Tíminn - 25.08.1994, Side 11
11
Fimmtudagur 25. ágúst 1994 UllSftliSj
7 00 ára
Pálljónasson
frá Rimakoti
Býli lítið syðst og austast í Aust-
ur Landeyjum hét Rimakot. í
Jarðabók Arna Magnússonar seg-
ir: Bústofn 4 kýr, 5 aer, 2 sauðir
og 3 hross. „Á engjar fýkur sand-
ur". Túnið var afar lítið og með
firna háum þúfum. Taðkvöm
var sett ofan á hæstu þúfurnar á
vorin og malaöur fjóshaugurinn
frá haustinu. Svo var ausið yfir
þýfiö með trogi. Forina báru
tveir menn á milli sín í stampi
og skvettu út.
Tilunnindi fylgdu kotinu, stutt
fjara, kölluð Gunnarsholtsfjara.
Leiguliði mátti af náð hiröa
stuttar spýtur, en öll tré þrjár
álnir og lengri átti hann að flytja
heim og geyma uns jarðar-
drottni þóknaöist að saekja þau.
Rimakot var sjóbær. Ábúendur
áttu 4- og 6-manna för og öfluðu
drjúgt. Fiskurinn hélt líftórunni
í fólkinu þegar útmánaðasultur-
inn svarf að. Á vertíð var stóru
Landeyjaskipunum haldið úti frá
Vestmannaeyjum. Þá er heim
kom var farið að róa á vorbátun-
um út frá Sandinum. Vorið 1893
fórust áhafnir tveggja Landeyja-
skipa, 24 menn úr Áustur Land-
eyjum, allir á góðum aldri. Þá
drukknuðu bræður tveir frá
Rimakoti, Guðmundur og Jón
Þorsteinssynir, báðir Sandafor-
menn og áttu fyrrnefnd 4- og 6-
manna för. Heimilið leystist
upp. — Þetta rifjast upp þegar
blöð sögðu frá því, að Páll Jónas-
son frá Rimakoti hafi átt hundr-
að ára afmæli 12. maí 1994.
Jónas Þorvaldsson (1849-1911)
var um þessar mundir vinnu-
maður á Tjörnum undir Eyja-
fjöllum. Hann var einn skipverja
Sigurðar Þorbjörnssonar, sem
fórst þetta örlagaár, ásamt skips-
höfn sinni. Jónas náði ekki til
skips í tæka tíö þennan dag enda
sjávargatan löng. Áður komst
Jónas í mikinn háska þegar skipi
Magnúsar á Búðarhóli barst á í
lendingu við Sandinn og tíu
týndu lífi en tveir komust af,
Jónas og annar maður, meðan
það barst til iands.
Jónas fékk nú ábúð á kotinu og
flutti þangað á fardögum 1893
ásamt konu sinni Jóhönnu Jóns-
dóttur (1866- 1894), sem verið
hafði vinnukona á Tjörnum.
Jónas var þá tveimur árum betur
en fertugur og Jóhanna 26 ára.
AFMÆLI
Hennar naut skammt viö búskap
í Rimakoti því að hún andaðist
31. maí 1894.
Jónas stóð nú einn uppi með
Pál son sinn, kornabarn. Þá er
Jónas flutti aö Rimakoti voru þar
fyrir mæðgur, Sigríður Árnadótt-
ir og Þorgerður, 16 ára. Sigríður
bjó allmörg ár með Guðmundi
Diðrikssyni, bróður Þórðar Mor-
mónabiskups. Sigríður var fyrri
kona Guömundar og áttu þau 8
börn. Jörðin var lítil og heimilið
leystist upp sökum fátæktar. Sig-
ríður var vinnukona í Rimakoti
og Þorgerður fylgdi henni. Sig-
ríður varð fljótlega bústýra hjá
Jónasi bónda. Árið 1898 var Þor-
gerður skráð ráðskona, þá 21 árs.
Þá voru 7 manns til heimilis í
Rimakoti. Þröngt hafa sáttir mátt
sitja.
