Tíminn - 12.08.1994, Page 4

Tíminn - 12.08.1994, Page 4
4 fJMnw Föstudagur 12. ágúst 1994 fiiiiin® STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Skoöanakannanir í staö kosninga? Enn á ný hefur skoöanakönnun vakiö upp hina miklu breiöfylkingu félagshyggjufólks. SKÁÍS hefur rétt einn ganginn skyggnst í þjóöarsálina og fundiö þar stuöninginn viö þriöja afliö sem á aö sameina þjóöina. Fyrir nokkrum dögum fann Gallup út aö þriöjungur kjósenda vill Jóhönnu, og nú vill þriðjungur að hún og Alþýðubandalag- iö, Kvennalistinn og óákveöiö stuðningsfólk annaö taki aö sér aö stjórna ríkinu. Þaö er áreiðanlega trú margra að "ný" framboð breyti einhverju verulegu í íslenskum stjórnmál- um. Það hefur alltaf tekist vel í upphafi að fara á svig við flokkakerfið og boða "eitthvað nýtt". Ó- þarfi er að rekja dæmi um þaö frá stofnun lýö- veldisins. Slíkar hreyfingar hafa ekki oröiö lang- lífar, og gjarnan endað sem hækjur einhvers fjór- flokkanna. Eina nýja stjórnmálahreyfingin sem hefur orðið að umtalsverðu afli er framboö kvenna, sem nú kallast Kvennalistinn. Ef til vill er það einmitt einhliða stefna hans sem veldur tryggö kjósenda við hann. Konurnar hamra á baráttu kvenna fyrir jafnrétti og áhriftam. Allt annað sveigist undir þá boöun orðsins. Úr rööum Kvennalistans kom líka hinn sjálfgefni leiötogi andstæöinga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ekki er rétt aö bera saman aðdragandann aö framboði R-listans og hugsanlegt sameiginlegt framboð "félagshyggjufólks" á landsvísu. I fyrsta lagi var R-listanum beinlínis stefnt gegn meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hvort sem flokkarnir byðu fram hver í sínu nafni eða sam- eiginlega lá ljóst fyrir að þeir myndu starfa saman ef þeir næðu sameiginlega meirihluta. R-listinn var rökrétt framhald af því að allir flokkar sem voru í minnihluta stefndu að því að ná sameigin- lega meirihluta á kostnað Sjálfstæðisflokksins. í öðru lagi er óljóst, svo ekki sé meira sagt, fyrir hvað R-listi í landsmálum stendur. Hugtakið fé- lagshyggja er teygjanlegt og menn leggja mis- munandi merkingu í það. Allar stjórnmálahreyf- ingar í landinu eru sammála um flest þau mál er snerta meginatriði velferðar og félagslegrar þjón- ustu. Áherslur eru vissulega mismunandi, og fremur er þörf á að ná saman um deiluefni en að skerpa línurnar, eins og sumir stjórnmálamenn virðast vilja. Eftir stendur eiginlega það eitt, að með sameigin- legu framboð eigi að klekkja á Sjálfstæðisflokkn- um eða kannski einkum Davíð Óddsyni, og þótt einhverjum þyki það fallega hugsað, þá er margt mikilvægara í íslenskum stjórnmálum en að ein- angra Sjálfstæðisflokkinn. Hið svokallaða sameiginlega framboð leysir eng- an vanda en það getur vafalaust náð nokkru fylgi v en verður ekki til að endurskapa stjórnmál í land- inu. Skoðanakannanir eru fróðlegar, fólk má vara sig á að oftúlka ekki niðurstöður þeirra. Og síst af öllu mega þær koma í veg fyrir að ákvarðanir séu teknar af þeim sem eiga að taka þær. Stjórnmála- menn, sem láta skoðanakannanir taka af sér ráð- in, ættu að leita sér að öðru starfi. Heimavöllurinn fluttur meb Enn er bygging handboltahall- ar á dagskrá hjá borgarstjórn og er