Tíminn - 16.08.1994, Síða 5

Tíminn - 16.08.1994, Síða 5
Þri&judagur 16. ágúst 1994 5 Þórunn Magnúsdóttir, Cand. mag. Norrænt kvennaforum 1.-6. ágúst 1994 Norræna ráðherranefndin boðaði í annað sinni til samnorrænnar ráðstefnu um málefni kvenna, en áður hafði ráðherranefndin haft frumkvæði að Norrænu Forumi í Osló 1988. Til þess að undirbúa og skipu- leggja ráðstefnuna voru settar saman nokkrar starfsnefndir sem gerð var grein fyrir í fyrstu prent- uðu útgáfunni af Forum Avis. En áður en hún kom út hafði farið fram samkeppni um merki ráð- stefnunnar og einnig munu kjör- orð hafa verið valin snemma í undirbúningsferlinu, og móts- staður. „Líf kvenna og störf — gleði og frelsi" voru valin sem kjörorð ráðstefnunnar í Turku/Abo í Finnlandi og hlaupa- stelpa Maivor Person Malm varð merki NF-94. í umboði Norrænu ráðherra- nefndarinnar og með hana að fjárhagslegum bakhjarli tók stjórnarnefnd til starfa og í Forum Avis 1 er stjórnin kynnt og í sum- um tilvikum gefið upp úr hvaða samtökum, stöðu, eða starfi þær koma. Stjórnarnefndina skipuðu þessar konur, samkvæmt Forum Avis 1: Anita Amlén, frá Svíþjóð, Valgerður Gunnarsdóttir, íslandi, Marianne Laxén, Finnlandi, Jytte Lindgard, Danmörku, Margareta Pietikáinen, Finnlandi, Britta Schultz, Noregi, Christina Öster- berg, Danmörku. Þess er sérstak- lega getiö að Marianne Laxén sé aðalritari og að Christina Öster- berg sé starfskona Norrænu ráð- herranefndarinnar, en í stjórnar- nefndinni hafa verið sjö konur frá fimm þjóðum. Meðal starfsnefnda hefur verið ritstjórn fyrir Forum Avis og tveim dagskrárheftum, þar sem auglýst voru erindi, fundir og ým- iss starfsemi sem vera skyldi á For- um-vikunni. Sérstakt hefti var gef- ið út um listviöburði s.s. sýningar, leikhús og tónlist. Þá skrá urðu konur að kaupa í Turku. Auk þessa voru sífellt gefin út smárit og aug- lýsingar. Aðalritstjóri var Margareta Pi- etikáinen og auk hennar Mari- anne Kruckow, Marianne Laxén og Hannele Varsa. Síðasttalda konan var einnig ábyrg fyrir fyrir- lestra- og fundadagskrá. Undirbúningsnefndir voru settar í hverju landi um sig og þær nefndir réðu sér starfskonur. Sam- kvæmt sömu heimildum voru þær í stöðum verkefnisritara og tel ég þær í sömu röð og Forum Avis 1 gerir án annarra skýringa en þeirra hvar konurnar fengu starfs- aðstöðu heima fyrir: Gerd Gjös- lund, Barna- og fjölskyldurábu- neytið, Osló, Peggy Heikkinen, NF-94, finnska nefndin, Helsing- fors, Birna Hreiðarsdóttir, Skrif- stofa Jafnréttismála, Reykjavík, Marianne Kruckow, danska sam- starfsnefndin og Danske Kvinders Nationalrad, Anna Carin Thomér, Nordiskt Forum, Stockholm, Ver- onica Johansson, Jámstállhetsde- legationen vid Álands landskaps- styre, Mariehamn, Elinborg Trond Johansen, Landstyret, Torshavn, Martha S. Abelsen, Direktoratet for sociale anliggende og arbejds- marked, Nuuk. Ávarpsorð eru eftir Margaretu Pi- etikáinen í dagskrárheftinu sem fyrr kom út og endursegi ég þau í stuttu máli. „Norrænt Forum 1994 nálgast með stormhraða. Á öllum Norburlöndum og í Eystra- saltsríkjum eru hópar og samtök sem vinna undir háþrýstingi til að vera með í þvi að kynna marg- hliða umhugsunar- og gleðivekj- andi dagskrá á Forum í Abo 1.