Tíminn - 12.08.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.08.1994, Blaðsíða 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Föstudagur 12. ágúst 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 148. tölublað 1994 Sigrún Magnúsdóttir stýrir borgarráöi og undirbýr borgarráösfundi: Þrír stjór- ar og tveir / /i í fru Tímamynd JAK 1/ f •fj.# ' f_| ^ VarUOarSKlltin I nValTirOinUm um ab krœkHngar kunniab vera eitrabir eru nú horfin og fólk er farib ab tína sér krœkling ab nýju. í gær var Elín Björk jóhannsdóttir ab kanna krœklingafjöruna vib Hvítanes. Eblilegt oð landsfundur Alþýöubandalagsins fjalli um sameiningu félagshyggjuflokkanna. Árni Þór Sigurbsson: Rætt um a6 flýta landsfundi um ár Athygli hefur vakið að Sigrún Magnúsdóttir, pólitískur oddviti Reykjavíkurlistans, hefur verið staðgengill borgarstjóra eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór í frí, en ekki Jón G. Tómasson borgarritari sem verið hefur staö- gengill borgarstjóra fram að þessu. Tíminn spurði Sigrúnu hvort þetta væru nýir siðir með nýjum herrum? „Borgarstjóri gegnir í raun tví- þættu hlutverki. Hann er bæbi pólitískur leiðtogi og jafnframt æðsti embættismaður borgarinn- ar. Sá sem tekur við sem æðsti embættismaður borgarinnar, þeg- ar borgarstjóri er í fríi, er tvímæla- laust Jón G. Tómasson borgarrit- ari. Hins vegar vill svo til ab Jón G. Tómasson er í fríi þessa viku. Þannig að Ingibjörg Sólrún fól mér að stýra borgarráði, sitja morgunverbarfundi með embætt- ismönnunum sem eru til undir- búnings borgarráðsfundum og sjá svo um ásamt ritara borgarstjóra þau erindi -sem berast hingað. Hvað varbar stjórn borgarráðs þá er þab ekkert nýtt að næsti maður stýri borgarráöi í fjarveru borgar- stjóra. Það hefur alltaf tíðkast," segir Sigrún Magnúsdóttir. ■ Bíllinn fór í tvennt Yfirbyggbur pallbíll valt á vegin- um á milli Garbs og Sandgerbis snemma í gærmorgun. Þar voru á ferbinni tveir ungir piltar, 15 og 16 ára, sem höfðu ákveðið að æfa sig í ökuleikni á meðan foreldr- arnir eru á ferðalagi. Ekki vildi betur til en svo að yfirbyggingin losnaði frá bílnum þannig að hann endaði í tvennu lagi. Pilt- arnir sluppu betur frá atvikinu en ætla mætti. Annar var fluttur á sjúkrahús í Keflavík en meibsl hans reyndust minniháttar. Hinn slapp ómeiddur. ■ Árni Þór Sigurbsson, formabur kjördæmisrábs Alþýbubanda- lagsins í Reykjavík, segir ab fyrst verib sé ab tala um sam- einingu félagshyggju- flokk- anna sé eblilegast ab landsfund- ur flokksins verbi kallabur sam- an til þess ab fjalla um málib. Hann segir ab naubsynlegt sé fyrir forystu flokksins ab hafa skýrt umbob frá landsfundi um þab hvort raunverulegur vilji sé fyrir sameiginlegu frambobi innan Aþýbubandalagsins. „Ef menn eru að tala um félags- hyggjusamstarf á landsvísu, sem vel kemur til greina, þá þarf ab sjálfsögðu ab kalla saman lands- fund til að ræba málefnagrund- völl slíkrar hreyfingar. Þab þarf ab ræba um hvað á að kjósa og til hvers menn ætla að vera meb svona sameiningu. Alþýbubanda- lagið þarf að gera það upp við sig hvort í slíku samstarfi sé ab finna þær róttæku áherslur sem við vilj- um tryggja. Það á ab vera reglu- legur landsfundur á næsta ári og það er ekkert