engu líkara en ab þab hafi verib þær Rúnurnar þrjár, Sól- rún, Sigrún og Gubrún, sem komu þessari handboltakeppni á koppinn á sínum tíma. Svo var þó ekki því abal forsprakk- arnir voru þáverandi borgar- stjóri, Davíb Oddsson, og ýmsir handboltaunnendur úr hópi. rábherra meb Matthías Á. Mat- hiesen í broddi fylkingar. Þeir lofubu handboltahreyfingunni gulli og grænum skógum á sín- um tíma þegar menn voru í sig- urvímu eftir B- keppnina í Sviss, en voru fljótir ab losa sig út úr skuldbindingunum þegar sigur- víman rann af þjóbinni og bubu handboltasambandinu sem var á barmi taugaáfalls vegna fjár- skorts, smávægilegt peninga- framlag til ab losna út úr fyrri loforbum. í dag hins vegar benda bæbi rábherrar og fyrrverandi ráb- herrar á borgina og vilja láta hana þrífa upp eftir þá skítinn sem eftir liggur. Hverjum ab kenna? Langlundargeö borgaryfirvalda er í rauninni aödáunarvert, ekki síst vegna þess aö undirbúningur keppninnar virbist vera í skötulíki á flestum sviöum og allt í einu er ekki hægt aö haida keppnina nema meö nýrri HM höll. Fari keppnin í hundana, veröur þaö ekki ríkisstjórn og ráöherrum, sem hrintu málinu af staö í hugs- unarleysi, aö kenna heldur verbur nýjum borgarstjórnarmeirihluta kennt um aö hafa ekki viljab byggja íþróttahús. Electrolux fyrirtækiö sænska hefur hins vegar sótt þaö stíft ab byggja hér nýtt íþróttahús sem hugsanlega gæti bjargaö HM á íslandi. Þó borgarráö hafi hafn- Líkan af Laugardalnum. GARRI ab fyrstu hugmyndum Svíanna þá virbast þeir ekki hafa gefiö upp alla von og reyna enn aö pranga íþróttahöll upp á borgar- búa. Áróbursvélin hefur gengið svo hratt vib ab reyna að koma því inn hjá fólki, að Rúnurnar í Ráðhúsinu vilji ekki íþróttahöll, ab menn eru farnir að halda að verið sé að hafna einhverri stór- gjöf frá Svíum. Ekkert gæti hins vegar verið fjær sanni. Sannleik- urinn er nefnilega sá að ekki einasta munu borgarbúar þurfa að borga upp í topp fyrir nýja íþróttahöll, því húsið er boðiö á kaupleigu og kaupleiga er vita- skuld ekkert annað en ákveðið lánsform. Sænskur heimavöll- ur í Laugardal Allir vita aö íslendingar eiga í miklum sálfræðilegum erfiðleik- um meb að keppa við Svía, því sjálfstraustið einhvern veginn bregst og íslenska landsliðib hreinlega getur ekki unniö þab sænska. Þó hefði kannski mátt eiga von á því að þetta breyttist við það að ísland héldi keppn- ina sjálft og íslendingarnir væru því fullir sjálfstrausts hér á heimavelli. Þetta vilja Svíar nú taka af okkur og ætla að byggja sænska höll í Laugardal þar sem sænsk smíði og sænskur stíll, sænskur efniviður og andrúm sænskrar hönnunar verður yfir- þyrmandi. Svíar vilja einfald- lega flytja heimavöllinn með sér til íslands fyrir keppnina og keppa á heimavelli þrátt fyrir ab keppnin sé haldin á ísíandi. Það versta af öllu er þó að þeir ætla að láta reykvíska borgara með Rúnurnar í Ráðhúsinu í farar- broddi borga brúsann. Garri Er kýrin skjótt eða skjöldótt? Sú saga er sögð ab svo vel hafi Rasmus Christian Rask talað íslensku ab viömælendur upp- götvuðu þá fyrst að hann hlyti að vera útlendur er hann sagði að rauðskjöldótt kýr væri skjótt. Tungumálið er flókið kerfi tákna, sem lærist ekki nema á löngum