-6. ágúst 1994. Þessi útgáfa er ein af sönnununum fyrir því. Nú þegar hafa yfir 600 fyrirles.trar, umræðu-, fundir, menningar- og íþróttavið* burðir verib tilkynntir. Auk þess hafa skipuleggjendur hug á að gera grein fyrir störfum og við- fangsefnum sem samtök hafa með höndum. Og fleira er í vændum. Nordiskt Forum í Ábo, „Líf kvenna og vinna — gleði og frelsi," er eitt af stærstu verkefn- um Norrænu ráðherranefndarinn- ar. Fyrra Forum, sem var þab fyrsta af sínu tagi, var í Osló 1988 og varð mjög árangursríkt. Nú er um að gera að halda áfram — dýpka jafnréttisstarfiö, fella niður hótanir og að nýta þá möguleika sem eru fyiu hendi í heimi þar sem örar breytingar fara í hönd. Við í stjórnarnefndinni óskum þess að Forum 1994 geti orðið VETTVANGUR mótsstaður fyrir þúsundir kvenna og karla, sem hafa hug á jafnrétti, samfélagi, menningu og framtíð ..." (þýð. Þ.M.) Norrænt kvennafor- um 1988 og 1994 Hér hefur áður veriö vikið að For- um '88 í Osló og ekki er hægt að komast hjá því að bera þessar tvær ráðstefnur saman og einnig þau vinnubrögb sem beitt hefur verið í hvoru tilvikinu um sig. Þarna er mikill og margvíslegur munur á. En, sú undirbúningsnefnd sem tók við verkefninu Forum 1994 virðist ekki hafa skynjað þá blá- köldu staðreynd að konur á Norð- urlöndum standi ekki í sömu sporum og við gerbum í Osló 1988. Vib höfum ekki sótt fram í jafnrétti kynjanna, jafnrétti starfs- stétta, né heldur jafnab lífskjörin í okkar þjóðfélögum. Síöan 1988 hafa hinir ríku orðib ríkari á Norð- urlöndum og hinir fátæku fátæk- ari og atvinnuleysiö er að mestu atvinnuleysi kvenna. „Gleði okkar og frelsi" er því ekki það sem hæst ber. Annan samanburð höfum viö Forum- konur gert þetta árið, en það er samanburður á vinnu og skipulagi á þessum tveim ráð- stefnum. Formaður fyrir íslensku undir- búningsnefndinni og fulltrúi ís- lendinga í stjórnunarnefndinni var jafnframt starfskona nefndar- innar og eftir því sem ég best veit, eina starfskona nefndarinnar. I því starfi var Gubrún Ágústsdóttir og við hana var hægt að hafa símasamband, eba að koma á hennar skrifstofu. Ég lagði fyrir hana spurningar um dagskrá og fleira og það kom fyrir ab hún vildi fá frest til að leggja fram upp- iýsingar, en ab jafnaði voru það nokkrar mínútur, sem þab tók Guðrúnu að kalla fram á tölvu- skjáinnn, eða að finna í skjölum á sínu skrifborði, það sem um var spurt. Og það sem mest var um ,ve.rt: ,Þær, upplýsingar stóðust. ís- lenski fulltrúinn í stjórnarnefnd- inni hafði frá upphafi tekið þátt í skipulagningu rábstefnunnar, þekkti verkefnið og kunni vinnu- brögðin við að koma áætlunum í framkvæmd. Ég vil taka það fram hér, að ég tel víst að íslenska nefndin hafi starf- ab nokkuð með sama sniði og t.d. finnska nefndin. Einnig geri ég ráð fyrir því að hún hafi samið starfsreglur og lagt verkefni fyrir þá konu sem nefndin réði til rit- arastarfs hjá nefndinni og ab for- maður og nefndarkonur beri því fulla ábyrgð. Dagskrá sem gekk úr skorðum, fyrirlestrar sem löngu höfðu verið afturkallaðir, salir sem stóðu tómir og stofur sem voru að springa utan af fundum sem þar voru, pappírsgögn þar sem endurprentabar voru upplýs- ingar sem upphaflega voru rangar og höfðu verib leibréttar, komu sem afturgöngur og drógu abrar villur með sér og síöustu tilkynn- ingar voru þær sömu sem áður höfðu verið leiðréttar, eða aftur- kallabar. Umhirða nefndarinnar um að is- lensk dagskráratriði kæmust til skila og væri ekki ýtt út í horn var engin. Þetta varð m.a. til þess að launþegasamtökin settu á fót sína eigin Forumnefnd og félög gáfu út sína eigin dagskrá til leiðbeining- ar. Um hýsingu íslenskra kvenna í Turku og flutninga til