við erlent fjármagn. Engu er líkara en margir íslendingar, og jafnvel stjórnmála- menn sem vilja láta taka sig alvarlega, telji allt erlent fjármagn af hinu illa, nema lán auðvitað. Það þykir miklu hagkvæmara að taka stór lán erlendis, lán sem hlaðast upp og verða byrði barna okkar, heldur en laða að fjármagn til framkvæmda. Sjaldnast er spurt hvort hin erlendu lán séu hagstæð, hvort þau skili raunverulega ágóða, hvort þau borgi sig með öðrum orðum. Hins veg- ar er nákvæmlega reiknað út hverju erlent fjármagn í áhætturekstri skilar eða skilar ekki. íslenskir sjómenn og fiskifræðingar hafa aflað dýrmætrar vitneskju um hafið í kring- um landið og lífið í hafinu. Sú þekking mun skila sér, en því aðeins að fiskistofnar séu ekki ofveiddir, og stórlega sé dregið úr til- kostnaði við að ná þeim fiski á land sem var- legt þykir á ári hverju. Orkan er vannýtt. Ekki er enn ljóst hvort bein orkusala til Evrópu er möguleg, en uppbygging orkufrekra iðjuvera er kostur sem verður að taka alvarlega til athugunar. Það var áfall að ekki tókust samningar á sín- um tíma um álver á Keilisnesi. Aðrir kostir eru væntanlega í athugun. Mestu máli skiptir að íslendingar loki sig ekki inni í þeirri íhaldssemi að óttast fjármagn. Það er dýrt að vera fátækur, og verði ekki rösklega tekið til hendinni við að nýta orku landsins til iðnaðar verður hér framhald á þjóðarsátt um lág laun, gengisfellingu í haust og fá- tækt. Framseljanlegur kvóti í fiskveiðum og landbúnaði á að stuðla að hagræðingu, sem leiði til betri kjara allra. Raunveruleg launa- lækkun án lækkunar á framfærslukostnaði er sá skattur sem launafólk greiðir þjóðar- sáttinni. Framsókn verður að koma í stað fá- tæktar. Bændaglíma flokksformanna Eins konar „status quo" virö- ist vera í stjórnmálaheiminum þessa dagana. Stjórnmála- menn láta lítiö eftir sér hafa um haustkosningar og í raun hvab sé framundan á næstu vikum og mánuðum í pólitík- inni. Skýringin á því er sú ab þeir vita ekki nákvæmlega hvab kemur út úr þeirri gerjun, sem nú er í gangi innan ríkisstjórn- arinnar og ekki síbur innan Sjálfstæbisflokksins, þar sem helmingur þingmanna flokks- ins vill kosningar í haust auk þess sem menn óttast ótrygg- an þingmeirihluta. Hvorugur flokkurinn sleppir hinum úr stjórninni meb kosningamál upp í erminni og þab er nánast þab eina núorb- ib sem heldur ríkisstjórninni saman. Stjórnarsamstarfib er orbið ab bændaglímu þar sem flokksforingjarnir standa á vellinum eins og glímukappar rétt eftir ab búib er ab kalla: Stigib! Grunsemdir um ab stjórnar- flokkarnir væru ab finna snöggan blett hvor á öbrum, vöknubu snemma í júní þegar Moggi reib á vabib í umfjöllun um ríkissjóðshallann. Mogginn tekur Gubmund á teppið í leiðara blaðsins daginn eftir um ríkissjóbshallann var hart deilt á heilbrigbis- og trygg- ingarábherra og föburlegi um- vöndunartónninn er orðinn hávær. „Meginástæban fyrir því, ab nú stefnir í meiri halla á fjár- lögum en Alþingi gerbi ráb fyrir er sú, ab rábuneyti sum hver a.m.k., og þá sérstaklega heilbrigbis- og tryggingarábu- neytib, hafa brugbist þeirri skyldu ab framkvæma sparn- abarabgerbir, sem fjárlagaaf- greiðslan byggbist á. Þannig stefnir í, ab útgjöld þessa ráðu- neytis verbi 1-2 milljörbum hærri en áætlab var vib gerð fjárlaga... Gubmundur Arni Stefánsson, heibrigbis- og tryggingarábherra, verbur ab GARRI gera opinberlega grein fyrir því, hvers vegna hann og rábuneyti hans hafa ekki hlýtt fyrirmælum Alþingis um nib- urskurb á þessum útgjaldalib- um." Mogginn og Sjálfstæbisflokk- urinn voru augljóslega búnir ab finna sér sker til ab láta stjórnarsamstarfib steyta á. En enn og aftur kom kænska Jóns Baldvins honum til hjálpar, því hann var fyrstur manna til ab gera sér grein fyrir því að krók þurfti hér á móti bragbi, til ab bjarga heibursmanna- samkomulaginu. Jón kann manna best á tilfinningalegt nótnaborb Jóhönnu og spilaði á þab eftir ab hafa sigrab hana í formannsslagnum. Þab tón- verk þekkja allir, en fæstir gerbu sér grein fyrir því ab meb þessum snilldarleik kom hann ekki abeins Jóhönnu út í horn, heldur fékk hann svig- rúm til að koma Gubmundi Árna í örugga höfn og gera hann skuldbundinn sér, ábur en Morgunblabib næbi ab éta hann upp til agna, Alþýbu- flokknum til stórskaba og Gubmundi sjálfum til pólit- ísks fjörtjóns. í stabinn fyrir Gubmund Árna kom nibur- skurbarkóngurinn mikli, Sig- hvatur Björgvinsson, og þab er næsta víst ab Morgunblabib tekur ekki Sighvat á teppib á sama hátt og Gubmund Arna. Jón glímir vel Þar meb fór út um þúfur hern- abaráætlun Moggans og