Tíminn - 25.08.1994, Page 9

Tíminn - 25.08.1994, Page 9
Fimmtudagur 25. ágúst 1994 9 Félagsmálalöggjöf ESB til endanlegar samþykktar: Hitnar undir Bretum Brussel, Reuter Svo gæti fariö aö vatnaskil yröu í haust í stefnu Evrópusambands- ins í félagsmálum þegar Bretar fá lokatækifæri til aö taka þátt í sam- eiginlegri félagsmálalöggjöf sam- bandsins. í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB kemur fram aö ef ríki sam- bandsins samþykktu ekki fjöld- ann allan af lagafrumvörpum um félagsmál fyrir áramót myndi stjórnin íhuga að beita félags- málaályktun Maastrichtsam- komulagsins til að koma á nýrri félagsmálalöggjöf innan ESB. Ef þetta gengi eftir stæöu Bretar fyrir utan lagasetninguna vegna sérstaks samkomulags sem þeir geröu við hin ESB ríkin í Maast- richt um að þeir þyrftu ekki að taka þátt í sameiginlegri félags- málalöggjöf sambandsins sem þá var samið um. Bretar hafa borið því viö aö þeir séu ekki samkeppnisfærir á heimsmarkaði ef aukinn kostnaö- ur lendi á fyrirtækjum landsins vegna nýrrar lagasetningar. Fram- kvæmdastjórnarmenn segja það ekki ná nokkurri átt að draga úr félagslegri þjónustu og -öryggi til aö standa betur aö vígi í sam- keppni við ríki utan Evrópu. ■ Nawaz Sharfi, fyrrverandi forsœtisráðherra Pakistans og leiötogi stjórnarandstöbunnar í landinu, ávarpar mann- fjölda íþeim hluta Kasmír sem er hersetinn af Pakistan. Deilt um kjarnorkuvopnaeign Framtíbarsýn: Teiknari norska stór- blabsins Verdens Cang telur þetta geta orbib framtíb frœndþjóbanna Noregs og íslands; einar í EES, saman í Smugunni. Öldungadeildin setur Clinton stól- inn fyrir dyrnar Washington, Reuter Frumvarp Clintons Bandaríkja- forseta um ný og umfangsmikil lög, sem eiga aö draga verulega úr tíöni glæpa, situr fast í öldunga- deild þingsins. Þingmenn Demó- krata og Repúblikana saka hvorir aðra um pólitískan leikaraskap vegna hins umdeilda frumvarps. Repúblikanar vilja ekki sam- þykkja frumvarpið, sem á aö kosta þjóðina 30 milljarða banda- ríkjadala, nerna eftir þó nokkrar breytingar. Demókratar halda því fram að Repúblikanar vilji ganga að frum- varpinu dauðu vegna þrýstings frá Landssambandi rifflaeiganda sem eru mjög óhressir með bann við notkun 19 hálfsjálf- virkra skotvopna. ■ Reuter Miklar deilur hafa blossað upp í Pakistan aö undanförnu vegna ásakana Nawaz Sharifs, leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar, um að Pakistan hafi í fór- um sínum eitt stykki kjarn- orkusprengju. Sharif segir að kjarnorkusprengjan sé geymd í Kasmír, þeim hluta landsins sem Pakistan hefur hersetið. Mikill ótti hefur gripið um sig í Evrópu vegna tíðra frétta af plútonsmygli. Hvorki virðist ljóst hvaðan efnið kemur, þó að Rússar liggi undir grun, né hvert það fer en ýmislegt þyk- ir benda til þess að Pakistan sé Israelsstjórn fylgjandi fastasetu Þjóöverja í Öryggisráöi Sþ: Þjóöverjar vilja betri samning ESB og ísraels Bonn, Reuter Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, lýsti því yfir í gær að Þjóð- verjar ætluðu að sjá til þess í for- mannstíö sinni innan Evrópu- sambandsins að ísrael fengi betri samninga við sambandið en nú eru í gildi. Kohl kom þessu á framfæri í tilefni heimsóknar Shimonar Peresar til Þýskalands. Israelar em mjög áfram um að koma meiri landbúnaðarafurð- um á markað ESB landanna. Þeir vilja fá aðild að rannsóknar- og þróunaráætlunum sambands- ins og minnka óhagstæð- an vömskiptajöfnuð við Evrópu- sambandsríkin en hann nam um 5 milljörðum bandaríkja- dala á síðasta ári. Peres lýsti yfir á móti aö ísrael- ar væm því fylgjandi að Þýska- land léki stærra hlutverk á al- þjóðavettvangi í framtíðinni en verið hefur. Utanríkisrábherr- ann tók sérstaklega fram ab stjórn sín myndi styðja það ab Þýskaland fengi fastasæti í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þegar fréttamenn spurðu Peres hvort ísraelsstjórn væri þvi virki- lega samþykk ab Þýskaland fengi fastasæti í Öryggisráðinu svaraði hann: „Já. Maður á ekki lengur ab horfa á Þýskaland í gegnum sjóngler sögunnar heldur í ljósi framtíðar." ■ eitt þeirra ríkja sem komist hefur yfir geislavirkt efni til að smíba kjarnavopn. Samkomulagi um sílikon- seinkar brjóst Birmingham, Ala, Reuter Staðfesting á samkomulagi um skaðabætur vegna ísetn- ingar sílikonpúða í brjóst kvenna seinkaöi í gær eftir að kona utan Bandaríkjanna full- yrti að það væri útlendum konum óhagstæðara en bandarískum. Sam Pointer, fylkisdómari, sem stýrt hefur samningaum- leitunum sem ná til 60 fyrir- tækja og 90.000 kvenna víðs- vegar um heiminn, segir staðhæfinguna um mismun- un fórnarlamba sílikonsins eftir þjóðerni muni seinka samkomulaginu um nokkra daga. ■ Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Skólavörðuholt — skipulagstillaga Á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, 3. hæð er til sýnis tillaga að deiliskipulagi af Skólavörðuholti. Tillagan verður til sýnis alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00 frá 26. ágúst til 16. september. Mánudaginn 12. september milli kl. 14 og 16 verða skipulagshöf- undar á staðnum og svara fyrirspurnum. Athuga- semdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega eigi síðar en 17. september 1994. Hagatorg — skipulagstillaga Á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, 3. hæð er til sýnis tillaga að deiliskipulagi af hagatorgi. Tillagan verður til sýnis alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00 frá 26. ágúst til 16. september. Mánudaginn 12. septem- ber milli kl. 14 og 16 verða skipulagshöfundar á staðnum og svara fyrirspurnum. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega eigi síðar en 17. september 1994. STOFNLANADEILD LANDBÚNAÐARINS Laugavegi 120,105 Reykjavík sími 91-25444 Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1995 þurfa að berast Stofn- lánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar svo og veðbókarvottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1995 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember n.k. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september n.k. Það skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó fram- kvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum, en opinberum sjóðum. Lántakendum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntan- legrar lántöku frá Lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. Búnaðarbanki fslands Stofnlánadeild landbúnaðarins

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.