Tíminn - 25.08.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. ágúst 1994
. . v í , . * *
f *'* * t
--
WwmwRM
Árni Benediktsson:
S tj órnlagaþing
Nú er enn einu sinni verið að
brydda upp á því að fleiri
flokkar og flokksbrot bjóði
fram sameiginlega í næstu
kosningum til Alþingis og
framvegis. Svo virðist sem
ýmsir telji það mikið hags-
munamál fyrir ákveðinn til-
greindan hóp manna. Jafnvel
gæti úr slíku sameiginlegu
frambobi orðið til sterkasta
stjórnmálaafl landsins, segja
þeir, ásamt því að hér yrði í
raun tveggja flokka kerfi.
Jafnframt þessari umræbu um
samfylkingu er það upplýst ab
sennilega muni stjórnmála-
flokkarnir leggja nú í haust
fram tillögur um nýtt kosn-
ingafyrirkomulag. Þetta
tvennt veröur að ræba saman
vegna þess að fjöldi og styrkur
flokka fer að miklu leyti eftir
tilhögun kosninga. Gefi kosn-
ingalög ekki fleiri en tveimur
til þremur framboðum mögu-
leika á að koma mönnum á
þing verða flokkarnir ekki
fleiri en 2-3. Séu kosningalög
þannig ab 10-20 framboð hafi
möguleika á að koma mönn-
um á þing verður fjöldi fram-
boðanna í samræmi vib það.
Þetta hefur reynslan annars
staðar sýnt.
Það verður að ætla að þeir
sem telja ab hinir svoköllubu
félagshyggjuflokkar eigi ab
fylkja sér saman, og væntan-
lega ab renna saman í einn
flokk, tali í alvöru. En sé svo
komast þeir varla hjá því að
ræba einnig í alvöru þann
grundvöll sem þarf í kosninga-
lögum til þess að samfylkingin
verði varanleg. Við getum
hugsað okkur þann möguleika
að þab tækist að mynda sam-
fylkingu og einungis yrðu tvö
framboð í næstu kosningum.
En ab óbreyttum kosningalög-
um yrðu framboðin vafalítið
orðin nokkru fleiri strax á
næstu kosningum þar á eftir
og samfylkingin að engu orð-
in. Talsmenn samfylkingar
verða að gera grein fyrir
hverjar breytingar þeir telja
að þurfi að gera á kosningalög-
um til þess að ná þeim mark-
miðum, sem þeir stefna ab.
Það eru möguleikarnir, sem
kosningalög gefa, sem ráða
mestu um fjölda framboöa og
flokka. Á fjórða, fimmta og
sjötta áratug þessarar aldar
bjuggum við við kosningalög,
sem gáfu möguleika á að 3-5
framboð næbu þingsætum Ef
núverandi kosninglög verða
látin gilda óbreytt frá því sem
nú er, er líklegast að þróunin
VETTVANGUR
FYRRI HLUTI
verbi sú að innan tíðar verði
sex framboð með tiltölulega
örugg sæti á Alþingi, með milli
10-20% atkvæða hvert, meb
fráviki til beggja átta. Þar að
auki gætu svo eitt til tvö sér-
framboð náð árangri um
skamma hríð.
Landið eitt
kjördæmi
Uppi eru hugmyndir um að
gera landið að einu kjördæmi.
Þab á að verba til þess að jafna
atkvæðisréttinn, en eins og al-
kunna er hafa íbúar strjálbýlli
byggðarlaga hlutfallslega meiri
atkvæðisrétt. Það þykir mörg-
um vera óeölilegt og vilja
breyta því. Þeir telja að með
því að hafa landið allt eitt
kjördæmi sé sá vandi leystur.
Því fylgir að ekki þarf nema
um það bil 1.5% atkvæba til
þess að koma manni á þing.
Kosningalög, sem gefa fram-
boði með 1.5% atkvæða
möguleika á að koma manni á
þing, munu fljótt leiða til
fjölda framboða og gætu þau
skipt tugum. Hér verður ekki
fjallað um fjölbreyttar skoðan-
ir manna og hvernig menn
geta raðast í flokka, en eftir því
sem framboð flokka er meira
er líklegra ab fleiri finni flokk
sem þeim er skapi nær. Þá geti
menn valið á milli Jóhönnu
og Jóns Baldvins, sem ekki er
hægt á meðan bæði eru í sama
flokki. Hins vegar er vafamál
að atkvæðisrétturinn jafnist
við ab gera allt landið að einu
kjördæmi. Líklegast er að
nokkur smáframbob næðu
ekki manni inn á þing. Af
þeim sökum gæti jafnvel at-
kvæbi 5-10% kjósenda fallið
dauð niður og þeir ekki átt
neinn málsvara á þingi.
