Tíminn - 06.09.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.09.1994, Blaðsíða 4
4 (SKTLxnLtt.TQriLl. VíWlTWW Þri&judagur 6. september 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& ílausasölu 125 kr. m/vsk. J arðsprengjusvæði kjarasamninganna Margt bendir nú til þess að átök séu í uppsiglingu á vinnumarkaðnum, og það andrúmsloft, sem ver- ið hefur í samningum launþega, vinnuveitenda og ríkisvalds, sé ekki það sama og áður. Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur ákveðið að hætta samfloti með Alþýðusamband- inu í samningagerðinni, og stjórnin telur sig ekki vera eina á báti og fleiri félög fylgi í kjölfarið. Ástandinu í launamálum má líkja við jarð- sprengjusvæði. Sannleikurinn er sá að umræðurn- ar hafa ekki verið miklar um hver hin raunveru- legu kjör eru. Vinnumarkaðurinn á íslandi byggð- ist lengst af upp á löngum vinnutíma og veruleg- um aukavinnutekjum allrar fjölskyldunnar. Þessi tími er liðinn og fleiri verða að lifa á dagvinnu- kaupi á lægstu töxtum en nokkru sinni fyrr, sem getur þýtt að tekjurnar eru í kringum 50 þúsund á mánuði, en skráð lágmarkslaun í landinu í dag eru 43.116 krónur. Meðan launin hafa haldist nær óbreytt hefur ým- is þjónusta hækkað, og ríkið hefur aukið kostnað- arþátttöku almennings í opinberri þjónustu. Þetta er sú jarðsprengja sem er hættuleg í launamálun- um. Skattamálin almennt eru önnur jarðsprengja. Persónuafsláttur hefur verið lækkaður, sem er al- menn aögerð sem kemur niður á jafnt hátt laun- uðum sem lágt launuðum. Skattleysismörk hafa verið lækkuð. Það er í þessu umhverfi sem gengið er til kjara- samninga, en það er eins og stjórnvöld vilji ekkert af því vita. Undirbúningur fjárlagafrumvarps er sagður langt kominn og eina aðgerðin, sem boðuð er í skattamálum, er að fella niður svokallaðan há- tekjuskatt. Það ber allt að sama brunni: breiðu bökin er að finna hjá þeim sem hafa lægstu laun- in, meðan ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af hátekjumönnum landsins. Skattsvikin eru svo kapítuli út af fyrir sig, þar sem færustu menn slá því föstu að um 15 milljarðar séu sviknir undan skatti ár hvert, sem þýðir að rík- issjóður yrði rekinn á sléttu þótt ekki innheimtust nema tveir þriðju af þessari upphæð. Einn stjórnmálamaður minntist á absúrdleikrit, þegar rætt var um samskipti stjórarflokkanna. Framganga ríkisstjórnarinnar í skattamálum er sannkallað absúrdleikrit, þar sem ráðherrarnir og stjórnarliðið, sem ber ábyrgð á þessum málum, virðist lítið vita um umhverfi sitt. Ef alvara er í því að fella niður hátekjuskattinn, miðað við ástandið í kjaramálum, ber það ekki vott um mikla dómgreind, svo vægt sé til orða tek- ið. Ásgeir Bjarnason áttræbur Ásgeir Bjarnason, fyrrum alþingismaður, forseti sameinaðs þings og formaður Búnaðarfélags ís- lands er áttræður í dag. Þar fagnar tímamótum maður með ákaflega farsælan feril í þágu síns byggðarlags, bændastéttarinnar og alls landsins. Hann gekk að sínum störfum með samblandi af ljúfmannlegri framkomu og myndugleika, sem gerir hann einkanlega hugstæðan samferðamönn- unum. Tíminn sendir Ásgeiri bestu árnaðaróskir á þessum tímamótum. Að auka kirkjusóknina Það munu hafa verið um 800 manns í Seltjarnarneskirkju á sunnudag, þegar sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sneri aftur til sinna fyrri prestsstarfa eftir miklar hremmingar í einkalíf- inu og stranga dóma meirihluta safna&arnefndar, sem eflaust fær í gullsölum himnanna gist, þó svo að hún hafi a& lokum sagt af sér. Af fréttum að dæma viröist sem sama stemning