Hinn 6. júlí 1902 gengu i
hjónaband Jónas Þorvaldsson
ekkill, 50 ára, og Þorgerður Guð-
mundsdóttir, bústýra hans, 24
ára, gift í Krosskirkju í Landeyj-
um. Börn þeirra voru fjögur:
Guðjón smiður, vinnumaður
nokkur ár í Landeyjum, bjó í
Vestmannaeyjum en síðustu ár-
in á Fáskrúðsfirði, Jóhann, f. í
Rimakoti áriö 1906, Sigurveig og
Karl, tvíburar, fædd 1909 í Rima-
koti. Jóhann ólst upp í Gularási í
Landeyjum. Hann var síðari árin
veghefilsstjóri í Rangárvallasýslu
og bjó í litlu húsi á bökkum
Markarfljóts. Karl var vélsmiður,
bjó á Selfossi og Eyrarbakka. Við
Karl vorum leikfélagar. Hann var
prúöur piltur, svo að aldrei slett-
ist upp á vinskap okkar. Sigur-
veig giftist Ármanni Guðmunds-
syni frá Akurey í V- Landeyjum.
Hún er nú ein á lífi barna Þor-
gerðar og Jónasar, býr að Eyrar-
bakka. Guðjón Jónasson andað-
ist á Fáskrúðsfirði 1965 og bræð-
urnir Karl og Jóhann árið 1980.
Allir voru þeir bræður miklir
hagleiksmenn.
í lágum og loftlitlum sveitabað-
stofum réðust örlög kynslóð-
anna. Þar leit mannfólkið fyrst
sól, lifði og dó. í Rimakoti and-
aðist unga konan Jóhanna árið
1894 frá Páli syni sínum nýfædd-
um og eiginmanni. Árið 1903 dó
þar ungur piltur, systursonur
Jónasar bónda og Sigríður, móð-
ir Þorgerðar, andaðist vorið
1910. Jónas bóndi rak lestina ári
síðar, vorið 1911, hinn síðasti
sem kvaddi heiminn í Rimakoti.
Foreldrar mínir þekktu Pál. Þau
fóru að búa í Rimakoti eftir aö
Þorgeröur hætti búskap. Ég sá Pál
einu sinni; það var eftir 1920.
Hann kom að Úlfsstöðum þar
sem foreldrar mínir áttu þá
heima. Ég man enn ab hann sat
á rúminu mínu, vib babstofu-
borðið og drakk kaffi. Hann var
líflegur mabur og skemmtilegur,
hló hressilega. Mér fannst þessi
góöi gestur blátt áfram glæsileg-
ur. Hann var aufúsugestur í fá-
breytni tilverunnar á þessum ár-
um.
Páll segir svo frá, ab þá er faðir
hans dó leystist heimilið upp.
Hann geröist þá vinnumaður átj-
án ára á næsta bæ, Önundarstöð-
um. Þar bjuggu þá sæmdarhjón,
Ársæll ísleifsson og Anna Þórðar-
dóttir. Ársæll fáskiptinn hæglæt-
ismaður og Anna húsmóðirin
hlýleg og góðlynd. Kona í Hafn-
arfirði var kaupakona á Önund-
arstöðum eitt sumar fimmtán
ára. Hún sagði, „ég held að ég
gleymi aldrei hvað Anna á Ön-
undarstöðum var mér góð hús-
móöir þetta sumar".
Eftir vinnumennsku á Önund-
arstöðum tæp tvö ár hélt Páll til
Vestmannaeyja, vaxandi útgerb-
arbæjar, þar sem sumir menn
urðu efnabir á skömmum tíma.
Ungir menn úr Landeyjum,
Fjallamenn og fleiri sóttu út
þangað til að afla sér fjár og
kannski frama.
Fljótt vaknabi áhugi Páls á vél-
um. í Vélstjóratali, Rv. 1974, seg-
ir svo frá að Páll Jónasson frá
Rimakoti í Landeyjum hafi tekib
mótorvélstjórapróf Fiskifélagsins
árið 1916 í Reykjavík. Þetta hefur
verið með fyrstu námskeiðum fé-
lagsins og Páll þá verið fyrsti
Landeyingurinn sem tekur vél-
stjórapróf.
Um 1920 varð Páll vélstjóri í
Eyjum, jafnvel fyrr, og gegndi
því starfi þar næstu ár. Fyrir
nokkru spurði ég gamlan Eyja-
mann hvort hann mundi Pál frá
Rimakoti sem mótorista í Eyjum.
Hann kvað svo ekki vera.
En ég man vel eftir mótorhús-
DAGBÓK
237. dagur ársins -128 dagar eftir.
34. vlka
Sólris kl. 5.48
Sólarlag kl. 21.09
Dagurinn styttist
um 7 mínutur
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni
Bridskeppni, tvímenningur í
Risinu kl. 13 í dag.
Síbustu forvöb að komast með
í Básaferðina.