þingsins ætla ég ekki að hafa mörg orð. Þess vil ég þó geta að þarna var frá upphafi ljóst ab um stóran ferða- pakka var að ræða. Þegar þannig horfir, er að sjálfsögðu rétt ab bjóða ferðir út, eða ab leita hag- stæðra tilboða. Það var ekki gert. Misskildi nefndin hlutverk sitt? Var NF-94 norræn ráðstefna um stöðu og störf kvenna, eba var þetta sumarhátíð í ímynd rósar- innar? Mér er spurn, vegna þess tómlætis sem nefndin sýndi skipulagningu, innihaldi og fram- kvæmd á dagskráratribum sem ís- lenskar konur áttu aðild ab. Sú stabhæfing að mikil þátttaka hafi sprengt skipulagið, er út í hött. Skráningar fóru fram með löngum fyrirvara. Hver voru svo aðalstörf íslensku undirbúningsnefndarinnar? Þar voru áberandi mikil funda- höld, sem voru fyrst og fremst áróbur fyrir þátttöku kvenna, sem áheyrendur og áhorfendur. Fréttabréf segir m.a. í febr. '94: „Undirbúningsnefnd hefur kapp- kostað ab hafa upplýsingamiðlun um Nordisk Forum í eins góðu lagi og kostur er. í því skyni hafa kynningarfundir verið haldnir vítt og breitt um landsbyggðina, að undanförnu..." Fundir í Hallveigarstöðum eru svo auglýstir 5. mars, 9. apríl, 4. júní og 2. júlí. Þrettán línur eru um dagskrá, en síðan um fundi, styrki, túlkun, þátttökutilkynn- ingar, greiðslutilhögun, ísl. gjald- miðil, konur úr nágrannalöndum Finnlands, flug á Forum gisting- una o.fl., öll aftasta síðan. Þar er m.a. sagt frá þeirri upphaflegu til- lögu, sem fljótlega var hundsub, að hópar og félög hefðu ákveðinn tengilib við stjórnun ráðstefn- unnar. Þetta var góð hugmynd, en erfitt í framkvæmd að ná föstu sam- bandi við þab hlaupkennda efni sem stjórnunar- og undirbún- ingsnefndir reyndust vera gerðar úr. Það er nú rúmt ár síðan ég fór að hafa samband við NF-94 og mér hefur virst að ísl. nefndin hafi skilið sitt hlutverk þannig að hún væri ferðaskrifstofa og áróðurs- miðstöð til þess starfrækt ab sem allra flestar íslenskar konur færu utan í hitatíð og væru á sama svæbi að hittast og skemmta sér saman. Að um ráðstefnu um stöðu og störf kvenna á atvinnu- leysistíma og á sama tíma og valdamenn vilja þröngva Norður- landaþjóðum inn í Evrópubanda- lagið, gegn almennum andmæl- um kvenna hefur nefndinni ekki verið ljóst, sem mikilvægt verk- efni. Aö lokum Norræna ráðherranefndin er hér með bebin að birta skýrslu um Nordisk Forum '94. Koma þarf fram hvert var markmið þessa For- ums. Hver telst sýnilegur, finnan- legur árangur þess? Hvaða um- fang hafði ráöherranefndin áætl- að NF-94? Hver var starfsmanna- fjöldi á launum við Forum? Hver var sá kostnaður sem Norræna rábherranefndin tók á sig? Hvaða upphæð nam kostnaður Norrænu menningarmálanefndarinnar? Stjórnarnefnd NF-94 vil ég spyrja: Hver var grundvallarhug- mynd nefndarinnar, þegar hún setti saman kjörorð NF-94: „Kvin- norsliv och arbede - gládje och fri- het"? Var nefndin viss um hvað hún var ab fullyrða? Er stjórnar- nefndin á þeirri skoðun að við vit- um meira um stöðu og störf kvenna á Norðurlöndum eftir þetta Forum, en áður? Hve margar konur voru á launum sem stjórn- endur stjórnarnefndar og nefnda viðkomandi þjóða? Hver var heildar launakostnaður? Hver greiðir þann reikning? Ráðherra- nefndin, ríkissjóðir, eða abrir abil- ar? Hvenær mun stjórnarnefndin birta skýrslu sína? Hve margar konur unnu sem sjálfboðaliðar vib NF-94? í hve miklum mæli lögðu konur fram sýningamuni, f jölföld- un á efni og þýðingar sem gert var á eigin kostnað þeirra? Hver varð