tíma, og aldrei til hlítar. Sú spurning vaknar hvort sé ekki farið að vefjast fyrir ýmsum sem fædd- ir eru eftir moröið á Kennedy hvort leyfilegt sé ab kalla kú skjótta? Meðal flestra hinna eldri er þetta vafalaust enn eðlileg málnotkun. Hestur er skjóttur, kýr er skjöldótt. (Og í mörgum tilvikum er sauð- kindin flekkótt!). Máliö breytist stööugjt Tungumálið er stöðugt að breytast. Ný orð eru tekin upp, gömul orð gleymast og flestir skilja þau ekki lengur. Máls- hættir og orðtök eru misskilin og afbagast. Mörg rök málsins fyrnast. Önnur breyting er sú að hætt er ab nota algeng orð og orðatiltæki og önnur koma í staðinn, án þess þó ab hin eldri gleymist með öllu. Það er t.d. mikill munur á máli ís- lenskra blaða nú og um alda- mót. Þar er ekki einvörðungu um að ræða að komin séu ný orb yfir nýjar hugmyndir og nýja tækni, héldur hafa mörg föst orðatiltæki leyst hin gömlu af hólmi. Þar ræbur miklu tíska. Allir kannast við orð og orðaleppa sem hver etur upp eftir öbrum þannig að allir virðast tönnlast á sömu hugsuninni án þess að reyna ab skerpa hana ab nokkru leyti. Tískuorðin ríkja í nokkur ár, og svo taka önnur við. Þessu var eins háttað í blöðum fyrir og um aldamót. Tilviksíslenskan Þegar hin önnur málhreinsun eftir endurnýjun Sveinbjörns Egilssonar og Fjölnismanna hófst var tekið til við að Á víbavangi hreinsa burt dönskuna, og far- ið að kenna það sem Halldór Laxness kallar einnhvers stað- ar tilviksíslensku. Allt sem unnt var ab tengja dönskum áhrifum var þurrkað burt úr stílum okkar sem sátum með blek á puttum við ab skrifa um skemmtilega ferð eða íslenska fánann í skrifbækur í blárri kápu. Tilfelli var danska, tilvik er íslenska. Á þennan hátt var fjölda unglinga sem hófu skólanám í konungsríkinu ís- landi sýnt fram á að danska væri ákaflega útlenskulegt tungumál sem eiginlega væri engin leið aö læra að lesa nema meb ítrustu árvekni og þrautseigju. Allt sem minnti á dönsku var bannaö. Þeir sem hins vegar lærðu dönsku af því ab lesa Knold og Tot, Gyldenspjaet og Willy pá Eventyr gátu ekki áttað sig þessum gífurlega mun. Orða- forði íslenskrar tungu og hversdagslegrar dönsku er svo ótrúlega líkur ab stundum finnst manni, sem alinn var upp í dönskuóttanum, að það þurfi ab strika annað hvert orð út af þeim texta sem verið að pikka á tölvuna. Þjóöin vill ensku Þjóðin vill ensku segja skoð- anakannanir. Þjóðin fær áreib- anlega ensku, og jafnframt því enskuógnina sem lærðir menn sjá hvarvetna. Þekking á tungumálum er nauðsynleg hverjum þeim sem einhver samskipti hefur við erlendar þjóðir eða vill lesa erlenda texta í blöðum eða á bókum. Á undanförnum árum hafa ýms- ar þjóbir, sem telja tungu sína vera lítils megandi miðað við tungur stórþjóðanna, tekið upp kennslu á ensku í ýmsum greinum við háskóla og aðrar menntastofnanir. Nú eru farn- ar að heyrast þær raddir að of langt hafi verið gengið í þessu og rétt sé að leggja meiri á- herslu á móðurmálið. Frum- skilyrði sé ab fólk hafi vald á máli þjóðar sinnar, og hverri tungu sé nauðsynlegt að geta túlkað alla þekkingu, nýja sem gamla á eigin máli. Það skiptir sem sagt máli að kýrin er skjöldótt en ekki skjótt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.