Tíminn - 06.09.1994, Blaðsíða 6
6
ttTrrr-
'8* TWV'rWrr
Þri&judagur 6. september 1994
íslendingar sigursœlir í hestaíþróttum í
Þýskalandi:
Hinrik og
Eitill unnu
þrátt fyrir
mótmæli
íslendingar voru sigursælir á
þýska meistaramótinu í íþrótt-
um á íslenskum hestum, sem
fram fór fyrir rúmlega viku.
Hinrik Bragason sigrabi í gæö-
ingaskeibi og 250 metra skeiöi
á Eitli frá Akureyri, en hann
haföi fengiib tilmæli um a&
keppa ekki fyrir mótiö.
Hinrik fékk fyrir mótiö bréf frá
þýska hestaíþróttasambandinu,
þar sem farib var þess á leit aö
hann keppti ekki á mótinu.
Ástæðan var slysið á hestinum
Gými, sem Hinrik reið á Lands-
móti hestamannafélaga á Hellu í
sumar. Hinrik segist ekki hafa
orðið var við að þessi gerningur
hafi bitnað á sér í keppninni.
„Þeir höfðu ekki neinar hald-
bærar upplýsingar, þeir höfðu
bara kjaftasögur," sagði Hinrik.
„Á þeirri forsendu fannst þeim
tilvalið að senda mér bréf, þar
sem ekki var óskað eftir mér sem
þátttakanda þarna. Þeir fengu þá
bara bréf frá okkur á móti, þar
sem það eru lög um svona hluti
og það verður að fara eftir þeim.
Þeir voru ekki að bjóða í neina
afmælisveislu, þetta var bara
venjulegt hestamannamót."
August Beier er eigandi Eitils,
en Hinrik hefur keppt á honum
erlendis frá því á heimsmeistara-
mótinu í fyrra. Eitill var í góðu
formi og sigraði 250 m skeiðið á
22,1 sek., en þar var Styrmir
Árnason á Sindra í öðru sæti. í
tölti sigraði Rauður frá Ellenb-
Hinrik Bragason á Eitli.
ach, en knapi á honum var Bent
Wieth, Jolly Schrenk varð í öðru
sæti á Ófeigi og Ágúst Beier á
Pjakk frá Torfunesi. Fyrstu tvö
sætin voru óbreytt í fjórgangi,
en í þriðja sæti var Nana Degen-
haft á hestinum Eldjárn frá Hof-
dölum.
Rúna Einarsdóttir var efst í
fimmgangi á hestinum Feyki, en
önnur varð Tanja Gundlach á
Geysi frá Hvoisvelli. í þriðja sæti
varð Rosel Rössnel á hryssunni
Prúð. Hjónin Rúna Einarsdóttir
og Charli Zingsheim náðu fyrsta
og öðm sæti í slaktaumatöltinu
á Feyki og Gyðju frá Mosfelli.
Jolly Schrenk, gullverðlauna-
hafi Þjóðverja frá því á heims-
meistaramótinu í fyrra, vann
hlýðnikeppnina á Ófeigi, en
hún var jafnframt stigahæsti
keppandi mótsins.
Brautskráning frá Hólaskóla:
15 nýir búfræbingar
Nemendur Bændaskólans á Hólum sem útskrifubust frá skólanum 26.
ágúst. Einn þeirra vantar á myndina. Ljósm. Valgeir Bjamason
Föstudaginn 26. ágúst sl. var
brautskráning frá Bændaskólan-
um á Hólum. Athöfnin fór fram
í Hóladómkirkju þá um kvöldið.
Bolli Gústavsson vígslubiskup
flutti hugvekju og Gerður Bolla-
dóttir söng við undirleik Rögn-
valds Valbergssonar.
Brautskráðir voru 15 nýbúfræð-
ingar, 7 stúlkur og 8 piltar. Tveir
brautskráðust af Fiskeldisbraut. Sl.
vor brautskráðust 23 búfræðingar,
þannig að á þessu ári hefur skól-
inn brautskráð 38 manns, eða
fleiri en nokkru sinni á sama ári.
Fyrir rúmu ári var gerð sú breyt-
ing á námsskipulagi skólans að
hægt er að ljúka náminu á einu
ári. Hafa þá undirbúningskröfur
við inntöku verið auknar og skól-
inn fellt niður kennslu í ýmsum
grunngreinum, sem nú eru
kenndar í almennum framhalds-
skólum, en leggur þess í stað meiri
áherslu á sérgreinar sínar. Einkum
er verklegi þáttur kennslunnar
aukinn.
Vegna þessara skipulagsbreyt-
inga útskrifast tveir árgangar nú á
sama árinu. Nokkrir nemenda frá
í vor völdu að fresta verknámi þar
til næsta vetur og munu braut-
skrást næsta vor.