Síbasta sýningarhelgi í
Hafnarborg
Úr landslagi í afstrakt
í aðalsal Hafnarborgar stendur
nú yfir sýning úr listaverkasafni
Hafnarborgar. Tema sýrýngar-
innar er samband íslensks
landslagsmálverks við afstrakt-
list — uppbrot landslagsmynda
og ómur af landslagi í annars
óhlutbundnum myndum. Á
sýningunni er teflt saman verk-
um úr ýmsum áttum til að
skerpa þessa undarlegu tvíræðni
og sýna fram á hin nánu tengsl
sem oft eru milli landslags-
mynda og afstraktlistar.
Kjarvalsmyndir úr Háholti
í Sverrissal Hafnarborgar
stendur nú yfir sýning á teikn-
ingum og vatnslitamyndum eft-
ir Jóhannes Kjarval sem fengnar
hafa verið að láni úr safni Þor-
valdar Gubmundssonar í Há-
holti í Hafnarfirði. Eins og
margir vita á Þorvaldur af-
bragðsgott safn mynda eftir
Kjarval og á þessári sýriingú' e'r
aðeins um að ræða lítið brot úr
því safni. Myndirnar eru af ýms-
um toga og frá ýmsum tíma, en
veita þó góða innsýn í mynd-
hugsun Kjarvals og þá stefnu
sem hann mótaði sér í listinni.
Leirlistafélagiö sýnir bolla
í kaffiskála Hafnarborgar sýna
meðlimir úr Leirlistafélaginu
nýstárlega bolla. Með sýning-
unni er lögð áhersla á það
hvernig jafnvel hversdagsleg-
ustu hlutir geta umbreyst í
höndum listamannsins og
kveikt með okkur nýja tilfinn-
ingu fyrir umhverfi okkar og
daglegu lífi.
Sýningarsalir Hafnarborgar eru
opnir frá klukkan 12.00 til
18.00 alla daga nema þriðju-
daga, en kaffistofan og sýning-
arnar þar eru opnar frá klukkan
11.00 til 18.00 virka daga og frá
klukkan 12.00 til 18.00 um
helgar.
inu hjá honum. Þar var allt svo
gljáfægt og lágt að þaö vakti
undrun okkar ungra manna sem
gerðum okkur ferð til þess að
kíkja ofan í vélarhúsið. Og þar
var nú ekki plássið stórt í þessum
sjö til tíu tonna bátum. — Slík
var snyrtimennska Páls vélstjóra.
Páll kvæntist 12. desember
1920 Margréti Eyjólfsdóttur
(1895-1982). Heimili þeirra var í
húsinu Mörk vib Hásteinsveg.
Þau áttu einn son, Sigurb Hún-
fjörð (1921-1964). Dóttir Páls,
Guðbjörg Jóhanna, býr á Sel-
fossi.
Páll sótti sjó í Eyjum, vélstjórn-
in féll honum vel, réttur mabur á
réttum stað. Framtíðin gaf góbar
vonir áð ætla má.
Nokkur ár líöa. Þá hendir Pál
þab óhapp að hann veiktist af
brjósthimnubólgu. Páll leitar þá
til nafna síns, Páls Kolka læknis,
sem var maður skjótráður og
hafbi orb á sér sem fær læknir. —
Hann leggur bann vib því ab Páll
verði til sjós lengur. Þetta varb til
þess að Páll og Margrét flytja til
Reykjavíkur. En Páll sagði á
hundrað ára afmæli sínu: „En ég
sá alltaf eftir því að fara frá Eyj-
um. Þar var gott að vera."
Um 1920 settist Páll að á Eyrar-
bakka, bjó lengst af í Stíghúsi.
Á Eyrarbakka stundaði Páll hin
aðskiljanlegustu störf, fjölhæfur
í. besta lagi, almenna verka-
mannavinnu, fiskvinnslu, sjó-
sókn, húsasmíðar og bílavið-
geröir. „Ég kunni alltaf vel við
smíðarnar," sagði Páll. Og hann
lét ekki deigan síga, vann fram
að áttræðu en varð þá fyrir áfalli
svo halda varð til hlés. Var nokk-
ur ár vistmaður á Kumbaravogi á
Stokkseyri. Flutti síðar á elli-
heimilið Ljósheima á Selfossi.
Hreppsnefnd Eyrarbakka sýndi
Páli þann verðskuldaða heiður
að halda honum samsæti á
hundrab ára afmælinu.
