Tíminn - 12.08.1994, Blaðsíða 2
2
llYll >■! »
Föstudagur 12. ágúst 1994
Tíminn
spyr...
Stendur íslenskur landbúnabur
á raunverulegum tímamótum
eba er þetta enn ein sumarból-
an? (Spurt á rábstefnu Búnab-
arfélags íslands og NLFÍ um
mataræbi og heilsufar.)
Baldvin Jónsson hjá Búnabar-
félagi íslands
„Þab er ekkert vafamál í mínum
huga aö íslenskur landbúnaöur
stendur á tímamótum. Eftir-
spurn eftir afuröum sem eru
framleiddar án aukaefna vex
stöðugt. Hvaö þetta varðar
stendur okkar landbúnaöur
betur að vígi en landbúnaöur í
öörum löndum og þar liggur
okkar forskot. Við heyrum þab
hér ab menn leggja æ meiri
áherslu á mikilvægi fæöunnar
varbandi heilbrigði en það þýö-
ir auðvitað ekki ef fæöan er
menguð."
Steingrímur Hermannsson
seölabankastjóri
„Það fer eftir því hvernig við
fylgjum þessu eftir. Viö höfum
alla möguleika til þess hér á
landi aö framleiöa hreina og
heilsusamlega fæöu sem felur í
sér mikil tækifæri. Þetta geta
því orbib mjög áhrifarík tíma-
mót. Bændur hafa sýnt frum-
kvæbi í þessum málum, sem ég
fagna, því slíkt kemur sjaldnast
ofan frá. Ég hef trú á þessu af
því aö þetta kemur frá þeim."
Helgi Pétursson markabsstjóri
Samvinnuferba Landsýn
„Eg held að lífræn ræktun sé
eitthvert mesta tækifæri sem ís-
lenskur landbúnaöur og islensk
ferðaþjónusta hafa fengiö sem
atvinnugreinar. Þetta er líka
mikilvægt tækifæri fyrir ís-
lenska þjóð varöandi heilbrigði
og lífsviöhorf og þab viöhorf
sem aörar þjóöir munu hafa til
okkar ef viö tökum fast á þessu.
Bændur hafa sýnt frumkvæöi í
þessum málum sem sýnir aö ís-
lenska bændastéttin er ein af
fáum atvinnustéttum hér á
landi sem eru í sókn."
Einbýli um og undir 7 00 fermetrum selst á miklu hcerra veröi en stœrri hús:
Söluverð einbýlis svipaö
árib 1993 og þab var 1991
Söluverb einbýlis/rabhúsa á
höfubborgarsvæbinu hefur
síbustu þrjú árin verib
kringum 13 milljónir króna
ab mebaltali, samkvæmt
Markabsfréttum Fasteigna-
mats ríkisins. Verb hækkabi
talsvert á síbari hluta ársins
1992 en lækkabi aftur í
fyrra. Mebalverb (nafnverb)
á fermetra var þannig kring-
um 65 þúsund krónur á síb-
ari hluta ársins 1993, eins
og þab hafbi Iíka verib á
fyrra árshelmingi 1991.
Sölutregöa er líklegasta skýr-
ingin. Sölusamningum, sem
Fasteignamatið notaöi til úr-
vinnslu, fækkaöi úr rúmlega
300 árið 1991 í 250 áriö 1992
og niöur í aðeins 180 á síðasta
ári. Þá var hins vegar nærri
helmingur (43%) húsa seldur
með makaskiptum. En maka-
skiptasamningar hafa ekki
veriö teknir meb í hefö-
bundnum verðútreikningum
FM.
