Tíminn - 05.07.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.07.1994, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 5. júlí 1994 7 IÞROTTIR • KRISTJÁN GRÍMSSON • ÍÞROTTIR Þýskaland, Spánn, Svíþjóö og Rúmenía komin áfram í 16-liöa úrslitum á HM: Rúmenía skellti Argentínu Sextan liba urslit a HM í knatt- spyrnu hófust um helgina. Má segja ab leikirnir hafi endab samkvæmt bókinni, en óvænt- ust úrslit má telja 3-2 sigur Rúmena á Argentínumönnum. Annars eru Þjóbverjar, Svíar og Spánverjar komnir áfram í 8- liba úrslit, en Belgar, Sádí-Arab- Holland í 8 li6a úrslit Hollendingar tryggbu sér í gær sæti í 8 liba úrslitum á HM eftir 2-0 sigur á írum. Holland hafbi yfirburöi í fyrri hálfleik og gerbu þá bæbi mörk sín. Dennis Bergkamp skorabi fyrra markiö af stuttu færi, á 11. mínútu, eftir gott upphlaup Marc Overmars. Wim Jonk gerbi þab síbara undir lok hálfleiksins meö skoti af 25 metra færi en þá missti Pat Bonner, markvörö- ur Íra, boltann klaufalega frá sér. írar voru mun betri í seinni hálfleik en sköpuöu sér ekki nægilega hættuleg færi til aö gera mark. Keppni íra er því lokib á mótinu en Hollendingar mæta sigurveg- urum úr leik Bandaríkjanna og Brasilíu. ar og Svisslendingar eru á heim- leib. Leikur Rúmena og Argentínu var mjög opinn og skemmtilegur og án efa besti leikurinn sem spilaö- ur hefur veriö hingaö til í úrslita- keppninni. Hvorki Maradona né Claudio Caniggia, sem var meidd- ur, léku meb Argentínu og veikti þab óneitanlega liöiö mikiö. Ilie Dumitrescu átti mjög góöan leik fyrir Rúmena og skorabi fyrsta og annaö mark þeirra og þaö seinna eftir frábæran undirbúning Ghe- orghe Hagi. í þriöja marki Rúm- ena snérist dæmiö svo við. Þá skoraði Hagi, en Dumitrescu átti allan heiðurinn. Gabriel Batistuta jafnaöi fyrir Argentínu 1-1, úr víti sem hann fiskaði sjáifur, og stab- an í hálfleik var 2-1. Balbo, sem kom inn í liöið fyrir Caniggia, minnkaði muninn í 3-2 þegar stundarfjóröungur var eftir, en Rúmenar héldu fengnum hlut. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1982 sem Argentínumönnum mistekst að komast í 8-liða úrslit. Þúsundir Rúmena fögnuöu á götum úti eft- ir leikinn og sungu: „Góða ferö heim, Argentínumenn, Svíar þiö farið næstir heim," en Rúmenía mætir einmitt Svíum í 8-liða úr- slitum. Rúmenskt landslið hefur aldrei komist svo langt í úrslita- keppni HM í knattspyrnu. Svíar áttu í frekar litlum vand- ræðum meö Sádí-Araba og unnu 3- 1. Martin Dahlin skoraði strax á 6. mínútu fyrir Svía, sitt fjórða í keppninni til þessa. Kenneth Andersson skoraöi á 6. mínútu seinni hálfleiks og kom Svíum í 2- 0, en Fahd al-Ghshiyan minnkaöi muninn á 85. mínútu og Sádar voru óheppnir að jafna ekki. And- ersson geröi síðan út um leikinn á 88. mínútu og Svíar eru komnir áfram í 8. liða úrslit í fyrsta skipti í 20 ár. „Ég held aö við einir höf- um tekið Sádana alvarlega og viss- um hvernig átti aö fást við þá," sagði Tommy Svensson, þjálfari Svía, eftir leikinn. „Fyrsta markiö hjálpaði Svíum mikib og svo spila þeir afbragðsvörn," sagði Jorge Solari, hinn argentínski þjálfari Sáda. Þjóðverjar unnu sannfærandi 3- 2 sigur á Belgum á laugardag. Gamli refurinn Rudi Völler skor- aði tvö mörk fyrir Þjóbverja á 6. og 39. mínútu og Júrgen Klins- mann geröi mark á 11. mínútu. Georges Grun skoraöi fyrir Belga á áttundu mínútu og Philippe Al- bert skoraði undir lok leiksins annað mark Belga. Þjóðverjar mæta Mexíkó eða Búlgaríu í fjórö- ungsúrslitum. Spánn vann Sviss 3-0 og viröast vera til alls líklegir. Hierro, Mart- inez og Beguristain gerbu mörkin. Spánn mætir sigurvegurunum úr leik Nígeríu og Ítalíu í 4-liða úr- slitum. ■ Cheorghe Hagi átti stórleik fyrir Rúmena í 3-2 sigri á fyrrum heimsmeist- urum Argentínu. Hagi skorabi glcesimark og var potturinn og pannan í öbru marki Rúmena. Sjálfsmarkib dýrkeypt Andrés Escobar, varnarjaxlinn í kólumbíska landsliöinu, var myrtur fyrir utan skemmtistað í heimalandi sínu skömmu eftir heimkomu landsliösins. Morb- inginn gekk aö Escobar, þakkaöi honum kærlega fyrir sjálfsmarkib sem Escobar gerði gegn Banda- ríkjamönnum, og skaut hann því næst 12 skotum. Aö sögn lögreglu í eiturlyfjaborginni Medeilín, en Escobar lék meb liði frá borginni, hefur hún handtekið mann sem segist hafa framiö verknaöinn. Um allan heim ríkir mikil sorg meöal íþróttamanna vegna þessa atburðar, sem varpar miklum skugga á HM í Bandaríkjunum. ■ Stórsókn