hafi ríkt í kirkjunni og við opinberar flengingar eða aftökur bersynd- ugra sakamanna á miðöldum, þegar þorpsbúar flykktust á markaðstorgið að fylgjast með örlögum þeirra sem hinir sið- vöndu og réttlátu höfðu dæmt til refsingar. „Ég er reyndar ekki úr þessari sókn" var algengt svar sem fólk gaf sjónvarpsstöðvun- um og öörum fjölmiðlum, sem komnir voru til að fylgjast með framgangi mála á þorpstorginu, en allir sögðust þó vera mættir til að styðja prestinn. Aösóknarmet Sjálf gerði sr. Solveig fyrirgefn- inguna að umtalsefni og virðist af viðbrögðum þorpsbúa og kirkjugesta hafa komist vel frá þeirri dramatísku þolraun að mæta til opinberrar messu eftir það sem á undan var gengið. Eftir því sem næst veröur kom- ist, hefur aldrei annar eins fjöldi sótt messu á venjulegum sunnudegi, hvorki í Seltjarnar- nessókn eöa annars staðar. Og sú uppákoma, sem varð í Sel- tjarnarnessókn, hefur því á sér þá jákvæðu hlið að fólk, sem annars aldrei fer í kirkju, þusti til kirkju og gekk jafnvel til alt- aris gagngert til að komast nær því mikla drama, sem fram fór við þetta tilefni. GARRI Það er löngu þekktur sannleik- ur að íslendingar eru ekki smá- smugulegir þegar kemur að trú- arlegum kennisetningum, og umburðarlyndi gagnvart hver- skyns útgáfum og blöndum af kristni er rótgróið hér á landi. Nægir í því sambandi að benda á hvernig spíritismi, álfatrú, draugatrú o.m.fl. hefur þrifist hér án teljandi árekstra viö og jafnvel með velþóknun hinna opinberu trúarbragða. Þrátt fyrir umburðarlyndi þjóð- kirkjunnar hefur kirkjusóknin verið til vandræða. Ef frá eru tald- ar stórhátíðar s.s. jól og páskar, þá er oft á mörkunum að messufært sé í kirkjum landsins. Þetta átti í það minnsta við þar til á sunnu- dag að 800 manns mæta í messu — og koma jafnvel langt að. Krassandi messur Þessi mikla aðsókn ætti aö vera lærdómsrík skilaboð til kirkj- unnar almennt, og Garra sýnist einmitt að í málsatvikum á Sel- tjarnarnesi leynist hugsanlega lykillinn aö bættri kirkjusókn á íslandi. Augljóslega þurfa ís- lendingar á stórkostlegu drama að halda til að fást til að fara í kirkju. Eitthvað krassandi þarf að gerast í messunni — og þá lætur þjóðin heldur ekki standa á sér. Endurkoma prests í préd- ikunarstól eftir hjúskaparbrot og opinbera bannfæringu safn- aðarstjórnar dregur að íslenska kirkjugesti í hundraðatali. Sama er að segja um útlenda prédik- ara, sem koma til landsins og segjast geta gefið blindum sjón, daufum heyrn og lömuöum mátt. Þessi dæmi sýna að til að fylla kirkjurnar þarf þjóðkirkjan á fleiri krassandi uppákomum að halda. Þorpsbúarnir eru einfald- lega orðnir leiðir á langvarandi lognmollu og tilbreytingarlaus- um sálmasöng. Það er búið aö gefa tóninn fyrir nýja og meira spennandi tíma og því munu þorpsbúar engar messur sækja framvegis, nema þar sé boöið upp á mikið blóð og mikið drama. Garri Skítakaupsdótið rumskar Grínistar sögðu Þjóðleikhúsið á valdi örlaganna á meðan verkfallshótanir kórs og hljóm- sveitar voru í fullu gildi. Nú hafa kórfélagar samið, boðað verkfall hljóðfæraleikara verið úrskurðað ólöglegt og sjálfsagt eiga enn einhverjar vendingar eftir aö verða í málinu áður en óperan Á valdi örlaganna kemst óbrengluö á fjalirnar. Hljóðfæraleikarar í Þjóðleik- húsgryfjunni vinna fyrir skíta- kaupi. Þeir eru atvinnumenn með langan námsferil að baki, búa yfir hæfileikum sem öllum er ekki gefinn og hafa margir hverjir langa starfsreynslu. Það eru ekki aörir en menntað hæfileikafólk sem veljast til starfa af þessu tagi. Söngvarar í kórnum eru sömuleibis margir ágætlega