Verö íbúðarhúsa er þó gífur-
lega breytilegt. Tölur FM sýna
m.a. ab minnstu húsin, 100
Stæröin skiptir þó langt frá
öllu máli og gífurleg frávik
eru frá meöalveröi þótt um
jafn stór hús sé aö ræða. Með-
alverð á 200 m2 húsum er t.d.
kringum 14 milljónir. En
dæmi eru um að hús af þeirri
stærð hafi farið allt niður í 9
milljónir og allt upp undir 19
milljónir, sem er þá meira en
tvöfaldur verðmunur. Meöal-
stærð og meðalverð seldra
einbýlis- og raöhúsa á höfuö-
borgarsvæðinu hefur síðustu
þrjú árin þróast sem hér segir:
Söluverb einbýlis
1991—1993
Tvennt athyglivert má lesa út úr þessu línuriti. Lárétta línan sýnir hvernig
mebalverbib á fermetra lœkkar eftir því sem húsin stcekka. Lóbréttu lín-
urnar sýna aftur á móti hámarksverb og lágmarksverb á húsum af sömu
stcerb. Sem sjá má getur verbmunur verib verib allt ab helmings verb-
munur á húsum af svipabri stcerb. Og þar meb hvab verbmunur hefur
verib gífurlegur íhúsum af svipabri stærb, jafnvel meira en tvöfaldur.
fermetra og minni, seljast fyr-
ir hlutfallslega langhæst verð.
Þarna mun m.a. um að ræða
lítil rað/parhús fyrir aldraða.
Meöalverð á fermetra lækkar
síðan eftir því sem húsin
stækka og er komið niður í
kringum 50 þúsund krónur í
þeim húsum sem eru stærri
en 300 fermetrar.
Misseri: m2 M.kr. Kr./m2
1. '91 201 12,6 64.700
2. '91 197 12,9 68.000
1. '92 209 13,6 66.700
2. '92 190 13,1 70.000
1. '93 201 13,4 68.800
2. '93 196 12,6 65.300
Byggöastofnun veitti 957 milljónir í lán og styrki á síöasta ári:
30% lána Byggða-
stofnunar vestur
Stjórn Byggðastofnunar sam-
þykkti 254 umsóknir um lán og
styrki á síðasta ári, en synjaði 86
umsóknum. Heildarupphæð
þessara lána og styrkja var hátt í
960 milljónir króna, hvar af
tæpar 290 milljónir voru
ógreiddar í árslok. Skuldunaut-
um Byggðastofnunar fækkaði
um 45 á síðasta ári. Þeir vom
um 1.240 um áramót og skuld-
ubu þá alls 8,3 milljarða króna.
Um 65% þessara skulda (5.370
m.kr.) voru lán til sjávarútvegs.
Hins vegar voru aðeins 0,8%
lánanna til landbúnaöar (69
m.kr.). Meira en fjóröungur
allra útistandandi lána á
Byggðastofnun er hjá Vestfirð-
ingum.
Það hlutfall hefur hækkað á
síðasta ári. Því af tæplega 730
milljóna króna útborgun al-
mennra lána í fyrra fóru um 220
milljónir, eða um 30% til fyrir-
tækja á Vestfjörðum. Þar af fór
meira en þriðjungurinn (80
milljónir) til Patreksfjarðar. Og
þangað fór líka hæsta einstaka
lánsupphæbin, 45,5 milljónir,
til Útgerðarfélags Patreksfjarðar
hf. vegna skuldbreytingar vib
Byggðastofnun. En fjórðungur
ailra útborgaðra lána á árinu fór
einmitt til skuldbreytinga viö
stofnunina sjálfa, og þeir fjár-
munir því væntanlega aldrei
farið út úr stofnuninni.
Útborgaðir styrkir stofnunar-
innar námu um 88 milljónum á
árinu 1993. Styrkþegar voru um
85 talsins, hvar af meirihlutinn
fékk örfá hundruð þúsund
króna. Hæstu upphæbirnar, 24
milljónir samtals, voru vegna
atvinnuráðgjafar. Rúmlega 18
milljóna styrkveitingar voru til
átaksverkefna, um 17 mkr. til
nýsköpunar, tæpar 8 mkr. til
ferbamála, rúmlega 6 mkr. til
fiskeldis og um 14 milljónir í
önnur verkefni.