uppreisnarmanna í Rúanda: Tútsímenn ná Kigali, Reuter Þreyttir og blautir brostu sigri hrósandi uppreisnarhermenn til fréttamanna er þeir komu sér fyrir á lykilstöðum í Kigali, höf- uöborg Rúanda í gær, og bjuggu sig undir aö ná henni á sitt vald. Ahlaupið á Kigali átti sér stað samhliða sókn skæruliða til But- are sem er síðasta vígi stjórnar- hermanna í suöri. Hersveitir Frakka í Rúanda bú- ast nú til að snúast til varnar gegn uppreisnarmönnunum, og aö sögn Didier Bollelli, offursta og talsmanns Frakka, þá er þaö ætlun þeirra aö snúa vörn í sókn. Sú áherslubreyting verði aö hjálparsveitir Frakka muni taka á móti uppreisnarmönnum af fullum þunga, og kemur sú ákvöröun reyndar í kjölfar árás- ar uppreisnarmanna á frönsku hjálparsveitirnar síðastliöinn sunnudag. Frakkar hafa enga hermenn í Butare, en herlið í Kigongoro, um 20 km frá víglínunni, og hefur þeim veriö fyrirskipað aö hefta framsókn uppreisnar- Sænskir sósíaldemó- kratar vilja neyðarfund um efnahagsmál Forysta sænskra sósíaldemókrata vill aö boöaöur veröi neyöar- fundur fjárlaganefndar þjóö- þingsins til að bregbast viö því alvarlega ástandi sem þeir telja aö komið sé upp í efnahagslífi landsins. Göran Person, formælandi flokksins í efnahagsmálum, greindi fréttamönnum frá þessu á föstudag eftir aö fréttir bárust af því aö tryggingarfélagiö Skandia ætlaði ekki að kaupa fleiri ríkisskuldabréf eins og á stæöi. Per-Ola Eriksson, formaöur fjár- laganefndar þingsins, sagöi mál- iö ekki svona alvarlegt. Krafa sósíaldemókratanna væri pólit- ískt sjónarspil og lítt til þess fall- in aö koma skikk á efnahag landsins. Vextir hækkuöu snarlega á sænskum fjármálamarkabi á föstudag eftir að Skandia til- kynnti aö fyrirtækib ætlaöi ekki aö halda áfram aö fjármagna lánþörf sænska ríkisins. Ríkis- stjórnin yrði að ná tökum á efna- hagsmálunum áður en fyrirtæk- ið hæfi aftur kaup á ríkisskulda- bréfum í sama mæli og áöur. ■ Reuter Þjóbarleiötogi snýr heim Kigali manna við Kigongoro og verja borgina. Bardagar geisa víða, og fjöldi fólks er á stefnulausum flótta. Hermenn frelsishreyfingar Rú- anda segjast munu verjast öll- um árásum Frakka, sem þeir segja eiga þátt í dauða hundr- uöa þúsunda íbúa landsins sök- um stuðnings þeirra viö Juvenal Habyarama, forseta landsins. Habyarama var drepinn 6. apr- íl þegar flugskeyti grandaði flug- vél hans skömmu fyrir lendingu í Kigali. Viö þaö blossubu upp átök í landinu og ofstækisfullir stuðningsmenn stjórnarinnar, nær allir Hutu-ættar, réðust á meinta skæruliða og stuðnings- menn þeirra, sem nær allir til- heyra Tutsi-ættbálknum og murkuðu úr þeim lífiö. ■ Jasser Arafat leiðtogi, Frelsissamtaka Palestínumanna, kom til Gaza- strandarinnar um helgina eftir ára- tugalanga útlegö. Á myndinni sést hvar mannfjöldinn reynir að kom- ast í snertingu við leiötogann, þar sem hann er á leið til aö vígja ávaxtasafaverksmiöju. Efnahagsástandið á Gazaströnd- inni er mjög bágboriö og Arafat sak- ar ísraelsmenn um aö bæta gráu of- an á svart með því að takmarka að- gang Palestínumanna aö hreinu drykkjarvatni,■ Kynlíf, konur og áfengi London, Reuter Vísindamenn telja sig nú skilja það sem kvennabósar hafa lengi vitaö án þess aö skilja til fullnustu. Samkvæmt fræöilegri könnun eykur áfengi kynhvöt kvenna vegna áhrifa til aukningar á fram- leiðslu kynhormónanna. Þar sem þaö er velþekkt stað- reynd, aö alkóhól dregur úr hold- legum fýsnum karla, þá hafa vís- indamenn löngum undrast allt umtal um áfengi sem áhrifaríkt hjálparmeðal viö forfæringar kvenna. Finnskir og japanskir læknar hafa í bréfi til vísindaritsins „Nat- ure" greint frá niöurstööum rann- sókna sem sýni að konur auki framleiöslu testosterone-karl- hormóna, en hann framleiða þær að jafnaði í litlum mæli, eftir neyslu áfengis. Rannsóknir hafa í nokkrum til- fellum sýnt aö tengsl eru á milli testosterone og kynhvata kvenna. Áhrifanna varö einungis vart hjá konum viö egglos, og þær þar af leiöandi mjög frjósamar, og hjá konum sem voru á pillunni, en hún hefur áhrif á hormónajafn- vægiö. Áfengi haföi engin áhrif á testosteroneframleiöslu karla. Niðurstööurnar, sem sýna fram á aukna framleiðslu testosterone hjá konum, en ekki körlum viö neyslu áfengis, kynnu aö gefa líf- fræöilega skýringu á ákveönu mis- ræmi í frásögnum karla og kvenna af kynferbislegum löng- unum sínum eftir neyslu áfengis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.