Tíminn - 12.08.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.08.1994, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 12.-ágúst 1994' ©Mwimí Töðugjöld á Hellu Undirbúningur ab Töbu- gjaldahátíbinni, sem halda á dagana 19.-21. ágúst n.k. ab Hellu og í nærsveitum, er nú Iangt á veg kominn. Töðugjöldin verða fjölbreytt bænda- og fjölskylduhátíð með ýmsum skemmtunum, íþrótt- um, sýningum og uppákomum auk landbúnaðar- og vörukynn- inga. Af helstu dagskráratriðum má nefna eftirfarandi: í samvinnu við Meistaramatsveina land- búnaöarins veröur mikil sæl- keraveisla bænda að Laugalandi í Holtum. KK sextett ásamt Ellý Vilhjálms og Ragnari Bjarnasyni kemur saman, eftir áratuga hlé, sérstaklega af þessu tilefni og leikur fyrir stórdansleiki bænda. Rangárvalladeild hestamanna- félagsins Geysis sér um hesta- sýningar, hestaferðir o.fl. Stór- sveit Harmonikkufélags Rangæ- inga leikur fyrir dansi á harm- onikkuballi. Hljómsveitin Pláhnetan verður með ýmsar uppákomur og unglingadans- leik að Hvoli. Flugbjörgunar- sveitin á Hellu hefur umsjón með Heklugöngunni miklu auk þess að sjá um varðeld og flug- eldasýningu. Fjölbreyttar flug- sýningar verða og spennandi og óvenjulegt fallhlífastökk. Sér- stakt barnaleikhús með ýmsum nýstárlegum leiktækjum verður sett upp. Opið hús verður á golf- vellinum á Strönd. Landgræösla Dagur heita vatnsins Nesjavallavirkjun verbur til sýnis sunnudaginn 14. ágúst Vatn, bæði heitt og kalt, er ein helsta náttúruauðlind íslend- inga. Reykvíkingar búa sérlega vel í þeim efnum. Heita vatnið frá Nesjavöllum og öðrum vatnshitasvæðum í landi Reykjavíkur og í Mosfellssveit sér íbúum á höfuðborgarsvæð- inu fyrir ódýrri, þægilegri og umhverfisvænni húshitun. Sunnudaginn 14. ágúst er Dag- ur heita vatnsins og þá býður Hitaveita Reykjavíkur alla vel- komna að skoöa mannvirkin á Nesjavöllum. Skoöunarferðir verða um orku- verið með leiðsögn þar sem gestum er m.a. skýrt frá upp- byggingu þess og hvernig kalt vatn er hitað í allt aö 90°C meö jaröhitavatni og gufu sem getur orðib meira en 200°C, og það loks leitt til höfubborgarsvæðis- ins. Að lokinni skobun er boðið í ökuferð um Hengilssvæðið þar sem, meðal annars, gestir finna fyrir þeim ógnar krafti sem býr í iðrum jarðar og brýst fram í einni af borholunum á svæð- inu. Hitaveita Reykjavíkur býður gestum einnig til kaffidrykkju og meðlætis í Nesbúð á Nesja- völlum. Aðkomuleiðir: Ekið er af Suð- urlandsvegi, um Hafravatnsleið milli Miðdals og Dals, ab að- veituæðinni. Þaðan er ekib eftir Nesjavallavegi meðfram að- veituæðinni að orkuverinu. Vegurinn er meb bundnu slit- lagi. Eftir Grafningsvegi, sunnan eða norðan frá. ■ ríkisins verður með opið hús í Gunnarsholti. Nokkrir bændur verða með opin bú, þar á meöal nokkur þekktustu hrossaræktar- bú landsins. Ýmsar íþrótta- keppnir verða, m.a. rafmagns- girðingastökk og Magnús Ver hefur umsjón meb keppninni „Sterkasti maður og kona Suður- lands". Fjölbreyttur handverks- markaður og grænmetistorg veröa einnig á Töbugjöldum. Hraunverksmiðjan sýnir „Lista- verk náttúrunnar", höggmyndir og skartgripi úr Hekluhrauni auk þess að vera með sýningu á einstökum eldgosamyndum. Töbugjöldin hefjast með þvi að dráttarvélalest bænda kemur á mótssvæðið, en mibsvæði Töðugjaldanna verður á Gadd- staöaflötum vib Hellu, auk þess sem ýmiss dagskráratriði verba að Laugalandi í Holtum, golf- vellinum á Strönd, flugvellinum á Hellu og víðar. Tööugjöldin eru hluti af átaks- verkefni í atvinnumálum í vest- urhluta Rangárvallasýslu og er undirbúningurinn unninn í samstarfi fjölmargra aðila; fé- laga, fyrirtækja, stofnana, sveit- arfélaga og einstaklinga. Mark- mið hátíbarhaldanna er m.a. að kynna framleiðslu héraðsins, menningu, náttúru og mögu- leika til útivistar, frístunda og framkvæmda. ■ Draumasmibjan: Pétur Einarsson, Gubný Ragnarsdóttir, Margrét Kr. Pétursdóttir og Gunnar Gunnsteinsson. Draumasmiðjan sýnir um helgina Sölku Völku og ástina — leiklestur Draumasmiðjan hefur í sumar unnið að uppsetningu leiklest- urs á Sölku Völku eftir Halldór Laxness, í leikgerö og leikstjórn Péturs Einarssonar. Að Drauma- smiðjunni standa 4 leikarar: Pétur Einarsson, Margrét Kr. Pétursdóttir, Gunnar Gunn- steinsson og Guðný Ragnars- dóttir. Laxness, Salka Valka og ástin er leiklesin dagskrá, um 120 mín- útna löng, flutt í leikhúsinu Lindarbæ á þýsku, sænsku