Nú er ekki ólíklegt að þeir
sem hallast að því að gera allt
landið að einu kjördæmi segi
að þeim hafi aldrei dottib í
hug að framboö með 1.5% at-
kvæða fái mann í þing. Hér
eins og annars staðar verði að
sjálfsögðu að setja skorður við
offjölgun framboða, annars
verði stjórnkerfið ekki starf-
hæft. Framboð verbi því ab fá
4-5% atkvæða til þess að fá
mann á þing, eins og annars
staðar gerist. En þá hefur líka
verið fallið frá því sem sagt var
að væri tilgangurinn með því
að gera landið að einu kjör-
dæmi. Það væri vitandi vits
búið að innleiða kerfi þar sem
stórir hópar manna, allt upp í
fjögur til fimm prósent kjós-
enda í hverjum, hefðu engan
fulltrúa. Flokkur með 3.9% at-
kvæða fengi engan mann kjör-
inn en annar með 4.5% at-
kvæði fengi 3 menn, ef markið
er sett við 4%. Tilgangurinn
meb tillögugerðinni væri því
einhver annar en að jafna at-
kvæðisréttinn.
/þau ár sem ég hef
fylgst með umrœð-
um um breytingar á
kosningalögum
hefur það aldrei
borið við að fjallað
væri að marki um
hvað vœri þjóðfé-
laginu fyrir bestu.
Aldrei verið látið
sitja í fyrirrúmi
hvemig best vœri að
hafa kosningalög
með það fyrir aug-
um að yflrstjóm
þjóðfélagsins skil-
aði bestum árangri
og væri þegnunum
best að skapi. Sjald-
an verið um það
rætt hvaða mark-
miðum menn vilja
stefna að um stjóm
landsins
Einmennings-
kjördæmi
Sá möguleiki er fyrir hendi ab
taka upp einmenningskjör-
dæmi. Með einmenningskjör-
dæmum eru meiri líkur á að
tveggja flokka kerfi þróist og
hlýtur það ab vera vænlegasti
kosturinn fyrir þá sem nú
leggja höfuðkapp á sameigin-
legt framboð félagshyggju-
fólks. Ekki er öruggt að
tveggja flokka kerfi komi í
kjölfar einmenningskjör-
dæma, en hins vegar eru mikl-
ar líkur á að einn flokkur nái
hreinum meirihluta þingsæta í
kosningum. Á Bretlandi hefur
það t.d. lengi verið svo að
enginn einn flokkur hefur
fengið hreinan meirihluta at-
kvæða en stærsti minnihlut-
inn hefur fengib hreinan
meirihluta þingsæta. Þrátt fyr-
ir þetta er Bretland talið
þokkalegt lýðræðisríki.
Einmenningskerfið leiðir oft-
ast nær til þess að flokkur með
hreinan meirihluta atkvæða
eða stærsti minnihluti fái
hreinan meirihluta þing-
manna. Þab hefur þann aug-
ljósa kost að ekki þarf ab eyða
löngum tíma í að mynda sam-
steypustjórnir og það ætti
jafnframt að hafa þann kost
að stefna stjórnar verði skýrari
þar sem ekki þarf að gera
málamiðlun við abra. Hins
vegar er ekki augljóst að í raun
sé þab þannig í þeim löndum
þar sem alltaf eru einflokks-
stjórnir. Það kann að stafa af
því að þar sem flokkar eru fáir
eru skoðanir innan þeirra
skiptari og verða málamiðlanir
að fara fram í þeim sjálfum,
sem oft verður til þess ab
stefnan verður ekki mjög skýr.
Hér verður því samt sem ábur
slegið föstu að í heild megi bú-
ast við að það sé vænlegra til
árangurs að ágreiningur sé
leystur innan flokka, fremur
en að leysa hann á milli
flokka. Rökin fyrir því eru
mebal annars þau að það er ó-
heppilegt að langur tími líði
frá því að nýtt þing er kosið
þangað til stjórnarmyndin
hefur tekist. Þar að auki er
alltaf tilhneyging til þess að
varpa ábyrgð af því sem miður
fer yfir á samstarfsflokkinn.
Stjórnmálaflokk-
arnir breyta lögum
um sjálfa sig
Kosningalögum hefur oft verið
breytt hér á landi síðustu sex
áratugina. Stjórnmálaflokk-
5
arnir hafa staðið að breyting-
unum. Þessar breytingar hafa
allar byggst á misjafnlega góbu
samkomulagi milli flokkanna
og hafa einkennst af tvennu.
Annars vegar hafa þær miðast
við hagsmuni flokkanna
sjálfra og hins vegar hafa þær
byggst á skammtímasjónar-
miðum. Oftar en ekki hefur
verið reiknað út hvernig við-
komandi flokkur hefði komið
út í síðustu kosningum miðað
við ákvebnar hugmyndir um
breytingar. Hitt hefur verið
látið liggja milli hluta hvaða á-
hrif breytingarnar kynnu að
hafa til lengri tíma. í þau ár
sem ég hef fylgst með umræð-
um um breytingar á kosninga-
lögum hefur það aldrei borið
við að fjallað væri að marki
um hvað væri þjóðfélaginu
fyrir bestu. Aldrei verib látið
sitja í fyrirrúmi hvernig best
væri að hafa kosningalög meb
það fyrir augum að yfirstjórn
þjóðfélagsins skilaði bestum
árangri og væri þegnunum
best að skapi. Sjaldan verið um
það rætt hvaða markmiðum
menn vilja stefna að um stjórn
landsins
Með öbrum orðum, í stórum
dráttum hafa stjórnmála-
flokkarnir verið að tryggja
sína eigin hagsmuni. Það er
ekki óeðlilegt og þannig hlýt-
ur það í raun og veru alltaf að
verða, eða svo lengi sem það
er á valdi stjórnmálaflokkanna
ab breyta kosningalögum.