Niöurstaða efnahagsreiknings
Byggðastofnunar var um 8.600
milljónir um áramót og hafði
hækkað um 1,3% á árinu. Eigið
fé stofnunarinnar minnkaði um
nær þriðjung á árinu og var
rúmlega 720 milljónir í árslok,
þegar tekið hafði verið tillit til
540 milljóna kr. færslu í af-
skriftareikning útlána. Rekstrar-
kostnaður stofnunarinnar var
149 milljónir á árinu, hvar af
2/3 hlutar (99 m.kr.) voru vegna
launakostnaðar, tæpar 9 millj-
ónir í feröakostnað og litlu
minna í húsnæðiskostnað. ■
Útistandandi lán Byggbastofnunar
skipt eftir kjördœmum.
Athygli vekur að bæbi 1991
og 1992 hafa hús selst fyrir
hlutfallslega hærra verð á síð-
ari helmingi ársins en þeim
fyrri. En þetta hefur síðan
snúist alveg vib síðasta ári,
þrátt fyrir ab meðalstærð
seldra húsa er minni á síðari
helmingi ársins. En minni
hús seljast jafnaðarlega á
hlutfallslega hærra verði, sem
fyrr segir.
Á síðari hluta síðasta árs
greiddu kaupendur einbýlis
að jafnaði rúmlega 43%
verðsins í peningum og 13%
til viðbótar meb húsbréfum
(verðbréfum). Yfirtekin lán
ásamt húsbréfalánum voru
því ab meðaltali kringum
44% kaupverðsins.
Aö makaskiptasamningum
meðtöldum áætlar Fasteigna-
matib að um 620 einbýlis- og
rabhús á höfuðborgarsvæð-
inu hafi veriö seld á síðasta
ári, fyrir samtals kringum 7,5
milljarða króna. Þetta eru
4,3% af öllum einbýlis- og
raöhúsum á svæðinu, eða 23.
hvert hús. ■
Apótekarafélag Islands segjr aö lyfjalögin séu í heild sinni illa unnin
og aö mörgu leyti afleit:
Von um að hægt verði að
lagfæra annmarka laganna
Apótekarafélag íslaruls kýs
frekar vibræbur og samstarf,
hvort sem um er að ræba ráð-
herra eba dýralækna frekar en
ritdeilur. Stjórn félagsins telur
ab mátt hafi skilja af viðbrögð-
um Dýralæknafélags íslands, í
Morgunblabinu 6. ágúst, ab
dýralæknar efist um að apó-
tekarar fari eftir settum regl-
um um afgreiöslu dýralyfja.
í því sambandi vill stjórn Apó-
tekarafélags íslands koma á
framfæri, ab henni er kunnugt
um, ab í a.m.k. einu héraði hafi
verið afgreidd lyfseðilsskyld
dýralyf til bænda án lyfseöils út-
gefnum af dýralækni hverju
sinni. Var þetta gert ab beiðni yf-
irdýralæknis og í samrábi við
héraösdýralækni annars héraös,
þar sem ekki hafði fengist dýra-
læknir til að gegna starfi héraðs-
dýralæknis viðkomandi héraðs.
Þessi beiðni hefur ekki veriö aft-
urkölluö.
Einnig kemur fram hjá Apótek-
arafélaginu að nýju lyfjalögin
séu í heild sinni illa unnin og að
mörgu leyti afleit og segi þaö eitt
meira en mörg orð, að setja
þurfti bráðabirgbalög fyrir gildis-
töku þeirra. Veik von væri þó vib
þab bundin, ab þverpólitísk
nefnd, sem fyrrverandi heil-
brigðis- og tryggingamálaráö-
herra Gubmundur Árni Stefáns-
son lagði til ab skipuð yrði til að
auðvelda framgang frumvarps-
ins skömmu fyrir þinglok í vor,
nái að lagfæra helstu annmarka
laganna, áður en þau komi til
fullra framkvæmda 1. nóvember
1995.
Að lokum segir í gögnum sem
Apótekarafélag íslands hefur
látið frá sér fara:
„Apótekarafélag íslands kýs
frekar vibræður og samstarf, en
ritdeilur við hlutaðeigandi abila,
hvort sem um er ab ræða ráð-
herra eða dýralækna. Það eitt
getur leitt til þess, að markmiöi
laganna „að tryggja eftir föngum
gæði og öryggi lyfja og lyfjaþjón-
ustu" verði náð, bæði fyrir menn
og málleysingja." ■