því til fyrirstöbu að hann sé fljótlega í upphafi árs til þess að ræða þessi mál ábur en gengið verður til kosninga," segir formaður kjördæmaráðsins í Reykjavík. Árni Þór segir aö samkvæmt skipulaginu séu framboðsmálin í höndum kjördæmisrábanna og því hafi kjördæmisrábin allt um það að segja hvernig stillt verður upp á listann, nema annað verði ákveði sérstaklega. „Framboðsmálin eru verkefni hvers kjördæmisrábs fyrir sig. Hins vegar ef forusta flokksins er af einhverri alvöru að tala um sameiginlegt framboð, þá er það grundvallaratribi að hún hafi til þess skýrt umboð og það ætti hún ab geta fengið á landsfundi," sagði Árni Þór Sigurðsson ab lok- um. ■ Norbmenn setja reglugerb sem bannar íslendingum einum veibar á Svalbarbasvœbinu: Stjómvöld sýni festu „Vib göngum ekkert út frá þess- ari reglugerb sem einhverjum varanlegum og eilífum hlut. Vib hljótum ab ganga út frá því ab vib eigum þarna rétt eins og abr- ar þjóbir í N- Atlantshafi, en sitj- um ekki hjá einir þjóba. Þab er ekkert réttlæti í þeirri lausn," segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hrabfrystistöbvar Þórshafnar hf. „Norðmenn átta sig á því um leiö og þeir heyra harðan tón frá íslenskum stjórnvöldum, enda ætla ég rétt að vona að stjórnvöld hafi kjark til að svara þessu og sýni frumkvæbi og festu í málinu, sem hefur skort til þessa en láti ekki Norðmenn vaða yfir okkur meb digurbarkalegum mál- flutningi," segir Jóhann A. Norðmenn gáfu út í gær nýja reglugerð um veibar á Svalbarba- svæðinu og samkvæmt henni virðst íslendingum einum þjóða vera bannaö að stunda þar fisk- veiöar. í reglugerðinni, sem tekur formlega gildi í dag, eru strangari viðurlög við landhelgisbrotum en verið hafa og víðtækari heimildir fyrir strandgæsluna til að láta til skarar skríba. Þannig geta norsk stjórnvöld gert skip upptæk, auk afla og veiöarfæra. Samkvæmt reglugerðinni fá Norðmenn, Rússar, Grænlending- ar og Færeyingar ákvebnar veiði- heimildir á svæðinu, auk þess sem gert er ráð fyrir möguleika ESB- þjóða til að stunda þar veibar. Jóhann A. segir að þótt Norð- menn hafi fullveldi yfir Svalbarba- svæbinu samkvæmt Svalbarða- sáttamálanum, þá geti þeir ekki sett lög sem séu yfir hann hafin og tekib sér vald til ab ákveöa hvaba abildarþjóðir að Svalbarðasáttmál- anum megi stunda veiðar á svæð- inu. Hann minnir jafnframt á að- alregla sáttmálans gangi út á það að þab megi ekki mismuna þjóð- um sem eru aöilar að Svalbarða- sáttmálanum. „Þeir hafa ekki heimild til þessa samkvæmt mínum skilningi," segir Jóhann og telur að framund- an sé mikið verk hjá stjórnvöldum með stuðningi lögfróbra aöila að fara yfir þessa hluti og kanna þá til hlítar. Hann segir jafnframt að þab sé Norbmanna að ákveba hvort reynt verður á ákvæbi reglugerð- arinnar meb því að taka skip og færa til hafnar. Jóhann A. segist þó ekki trúa því að óreyndu ab Norðmenn láti strax til skarar skríða og taki skip. Ágætis afli hefur verib á Sval- barðasvæðinu en þar hefur norsk- um strandgæsluskipum fjölgað mikið á síðustu dögum og því hafa íslensku togararnir verib ab færa sig yfir í Smuguna. En þar hafa aflabrögð verið meb ágætum upp á síðkastið. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.