menntaðir og hafa þroskað meðfædda hæfileika til að tak- ast á við flutning erfiðra og krefjandi tónverka. Þeir eru líka á skítakaupi.' Vald örlaganna Einn ástsælasti listamabur þjóbarinnar, Kristján Jóhanns- son, ber frægð sína út um heim og rödd hans hljómar í þekkt- ustu óperuhúsum. Hann er eft- irsóttur og verðgildi hans því hátt á markaði. í Þjóbleikhúsinu fær hann ríf- lega greitt fyrir ab syngja í ágætri óperu eftir Verdi, en ítölsk verk liggja vel fyrir Krist- jáni og hans góbu rödd. Hann hefur ávaxtab sitt pund frábær- lega vel og á sannarlega skilið góða þóknun fyrir þá ánægju sem hann veitir öðrum og að vera metinn að verðleikum af óperuhúsum. Hins vegar er ekkert leyndar- mál að hljóbfæraleikarar á skítakaupi og kórsöngvarar á skítakaupi, sem flytja eiga óperuna með Kristjáni og öðr- um útmetnum einsöngvurum, hótuðu verkfalli þegar fréttist um hvað hann ber úr býtum fyrir flutning á sömu óperu og þeir taka sjálfir þátt í ab flytja. Röksemdin er sú, að sé hægt að greiða einum flytjanda hundraðfalt miðað við aðra, þá ætti sami vinnuveitandi ab geta gaukað smáræbi til við- bótar að smáfuglunum sem tísta, kvaka og syngja fyrir skítakaup. Á vibavangi Nú er búib að hygla kórnum einhverju, en spilamenn eru ólöglegir og liggja enn óbættir hjá garði. Borgunarmenn stööugleikans Þeir, sem láta Þjóðleikhúsið bjóba sér skítakaup, eru fyrstir íslenskra láglaunahópa til ab nota viðmiðun við hálauna- fólk til að gera tilraun til ab bæta kjör sín. Fleiri stéttir og launahópar hljóta ab fara að rísa upp og heimta einhvers konar jafn- ræbi hvað lífskjör varðar. Það er haugalygi að svokölluð velferð jafni út lífskjörin, eins og sífellt er verib að telja fólki trú um. Þab eru tekjurnar sem gilda og réttlát skattheimta, sem getur verib undirstaða ein- hvers konar jafnréttis, en ekki falsaðir félagsmálapakkar. Því er sífellt borið við af ríki og öbrum atvinnurekendum, ab allt muni kollsteypast og fara á hausinn ef láglaunin verða hækkuð eitthvað eba eigna- mennirnir greiði skatta. En alltaf er hægt að hygla þeim hálaunuðu. Kjör þeirra eru bætt frá ári til árs og allt þetta óskammfeilna lið hvorki bliknar né roðnar þegar það bætir ofan á laun sín og sporsl- ur. Stjórnir stofnana og fyrir- tækja taka ljúflega þátt í sam- sektinni. Þetta á sér stað samtímis því að vel starfsmenntað fólk, fag- menn á ýmsum sviðum, vinn- ur ekki fyrir framfærslu sinni og sinna vegna þess hve kaupiö er skorið við nögl. Bankastjórar, hagfræðinga- stóð (eins og Guðmundur J. kallar þab), háembættismenn og forsvarsmenn stórfyrirtækja og stofnana þreytast aldrei á að tala um hve stöðugleikinn sé mikilvægur og að þeir sem mest græði á honum sé einmitt launafólkið. Þið vitið, dótið á skítakaupinu. Forsenda þess að viðhalda öll- um þessum loflega stöðugleika er að skítakaupspakkið geri ekki kröfur. Tekju- og eignaað- allinn þarf ekki að gera kröfur. Hann skammtar sér lífskjörin sjálfur og fer ekki fram á annað en að stöðugleikanum verði viðhaldið með eina ráðinu sem íslenska hagkerfið kann, að borga vinnandi fólki skíta- kaup. Það gekk upp þegar allir gátu unnið tvöfaldan vinnutíma, en nómenklatúran veit ekki að sá tími er liðinn, vegna þess að hún vill ekkert vita um hver eru eiginleg kjör launaþræla þessa lands, sem er svo gott fyr- ir þá sem eiga það og nýta. Enginn dregur í efa ab Krist- ján Jóhannsson vinnur fyrir kaupinu sínu, en það verbur ekki sagt um fávísa og gráðuga nómenklatúruna, sem greini- lega þekkir ekki sinn vitjunar- tíma. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.