Nemendur voru mjög ánægðir
meö þessa breytingu á námsskipu-
laginu og veröur því haldið áfram
næsta vetur. Með þessari breyt-
ingu nýtast bæði vor og haust bet-
ur til verklegrar kennslu í skólan-
um en áður var.
Fyrir um tveim árum var gert
Vegageröarmaöur í tvígang vitni aö vandrœöum traktorstjóra í flutningum á heyrúllum:
Brýnt að fara varlega
í heyrúlluflutningum
„Á ferö um Vestfirði nýlega kom
ritstjóri Framkvæmdafrétta tvisvar
þar að sem ökumenn dráttarvéla
höfðu lent í vandræöum með
heyrúllufarm," segir í nýjum Fram-
kvæmdafréttum Vegagerðarinnar.
Blaðið segir mikiö um það þessar
vikurnar að bændur séu að aka
heyrúllum heim af túnum. Flutn-
ingatækin séu ekki öll merkileg og
hleðslan stundum rífleg. Það sé
því full ástæða til að brýna fyrir
bændum að fara varlega við þessa
flutninga og jafnframt að minna
aðra ökumenn á að sýna tillits-
semi. „Þegar svona boltar fara að lenda," segir ritstjóri Fram-
rúlla er það tilviljun ein hvar þeir kvæmdafrétta. ■
Skólastjórinn, jón Bjarnason, afhendir dúx skólans, Kristjáni Óttari Ey-
mundssyni, prófskírteini.
samkomulag milli Hólaskóla og
Félags tamningamanna um starf í
fræðslu og kennslu. Nemendur
skólans, sem útskrifast af Hrossa-
ræktarbraut og uppfylla ákveðnar
lágmarkskröfur í árangri, geta nú
sótt um aðild að Félagi tamninga-
manna og öðlast þar full félags-
réttindi.
Við athöfnina þ. 26. ágúst var
formaður félagsins, Trausti Þór
Guðmundsson, viðstaddur og
flutti ávarp þar sem hann fagnaði
þessum áfanga og veitti 25 nem-
endum formlega inngöngu í fé-
lagið.
Þetta samkomulag Hólaskóla og
Félags tamningamanna er mikill
áfangasigur í eflingu skipulagðrar
menntunar innan hestamennsk-
unnar.
Fjórir erlendir nemendur braut-
skráðust ab þessu sinni, tvær
stúlkur frá Sviss og piltur og stúlka
frá Noregi. Erlendir nemendur
standa sig yfirleitt mjög vel og svo
var í þetta sinn. Skólinn telur það
heiður fyrir starf sitt að svo marg-
ir útlendingar skuli sækjast árlega
eftir námi vib skólann.
Námsárangur nemenda var mjög
góður. Hæstu einkunn fékk Krist-
ján Óttar Eymundsson frá Ár-
gerði, Skagafirði. Fékk hann fyrir
þab viöurkenningu frá Búnaðarfé-
lagi íslands. Ennfremur hlaut
hann viðurkenningu í almennum
jarðræktar- og búfjárræktargrein-
um.
Petra Liggenstorfer frá Sviss var
næsthæst yfir skólann með ein-
kunnina 9,3. Hlaut hún einnig
bókarverðlaun fyrir góban náms-
árangur í hrossarækt og bústjórn.
Jens Óli Jespersen frá Engimýri í
Öxnadal hlaut aðaleinkunnina
9,2 og bókarviðurkenningu frá
Trésmiðjunni Borg fyrir bestan
námsárangur í byggingar- og
bútæknigreinum.
Ásta Kristín Guðmundsdóttir
fékk aðaleinkunnina 9,1 og viður-
kenningu fyrir góðan námsárang-
ur í verknámi og hrossaræktar-
greinum.
Guðmundur Björnsson frá Sauö-
árkróki fékk viðurkenningu frá
Landssambandi veiðifélaga fyrir
námsárangur á Fiskeldisbraut. Og
Veiðimálastofnun á Hólum veitti
þeim Guðmundi og Ásgeiri Ás-
geirssyni viðurkenningu fyrir
áræði og bjartsýni aö leggja út í
fiskeldis- og fiskræktarnám. Það
sýndi aö nú færu bjartari tímar í
hönd fyrir þá atvinnugrein.
Svissneski ræöismaburinn á ís-
landi, Hjalti Geir Kristjánsson,
sendi þeim Petru Liggenstorfer og
Sylviu Rossel árnaðaróskir við
brautskráninguna.
Ab athöfninni lokinni þágu allir
veitingar í boöi skólans.
Jón Bjamason
* i t‘ ♦ •