og ensku. Hægt er að fá sýninguna flutta sérstaklega á íslensku fyrir hópa sem eru 60 manns eða fleiri, eða þá að sýningin er seld á föstu verði. Sýningar verða fluttar a.m.k. einu sinni í viku á hverju tungumáli, en bætt verð- ur við sýningum eftir þörfum. Leiklesturinn hefur verib flutt- ur á ensku á föstudagskvöldum kl. 20.00 og á þýsku á sama tíma á laugardagskvöldum. Sýning- um á þessum tungumálum verður fram haldið út ágúst- mánuð. Flutningurinn tekur um 2 klst. Sérstök aukasýning á íslensku verður n.k. sunnudags- kvöld, 14. ágúst, kl. 20.00. Sýn- ingar eru í Lindarbæ. ■ Nýfundið ljóð Bólu-Hjálmars flutt á fyrsta niðjamóti skáldsins - sem haldib verbur í Bólu / Blönduhlíb í Skagafirbi. Þótt meira en hundraö ár séu libin frá dauba Hjálmars Jóns- sonar skálds, sem kenndur hef- ur verib vib bæinn Bólu í Blönduhlíð, hafa afkomendur hans aldrei komið saman til móts. Fjölskyldan dreifbist vítt um og hafa nibjarnir, sem orbnir eru á annab þúsund, aldrei hist meb formlegum hætti. Eftir tvö ár verbur hald- ib upp á tvö hundrub ára minningu skáldsins og vilja af- komendurnir hefja undirbún- ing meb könnun í eigin libi. Því fer fjarri að verk skáldsins hafi fallið í gleymsku. í sumar hefur staðið sýning á skáldverk- um og listmunum Bólu-Hjálm- ars á Sauöárkróki og áhugi er fyr- ir yfirlitssýningu á verkum hans eftir tvö ár. Allir eru velkomnir á samkom- una laugardaginn 13. ágúst kl. 13.30, sem verður haldin við minnismerki um skáldið, sem var reist við Bólu 1955. Þar mun sr. Hjálmar Jónsson, prófastur, minnast hjónanna Hjálmars Jónssonar og Gubnýjar Ólafsdóttur, Þorsteinn Ásgríms- son á Varmalandi veitir leiðsögn um kennileiti í nágrenninu, Kristján Runólfsson á Sauðár- króki les nýfundið ljób eftir Bólu-Hjálmar og Hjálmar Kristi- ansen á Selfossi flytur ávarp. Karlakórinn Heimir syngur og Jóhann Már Jóhannsson syngur einsöng. Ævar Kjartansson stjórnar samkomunni. Klukkan 17.00 sama dag verður fjölskyldumenningarvaka í fé- lagsheimilinu á Blönduósi með upplestri m.a. á ljóbum þeirra af- komenda sem gefið hafa út Ijóðabækur. Sigríður Sigfúsdóttir í Forsæludal flytur frumort ljób en hún er ein þeirra sem hefur haft forgöngu um samkomu- haldib. Lítillega verður kvebið af rímum, kvartettsöngur o.fl. Veislustjóri er séra Hjálmar Jóns- son á Sauðárkróki. Þess er vænst að sem flestir niðjar Bólu-Hjálmars komi til samkomunnar með vísu í far- teskinu. ■ Félagsmálastjórar á Norburlöndum: „Lífib er saltfiskur" Á næstu þriðjudagstónleikum í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar 16. ágúst leika Sigrún Eövaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari. Tónleikarnir hefjast klukk- an 20.30 og standa í um það bil klukkustund. Á efnisskrá eru eftir- talin verk; Leos Janacek: sónata fyrir fiblu og píanó, Dvorak/Kreisl- er: þrír slavneskir dansar nr. 1 í g-moll, nr. 2 í e- moll og nr. 3 í G- dúr og sónata fyrir fiblu og píanó eftir Maurice Ravel. Frá árinu 1986 hafa þær Sigrún og Selma margsinnis leikið saman á tónleikum, m.a. á tónlistarhátíð ungra einleikara í Helsinki árið 1986, á tónleikaferð um Þýskaland 1988 og í Litháen og Skotlandi 1992. Þær hafa leikib inn á tvo geisladiska saman, Cantabile 1992 og Ljúflingslög 1993. ■ Samtök félagsmálastjóra á Norðurlöndum halda nú í fimmta sinn ráðstefnu um fé- lagsleg málefni sem eru efst á baugi hverju sinni, nú í sam- vinnu við NOPUS. Að þessu sinni eru það Samtök félagsmálastjóra á Islandi sem bjóba alla, sem starfa að eða eru tengdir málefninu, velkomna á ráðstefnu 9.-12. ágúst n.k. í bókinni Salka Valka eftir nóbelsskáldib okkar Halldór Kiljan Laxness stendur: „Ég skal ekki neita því að margt gæti far- ib betur hér í plássinu, en það er nú svona að þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífib þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl...." Þessi tilvitnun endurspeglar með ljósum hætti hugmynda- fræbi fjórða áratugarins, þegar baráttan við atvinnuleysið var daglegt brauð. En hvernig er þessum málum háttað í velferb- arþjóðfélagi okkar í dag? Er at- vinna og atvinnurétturinn þab sem okkur þykir mikilvægast? Hvaða áhrif hefur atvinna á til- gang og innihald lífsins? Þessum veigamiklu spurning- um og mörgum öðrum komum vib til með að velta fyrir okkur á ráðstefnunni okkar í Reykja- vík. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.