Einmitt þess vegna er það ó-
eðlilegt og óheppilegt að fela
stjórnmálaflokkunum þetta
verkefni. Það gæti verið æski-
legt að ræða um margs konar
breytingar á íslenskri stjórn-
skipun. Það getur verib eðli-
legt ab fjalla um algjöran að-
skilnað löggjafarvalds, fram-
kvæmdavalds og dómsvalds,
þar sem forsætisráðherra og
jafnvel ríkisstjórnin öll væri
kosin beinni kosningu. Þar
með kæmi til umræbu hvort
fella ætti starf forseta og for-
sætisráðherra saman og margt
fleira. Er hugsanlegt ab rétt
væri að stjórnmálaflokkarnir
hefðu ráðherra í ríkisstjórn í
samræmi við þingfylgi og ekki
þyrfti að mynda ríkisstjórn?
Eins og málum er nú háttað er
dómsvaldiö háð framkvæmda-
valdinu, sem aftur er háb lög-
gjafarvaldinu. Er þrískipting
valdsins ef til vill orðin úrelt?
Varla er hægt ab gera veiga-
miklar breytingar á þessu á
meðan Alþingi og stjórnmála-
flokkarnir skipa þessum mál-
um. Eðli málsins samkvæmt
hlýtur Alþingi, og þeir sem
það sitja, að verja völd sín.
Flest bendir til þess að það
þurfi sérstakt stjórnlagaþing
til þess að gera nýja stjórnar-
skrá fyrir landið og til þess að
skipa kosningalögum til fram-
búðar.
Nýjustu kerfisfræbingarnir
Ung kona, sem fyrir nokkru
hafði haft áhyggjur af liðlega
tvítugum bróður sínum, varð
nýlega á vegi mínum.
Þegar ég spurbi hana frétta af
bróðurnum, varb hún sposk á
svip.
„Hann er nú kominn í sambúð
meb nokkrum árum eldri konu
sem á tvö börn," svaraði hún.
Ég gat ekki leynt undrunar-
svipnum, því ég vissi ab ungi
maðurinn hafði átt mjög erfitt
meb sjálfan sig í lífinu og var að
mínu mati ekki sá líklegasti til
ab festa ráð sitt eba stofna fjöl-
skyldu.
Ég spurði um deili á konunni
og síðan vib hvað hún starfaði.
„Hún er kerfisfræðingur," var
svariö.
Nú hreinlega datt af mér and-
litib, því ég vissi nokkuð um
persónuleika unga mannsins.
„Kerfisfræðingur?" spurði ég.
„Og vinnur hún þá í banka?"
,’Nei," svaraði vibmælandi
minn. „Ekki svoleiðis kerfisfræb-
ingur. Hún er bara einn af þeim
sem spilar á kerfið. Gjörnýtir
samfélagshjálpina. Veit allt um
félagslega kerfið og er þannig
kerfisfræðingur."
í kjölfarið komu síðan lýsingar
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVE
á því hvað hægt væri ab gera til
þess að verða sér úti um ýmiss
konar aðstoð, bætur og uppbæt-
ur, ef fólk bæri sig eftir því og
væri um leið hæfilega ósvífib.
Þetta leiðir hugann að enn
einni linkindinni í framferði
hins opinbera.
Hvað er gert til þess að tryggja
að allir þeir gífurlegu fjármunir,
sem veitt er til félagsmála úr op-
inberum sjóöum, nýtist sem
best?
Eða er ef til vill lítið aðhald
eða eftirlit haft með þessum
veigamikla þætti ríkisútgjald-
anna?
Þegar ég og vibmælandi minn
lukum spjallinu vorum við
sannfærð um ab mikil brotalöm
væri í hinu svokallaða kerfi, því
bæbi þekktum við dæmi um
misnotkun og eftirlitsleysi.
Því mega stjórnvöld nefnilega
ekki gleyma í vilja sínum til að
hjálpa þeim sem minna mega
sín, að aðstæður manna breyt-
ast. Þau mega síst af öllu gleyma
því að þeir, sem virkilega þurfa
aðstoðar við, eru sjaldnast þeir
sem troba sér fram fyrir.
Ég held að vib þurfum í næstu
kosningum að velja okkur
stjórnendur sem átta sig á þessu
og láta ekki sitja vib orðin tóm.
Slík stjórnsemi leiðir af sér
margt gott, bæði gagnvart þeim
sem þurfa aðstoö og gagnvart
þjóðfélaginu í heild.