prentunarkostnaður hjá Forum? Hver var risna nefndanna? Hér vil ég einnig beina spurning- um til ASÍ og BSRB. Hvaða rök voru fyrir því ab launþegasamtök- in settu upp sína Forumnefnd? Hvaða stofnanir innan samtak- anna tóku þá ákvörðun? Telja stjórnir samtakanna aö von sé um árangur í jafnréttismálum sem rekja megi til NF-94? Hverjar voru nefndarkonur launþegasamtak- anna? Hver ber launakostnað þeirra, ferðakostnað, dvalarkostn- að? Hvaba upphæðum nemur þessi kostnaður samanlagt? Telja stjórnir samtakanna að þetta fjár- magn hefði getað nýst á annan hátt, s.s. til að minnka atvinnu- leysi kvenna í Turku/Ábo eba í Reykjavík/Akureyri á beinan, eða óbeinan hátt? Þetta eru spurningar sem margar konur velta fyrir sér, og við viljum fá sem gleggst svör. Segja má ab „skeð sé skeð og hefbi hefbi héð- anaf stoði ekki baun". Því er til að svara ab vib lifum til að læra og lærum til að lifa. Með þökk fyrir svörin. Reykjavík, 9.8.1994 Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE Ný gler- augu Þegar ég var staddur erlendis á síbasta ári, sá ég snotur gler- augu í útstillingarglugga gler- augnabúðar. Verðið var þar ab auki hagstætt, svo ég brá mér innfyrir og ætlaði ab kaupa umgerðirnar og fara meb þær heim þar sem ég hugbist fá í þær hæfileg gler fyrir nærsýni mína. Ég hafbi reyndar lengi velt því fyrir mér hvers vegna svo dýrt væri ab fá nærsýnisgleraugu á íslandi, þegar bobib væri upp á hræódýr lesgleraugu fyrir fjar- sýna, en slík gleraugu fást jafn- vel í bókabúbum. Þegar ég kom inn í búbina og spurbi um umgerbirnar, var eins og afgreibslustúlkan skildi mig ekki. „Ætlarbu bara ab fá umgerb- irnar?" spurbi hún. „Viltu ekki hafa gler í þeim?" „Jú," svarabi ég, „en ég hef ekkert vottorb frá augnlækni mebferbis." „Vottorb?" spurbi stúlkan og virtist enn skilningssljórri en fyrr. „já, þarf ég ekki ab fara fyrst til augnlæknis?" spurbi ég. „Nei, þess þarftu alls ekki," svarabi hún og dreif mig inn í bakherbergi þar sem gler- augnasérfræbingur verslunar- innar hafbi öll þau tól og tæki sem þurfti til þess ab velja rétt gler. Þar var ég skobabur og sparabi bæbi amstur og all- nokkur útgjöld, því læknis- heimsókn og vottorb kostar sitt. Daginn eftir voru svo nýju gleraugun tilbúin og þegar ég gekk út meb þau á nefinu, gat ég litib tilveruna nýjum augum. Þessa sögu hef ég sagt nokkr- um kunningjum mínum og allir hafa glabst vib ab heyra af heppni minni. Allir nema einn. Sá er eldri mabur, sem lengi hefur haft áhuga á stjórnmál- um og fylgt Alþýbuflokknum ab málum. Hann hristi höfubib og sagbi: „Já, þetta er svosem gott og blessab. En hugsabu þér hvern- ig komib er fyrir mínum mönn- um. Þeir stjórna heilbrigðismál- unum og þar hækka þeir öll gjöld. Þeir láta menn sífellt borga stærri hluta heilbrigbis- þjónustunnar, sem er þó eitt af þeim málefnum sem hér ábur fyrr var stefna okkar ab væri sem ódýrust. Hin sanna jafnab- arstefna. Og svo þegar þeir ættu ab geta hjálpab fólkinu til ab spara, eins og meb því ab leyfa gleraugnasölum hérlendis þab sama og þeim er leyft ab gera erlendis, ja, þá er eins og þab skipti ekki máli." Þessi gamli krati hristi gráar hærurnar meb sorgarsvip. „Ég veit ekki hvort ég get kos- ib þá næst," sagbi hann svo eftir langt hlé. Ekkert veit ég um hvab þessi gamli vinur minn kýs næst, en kjósi hann Alþýbuflokkinn enn á ný, veit ég ab þab verbur ekki meb glöbu gebi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.