Tíminn - 14.09.1994, Side 3

Tíminn - 14.09.1994, Side 3
Mi&vikudagur 14. september 1994 9Mmi 3 Hugaö aö loönuleit: 25% verölækk- un á lýsi Á sama tíma og enga loðnu er aö fá á miðunum og flest skip í höfn, hefur verð á lýsi á heimsmarkaði lækkað um 25% frá sama tíma í fyrra vegna mikils framboðs frá Perú. Aftur á móti er verð á mjöli svipað og veriö hefur. Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-Mjöls hf. á Siglufirði, segir að lýsismarkaðurinn hafi nánast farið á hvolf þegar framleiðsla Perúmanna jókst um 140 þús- und tonn vegna þess að lýsis- nýting þeirra varð l,5%-2% betri en reiknað hafði verið með. Afar rólegt hefur verið á loð- numiðunum síðustu missseri og hafa skipin veriö að koma með slatta í land, eða allt niður í 20 tonn. Þá munu t.d. öll norsku loönuveiðiskipin vera farin til síns heima, en tvö færeysk skip þrauka enn. Rekstarstjóri SR- Mjöls á Siglufirði segir að menn „ Þjóövegahátíöin " 17. júní sl.: Kostnaöurinn enn á huldu Guðmundur Árnason, deildar- stjóri í forsætisráöuneytinu, segir að enn liggi ekki fyrir hver endanlegur kostnaður veröi vegna lýöveldishátíðar- innar á Þingvöllum 17. júní sl. Greint var frá því í Tímanum fyrir stuttu aö hátíðin hefði farið 60 milljónir umfram fjárlög en í þeim voru 70 milljónir ætlaðar til hátíðarhaldanna. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneyt- isins er kostnaður hins vegar kominn í 130 milljónir. Guðmundur Árnason segir ljóst að ýmsir liðir hátíðarhaldanna hafi reynst dýrari en ætlað var en endanlegur kostnaður liggi ekki fyrir. Hann bendir á aö auk 70 milljónanna á fjárlögum hafi verið 15 milljóna króna heimild í fjáraukalögum fyrir árið 1993. Hann segir að starfsmenn ráðu- neytisins séu þessa vikuna aö ganga frá fjáraukalagabeiðnum til fjármálaráðuneytisins og því ætti kostnaðurinn að liggja fyrir í næstu viku. ■ Nýtt ferm- ingakver Samferða heitir nýtt kver til undirbúnings fermingar. Það er unnið á vegum Fræðslu- og þjónustudeildar þjóðkirkjunnar en útgefandi er Skálholtsútgáf- an. Höfundur texta er séra Jón Ragnarsson, en fermingarstarfa- nefnd kirkjunnar undir forystu séra Jakobs Á. Hjálmarssonar hefur starfaö með honum að mótun efnis og texta. Þá hafa prestar og fræðarar í tíu presta- köllum notað efnið við til- raunakennslu sl. vetur. Kveriö er um 100 blaðsíður og myndir í því eru nálægt 400 aö tölu. Kverinu fylgir fræðslulýs- ing og verkefni fyrir 22 kennslu- stundir. ítarefni frá m.a. Kristniboðs- sambandinu, Biblíufélaginu og Hjálparstofnun kirkjunnar fylgja efninu, að því er segir í fréttatilkynningu um ferming- arkverið. V.' séu farnir að ræða það viö ein- staka útgerðir að skip verði send á miðin til loðnuleitar. Ef af því verður munu menn nýta sér ráðgjöf og þekkingu Hafrann- sóknastofnunar. Þórður segir að það sé í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við þetta loðnuleysi á miðunum og þetta sé hlutur sem menn þurfi að vera viðbúnir að takast á við. Hann segir að enn sem komið er hafi engum verið sagt upp störf- um í verksmiðjunum vegna aflaleysis. Hinsvegar sé viðbúið að einhverjir sem ekki gátu nýtt sér áður ákveðin frí í sumar vegna Íslandssíldarinnar, muni notfæra sér þennan dauða tíma til frítöku. ■ „Því skagfirskt blób er í þeim öllum..." Bœndur íAkrahreppi ÍSkagafirði smöluðu afrétt sinn á Öxnadalsheiði um helgina og ráku til réttar. Sauðfé og hross söfnuðust saman á hálsinum framan við Valagilsá, áður en safnið var rekið niður í rétt við bœinn Silfrastaði. Og það er ekki bara að íþessum hrossum sé skagfirskt blóð, heldur tilheyra þau austanvatnakynstofninum svonefnda, en afþeim meiði eru líklega frœgust Svaðastaða- og Kolkuóshross. rimomynd Ágúst b. Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags Islands var stofnaður 1955. Fyrsta reglugerð sjóðsins var samþykkt 29. mars 1955. AJlir verkfræðingar geta orðið sjóðfélagar, og cinnig er stjóminni heimilt að veita þeim, sem lokið hafa námi úr Háskóla íslands með 90 eininga B.Sc. gráðu, eða sambærilegu námi, inngöngu í sjóðinn. Með lögum nr. 55/1980 er mönnum gert skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði sinnar starfsstéttar eða starfshóps. Nú eiga rúmlega 1400 sjóðfélagar réttindi í sjóðnum. Meginniðurstöður ársreiknings lífeyrissjóðsins sbr. 7. mgr. 3.gr. laga nr. 27/1991. Efnahagsreikningur 31. dcsember 1993: Veltufjármunir Skammtimaskuldir Hreint veltufé Fastafjármunir Langtímakröfur Áhættufjármunir Eignarhlutir í sameignarfélögum Varanlegir rekstrarfjármunir Langtímaskuldir Hrein eign til greiðslu lífeyris Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 1993: Fjármunatekjur, nettó Iðgjöld Lífeyrir Kostnaður (rekstrargjöld-rekstrartekjur) Matsbreytingar Hækkun á hreinni eign á árinu Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign í árslok, til greiðslu lífeyris Ýmsar kennitðlur: Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum Kostnaður í hlutfalli af iðgjöldum Kostnaður í hlutfalli af eignum (meðaltali hreinnar eignar í árslok og ársbyijun) Starfsmannafjöldi (slysatryggðar vinnuvikur / 52) Tryggingafrseðileg úttekt hefúr verið gerð árlega ffá og með 1990. Niðurstöður úttektarinnar pr. 31.12.1993 eru: Skuldbindingar Lífeyrisþegar 268,0 milljónir Uppsöfnuð réttindi annarra 2.669,0 milljónir Til uppbóta á lífeyri 117,0 milljónir Varasjóður 22,4 milljónir Hrein eign - útistandandi iðgjöld _________________ Samtals 3.076,4 milljónir í þús. kr. 138.574 - 726 137.848 2.983.155 17.892 0 48,800 3.049.847 ________0 3.187.695 151.426 279.564 - 25.842 -21.503 90.854 474.499 2.713,196 3.187.695 9,24% 7,69% 0,73% 4,75 Eignir á móti skuldbindingum 3.148.1 milliónir 3.148.1 milljónir Hagnaður til ráðstðfunar 71,7 milljónir Aðalfúndur sjóðsins 30. maí 1994 ákvað að deila út 65 milljónum af hagnaði ársins til aukinna lifeyrisréttinda nú, og setja 6,7 milljónir í varasjóð til næsta árs. í stjóm Lífeyrissjóðs VFÍ Jónas Bjamason Þórólfúr Ámason Eysteinn Haraldsson Hafsteinn Pálsson Hilmar Sigurðsson Framkvæmdastjóri er Jón Hallsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.