Sjálf- stæbisflokksins um ab skella skuldina á Gubmund Árna og sprengja stjórnina á þeim for- sendum. Jón Baldvin hins vegar sýndi hér og sannabi ab hann er pól- itískur glímumabur góbur, enda er vinur hans og fóst- bróbir á Mogganum þegar far- inn ab tala meb allt öbrum hætti um ríkisfjármál í Reykja- víkurbréfi en hann gerbi fyrir örfáum dögum í leiðara. Því má segja um þessa lotu í bændaglímu stjórnarsam- starfsins þab sem Þursaflokk- urinn sagbi um Sigtrygg fyrir margt löngu: „Jón Baldvin vann!" Garri í djúpu lauginni Eftir ab Eggert Skúlason frétta- mabur fékk afhent sæti í stjórn íslenska útvarpsfélagsins sem fulltrúi starfsmanna, sagbi hann í viðtali vib fréttastofu Stöðvar 2 eitthvab á þá leib, ab nú væri spennandi ab stinga sér í djúpu laugina og svamla þar um meb hinum hákörlunum. Einhver er nú munurinn á því heldur en ab troba marvabann í grunnu laug- inni meb smáfiskunum. En ab vera samtímis hákarl í djúpu lauginni og smáfiskur í þeirri grunnu gengur ekki upp. Fréttastjóri Stöbvar 2, sem verb- ur ab láta sér lynda ab sprella á grunnu, líöur ekki ab undirsátar spóki sig með hákörlunum í stjórn íslenska útvarpsfélagsins í þeirra heimalaug. Þegar Eggert kom til vinnu eftir upphefbina voru honum settir kostirnir: ab drífa sig upp úr djúpu lauginni og yfirgefa hákarlatorfuna þar, eba taka pokann sinn og hverfa af fréttastofunni. Aubvitab valdi Eggert félags- skap hákarlanna og er nú kom- in upp sú skrýtna staba ab full- trúi starfsmanna er á brott rek- inn og situr í stjórninni í um- boöi sjálfs sín og forstjóra Securitas. Reka, reka, reka Á sama fundi og fréttamaður- inn var útnefndur í stjórn ís- lenska útvarpsfélagsins var Páli útvarpssjóra sagt upp, en aftur á móti kosinn í stjórnina og sitja þar nú tveir útskúfabir starfs- menn en uppdubbaðir stjórnar- menn sama fyrirtækis og una hag sínum sjálfsagt vel meb hinum hákörlunum í djúpu lauginni, eins og fréttamenn Stöðvar 2 lýsa stjórn fyrirtækis- ins sem þeir starfa hjá eöa störf- ubu. íslenska útvarpsfélagiö er und- arlegur félagsskapur. Þaö rekur útvarp og sjónvarp og svo er þaö duglegt aö reka starfsfólk. Þegar rök þrýtur á stjórnarfund- um er handafl látib rába. Stjórn- ir skiptast í meirihluta og minnihluta, sem vinna hver öbrum og fyrirtækinu allt til óheilla sem völd og kraftar end- ast til. Stjórnarmenn og yfirmenn hafa löngum verib uppteknari af því ab bola hver öörum frá en Á víbavangi ab reka fyrirtækið sómasamlega og er saga þess eins og hallæris- legir og illa gerbir framhalds- þættir, sem áhorfendur mundu ekki trúa aö óreyndu aö stubst gætu vib sögulegar staðreyndir. I þessari sápuóperu er illa farið meö hlutverkin og er ofleikur margra þátttakenda vægast sagt ömurlegur. Hvab er selt og hvab keypt? Leikreglur valdataflsins meb hlutabréf útvarpsfélagsins eru óskiljanlegar meö öllu, eins og þegar einhver stjórnarformab- urinn kvab upp úr um að hann hafi verið beittur óheibarlegum brögðum þegar einn hluthaf- anna þóttist vera aö selja hluta- bréf, en var í raun og sann að kaupa. Enn er óupplýst í hverju vélabrögðin fólust. Nú er komin enn ein stjórn og enn einn friöurinn, ab því ab stjórnendur segja og reka hvern annan á víxl. Lögbann er á yfir- töku á Sýnarrás og á meöan veit enginn hver á hana og eru merkileg málaferli þar í sjón- máli, þar sem vægi hlutabréfa verbur vegiö og metiö. Fréttir eru látnar leka út um ab verið sé að selja útlendingum svo og svo mikið í íslenska út- varpsfélaginu og á þab víst að setja hroll að einhverjum, en hverj- um er óljóst. Hvaða út- lendingar eru fúsir til að kaupa hlutabréf í skuldum upp á annan milljarð króna er enn óljósara. En mottó íslenska út- varpsfélagsins hf. er aö reka. Stjórnarmenn ráða og reka hvern annan. Hver útvarpsstjórinn af öbrum er rek- inn, fréttastjórar eru reknir í hin og önnur störf og nú loks er far- iö aö reka óbreytta starfsmenn fyrir þá sök eina að kasta sér út í djúpu laugina til hákarlanna, sem stjórna eiga öllu móverk- inu. En þeir sem reka í dag eru kannski sjálfir burtreknir á morgun, og ræbur guð og lukk- an því hvort þeim verbur spark- aö út í djúpu laugina eöa upp á þurrt. Og hákarlarnir í djúpu lauginni sæta færis aö rífa hver annan í sig, á meðan fyrirtækiö veslast upp í höndunum á starfsfólki, sem keppist vib ab velja efni fyr- ir illa læsa unglinga og körfu- bolta fyrir krakka sem safna myndaseríum. Það er engu líkara en aö þessu sé öllu stjórnab frá Efstaleiti — úr vígi keppinautanna. Þab mun koma í ljós í síöasta þætti sápuóperunnar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.