Að loknum þeim mannfagnaði
sendi Páll þakkarávarp vinum og
vandamönnum og hreppsnefnd-
inni. Þar segir orðrétt í samræmi
við lífsmottó Páls: „Með léttri og
góðri lund minnumst vib gam-
alla og góbra daga." Og Páll
mundi sjálfsagt taka undir með
skáldinu: „Samt er gaman að
hafa / lifað svo langan dag".
Haraldur Guðnason
APÓTEK
Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I
Reykjavfk frá 19. ágúst tll 25. ágúst er I Hraunbergs
apótekl og Ingólfs apótekl. Það apótek sem fyrr er
nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll
kl. 9.00 aó morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnu-
dögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu
eru gefnar I sfma 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórtiátíóum. Símsvari 681041.
Hafnarfjðrður: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar orú-
tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis
annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upptýsingar í símsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin
virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sina
vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á
kvöldin er opið i þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl.
19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-12.00 og 20.00-
21.00. Á öðrum tfmum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upptýs-
ingar eru gefnar f sima 22445.
Apótek Keflavfkun Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna frfdaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannæyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-
18.00. Lokað f hádeginu mMi kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek eropiðtil kl. 18.30. Opið er á laug-
ardögum og surwudögum kl. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til Id. 18.30.
Á laugard. kl. 10.00-13.00 og surmud. kl. 13.00-14.00.
Qarðabær: Apótekið er opið rumhelga daga kl. 9.00-
18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
HELSTU BÓTAFLOKKAR:
1. águst1994.
Mánaðargrefðslur
Elli/örorkulffeyrir (grunnlífeyrir)......... 12.329
1/2 hjónalífeyrir............................11.096
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega.........27,221
Full tekjutrygging örorkulifeyrisþega........27,984
Heimilisuppból................................9,253
Sérstök heimilisuppbót........................6,365
Bamalífeyrir v/1 bams........................10.300
Meðlagv/1 barns..............................10.300
Mæðralaun/leóralaun v/1 bams..................1.000
Mæðralaun/leðralaun v/2ja bama................5.000
Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða..............15.448
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða.............11.583
Fullur ekkjulífeyrir.........................12.329
Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)..................15.448
Fæðingarstyrkur..............................25.090
Vasapeningar vistmanna ......................10.170
Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170
Daggrelðslur
Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00
Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20
Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...142.80
Slysadagpeningar einstaklings................665.70
Slysadagpeningar fyrir hverl barn á Iramlæri ....142.80
f ágúst er greiddur 20% tekjutryggingarauki (oriofsuppbót)
á tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisupp-
bót. T ekjutryggingaraukinn er reiknaður inn i tekjutrygging-
urra, heimilisuppbótina og sérstöku heimilisuppbótina í júlí
var greiddur 44.8% tekjutryggingaraugi. Bætur eru því
heidurlægri núenfjúlí
GENGISSKRÁNING
24. ágúst 1994 kl. 10,58
Oplnb. vlðm.gengl Gengi
Kaup Sala skr.tundar
Bandarfkjadollar.....67,87 68,05 67,96
Sterlingspund.......105,35 105,63 105,49
Kanadadollar.........49,33 49,49 49,41
Dönsk króna.........11,000 11,114 11,097
Norsk króna..........9,986 10,016 10,001
Sænsk króna..........8,864 8,892 8,878
Flnnsktmark.........13,440 13,480 13,460
Franskur franki.....12,820 12,860 12,840
Belgfskur frankl....2,1298 2,1366 2,1332
Svissneskur frankl...52,11 52,27 52,19
Hollenskt gyllini....39,15 39,27 39,21
Þýsktmark............43,96 44,08 44,02
ítölsk Ifra........0,04317 0,04331 0,04324
Austurrfskur sch......6,244 6,264 6,254
Portúg. escudo......0,4292 0,4308 0,4300
Spánskur peseti......0,5262 0,5280 0,5271
Japanskt yen.........0,6878 0,6896 0,6887
írsktpund............103,89 104,23 104,06
Sérst. dráttarr.......99,40 99,70 99,55
ECU-Evrópumynt.......83,61 83,87 83,74
Grfsk drakma.........0,2900 0,2910 0,2905
TIL HAMINGJU
Gefin voru saman þann
06.08.94 í Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði þau Ágústa Kristleifs-
dóttir og Eggert Þór Kristófers-
son af séra Sigfinni Þorleifssyni.
Þau eru til heimilis í Slétta-
hrauni 32, Hafnarfirði.
Ljósm.st. MYND, Hafnarfirði.
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA
OKKAR
REYKJAVfK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar